Þjóðviljinn - 29.11.1983, Qupperneq 15
1,1 '//.’.'ú;; *v. ‘í’ • ',-k.KL* K*
Þriðjudagur' 29.' rióveiriher 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
RUV®
7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Sigurjón Heiðarsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Katrfn"
eftir Katarína Taikon Einar Bragi les þýð-
ingu sina (11).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðar-
dóttir. á Jaðri sér um þáttinn (RÚVAK).
11.15 Við Pollinn Gestur E. Jónasson velur
og kynnir létta tónlist (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar.
13.30 Létt popp frá árinu 1977
14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson
sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra
Ingvadóttir.
14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar „Tre Musici" leika
Tríó í G-dúr fyrir pianó, flautu og selló eftir
Friedrich Kuhlau/Barokkkvintettinn í Wint-
erthur leikur Sónötu i D-dúr op. 4 fyrir óbó og
fagott eftir Giuseppe Demachi og Sónötu f
B-dúr op. 1 nr. 4 fyrir fiðlu, fagott og sembal
eftir Nicolas Scherrer.
17.10 Siðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Barna- og unglingaieikrit: „Tordýfil-
llnn flýgur í rökkrinu" eftir Mariu Gripe og
Kay Pollak. Þýðandi: Olga Guðrún Árna-
dóttir. 8. þáttur: „Þungur hlutur". Leikstjóri:
Stefán Baldursson. Leikendur: Ragnheiður
Elfa Arnardótlir, Aðalsteinn Bergdal, Jó-
hann Sigurðsson, Guðrún S. Gísladóttir,
Valur Glslason, Jón Hjartarson, Þorsteinn
Gunnarsson, Róbert Arnfinnsson, Guð-
mundur Ólafsson, Sigríður Hagalín, Ellert
Ingimundarson og Karl Ágúst Ulfsson.
20.40 Kvöldvaka a. „Heyrði ég / hamrinum"
Baldur Pálmason les Ijóð eftir Sigurjón
Friðjónsson. b. „Baslganga Jóns Sigur-
jónssonar" Árni Vigfússon flytur seinni
hluta frásögu sinnar. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Guðmundur
Arnlaugsson.
21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“
eftir André Malraux Thor Vilhjálmsson les
þýðingu sína (31).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins
22.35 Þýsk sálumessa op. 45 eftir Johann-
es Brahms Edith Mathis og Dietrich
Fischer-Dieskau syngja með Kór Edinborg-
arhátíðarinnar og Filharmoníusveit
Lundúna; Daníel Barenboim stj. - Helga Þ.
Stephensen les ritningarorðin.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Baldur Pálmason les ljóð eftir
Sigurjón Friðjónsson á kvöld-
vöku ki. 20.40.
Ruve
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Snúlli snigill og Alli álfur Teiknimynd
ætluð bömum. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir.
20.50 Sniff - lífshættulegur leikur Endur-
sýndur kafli úr „Kastljósi" föstudaginn 18.
þ.m. Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir.
21.20 Derrick 4. Morðið I hraðlestinni Þýsk-
ur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Vetur-
liði Guðnason.
22.25 Viti að varast Breskur fréttaþáttur um
ný sjónarmið I vigbúnaðarkapphlaupi stór-
veldanna og hugmyndir um varnarkerfi í
geimnum. Þýðandi Jón 0. Edwald.
23.20 Dágskrárlok.
skák
Karpov að tafli - 241
Karpov hefur um langt skeið
átt furðulega létt með að sigra
hinn geysisterka ungverska stór-
meistara Lajos Portisch. Á skák-
mótinu í Linares kom fyrir eitt
dæmið þar um. Karpov sem hafði
svart tefldi á gjörólíkan hátt því
sem hann er vanur, hrókeraði
langt í frémur rólyndislegri stöðu
og hóf sókn á kóngsvæng. Þetta
virtist koma Ungverjanum á ó-
vart; hann fann ekki bestu vörn-
ina og tapaði. Við skulum skoða
niðurlag skákarinnar:
abcdefgh
Portisch - Karpov
25. .. f5!
(Sallarólegur fórnaði heims-
meistarinn skiptamun. Það kom
mörgum viðstaddra á óvart en
framhaldið leiddi enn einu sinni í
Ijós að skynbragð Karpovs á
stöðunni var rétt.)
26. Rxd5 Dxd5
27. f3 Kb8!
(Einn af leikjunum á rólegu
deildinni.)
28. Dd3 De6
29. fxg4 fxg4
30. Hf1 hxg3
31. hxg3 Dd5+
32. e4 De6
33. Hce1 Dd6
34. Hh1 Hd8
•35. Dc4 d3!
36. Dc5 d2
37. Hd1 Dd3
- og Portisch gafst upp.
bridge
í gær urðum við vitni að fag-
legu handbragði Hannesar R.
Jónssonar í sveit Ágústs Helga-
sonar. Andstæðingar í vörninni
voru Jón Páll Sigurjónsson og
Sigfús Örn Árnason. Við bregð-
um aftur upp spilinu því það er
sígilt dæmi um færi og gagnfæri í
bridge: Suöur spilar 3 grönd (átt-
um breytt);
Norður
S AD109
H 876
Vestur T D Austur
S G3 L K9874 S K865
H G43 HKD1052
T 98643 Suöur T G5
LDK)3 S™2 LG5
H A9
TAK1072
L A62
Austur hafði sagt frá hjartalit
og vestur spilaði út hjarta-3.
Austur átti slaginn á drottningu
og spilaði litlu hjarta til baka, ás
og vestur gaf í fjarkann. Hannes
spilaði nú tígli á drottningu og síð-
an hjartað úr borði.
Austur var glaðvakandi (?) og
kom auga á tækifærið, lét tíuna,
sagnhafi kastaði spaðaog vestur
átti slaginn á gosa.
Ábendingin var augljós, félagi
hafði af ásettu ráði stíflað lit varn-
arinnar með óeðlilega háu spili
(tíu) í augljósri stöðu. Vestur
skipti hlýðinn á spaða gosa. Ætl-
un sagnhafa, að gefa austri
(neyða) fjóra hjartaslagi strax,
var nú dæmd af beittri vörn.
Sagnhafi svínaði spaðanum og
spilið fór einn niður.
Þetta var sviðsetning á
gagnfærum í sígildu spili, þar
sem sagnhafi finnur skemmti-
lega leið. í reynd misstu Jón Páll
og Sigfús af þessari góðu vörn,
því við borðið gaf vestur hjarta
gosann í öðrum slag, og mögu-
leikinn var þar með úr sögunni.
Spurningunni, hvort austur
hefði látið tíuna duga ef vestur
hefði gleymt gosa (...kostar ekk-
ert) verður því ekki svarað.
Hannes R. Jónsson vann því,
verðskuldað, sitt spil.
Snirr lífshættulegur leikur
Föstudaginn 18. nóv. sl. fjall-
aði Sigurveig Jónsdóttir um sniff
og afleiðingar þess, í Kastljóss-
þætti. Þátturinn um sniffið vakti
verulega athygli og umtal og verð-
ur nú endursýndur í sjónvarpinu í
kvöld.
- Neysla þessa fíkniefnis virðist
ganga í öldu, sagði Sigurveig, -
og nú sýnist svo sem aldan sé að
hvolfast yfir Hafnarfjörð. Það
eru einkum 15-16 ára unglingar,
sem helst sækjast eftir þessu stór-
hættulega efni. f þættinum í
kvöld er talað við lækni og móður
16 ára drengs, sem búinn er að
vera algjör sjúklingur í tvö ár
vegna ‘þessarar neyslu. Hann
ræður ekki yfir hreyfingum sín-
um, getur ekki tjáð sig, er í raun
algerlega ósjálfbjarga. Ekki er
vitað um annað dæmi hérlendis
jafn ömurlegt vegna neyslu
sniffsins, en hættan vofir yfir
öllum þeim, sem út á þessa braut
leiðast. - Þá er og rætt við mann í
menntamálaráðuneytinu, sem
vinnur að undirbúningi aukinnar
fræðslu í skólum, um afleiðingar
fíkniefnaneyslu. -mhg
Beitir Morgun-
blaðið ritskoðun?
tekið og Tíminn líka. Það er eftir-
tektarvert að ráðherrunum ber
ekki saman. Slíkt hefur gerst
áður, meira að segja fyrir 2000
árum, að vitnum ber ekki saman.
Eins og menn vita er verðbólga
það, sem vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkar á síðustu 12
mánuðum. í maí 1982 var vísital-
an 160 stig. í maí, 1983, þegar
Orðsending
Orðsending til Þjóðviljans frá
S.H.:
„ Viljann“ má ei þrekið þrjóta
- þytigir svörtu messuna -.
Eldibröndum eg vil skjóta
yfir hœgri pressuna.
Hjörtur Geirsson hringdi:
Morgunblaðið, sem sjálft kall-
ar sig „blað allra landsmanna“,
gumar mjög af frjálslyndi sínu og
víðsýni. I því húsi „rúmist allir,
allir“. Þar er nú ekki aldeilis verið
að skilja að sauði og hafra, það er
nú dálítið annað en framferði
hinna blaðanna. „Drottinn, ég
þakka þér“.
En ekki eru nú allir á einu máli
um frjálslyndi Morgunblaðsins,
enda hafa fáir orð á því aðrir en
blaðið sjálft. „Ég verð að hæla
mér sjálfur úr því að aðrir gera
það ekki“, sagði maðurinn. Ég
tel mig hafa orðið varan við allt
annað en frjálslyndi á þeim bæ,
þegar ritað orð á í hlut. Og því vil
ég spyrja ritstjórana: Giidir rit-
skoðun hjá Morgunblaðinu?
Vona ég að þeir sjái sér fært að
svara þessari spurningu minni
vafningalaust og sýni þá með rök-
um fram á „sakleysið“.
Sjónvarp kl. 20.50
Steingrímur: 130% Jón: 150% Geir: 180%
Ósannindi ráðherranna
Hárbarður skrifar:
Ráðherrarnir hafa, hver í kapp
við annan, haldið því fram á AI-
þingi, í blöðum og á fundum, að
verðbólgan hafi verið 130-180%
sl. vor þegar þeir tóku við völd-
um. Steingrímur forsætisráð-
herra sagði verðbólguna hafa
verið 130%. Tíminn hefur eftir
Jóni Helgasyni
dómsmálaráðherra að hún hafi
verið 150% en Geir Hallgríms-
son, utanríkisráðherra bætir um
betur og segir á landsfundi hana
hafa verið 180%. Þetta hafa svo
hinir ráðherrarnir flestir endur-
núverandi stjórn tók við, var vís-
italan 298 stig. Hækkunin er því
138 stig eða 86,25%. Ósannindi
Steingríms eru því 44 prósentu-
stig, Jóns Helgasonar 64 prósent-
ustig (ef Tíminn hefur rétt eftir
honum), en ósannindi Geirs 94
prósentustig, eða ríflega helm-
ingi meiri en vöxtur verðbólg-
unnar varð. f erlendum lýðræðis-
ríkjum yrði hver sá ráðherra að
segja af sér sem reyndist sannur
að því að fara með ósannindi
frammi fyrir þingi eða þjóð sinni,
en þeir íslensku sitja sem fastast
og þykir sómi að.
Onnur blekking ráðherranna
er sú, að um næstu áramót hafi
verðbólgan iækkað úr 130% (eða
150-180%) niður í 30%. Þetta eru
líka ósannindi. Þótt verðbólgan
verði 30% um áramótin hefur
hún ekkert lækkað heldur hefur
hún hækkað um 30%. Það eina
sem hefur gerst er að hraði verð-
bólguhækkana hefur lækkað úr
86% niður í 30%. Þá fyrst fer
verðbólgan að lækka þegar hún
kemst niður fyrir núll, þ.e. verð-
lagið að lækka.