Þjóðviljinn - 26.10.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 26. október 1983 Minning___________ Kristín Jensdóttir frá Árnagarði F. 11. júlí 1892 — Látin er í hárri elli góð kona, Kristín Jensdóttir, fædd að Torfa- stöðum í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Jens Guðnason bóndi í Árnagerði og kona hans Sigrún Sigurðardóttir bæði ættuð úr Rang- árþingi. Kristín ólst upp í systkinahópi í Árnagerði og hvarf síðan til Reykjavíkur á 2. áratug þessarar aldar. Árið 1920 giftist hún Birni Árnasyni sjómanni frá Móum á Kjalarnesi. Hann var stýrimaður á togaranum Robinson, sem var eitt þeirra skipa sem týndist með allri áhöfn í Halaveðrinu 25. febrúar 1925. Með Robinson fórust og tveir bræður Björns ásamt systur- manni Kristínar. D. 13. okt. 1983 Kristín og Björn höfðu eignast sonárið 1921. Jens hét hann og lést úr berklum tveggja ára að aldri. Við lát manns síns stóð Kristín uppi með son þeirra Árna hálfs annars árs og ófædda dóttur, Birnu, en hún fæddist 29. maí 1925. Nú hefst erfiður tími í lífi Kristín- ar. Hún brýst með börnin sín tvö austur í Fljótshlíð og gerist ráðs- kona hjá Klemens Kristjánssyni til- raunastjóra. Hjá honum er hún allt fram til ársins 1931. Þá heldur hún aftur til Reykjavíkur að afla börn- um sínum menntunar. Hún tók að sér alla vinnu sem til féll, ræstingar og þjónustustörf jöfnum höndum. Það vita varla aðrir en þeir sem reynt hafa hve þungbær kreppuár- in voru alþýðuheimiiunum á þessu landi, þótt beggja foreldranna nyti við. En Kristín lét ekki deigan síga. Árni komst í gegnum nálarauga Menntaskólans í Reykjavík og hóf þar nám haustið 1937. Á menntaskólaárum hans kynntist ég þessari fjölskyldu og hef átt að vin- um æ síðan. Dugnaður og þrautseigja Kristínar við að búa í haginn fyrir börnin var aðdáunar- verð. Þrátt fyrir langan vinnudag tók hún ætíð á móti skólafélögum þeirra systkinaopnumörmum í litlu íbúðinni á Spítalastígnum. Þar skorti aldrei þann yl og hlýju sem svo einkenndi alla framgöngu þess- arar konu fyrr og síðar. Heimili þeirra var eins og félagsmiðstöð. Hvort það voru utanbæjarmenn eða innan, ættingjar eða vanda- lausir, allir voru velkomnir á öllum tímum sólarhringsins. Alla tíð sama brosið og hýran í augunum, sem var Kristínu eins sjálfsagt og að draga andann. Réttlætiskennd var henni æ ofarlega í huga og rétt- ur kvenna heilagt baráttumál. Árni sonur hennar varð læknir og hefur átt langa og farsæla starfsævi enda ekki farið varhluta af mannkostum móður sinnar. Hann er kvæntur Guðnýju Bjarnar og eiga þau stór- an barnahóp. Átti Kristín hauk í horni þar sem þau hjón og börnin fóru. Birna leitaði ekki eftir eins löngu námi og bróðir hennar. Hún var hvers manns hugljúfi og sinnti margvíslegum störfum. Síðustu árin sem hún lifði var hún sjúkra- liði og gat sér hið besta orð í hví- vetna. Hún varð bráðkvödd 25. nóvember 1980 og mikill harm- dauði þeim sem hana þekktu. Hún var gift Inga Lövdal og hefur hann reynst tengdamóður sinni mjög vel. Kristín hélt reisn sinni allt fram til hinstu stundar. Það er styrkur manns í þessu lífi að eiga minningar um elskulegar manneskjur eins Og hana Kristínu. Bestu samúðarkveðjur sendi ég tveimur eftirlifandi systkinum hennar Guðrúnu og Guðna, svo og öllum öðrum ættingjum og vensla- fólki. Hjálmar Ólafsson. Jarðaförin fer fram kl. 15.00 í dag, miðvikudag, frá Fossvogskirkju. Hinn 13. október síðastliðinn lést hún amma okkar. Það koma upp blendnar hugsanir þegar fólk á hennar aldri fellur frá. Hún var komin á tíræðisaldur, blessuð. Maður verður jafnvel svolítið hugsandi yfir því hvers vegna svona gamalt fólk þarf að eiga í langri baráttu við sjúkdóma sem virðast svo vonlausir og tilgangslausir. En amma var alltaf svo sterk og sá styrkleiki var líka fyrir hendi í bar- áttunni við dauðann. En eftir dauðann finnur maður fyrir því tómarúmi sem eftir er og byrjar að sakna þrátt fyrir vissu um kær- komna hvíld. Alltaf man maður eftir ömmu sem hárri myndarlegri konu sem var vel tilhöfð alveg til hins síðasta. Hún var alltaf hraustleg og missti úr fáa vinnudaga vegna veikinda þó aðhún hætti ekki að vinna fyrr en hún varð áttræð, og það í erfiðis- vinnu. Og þó að hún hætti að vinna úti á þessum aldri var hún nú alls ekki hætt að vinna og var alltaf jafn kappsöm við allt sem hún gerði. Talandi nú ekki um þegar hún komst í berjamó. Slíkt var kappið að hún hafði ekkert fyrir því að hoppa um kjarr og lyng, kaffisop- inn og nestið, sem meðferðis var, gleymdist alveg. Sjálfsagt mátti hún ekkert vera að því að veikjast því hún var alltaf svo upptekin við að heimsækja gamlafólkið. Okkur barnabörnun- um fannst hún alltaf vera gömul en hún var ekki eldri en það að henni fannst hún verða að líta eftir þessu fólki sem sumt hvert var hennar jafnaldrar. Gott var að heimsækja ömmu því að þar mætti okkur stöðugt hlýhugur og rausnar- skapur. Ámma hafði mikinn áhuga á verkalýðsmálum og fylgdist ineð baráttu verkalýðsins fram undir það síðasta. Fyrir nokkrum árum sat amma gamla á fundi með einum sonarsyni sínum þar sem margir af fulltrúum hinnar sósíalísku hreyf- ingar voru. Þarna leið henni vel og þegar Nallinn var leikinn mátti sjá tár á hvarmi gömlu konunnar og ungi sósíalistinn varð snortinn af stemmningu þeirrar gömlu. Við kveðjum þig amma með söknuði. Njóttu hvíldarinnar vel. Þú átt það svo sannarlega skilið eftir langan vinnudag. Vilborg Sigríður, Kristín, Björn Theódór, Einar Sveinn, Árni og Vilhjálmur Jón. AUGLÝSING Hér meö er auglýst til umsóknar aöstaöa í Iðngöröum Ólafsfjaröar. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu sinni aö Kirkju- vegi 12, Ólafsfirði og í síma (96) 62214. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1983. Ólafsfirði 21. október 1983. Bæjarstjórinn Þjónustusíða Þjóðviljans Reyking og sala á matvælum iRO SW,2C2' ý REYKOFNINN HF. VJ/ Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan r STETT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II- ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjöm G. Hauksson Pípulagningameistari Simi46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarölagnir Viðgeröir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. S/áttuvé/a/eiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, sími 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STEYPUSÖGUN vegg■ og góltsögun VÖKVAPRESSA í múfbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góó þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNIS/F trá ki. a—23. Vélaleiga S: 46980 - 72460. TRAKT0RSGR0FUR L0FTPRESSUR SPRENGIVINNA ifei 46297 GEYSIR Bílaleiga____________ Car rental________________ BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA PÖNTUM - PÖKKUM SENDUM- SÆKJUM TRYGGJUM Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. • ••• Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. • ••• Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. Símsvari opinn allan sólarhringinn. ^7 JLandsþjonustan s.f. Súðavogi 18. S.84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR Wönduð vinna á hagstæðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.