Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Blaðsíða 7
og eftir tvo leiki höfðum við sömu stöðu og í 2. einvígisskákinni, en nú bregður Kortsnoj útaf og heldur fast við þá stefnu sína í einvíginu að koma andstæðingnum sífellt á óvart með nýjum og óvæntum leikjum. Nú gefst tími til að skoða taflið, til að líta á Kasparov nánar. Hann leggst þegar í þunga þanka. Hann virðist geta teflt Tarrasch-afbrigðið sem varð upp á teningunum í 2. skákinni aftur. Eitthvað í sam- bandi við leikaðferð Kortsnojs virðist þó angra hann og eftir 8 mínútna byrjun snýr hann taflinu yfir í byrjun sem aldrei áður hefur sést í skákum hans í einvíginu. 10 fyrstu leikirnir birtast skjótt á sýn- ingarborðinu en í 11. ieiknum hugsar Kasparov í meira en 40 mín- útur. Enn og aftur hefur Kortsnoj náð tímaforskoti. Við alla þessa umhugsun virðist einnig hægjast á Kortsnoj. Skákin tekur á sig sérk- enni sín, hættir að vera partur af bók sem einhver sérfræðingurinn hefur skrifað, þeir eru farnir að tefla frá eigin brjósti. Gauragangurinn í blaðamannaherberginu Stóri salurinn hefur smátt og smátt fyllst af fólki. Það má heyra saumnál detta. Virðulegir menn eru þar í meirihluta, minna af ungu fólki sem er stærstur hluti áhorf- enda þegar skákviðburðir fara fram í Reykjavík. Þarna má líka sjá menn sem hafa komið langa vegu til að sjá einvígið. Indverji í sér- kennilegum klæðnaði, Japani, Fil- ippseyinga og þannig mætti lengi telja. I hliðarsal dvelur margur við tölvur Accom fyrirtækisins, en inn- ar af er blaðamannaherbergið. Þar er gauragangur hinn mesti og þó margir af sterkustu stórmeisturum heims sæki þennan stað iðulega fer ekkert á milli mála hverjir eru „eigendur" blaðamannaherbergis- ins. Kappsfullir ungir menn komn- ir frá Bandaríkjunum láta móðan mása tímunum saman, hreinlega mæla sitt ágæta kúrekamál hver upp í annan. Lágvaxinn maður sem sýnilega hefur borðað sinn skammt af hamborgurum um dagana er greinilega fyrir þessum hópi. Hann hefur yfirumsjón með herberginu. „Ég held að Gary sé að ná sínu formi aftur. Eitt tap er ekki svo slæmt. Það mun aldrei gerast að pilturinn fari héðan án þess að vinna skák. Hann hefur nýlega unnið Petrosjan pottþétt, Larsen, Timman og fleiri. Með öðrum orð- um marga af bestu skákmönnum heims,“ segir þessi maður sem þekkt hefur Kaspárov um langt skeið. „Ég vissi að Gary var þreyttur þegar hánn kom til London," heldur hann áfram, „en hann hefur náð sér. Hann hefur enn ekki afhjúpað leynivopn sín að fullu, svo mikið er víst. Ég held að gengi Kasparovs í einvíginu megi ráða af fimmtu skákinni, þá mun hann reyna allt til að ná sigri“, bæt- ir þessi glaðlyndi Bandaríkjamað- ur við. Hinn síungi Najdorf Af þekktum skákmeisturum á The Great Eastern Hotel, ber einna mest á Michael Najdorf. Hann er kominn hátt á áttræðisald- ur og teflir enn með góðum árang- ri, gengur léttstígur um skáksalina. Hvarvetna sem þessi gamli maður fer, sem í heimsstyrjöldinni síðari missti fjölskyldu sína í gasklefa nasista, setur hann svip sinn á um- hverfið. Skarpskyggni hans og rannsóknir á flóknum biðstöðum er ótrúleg. Þarna er líka útsendari stórblaðsins New York Times, Ro- bert Burn sem m.a. hefur teflt á tveimur Reykjavíkurskákmótum, Sagt frá umfjöllun breskra fjöl- miðla um skákeinvígin í London Atómstríð á 64 reitum Lundúnum 27. nóvember/ Frá Helga Ólafssyni frétta- manni Þjóðviljans. Breskir fjölmiðlar, dagblöð, út- varp og sjónvarp, hafa gert skák- viðburðunum á Great Eastern Hotel í London allmikil skil. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hér altént um að ræða mikilvægasta skákviðburð í Bretlandi í meira en hundrað ár og þarf að leita allt aft- ur til þess herrans árs 1851, þegar 5. alþjóðlega skákmótið var haldið í Hastings til að finna samjöfnuð. Stóru dagblöðin hér í London eiga það flest sammerkt að hafa fengið til liðs við sig þekkta skák- menn og aðra sérfræðinga sem geta tjáð sig með þeim hætti sem hæfir svo merkum atburði. Þetta er þó ekki einhlítt. Lundúnablaðið Sun, blað sem um alllangt skeið hefur gert út á hneykslismál hinnar bresku konungsfjölskyldu, sendi fréttaritara sinn á staðinn og út- koman vakti athygli svo ekki sé meira sagt. Á ritstjórnarskrifstofu The Sun stendur eitt helsta vígi „gulu pressunnar" og hefur blaðið t.d. margsinnis slegið út helsta keppinautinn á þessum vettvangi, Daily Mirror sem rekur svipaða fréttapólitík. Er skákin spegill Iífsins? spyr blaðið „Ósköp hversdagslegur Rússi lítur á skák sem einskonar æðra form kynlífs“, skrifar blaðamaður í upphafi. „Bretar líta þveröfugt á málið. Kynlífið í þeirra augum er æðra form skáklistarinnar. Þetta skýrir hvers vegna Sovétmenn hafa eignast svo marga heimsmeistara í skák, ogjafnframt hvíBretar brosa alla jafnan meira.“ Og áfram held- ur blaðamaðurinn: „Margir halda því fram að þú getir lesið hugarfar Sovétmanna út frá þeim leikjum sem þeir leika á skákborðinu. Þar liggur allur metnaður þeirra. A sama tíma og Sovétmenn ganga frá borði í viðræðum sem í raun snúast ekki um annað, en hvort heimurinn eigi að springa einn góðan veðurdag í loft upp, stendur tölvufyrirtækið The Acom Computer fyrir einum lokaáfang- anum í heimsmeistarakeppninni í skák. Þrír Sovétmenn og einn Ung- verji berjast nú um það hver eigi að skora á heimsmeistarann Anatoly Karpov. Sé skákin spegill lífsins þá erum við öll í miklum vanda stödd" skrifar blaðamaðurinn. „Þeir sem tefla best, eiga venjulega oft í erfið- leikum með að ná fótfestu á þessari plánetu. Jafnvel Lenin, harðvítug- ur þrjótur, útfarinn í lævísum leikjum, varð að hætta að tefla þar sem skákin var farin að trufla hinar byltingakenndu hugsanir og hug- myndir.“ Býr með ráðríkri móður sinni „Skákmennirnir fjórir á The Great Eastern Hotel, koma manni skemmtilega fyrir sjónir sérstak- lega hinn 20 ára gamli Harry Kasp- arov. Með honum í förum er hin ráðríka móðir hans. Allt líf þessa drengs snýst í kringum skák. And- stæðingur hans er hinn stórundar- Þriðjudagur 29. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Breski stórmeistarinn Keene, er maðurinn á bak við áskorendaeinvígin í London. Mynd - hól. Hollendingurinn Sosonko sem er velþekktur skákmaður, og af ensk- um skákmönnum þekktum má nefna John Nunn, Johathan Spiel- mann og Niagel Short, undrabarn sem gerir meira én að fylgjast með, því að hann teflir hér einvígi við ungan bandarískan skákmeistara Joel Benjamin. Þó flestir þeir sem hingað leggja leið sína séu komnir til að fylgjast með baráttunni við skákborðið, þá finnast þó þeir sem koma hingað í öðrum erindagjörð- um. Þannig stilltu nokkrar konur sér upp fyrir framan hótelið og mótmæltu meðferð sovéskra yfir- valda á gyðingum þarlendis og landflótta Úkraínumenn mót- mæltu einn daginn þeirri meðferð sem hin ýmsu þjóðabrot innan So- vétríkjanna fá. Þá eru ótaldar fjöl- mennari mótmælagöngur sem hafa það að markmiði að stemma stigu við uppsetningu kjarnorkuvopna á breskri grund og nokkrar kerlingar tóku sig til og mótmæltu fyrirhug- aðri sýningu myndarinnar „The day after". „Demonstration’s fe- ver“ skrifaði eitt blaðið um ástand- ið í London, og víst er að í Lundún- aborg eru menn í betra lagi póli- tískt meðvitaðir. Tímahrakið nálgast Á meðan ég hef verið að hripa þessar hugleiðingar niður á blað, hefur tíminn verið að hlaupa frá keppendunum báðum á sviðinu. Kortsnoj hefur reynst trúr hernað- aráætlun sinni í einvíginu. Hánn hefur beint skákinni inn á áhættu- samar brautir, býður drottningar- uppskipti, sem Kasparov er greini- lega ekki nógu ánægður með. f 26. leik virðist svartur vera að ná yfir- hendinni en Kortsnoj er fljótur að sannfæra menn um hið gagnstæða. En þrátt fyrir lipra taflmennsku beggja skynjar maður nálægð jafnteflisstöðunnar. Kortsnoj hef- ur eilítið meira rými, en staða Kasparovs er traust. Undir lok set- unnar færist heldur betur líf í leikinn. Dálítið kæruleysislegur leikur Kortsnojs 35 - Ke4, gefur Kasparov mótfæri. Hann geysist hratt fram með peðin á miðborðinu og maður finnur að spenningurinn hefur aukist með keppendum. Kasparov sem verið hefur óvenju afslappaður og rólegur hnykklar nú brúni og einbeitir sér af öllum lífs- og sálarkröftum. Kortsnoj heldur ró sinni og færir kóng sinn í átt að rás viðburðanna á miðborð- inu, óg sýnt er að hann á ekki í neinum erfiðleikum. Skákin fer í bið eftir 41. leik Kortsnojs sem yfir gefur sviðið öruggur með sinn hlut. Flestir eru á því máli að skákin endi með jafntefli og ef eitthvað er, þá standi Kortsnoj betur að vígi. Eftir drjúga stund skrifar Kasparov bið- leikinn niður setur skorblað í um- slagið og skundar út í rigninguna fyrir utan. _ hól/_ lg Klara Kasparov er syni sínum til aðstoðar og sáluhjálpar meðan á einvíginu stendur. Þessi mynd af þeim heima í Bakú er frá Novosti fréttastofunni, og segir í myndatexta með henni að Kasparov þyki afar vænt um móður sína. legi bardagamaður Victor Korts- noj. Sovétmenn líta á hann sem fégráðugan svikahrapp. í næstum 6 ár reyndi Victor að fá konu sína og son lausan frá Sovétríkjunum, haf- andi á orði að þau væru höfð í gísl- ingu svo að hann næði ekki árangri við skákborðið. Upp á síðkastið hefur hann ásakað Sovétmenn um að nota geislunartæki til að hafa áhrif á heilastarfsemi hennar. En hingað til hefur engin slík skemmtun átt sér stað á vettvangi skákviðburðanna“, heldur blaða- maður áfram. „Einvígið er reyndar nýbyrjað og getur staðið til jóla. Einhvern veginn hef ég það á til- finningunni að skákmennirnir muni ekki hverfa á braut eins og miljónir Sovétmanna. Að minnsta kosti ekki meðan vort kynlíf er stundað af sama kappi og fyrr.“ Svo allt í einu, Bretum til óum- ræðilegs léttis, hætta Lundúna- blöðin skyndilega að koma út vegna verkfalla. Sjónvarpið Dagblaðale'ysið getur sett Lund- únaborgara í nokkurn vanda. Staðreyndin er nefnilega sú að maður hefur ekki tök á að fylgjast með lífinu nema úr nokkurri fjar- lægð og þá helst í gegnum fjölmiðl- ana. Sjónvarpið gengur enn og það á allmörgum rásum og þar hafa ein- víginu verið gerð nokkur skil, bæði í gamni og alvöru. Skemmtilegast hefur breskur þáttur sýnt þá Harry Kasparov og Viktor Kortsnoj að tafli á The Great Eastern Hotel, „þar sem þeir reyndu að ná sálf- ræðilegu tangarhaldi hvor á öðr- um“, eins og það var orðað í þætti- num. Viktor hóf leik með því að sletta jógúrt yfir Kasparov sem svaraði með því að teygja út nasa- vængina á Kortsnoj og koma þar fyrir hvítlitum biskup sínum. Kortsnoj lét ekki deigan síga og hellti smávegis af kaffi yfir höfuð Kasparovs, sem óðar kom hinum biskupunum fyrir i nös Kortsnojs. Þetta var hrikalegt hrópaði Korts- noj upp yfir sig, en hann sér ekki við næsta bragði mínu sagði hann og kallaði á nokkra indverska dul- arsálfræðinga sem komu nokkrum nöglum sem fakírar eru öðrum fremri að sitja á, undir stól Korts- nojs. Þetta snilldarbragð bar tilætl- aðan árangur. Kasparov gaf skákina þó með þeim hætti að smella taflborðinu yfir höfuð Kortsnojs. „Eins og sönnum íþróttamönnum sæmir,“ sagði fréttamaður að lokum, „tókust þeir í hendur að skákinni lokinni, en af svip Kasparovs mátti ráða að eitthvað hafði Kortsnoj falið í hendi sér.“ - hól/— Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.