Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 26.10.1983, Qupperneq 15
RUVO 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Erlingur Lottsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að vagnhjóli" ettir Meindert DeJong Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sina (19). 9.20 Leikfimi. 9.30Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.00Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.30 „Islenskt mál Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugar- deginum. 11.40 Freddy Breck og Erling Grönstedt syngja og leika 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Létt popplög 14.00 „Kallað í Kremlarmúr" eftir Agnar Þórðarson Höfundur les (2). 14.30 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika Dúó fyrir fiðlu og víólu í G-dúr K423 eftir Wolfgang Am- adeus Mozart. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníuhljóm- sveitin i Detroit leikur Tékkneska svitu op. 39 eftir Antonín Dvorák; Antal Dorati stj. / Filharmóníusveitin i Berlín leikur Sinfóníu nr. 39 i Es-dúr K543 eftir Wolfgang Amadeus Mozart; Karl Böhm stj. 17.10 Siðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug M. Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. „Kallað f Kremlarmúr" kl. 14.00. Agnar Þórðarson heldur áfram lestri sfnum. 20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur Hermóðsdóttir. 20.10 Útvarpssaga barnanna: „Peyi“ eftir Hans Hansen Vernharður Linnet les þýðingu sína (3). 20.40 Kvöldvaka Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.10 Einsöngur Edda Moser syngur lög eftir Richard Strauss. Christoph Eschen- bach leikur á píanó. 21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“ eftir André Malraux Thor Vilhjálmsson les þýðingu sína (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í útlöndum Þáttur i umsjá Emils Bóassonar, Ragnars Baldurssonar og Þorsteins Helgasonar. 23.15 íslensk tónlist a. Fimm pianólög op. 2 eftir Sigurð Þórðarson. Gísli Magnús- son leikur. b. Þrjár orgelprelúdíur eftir Friðrik Bjarnason. Victor Urbancic leikur. c. Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Sinfón- íuhljómsveit Islands leikur. 23,45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 18.00 Söguhornið Pönnukökukóngurinn - Myndskreytt ævintýri. Sögumaður Anna Sigriður Árnadóttir. Umsjónarmað- ur Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Amma og átta krakkar 10. þáttur. Norskur framhaldsmyndaflokkur gerður eftir barnabókum Anne-Cath. Vestly. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord- vision - Norska sjónvarpið). ■ 18.30 Marglit hjörð Bresk náttúrulífsmynd um starann sem er einn algengasti fugl í Bretlandi og fer nú óðum fjölgandi hér. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Akstur í myrkri Fræðslumynd frá Umferðarráði sem leiðbeinir ökumönnum um notkun Ijósa og ýmsar varúðarreglur sem að gagni mega koma við akstur i skammdeginu. 20.55 Vinnuvernd 3. Varnir gegn vinnu- slysum Fræðsluþáttur um ýmis konar hættur á vinnustöðum og varúðarráðstaf- anir til að koma I veg fyrir vinnuslys. Umsjónarmenn: Ásmundur Hilmarsson og Agúst H. Elíasson. Stjórn upptöku: Þrándur Thoroddsen. 21.30 Dallas Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.15 Richie Cole Bandariskur djassþáttur með Richie Cole, (altósaxófónn), Bobby Enriques (píanó) og fleiri djassleikurum. 22.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 frá I ndurn í skjóli þinghelginnar J.G skrifar: Það var sagt um Jón Sigurðs- son, alþingismann og forseta, að hann væri „sómi íslands, sverð þess og skjöldur“. Það þykir nú kannski heimtufrekja að ætlast til slíks af þingmönnum okkar nú, svona upp til hópa, enda er ég smeykur um að sumir þeirra kiknuðu undir þeirri kröfu. En til þess ætti að mega ætlast, að þeir noti ekki þinghelgina til árása á þá, sem utan hennar eru, og geta því ekki svarað fyrir sig á sama vettvangi og ekki heldur sótt viðkomandi þingmenn til saka, þinghelgin verndar hann. Þetta hefur því miður komið fyrir og það er hvorki til sónta þingi, þjóð né landi. Finnist þing- mönnum að þeir þurfi að svala sér á Pétri og Páli úti í þjóðfé- laginu ættu þeir að gera það utan þingveggja, þar sem báðir standa jafnt að vígi, en ekki í skjóii þing- helginnar! Það sýnist ekki vera ósanngjörn krafa. Gengisfelling fyrr og nú Gamall sjómaður skrifar: Gengislækkun kemur ekki til greina, segir ríkisstjórnin. Geng- islækkun „virkar einungis á sjáv- arútveginn eins og eiturlyfja- skammtur á fíkniefnasjúkling, hún friðar hann í stuttan tíma“, hefur Mbl. eftir Geir Hallgríms- syni. Ósköp eru að heyra þetta. Hafa ekki velflestar ríkisstjórnir, sem setið hafa hér á landi allt frá stríðslokum gripið til gengisfell- inga æ ofan í æ til hjálpar sjávar- útveginum, að því er okkur hefur verið sagt? Hversvegna er gengis- felling engin aðstoð við sjávarút- veginn nú ef hún hefur verið það ætíð áður? Hvað hefur breyst? Eða hefur þessi gengisfellingar- pólitík stjórnmálamannanna og „efnahagsspekinganna" verið tómur leikaraskapur og vitleysa frá upphafi? Fróðlegt væri að fá svör við því. Útvarp kl. 20.40: Allt í blóma á Hesteyri Hesteyri við Hestfjörð má muna tímana tvenna. Byggð hófst þar snemma á öldum en eftir að Norðmaðurinn M.C.BuIl reisti þar hvalveiði- stöð árið 1894 fór að myndast þorp. Bænhús var fyrrum á Hesteyri og kirkja var reist þar 1899. Hún var rifin 1960 og flutt til Súðavíkur og gegnir nú hlutverki sínu þar. Minn- Þorsteinn Matthíasson isvarði var reistur á kirkju- grunninum 1969. í honum er komið fyrir klukku, sem var í Hesteyrarkirkju. Er klukkan frá 1691. Á minnisvarðanum er og eirskjöldur, sem á eru letruð nöfn allra þeirra, sem grafnir eru í kirkjugarðinum. Á Hesteyri var útgerðarstöð, hvalveiðistöð, síldarbræðsla og síldarsöltun, verslun, læknisbú staður, loftskeytastöð og . sím- stöð, og um 80 manna byggð. Byggð tók að dragast saman á Hesteyri upp úr 1940 og síðan 1952 hefur enginn ntaður átt þar fasta búsetu. Á kvöldvökunni í kvöld flytur Þorsteinn Matthíasson þátt, sem hann hefur skráð eftir Jóni Guð- jónssyni fyrrverandi loftskeyta- manni og símritara, og nefnir Allt í blóma á Hesteyri. Rekur Jón þar ýmsar minningar frá þessum gömlu og góðu dögum og kemur víða við. Segir hann m.a. frá upp- hafsárum loftskeytanotkunar og síma hér á landi. og ýmsum hug myndunr fólks um möguleika í margskonar nýtingu þessara furðuverka. í þá daga datt mönnum nefnilega ýmislegt í hug ekkert síður en nú. -mhg skák Karpov að tafli - 221 Á Evrópumeistaramótinu í Skara i Svi- þjóð sáu menn heimsmeistara Karpov í slakara formi en dæmi voru til um. Hann tefldi fimm skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði einni. Sovéska sveitin sigraði á minútu en Karpov átti litinn þátt i þeim sigri. Aftur á móti reyndist hinn 16 ára gamli Kasparov betri en enginn, því í 6 skákum fékk hann 5V2 vinning og vakti miklaathygli hversu hugmyndaauðugog skemmtileg taflmennska hans var. Þá þegar var farið að tala um Kasparov sem næsta heimsmeistara í skák. Sigurskák Englendingsins Tony Miles yfir Karpov var sérlega athyglisverð ekki sist fyrir sakir hinnar óvennulegu byrjunar skák- arinnar. 1. e4 a6? Karpov, sem hafði hvítt, náði sér aldrei á strik og tapaði. Niðurlagið á þessar frægu skák varð sem hér segir: Karpov - Miles 40.... Hh1 + 41. Kd2 Hh2 42. g3 Bf3 43. Hg8 Hg2 44. Ke1 Bxe2 45. Bxe2 Hxg3 46. Ha8 Bc7 - og Karpov gafst upp. bridge Þegar leið á fyrri lotu isl.móts í tvímenning kvenna var „mýktin" ekki eins allsráðandi í sögnum og í Ijós kom að 6. sagnstigiö var ekki óyfirstíganlegt. Spii no. 13, gjafari N/Allir á: Noröur S 9 H KG82 T 1062 L DG876 Vestur S D853 M 9 T AG753 L A104 Austur S G76 H 65 KD984 952 T L Suöur S AK1042 H AD10743 T - L K3 Reglulegt sælgæti þessi kort í suður og þá eru „moiarnir“ í norður ekkert slor heldur. Nú, tvö pör af ellefu hittu beint í mark, og annað þeirra, Steinunn Snoripdóttirog Þorgerður Þórarins- dóttir, eitt okkar sterkasta kvenna- par gegnum tíðina. Þær voru ekkert að tvínóna: N pass 4-H A pass pass S 2-H 6-H pass Dobl Ágæt sagnsería eftir Vínar- laufinu. Gcetum tungunnar Rétt er að segja: Ég þori það, þú þorir það, hann eða hún þorir það þeir, þær eða þau þora það. Sagt var: Israelsmenn réðust i Palestínumenn og varð mannfall liði beggja. Rétt væri:... og varð mannfall í lið hvorratveggju. (Ath.: báðir er einungis hægt ac segja um tvo, EKKI um tvenna.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.