Þjóðviljinn - 26.10.1983, Side 7
Miðvikudagur 26. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
INNRÁS í GRENADA
Bandaríski herinn gerði innrás í eyríkið Grenada í Karíba-
hafi í gærmorgun. Um 2000 bandarískir hermenn og 300
hermenn frá Barbados, Jamaicu, Antigua, St. Luciu, Domin-
iku og St. Vincent hófu landgöngu kl. 9.40 á Greenwich-tíma.
Komu þeir frá flota 5 bandarískra herskipa með flugmóður-
skipið Independance í broddi fylkingar. Voru herþyrlur og
fallhlífarsveitir notaðar við innrásina og kom til átaka við
1200 manna herlið eyjarinnar og um 500 manna sveit kúb-
anskra byggingarverkamanna sem var við störfí Grenada. Er
síðast fréttist klukkan 10 í gærkvöldi stóðu átök enn yfir og
hafði mannfall orðið í liði kúbönsku verkamannanna.
Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti um innrásina í Hvíta
húsinu ígærmorgun og hafði þá við hlið sér Eugenia Charles
forsætisráðherra Dóminíku, en hann gegnir formennsku í
bandalagi eyrikja í Austur-Karíbahafi (OECS). Reagan sagði
að innrásin hefði verið gerð að beiðni þessara samtaka, en
þar að auki hefðu þrjár ástæður réttlætt innrásina: þurft hefði
að tryggja öryggi bandarískra þegna i Grenada. Þurft hefði að
koma i veg fyrir öngþveiti i landinu, og að siðustu hefðiþurft
að veita aðstoð við að koma á lögum og reglu í landinu og
endurreisa lögmæt yfirvöld.
Frá fjöldagöngu í St. George’s í Grenada á meðan allt lék í Ivndi. Fremst ígöngunni fara þeir Bernard Coard,
varaforsætisráðherra, sem sagður er hafa staðið á bak við handtökuna á Maurice Bishop, og Maurice
Bishop, forsætisráðherra og leiðtogi New Jewel Movement, stjórnarflokksins í Grenada.
Innrásin hefur vakið furðu og
reiði um víða veröld og hafa fjöl-
mörg ríki mótmælt henni harðlega.
Nicaragua, sem á sæti í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna, hefur farið
framá að ráðið verði kallað saman
hið fyrsta.
Bretar mótmæla
Margaret Thatcher sagði í um-
ræðum á breska þinginu í gær að
hún hefði vitað um innrásina með
fyrirvara, en Grenada er hluti af
breska heimsveldinu. Hún sagði á
þinginu að hún hefði varað Reagan
við því að grípa til þessara ráða og
talið þau til hins verra. Kom fram í
máli hennar að breska stjórnin væri
andvíg innrásinni, og að innrásin
myndi verða til þess að færa átökin
á milli austurs og vesturs inn á Kar-
íbahafið og auka á óvissu í þessum
heimshluta.
í Moskvu kallaði Sovétstjórnin
sendiherra Bandaríkjanna á sinn
fund til þess að bera fram mótmæli.
Sovéska fréttastofan Tass sagði um
innrásina að hér væri um glæpsam-
Iega hryðjuverkastarfsemi að ræða
og krafðist hún tafarlausrar brott-
farar innrásarliðsins frá eyjunni.
Viðbrögö á Kúbu
Innrásin var einnig harðlega
fordæmd af yfirvöldum á Kúbu, og
sagði kúbanska fréttastofan að kú-
banskir verkamenn á Grenada
hefðu veitt innrásarliðinu hetju-
lega mótspyrnu enn sjö klukku-
stundum feftir innrásina. Hefði
innrásarliðið beitt fyrir sig orrust-
uflugvélum, þungavopnum og her-
þyrlum. Sömuleiðis hefði 1200
manna herlið eyjarinnar veitt við-
nám. Sagði kúbanska fréttastofan
að mannfall hefði orðið í liði Kú-
bana og að sumar af vígstöðvunum
hefðu fallið eftir sjö stunda bar-
daga, en annars staðar væri enn
barist.
Edward Seaga, forsætisráðherra
Jamaica, sagði í viðtali við breska
útvarpið í gær að bandaríska hern-
um væri aðeins ætlað að hafa
skamma viðdvöl á Grenada. Sagði
hann að síðan myndi Bandalag
ríkja Austur-Karíbahafsins og
„karabíska lögreglan“ halda uppi
lögum og reglu á eyjunni. Sagði
hann að herinn á eyjunni yrði
leystur upp og stefnt væri að kosn-
ingum innan hálfs árs. Sagði Seaga
að innrásarliðið hefði fundið
rússneska riffla við annan af flug-
völlum eyjarinnar. Seaga sagði að
barist hefði verið í höfuðborginni,
St. George’s, og sagði hann að þrír
óbreyttir borgarar hefðu fallið. Þá
sagði hann að tvær herþyrlur hefðu
verið skotnar niður og hefðu sjólið-
ar úr innrásarliðinu særst. Jamaica
tók þátt í innrásinni á Grenada.
Ótti í Nicaragua
í Nicaragua var innrásin túlkuð
sem fordæmi um að hliðstæðrar
innrásar væri að vænta þar frá
hendi Bandaríkjanna í Nicaragua.
Stjórn Sandinistanna hafði ekki
gefið út opinbera yfirlýsingu, en
krafðist hins vegar fundar í Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna. Tals-
menn stjórnarinnr bentu þó frétta-
mönnum á að á sama hátt og
Bandaríkin hefðu borið fyrir sig
óskir nágrannaríkjanna um innrás í
Grenada, þá gætu þau með sama
hætti farið að óskum Costa Rica og
Honduras og gert innrás í Nicarag-
ua. Innrásinni var hins vegar fagn-
að af talsmönnum uppreisnar-
manna í Nicaragua, sem sögðu
innrásina marka „endalok reikull-
ar og óákveðinnar stefnu Banda-
ríkjanna í Mið-Ameríku“. Adolfo
Calero foringi uppreisnarmanna
frá Nicaragua í Honduras sagði að
hið nýlega endurvakta Andkom-
múníska varnarbandalag Mið-
Ameríku (CONDECA), sem Gu-
atemala, E1 Salvador og Honduras
hefðu gert með sér ætti að vera
Sandinistunum viðvörun. „Ég held
að Bandaríkin séu reiðubúin að
binda enda á sovéska útþenslu-
stefnu í þessum heímshluta", sagði
Calero.
Forsætisráðherra Dóminíkanska
lýðveldisins, Fulgencio Espinal,
fordæmdi innrásina og krafðist
brottfarar innrásarliðsins. Banda-
ríkin hafa tvisvar gert innrás í
Dóminíkanska lýðveldið, síðast
1965.
í Perú hvatti forseti Alþýðus-
ambandsins til þess að öll verka-
lýðssambönd í S-Ameríku for-
dæmdu innrásina.
Willy Brandt
fordæmdi innrásina
í Evrópu hafa viðbrögðin einnig
orðið hörð. Willy Brandt, forseti
Alþjóðasambands jafnaðarmanna
sagði að innrásin bryti í bága við öll
alþjóðalög. Hann sagði að ásakan-
ir Bandaríkjanna um íhlutun So-
vétríkjanna í Afghanistan misstu
marks vegna framferðis stjórnar-
innar í Washington í þessu máli.
„Eftir þessa atburði getum við ekki
annað en óttast hið versta um
mögulega pólitíska lausn á
deilumálum í Mið-Ameríku“,
sagði Brandt. Hann sagði að Al-
þjóðasamband jafnaðarmanna
sem hefði innan sinna vébanda yfir
60 verkalýðsflokka utan kommún-
ísku blokkarinnar, hefði fordæmt
morðið á Maurice Bishop og 16
öðrum í Grenada í síðustu viku.
„Það réttlætir þó með engu móti
erlenda íhlutun", sagði Willy
Brandt.
... og
franska stjórnin
I harðorðri yfirlýsingu frönsku
stjórnarinnar segir að ekkert ríki
.geti haft rétt til hernaðarlegrar
íhlutunar í annað ríki nema með
beiðni löglegra yfirvalda eða Ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Segir í yfirlýsingu stjórnarinnar að
aðgerð Bandaríkjastjórnar sé
„furðuleg" og að þjóð Grenada
verði þegar í stað að endurheimta
rétt sinn til sjálfsákvörðunar, til
sjálfstæðis og fullveldis.
/ Bandarikjunum...
í Bandaríkjunum lýsti Clement
Zablocki, formaður utanríkismála-
nefndar Fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings yfir stuðningi við
innrásina.
Formælandi demókrata í Kali-
forníu, Don Edwards, lýsti því hins
vegar yfir að innrásin væri ólögleg,
þar sem hún bryti í bága við þá
grein stjórnarskrárinnar, er kveður
á um að aðeins Bandaríkjaþingi sé
heimilt að lýsa yfir stríði á hendur
annarri þjóð.
Larry Speaks, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að stjórnin myndi
gefa þinginu skýrslu innan 48
klukkustunda í samræmi við lög frá
1973, sem gefa þinginu vald til að
hafa áhrif á hernaðaríhlutanir.
'Speaks sagði að innrásin væri í
samræmi við sáttmála A-Karíba-
hafsríkjanna og því fullkomlega
lögmæt.
Þegar Reagan forseti tilkynnti
um innrásina sagði hann um ríkj-
andi valdahafa í Grenada að þeir
væru „ruddafenginn hópur vin-
strisinnaðra glæpamanna“. Sagði
Reagan að bandarískt herlið yrði á
Grenada svo lengi sem þess þyrfti
með.
Fréttir herma að möguleiki á
innrás hafi verið ræddur á fundi 12
ríkja í Karíbahafinu um síðustu
helgi, en fundurinn var haldinn
vegna valdatöku hersins á Gren-
ada. Hefðu 8 af 12 ríkjum sem
sóttu fundinn verið samþykk
innrásinni. Meðal þeirra sem voru
henni andvíg voru Guyana. Var
haft eftir talsmanni Bandalags A-
Karíbahafsríkja að í kjölfar
innrásarinnar yrði landsstjórn
Breta á Grenada, sem hefur setið í
stofufangelsi síðan Maurice Bishop
tók völdin 1979, falið að mynda
ríkisstjórn og undirbúa kosningar.
Er vandséð hvernig það má verða,
þar sem innrásin er gerð í óþökk
Breta og Bretar telja hana móðgun
við Bresku krúnuná.
Ekki viðvörun,
segir Shultz
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sagði við
fréttamenn í gær að bandarískar
hersveitir myndu yfirgefa Grenada
þegar Bandaríkin og hin ríkin sem
þátt tóku í innrásinni teldu að
Grenadamenn væru færir um að
mynda ríkisstjórn. Hann sagði að
innrásin væri ekki hugsuð sem við-
vörun til Kúbu eða Sovétríkjanna
um að styðja ekki vinstrisinnaðar
stjórr.ir á Vesturlöndum. „Þeir
sem vilja taka við skilaboðum
verða að taka þau til sín“, var haft
eftir utanríkisráðherranum, „en
það var ekki tiigangurinn með
þessari aðgerð". „Þegar lög og
regla verður komin á, munu kara-
bísku þjóðirnar í reyndinni taka við
stjórninni, en ekki við.“
Þegar Shultz var spurður um álit
sitt á gagnrýni bresku stjórnarinn-
ar, sagðist hann virða sjónarmið
hennar, en Bandaríkin yrðu að
taka sínar eigin ákvarðanir. „Karí-
bahafið er líka í okkar nágrenni,"
sagði utanríkisráðherrann.
Síðustu fréttir
Þegar síðast fréttist stóðu bar-
dagar enn yfir í Grenada. Óljósar
fréttir hafa borist um mannfall, en
bandarísk yfirvöld viðurkenndu
seint í gærkvöld að 2 bandarískir
hermenn hefðu fallið. Þá höfðu 2
herþyrlur verið skotnar niður og
áhöfn þeirra særst. Að minnsta
kosti 12 kúbanskir verkamenn
höfðu fallið í átökunum, en þeir
höfðu ekki gefist upp er síðast
fréttist. Þá var einnig sagt að nokk-
uð mannfall hefði orðið meðal
óbreyttra borgara.
ólg.
Vestur-Indíur og ríki Karíbahafsins. Grenada liggur um 90 mílur norður af ströndum Venezuelu.