Þjóðviljinn - 17.11.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 17.11.1983, Page 15
Fimmtudagur 17. nóvember 1983 1 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV6> 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leiktimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Gísli Friðgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín" eftir Katarína Taikon Einar Bragi les þýð- ingu sína (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. Einar Bragi heldur áfram lestri sögunnar „Katrín“ í morgun- stund barnanna kl. 9.05 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Lóa Guðjónsdóttir. 11.15 Kann ekki við að tapa Þórarinn Björns- son ræðir við Björn Pálsson fyrrum bónda og alþingismann á Ytri-Löngumýri í Austur- Húnavatnssýslu. Fyrri hluti. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. Þórarinn Björnsson ræðir við Björn á Löngumýri kl. 11.15. 14.30 Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar György Pauk og Peter Frankl leika Rðlusónötu í A-dúr K. 526 eftir Wolfgang Amadeus Mozart/Mstislav Rostropovitsj og Martha Argerich leika Sell- ósónötu í g-moll op. 65 eftir Frédéric Chop- in. 17.10 Sfðdegisvaka 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erfingur Sigurðarson flytur þáttinn. 19.50 Vlð stokkinn Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Bjamadóttir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sig- urðardóttir. 20.30 Rás 1 b -fræðilegur möguleiki? (Þetta er ekki það sem þið haldið). Umsjón: Ölafur H. Torfason. (RUVAK). 21.30 Einsöngur f útvarpssal Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur þjóðlög i útsetningu Jóns Ásgeirssonar lög e. Kari 0. Runólfs- son, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson og Þórarin Guðmundsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 21.55 Ljóð eftir Ara Jósefsson Herdís Þor- valdsdóttir les. 22.15 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 I beinu sambandi milli landshluta. Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjórna um- ræðuþætti í beinni útsendingu frá tveimur stöðum á landinu. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. \ G42 D72 3 ÁK8 DG105 Á9764 K1083 95 ÁK103 K976 6 DG52 G864 Weichel vakti á 1 tígli í Vestur, Norður sagði 2 tígla (Michaels cue- bid), Austur dobl, Suður 3 spaða og yfir 5 tíglum fórnaði Norður í 5 spaða, utan hættu gegn á. Á flest- um borðum varð lokasögnin sú sama og alls staðar fóru 5 spaðar 3 niður, 500, nema við þetta borð. Útspil Vesturs var spaðatveir, áttan átti slaginn, smátt hjarta úr borði, sem Vestur fékk á áttuna og meiri spaði. Tekið í borði, hjarta trompað, tígull trompaður, hjarta trompað og smáu laufi spilað að drottningu. Smith stakk upp laufa- kóng og spilaði tígulkóng sem var trompaður í borði, síðasta trompið tekið og laufi spilað úr borði. í fjög- urra spila endastöðu var Smith inni á laufaás og nú spilaði hann hjarta- drottningu og Suður var þvingaður með laufagosa og litlu hjónin í tígli. Vörnin átti því afganginn af slög- unum, fjórir niður. Ath. Karpov að tafli - 235 Ólympíuskákmótið á Malta varð eitthvert erfiðasta, mest spennandi og óvenjulegasta Olympíumót sem haldið hefur verið. Eyjaskeggjar, sem ekki hafa lagt sig eftir neyslu- háttum Vesturlandabúa, réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þeir ákváðu að halda þetta mót. Margt fór reyndar úr- skeiðis í skipulagningu, þó einkum þau atriði sem sneru að aðbúnaði keppenda en.flestar þátttökusveitir urðu að gera sér að góðu ísköld og óupphituð herbergi sem voru áreið- anlega á mörkum þess að geta kall- ast mannabústaðir. íslensk.u sveit- lin'ni sem var skipuð þeim Friðriki Ólafssyni, Helga Ólafssyni, Jóni L. Árnasyni, Jóhanni Hjartarsyni og Inga R. Jóhannssyni áskotnuðust slík híbýli en hin sovéska, skipuð Karpov, Polugajevskí, Geller, Tal, Blashov og Kasparov krækti sér hinsvegar í bestu hugsanlegu að- stæður á einu af fáum hótelum í höfuðborginni Valetta. Það varð snemma Ijóst að hin ægisterka sov- éska sveit myndi eiga við erfiðleika að etja í mótinu. Þegar í 1. umferð varð sveitin að gera sér að góðu nauman sigur yfir Venezúela. Við það fékk ungverska sveitin byr und- ir báða vængi. Karpov var seinn í gang, Polugajevskí virtist ekki geta unnið eina einustu skák og Tal var eitthvað miður sín. Aðeins stjarnan Kasparov fékk vinningana á færi- bandi og það með stórkostlegum tilþrifum. Loks komst Karpov á skrið þegar hann lagði Tékkann Hort að velli í sögulegri viðureign: m, mr — 11 B 11A!! mjkm o A íH JL A íé m « A m abcdefgh Karpov - Hort 60. Bxg6! Dxh6 (Ekki 60. -fxg6 61. h7+! og vinnur). 61. Bxf7+! Kh7 62. Df5+ - og Hort gafst upprEftir 62. - Kg7 63. e6 eða 63. Bxc4 bxc4 64. Dg4+ er öllu lokið. bridge i gær sáum við spil frá Sunday Times tvímenningsmótinu 1973, sem Ásmundur og Hjalti tóku þátt í. Þeir náðu þar 10. sætinu af 22. Voru fyrir ofan pör einsog Flint-Cansino, Stayman-Mitchell, Lebioda-Wilcosz, Ortiz Pat- ino-Bernasconi o.fl. Hér er fallegt varnarspil frá þessu móti. Peter Weichel sem náði 2. sæti á móti þ.v. félaga sínum Tom Smith, nælir sér hér í gulltopp: ÁD1085 97432 Flugvallargerð þar og hér En, erum við ekki sjálfir að kalla yfir okkur þessar ógnir með því að selja land okkar undir víg- hreiður? Jú, auðvitað. Það er heldur ekki við öðru að búast þegar ráðamenn okkar eru orðnir svo sýktir af pólitískri blindu, að þeir geta ekki orðið gert sér grein fyrir hvað er rétt eða rangt. Kannski eru þeir hættir að láta okkur vita hvað þeir hafa í hyggju? Þegar Ingi mátaði Jón Búandkarl skrifar: Það var heldur bágborin frammistaða hjá honum Jóni mínum Magnússyni þegar hann var að ræða við Inga Tryggvason um landbúnaðarmálin í sjónvarp- inu á dögunum. Ég held næstum að hann hafi fundið það sjálfur. Jón byrjaði með miklum bægslagangi, veifaði í kringum sig talnadáíkum, sem honum fannst svo merkilegir, að hann fór að sýna þá á skjánum. En ekki hafði Ingi fyrr tekið á þessum tölum Jóns en þar stóð ekki steinn yfir steini. Og það var sama upp á hverju Jón fitjaði, hann var allstaðar mátaður. Sjálfsagt má ýmislegt finna að verðlagningarkerfi búvara og enginn hefur á móti skynsam- legum ábendingum um lagfær- ingu á því. Jón fann kerfinu flest til foráttu en sú gagnrýni reyndist nú á ærið ótraustum grunni byggð, enda bert, að maðurinn vissi lítið um hvað hann var að tala. Og þegar svo hafði að hon- um kreppt, að hann komst ekki Iengur hjá því að nefna hváð ætti að koma í staðinn fyrir það kerfi, sem hann vildi feigt, þá var það frjáls verðmyndun. Með öðrum orðum: það átti að hverfa aftur fyrir tíma afurðasölulaganna þeg- ar skipulagsleysið um nýtingu, meðferð og sölu búvaranna var að ríða bændastéttinni að fullu. Það var óskaástand Jóns Magnússonar. Hvernig er það annars, er það kannski frjáls verðmyndun, sem ræður taxta lögfræðinga? Útvarp - RÚVAK kl. 20.30 Rás 1-b - fræði- Magnús Finnbogason skrifar: Flugvallargerð á Grenada: Því hefur verið haldið fram að innrás Bandaríkjamanna á Gren- ada hafi verið gerð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir byggingu hernaðarstöðva þar. Bandaríkjamenn, sem að sjálf- sögðu hafa fylgst vel með því sem þarna var að gerast, hafa álitið að nú væru Rússar og Kúbumenn að koma sér upp herstöðvum til ár- ása á Bandaríkin, með gerð flug- valla og annarra mannvirkja. Það er kannski ekki að furða þótt Bandaríkjamönnum hafi verið eitthvað órótt vegna þessara að- gerða Rússa og Kúbumanna í ná- grenni við sig, því að tortryggnin milli þessara þjóða er orðin að hættulegri geðveiki og innrásin á Grenada afleiðing af því ástandi. Flugvallargerð á Islandi Við íslendingar þurfum líka að byggja flugvelli og radarstöðvar, segja ráðamenn þjóðarinnar. Við þurfum varaflugvöll og flugvöll til að auka ferðamannastraum til Iandsins. Og svo þurfum við radar- stöðvar til að fylgjast með flug- vélum og öðrum óboðnum gest- um, sem eru á sveimi hér á norðurslóðum. Svo þurfum við líka olíuhafnir fyrir skipaflota okkar. Auðvitað eru þetta allt blekk- ingar, til að leyna hinum raun- verulega tilgangi. Útlent herveldi er að leggja undir sig landið til að koma hér upp hernaðarstöðvum. En til þess þurfa þeir líka inn- lenda agenta til að blekkja þjóð- ina. Okkur er talin trú um að þetta sé gert til að verja landið fyrir innrás austrænna villi- manna. Hætta á hernaðarátökum hér er nú þegar fyrir hendi og er því meir sem uppbygging hernað- armannvirkja hér eykst. Það verður að gera ráð fyrir því, að sálarástand Rússanna sé ekkert betra en Ameríkana og þeir til alls vísir. Enda hafa þeir orðið fordæmið frá Ameríkönum hvernig bregðast eigi við í svona tilfelli, (innrás Ameríkana á Grenada). Náttúrlega þurfa Rússarnir ekki að gera innrás hérna til að eyðileggja hernaðarmannvirki Ameríkana. Það er nóg fyrir þá að snúa eldflaugaskotpöllum sín- um í átt að íslandi og fer það þá eftir geðþótta þeirra hvenær þeir hleypa af og hætt er þá við að lítið verði um varnir þegar tugir flug- skeyta rigna yfir okkur og ann- arra nágrannaríkja þeirra. legur möguleiki Rás lb, fræðilegur möguleiki, (þetta er ekki það, sem þið hald- ið). Þannig hljóðar yfirskrift þáttar, sem Ólafur H. Torfason sér um í Akureyrarútvarpinu í kvöld. - Jú, sjáðu til, sagði Ólafur, Reykjavík er með rás 1 og rás 2 og þykir eðlilegt að kenna þær við bókstafinn A. En nú erum við hér Itka komnir með okkar rás og getum þá, eftir atvikum og svo komnu máli, fall- ist á að hún sé kennd við bókstaf- inn B. Þessi útsending á aðeins að ná til Norðurlands þannig að það væri skynsamlegt fyrir Reykvík- inga að loka bara fyrir tækin hjá sér. En ef flutningurinn lekur eitthvað út fyrir Norðlendinga- fjórðung þá er það ekki okkar sök heldur fyrir einhver mistök hjá Pósti og síma, og á ábyrgð þeirrar stofnunar. Innihald þáttarins er ákaflega blandað, er á ýmsu tekið og víða komið við. Meðal þeirra, sem þarna koma fram, eru leikar- arnir Hjalti Rögnvaldsson og Þráinn ÍCarlsson, Erla Stefáns- dóttir söngkona, tónlistarmenn- irnir Hannes Árnason og Krist- ján Guðmundsson. En ég er ekki einn um þennan þátt, sagði Ólafur H. Torfason Ólafur, - þótt ég hafi umsjón með honum. Að gerð hans hefur Reynir Antonsson einnig unnið. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.