Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 1
MOÐVIUINN „Sókn með kjarnorkuvopn- um er besta vörnin,“segir í kennslubók fyrir bandaríska her- menn í Evrópu. Sjá5 nóvember 1983 þriðjudagur 273. tölublað 48. árgangur Þjóð- viljíim á skákein- víginu í London „Rétt í þann mund sem yflr- dómarinn hafði sett klukkuna I gang birtist Viktor Kortsnoj á sviðinu. Skákmennirnir tókust þéttingsfast í hendur og síðan hófu þeir taflið.“ í frásögn Helga Ólafssonar skák- meistara og blaðamanns Þjóðvilj- ans af gangi mála á áskorenda- einvígi þeirra Kasparovs og Korts- nojs, sem hann fylgist með þar ytra, er andrúmsloftinu lýst á keppnisstað og umfjöllun fjölmiðla í Bretlandi um einvígið. Helgi rek- ur gang mála í fjórðu skákinni sem hófst sl. sunnudag og var fram haldið í gærkvöld. Lesið frásögn Helga Ólafsson- ar á bls. 6-7. Útgerðin á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðumesjum: Öllum togurunum lagt sjómenn og landverkafólk sent í álverið? Þegar Halldór Ásgrímsson sjavarútvegsráðherra hafði lokið ræðu sinni við upphaf fiskiþings í gær spurði Ingólfur Arnarson, starfsmaður Fiskifélagsins, hvort skilja bæri um- mæli ráðherrans á þann veg að Ieggja ætti öllum togurum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Suðurnesjum því sú tala - 30 togarar - sem ráðherrann ætlaði að leggja á „helstu þéttbýl- issvæðunum“ samsvaraði tölu togara á þessu svæði. Halldór hvort það hefði verið rætt í ríkisstjórninni að fækka togurum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suður- nesjum um 30 eins og haft hefur verið eftir sjávarútvegsráðherra. Hann benti á að á þessu umrædda svæði væri aðeins 31 togari. Hann benti ráðherra á það að þessi hug- mynd væri litin alvarlegum augum af fólki á svæðinu. Halldór svaraði fyrirspurninni og sagðist aldrei hafa sagt að fækka ætti togurum um 30 á þessu svæði. Hann sagði hinsvegar ljóst að á umræddu svæði væru mestir mögu- leikar fyrir það fólk sem missir at- vinnu sína ef togurum er lagt, að fá vinnu. Hann sagðist ennfremur vera orðinn leiður á að ræða þessi mál án þess menn ræði það, hvarog hvernig fækka eigi skipum. ' - S.dór Orkusóun við upphitun húsa Engin skáldsaga er nærumræðu °gáhyggju tim- ansensagaP.C. Jcrsilds, eftir flóðið, segir Arni Bergmann í ritdómier hann nefnir: Á rústum mannlegs félags. Hægt væri að spara gífúriega Ijármuni Pegar fiskimálastjóri hafði sett fiskiþingið ávarpaði sjávarútvegs- ráðherra Halldór Ásgrímsson þingið. Hann ræddi einkum mark- aðsmál fiskiðnaðarins en vék þó að öðrum atriðum svo sem hinum óvekjandi vanda sem við blasir, eins og hann komst að orði, og fækkun togara. Halldór sagði að víða útum land stæði eitt togskip undir allri verð- mætasköpun í viðkomandi byggð- arlagi. Ef þessu skipi væri lagt væri grundvöllurinn í reynd hruninn. Annað væri uppá teningnum þar sem þéttbýli er meira. Þar væru meiri möguleikar til uppbyggingar nýrra atvinnuvega og stækkunar á þeim sem fyrir eru. Svo dæmi væri tekið væri nú rætt um að stækka álverið í Straumsvík um helming, en ekki væru uppi raddir um orku- frekan iðnað á Vestfjörðum. Hér fór ekki á milli mála við hvað ráðherra átti. Að ræðu hans lokininni svaraði hann fyrirspurn- um. Þá um leið stóð upp Ingólfur Arnarson, starfsmaður Fiskifélags- ins og fulltrúi á Fiskiþingi og spurði segir Ingi Hans Jónsson á Grundarfirði „Eigandi 140 fermetra steinhúss hér á Grundarfírði gæti sparað sér um 16.000 krónur á ári við upphit- un ef hann einangraði hús sitt eins og reglugerðir gera ráð fyrir. Hann kaupir núna 53.273 kflóvattstundir á ári til upphitunar en þyrfti aðeins að kaupa 30.471 kflóvattstund ef hann einangraði betur“, sagði Ingi Hans Jónsson á Grundarfirði í samtali við blaðið í gær. Ingi Hans situr í Húshitunar- nefnd Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi og hefur nefndin unnið að athugun á leiðum til að spara orku við upphitun húsa. „Þessi nefnd var sett á laggirnar í apríl 1982 en upphaf þessarar um- ræðu hér.á Vesturlandi voru grein- ar sem við Alþýðubandalagsmenn á Grundarfirði skrifuðum í blað okkar Birtingu á árunum 1981-82. Þar kom m.a. fram að við sem búum á þeim svæðum sem nota raf- magn og olíu til upphitunar og erum með 23.2% allra húsa í landinu, greiðum 42% heildark- yndingarkostnaður. Þessar upplýs- ingar ýttu við mönnum og það varð til þess að við ákváðum að skipa nefnd til að athuga þessi mál. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar sem Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hefur annast, voru svo kynntar nú fyrir helgina", sagði Ingi Hans ennfremur. „Það er alveg ljóst að hægt er að spara gífurlegar upphæðir í úpphit- un húsa ef einangrun þeirra er bætt og varmatapið því heft. Við gerum ýmsar tillögur til úrbóta og bend- um á að bættari einangrun í loftinu, með t.d. 9-10 tommu glerull, heftir varmatapið mest. Þar kemur svo hins vegar í ljós að ríkið tekur til sín 57% af verði glerullarinnar í formi söluskatts og vörugjalds og segir sig sjálft að slík skattheimta er með öllu fráleit og síst til þess fallin að hvetja til orkusparnaðar," sagði Ingi Hans Jónsson að síðustu.- v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.