Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. október 1983 Miðvikudagur 26. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 BENSÍNHALLIRNAR Á fjórða tug bensínstöðva eru nú starfræktar á Stór- Reykjavíkursvæðinu, ein er í smíðum og vilyrði hefur verið gefið fyrir að reisa þrjár aðrar bensínstöðvar í borgarlandinu, auk þess sem til stendur að endurbyggja eitthvað af eldri sölustöðvum. Mönnum þykir kannski ekki undarlegt að eitthvað hafl orðið að fjölga bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu samfara gífurlegri aukningu ökutækja á síðustu árum, en staðreyndin er hins vegar sú að bensínsalan hefur nær ekkert aukist þrátt fyrir stóraukna bíleign, bæði vegna þess að nýjir bílar eru mun sparney tnari en þeir eldri og eins hefur almenningur dregið mjög úr svokölluðum „óþarfa“ akstri. Hjá olíufélögunum þremur sem öll selja sama bensínið undir sitthvoru nafni en á sama verði, hefur samkeppnin á síðustu árum þróast út í alls kyns þjónustu- og varahlutaverslun á bensínafgreiðslum til viðbótar við bensínsölu. Nýjar útsölustöðvar hafa sprottið upp og eldri útsölur verið endurnýjaðar. Hafa margir haft á orði að bensínstöðvar væru „musteri nútímans" slíkur væri íburðurinn. Skeljungur rekur flestar bensínstöðvar í Stór- Reykjavík eða 13 talsins, jsar af tvær stöðvar í sameign við Olíuverslun Islands, Olís. Olíufélagið h/f Esso, rekur 10 bensínstöðvar á þessu svæði og Olís einnig 10 þar af 2 í sameign með Shell. Árið 1970 var gert samkomulag milli borgaryfirvalda og olíufélaganna um hvernig skyldi hafa skiptingu bensínafgreiðslustaða í nýbyggingarhverfum sem þá voru áskipulagi. Nú er það samkomulag nær uppfyllt og félögin hafa ekki komið sér saman um h vernig standa ber að innbyrðis skiptingu útsölustöðva í samráði við viðkomandi borgar- og bæjaryfirvöld í náinni framtíð. Er farið að gæta nokkurrar togstreitu milli félaganna þar sem deilt er um hver hafi átt að fá að reisa þessa stöð eða aðra. Samkvæmt gamla samkomulaginu sem áður var nefnt var Breiðholtshverfunum þremur skipt á milli félaganna þriggja en í Breiðholti 2 á Esso eftir að reisa bensínstöð, þar sem ekki hefur ennþá ák veðin lóð undir stöðina af borgaryfirvöldum. Hins vegar hefur Esso nýlega sett upp bensínsölu í samvinnu við eigendur Nestis norðanvert við Ártúnsbrekkuna og það eru forráðamenn hinna félaganna ekki sáttir við. Þá hefur Esso einnig nýlega reist nýja bensínstöð við Stórahjalla í Kópavogi og endurnýjað bensínstöðvar sínar í Hafnarstræti og við Nesveg/Ægisíðu. Olís hefur sótt um að fá að reisa bensínstöð við Vesturlandsvegá móts við Höfðabakka. Þá telur félagið sig eiga eftir að fá úthlutaðri lóð fyrir bensínstöð við Ánanaust í Vesturbænum Hvað segja stjórnendur olíufélaganna? Þjóðviljinn á morgun Þessi glæsilega bensín- og smurstöð reisti Shell fyrir ekki löngu síðan við Vífi|staðaveg í Garðabæ. Útlitið dregur bílana að eða hvað??? Mynd - eik. Nokkur hundruð metrum neðan við Shell stöðina í Garðabæ hefur Olís alveg nýverið tekið f notkun bensínstöð við Hafnarfjarðarveginn... Þetta var ekki dýr framkvæmd segir fulltrúi Olís. Mynd - eik. samkvæmt samkomulaginu frá 1970. Þá hefur Olís nýlega byggt glæsilega bensínstöð við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og er að byggja ásamt Shell nýja bensínstöð í Mosfellssveit við Vesturlandsveg. Einnig stendur til að endurbyggja bensín- og smurstöðina við Klöpp nú ánæstunni. Skeljungur rekur flestar bensínstöðvarnar af oiíufélögunum hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Félagið er nú að byggj a ásamt Olís í Mosfellssveit og byggði ekki fyrir löngu síðan glæsilega bensínstöð ásamt Olís á Seltjarnarnesi. Þar fyrir utan má nefna að félagið hefur nýlega reist glæsilega bensínstöð í Borgarnesi við brúarendann og aðra til á Akranesi í sameign með Olís. Utan af landsbyggðinni er það einnig að frétta, að Olís og Esso hafa nýlega opnað nýjar og glæsilegar bensínstöðvar í Hveragerði og altalað er í þorpinu að Skeljungur ætli ekki að vera minni maður, heldur byggja glæsistöð þar Iíka andspænis Eden. Eins og áður sagði þá hefur bensínsala í landinu ekki aukist svo nokkru nemi á síðustu árum, þrátt fyrir að bifreiðaeign landsmanna hafi nærri tvöfaldast á síðasta áratug. Árið 1972 voru rúmlega 52 þúsund fólksbifreiðar skráðar í landinu samkvæmt tölum frá bifreiðaeftirlitinu og 10 árum síðar var fjöldi fólksbifreiða orðinn um 96 þúsund sem er nærri 85% fjölgun. Á sama tíma hefur bensínsala í landinu aðeins aukist úr rúmlega 70 þúsund tonnum á ári í 90 þús. tonn eða um 28%. Að sögn forráðamanna olíufélaganna hefur bensínsalan síðustu fjögur árin nær staðið í stað. Á sama tíma hefur hins vegar orðið geysileg útþensla og endurnýjun á bensínstöðvum hj á öllum olíufélögunum ekki bara á Stór- Reykjavíkursvæðinu heldur einnig víðsvegar á þéttbýlisstöðum úti um land. En hver er þörfin fyrir þessa útþenslu og hvað þurfa bíleigendur að borga í hærra bensínverði fyrir þessa uppbyggingu og endurnýjun. Einnig má spyrja hvert stefnir í samkeppni olíufélaganna um að fá að selja bíleigendum sama bensínið á sama verði, þegar fyrir liggur að bensínstöðvar eru ekki lengur einvörðungu bensín- og olíusölur heldur meiriháttar varahlutaverslanir og Olís hefur í áætlun að opna gos og sælgætissölu í bensínstöðvum sínum á Reykjavíkursvæðinu og hefur matvöruverslun í nýrri bensínstöð sinni í Hveragerði. Þessum spurningum og ýmsum öðrum svara stjórnendur olíufélaganna í Þjóðviljanum á morgun þar sem fram verður haldið úttekt blaðsins á útþenslubensínstöðvakerfisins. -Ig. Aðeins nokkur hundruð metra frá Esso stöðinni í Hafnarstræti er bensín- og smurstöð Olís við Klöpp. Hún er vissulega komin til ára sinna og nú stendur til að endurbyggja á sama stað. Mynd - eik. Þeir hjá Olís eru með margt fleira á prjónunum. Hér við Ananaust ekki langt frá bensínstöð sama félags og Shell við Suðurströnd, telur Olís sig eiga rétt á lóð undir nýja bensínstöð. Mynd - eik. Við Höfðabakka hjá Vesturlandsvegi vill Olís einnig reisa nýja „hraðbrautarbensínstöð“ en aðcins nokkur hundruð metra í burtu, í Ártúnsbrekku cru tvær „hraðbrautarbensínstöðvar“ sem Esso rckur. Mynd - Magnús. Bensínstöðvar á Stór- Reykjavíkur- svæðinu Esso: Ártúnshöfða Bíldshöfða Borgartúni Hafnarstræti Stóragerði Stórahjalla, Kópavogi Nesti, Fossvogi Ægisiðu Reykjavikurvegi, Hafnarfirði v/Bjarkarholt Mosfellssveit Fyrirhugaö og í smídum: Breiðholt 11 Olís: Álfabakki Álfheimar Fellsmúli Háaleitisbraut Klöpp, Skúlagötu Vitatorg Hamraborg, Kópavogi v/Hafnarfjarðarveg, Garðabæ Vesturgata, Hafnarfirði Hvaleyrarbraut, Hafnarfirði með Shell Suðurströnd, Seltjarnarnes. með Shell Fyrirhugaö og í smíðum: Vesturlandsvegur v/Höfðabakka Við Ánanaust Mosfellssveit með Shell Klöpp, endurbygging Shell: Við Birkimel Bæjarbraut, Garðabæ Hraunbæ Kleppsvegi/Langholtsvegi Kópavogshálsi við Miklubraut x 2 við Reykjanesbraut Laugavegi Umferðarmiðstöðin Suðurströnd með Olis ■ Reykjavíkurvegi, Hafnarfirðí Hvaleyrarbraut, Hafnarfirði með Olis Fyrirhugaö og í smíðum Mosfellssveit við Vesturlandsveg með Olís Bensínsölur f Mosfellssveit. Útsölustaðir olíufélaganna á Stór-Reykjavíkursvæðinu Fyrirhugaðar bensinstöðvar. Bensinstöðvar i Haf narf irði og Garðabæ. Þessi bensínstöð Esso í Hafnar ber merki glæsistílsins. Hún var byggð fyrir örfáum árum í stað eldri stöðvar sem var á svipuðum slóðum. Mynd - eik. MUSTERINUTIMANS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.