Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 11
Miðvikudagur 26. október 1983, ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Nyilasi meiddur Danir leika einhvern sinn þýðing- armesta knattspyrnulandsleik frá upphafi í kvöld er þeir mæta Ung- verjum í Búdapest. Með sigri í kvöld komast Danir í úrslit Evr- ópukeppni landsliða sem fram fara í Frakklandi næsta sumar. Þeir fengu góðar fréttir í gær, fyrirliði Ungverja, Tibor Nyilasi, getur ekki leikið í kvöld vegna slæmra meiðsla á ökkla og veikir það að líkindum ungverska liðið talsvert. Vestur-Þjóðverjar leika við Tyrki í kvöld og geta tekið forystu í sínum riðli með góðum sigri. Möguleikar V-Þjóðverja eru mjög miklir, þeir eiga síðan eftir heima- leiki gegn Albaníu og Norður- írlandi. -VS Sá stærsti á Reyðarfjörð í 9. leikviku Getrauna komu fram 5 seðlar með 12 réttum og var vinningur fyrir röðina kr. 89.430 og með 11 rétta reyndust vera 103 raðir og vinningar fyrir hverja kr. 1.860. Það var kona á Reyðarfirði sem fékk hæsta vinningin, hún var með 12 rétta á 36 raða kerfisseðli (bleikunr), og fær kr. 100.590. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason í hatrammri baráttu á línu Tékkanna í gærkvöldi en þrátt fyrir tilþrifin slapp tékkneska markið í þetta skiptið. Bogdan á mlkið verk framundan Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari í handknattleik á mikið starf fyrir höndum, það kom berlega í Ijós en íslenska landsliðið tapaði fyrir lítt sannfærandi liði Tékka, 17-21, í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. ísland lék vel fyrstu tuttugu mínúturnar, en þá seig á ógæfu- hliðina, Tékkar reyndust sterkari aðilinn og unnu sannfærandi sigur. Bætti metið Sigurður P. Sigmundsson úr FH setti nýtt íslandsmet í mara- þonhlaupi um helgina er hann keppti í New York. Hann hljóp 42 kflómetrana á 2:23,42 klukkustundum en gamla metið hans var 2:27,05. Dortmund rak þjálfarann Vestur-þýska knattspyrnu- liðið Borussia Dortmund rak í fyrradag framkvæmdastjóra sinn, UIi Maslo. Dortmund hcf- ur tapað sex af ellefu leikjum sínum í Bundesligunni í haust og er í hópi neðstu liða. -VS Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnu- deildar Brciðabliks verður haldinn laugardaginn 29. októ- ber nk. kl. 13 í Félagsheimili Kópavogs. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. ísland byrjaði vel, sérstaklega í vörninni, og það tók Tékkana sjö mínútur að komast á blað. Einar Þorvarðarson varði þrjú fyrstu skotin og Alfreð Gíslason kom ís- landi yfir eftir skemmtilegt gegn- umbrot. Forystan fór í hendur Tékka tvívegis, 2-3 og 3-4, en þá komu þrjú stórgóð íslensk mörk, tveir þrumufleygar frá Alfreð og hraðaupphlaup frá Bjarna, og staðan 6-4. Síðan varð hún 7-5, 8-6 og 9-7, en síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins voru hörmulegar, Tékkar komustí9-ll en PállÓlafs- son lagaði stöðuna fyrir hlé, 10-11. ísland jafnaði, 11-11 og 12-12, í upphafi síðari hálfleiks, tvær bombur frá Alfreð, en þá komu öðru sinni fjögur tékknesk mörk í röð. Staðan var orðin 12-16 og ís- land átti aldrei möguleika eftir það. Þó var tveggja marka munur tvívegis, 14-16 og 16-18, en Tékkar skoruðu þrjú mörk á lokamínútun- um og sautjánda mark íslands gerði Bjarni Guðmundsson í sömu andrá og lokaflautið gall við, 17- 21. Það er tæpast sanngjarnt að ráð- ast mjög harkalega að íslenska lið- inu eftir þennan leik og það sýndi, eins og svo oft áður, að mikið býr í því. Spurningin er bara hvernig Bogdan tekst til við að móta það eftir sínu höfði og fá leikmenn til að meðtaka hinn agaða og árang- ursríka „Víkingshandbolta". Það voru ýmsir ljósir punktar í fyrri hálfleiknum, vörnin og mark- varsla Einars framan af, og ekki síst kraftur Alfreðs sem var bestur íslensku leikmannanna. Skoraði gullfalleg mörk en varnarhliðin hjá honum brást af og til. Svo var um fleiri, og allt of oft tapaðist boltinn fyrir helberan klaufaskap, var t.d. tvívegis gefinn beint í hendur Tékka í upphafi sóknar og þeir þökkuðu pent fyrir sig með mörk- um. Kristján Arason var sem klett- ur í vörninni og átti góðar línusend- ingar en tapaði boltanum einum of oft og var of óframfærinn í sókn- inni. Bjarni var frískur en hann og fleiri fóru illa með dauðafærin. Alltof oft varði tékkneski mark- vörðurinn af línu og úr opnum færum og þegar slík færi nýtast ekki, vinnast ekki leikir. Páll Ól- afsson átti ágæta kafla en aðrir voru daufir. Sigurður Gunnarsson og Sigurður Sveinsson fengu ekki að spreyta sig nægilega, það er ekki nógu sniðugt að kalla í Sveinsson frá V.-Þýskalandi og láta hann bara spila þrjár síðustu mínúturn- ar. Einar Þorvarðarson sýndi góð tilþrif í markinu. Alfreð skoraði 7 markanna, Bjarni, Kristján og Páll 3 hver og Þorgils Óttar Mathiesen eitt. Dönsku dómararnir dæmdu þokkalega en hafa sýnt betri frammistöðu hér á landi. - VS. Gert ráð fyrir Dallas! HSÍ gerir sér fyllilcga grein fyrir vinsældum Dallas meðal hand- knattleiksunnenda. Þar af leiðandi hefst síðari landsleikur íslands og Tékkóslóvakíu, sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld, kl. 19.30. Tilvalið að kíkja á strákana Og hvetja þá og fara síðan í róleg- heitunum heim og hvetja JR.... Þurfa meira þrek „Eg er ánægður méð fyrri hálflcikinn, og þá einkuin varnarlcik íslenska liðsins. Ilann var reyndar ágætur lengst af. Þessi tcgund varnar, 3-2-1, er leikin alls staðar, henni þurfum við að beita og komum til með að gera það í framtíðinni”, sagði Bogdan Kow- alczyk, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. „Lítil samæfing bitnaði á sóknarleiknum og strákarnir fóru illa með góð færi. Sumir leikmanna eru ekki komnir inní þá hluti sem verið er að æfa. Þetta tékkneska lið æfir tíu sinnum í viku og hcfur gífurlegan kraft og úthald. Við getum barist gegn þeim í þrjátiu mínútur á fullu eins og málin standa í dag en ekki mikið lcngur. Mínir menn þurfa að ná upp meira þreki til að standast þeim snúning. Leikurinn í kvöld er stór spurning, ég veit ekki hve mikinn kraft íslensku leikmennirnir hafa til að leika tvo svona erfiða leiki í röð, enda hef ég einungis þjálfað þá í eina viku”. - Hvers vegna var Kristján Arason ekki hvíldur þegar á leið og Sigurði Sveinssyni gefi meira tækifæri? „Sigurður hafði litla sem enga samæfingu fengið með liðinu þannig að erfitt var að nota hann mikið. Kristján lék alls ekki illa, hann opnaði t.d. mikið fyrir Alfreð og Bjarna”, sagði Bogdan. Hann reiknaði með sáralitlum breytingum á íslenska liðinu fyrir leikinn í kvöld. -VS Annar grundvöllur „Byrjunin var góð hjá okkur en liðið skortir samæfingu”, sagði Bjarni Guðmundsson frá Wanne-Eickel í Vestúr-Þýskalandi eftir tapið gegn Tékkum í gærkvöldi. „Þetta er svipaður hópur og við höfum verið með en nú er æft á allt öðrum grundvelli en áður. „Bogdan leggur áherslu á það sama og hjá Víkingi, taktiskan handknattleik, aga og ákveðni. Hann þarf tíma með landsliðið, og fáist hann, er hægt að ná langt. Viljinn er fyrir hendi, við erum búnir að hjakka lengi í sama farinu og menn eru reiðubúnir að leggja mikið á sig. Við berjumst annað kvöld og erum staðráðnir í að bæta okkur,- gegn þessu tékkneska liði verður allt undir þriggja marka tapi skref fram á við”, sagði Bjarni Guðmundsson. -VS Komast inn í kerfin „Maður þarf lengri tíma til að komast inn í kerfin hjá Bogdan, einkum eftir að hafa leikið mjög frjálsan handknattleik með Essen að undanförnu. Hann er hins vegar afburða þjálfari og mér líst vel á framtíðina, einkum ef vörnin bætir sig”, sagði Alfreð Gíslason, stórskyttan frá Akureyri sem nú leikur með Essen í Vestur- Þýskalandi. „Ég hef lært mikið á stuttum tíma hjá Essen, rúmenski þjálfarinn okkar er frábær, og liðið leikur geysilega skemmtilegan handknattlcik. Þetta er samt harður „bíssness” og maður verður svo sannarlega að skila sínu”, sagði Alfreð. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.