Þjóðviljinn - 29.11.1983, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1983
Helgi Ólafsson lýsir andrúmsloftinu á keppnisstað og framgangi 4. einvígisskákar
Kasparovs og Kortsnojs.
Kortsnoj hefur undirtökin
„Á litlu sviði í samkomusal The
Great Eastern hótelsins í miðri
Lundúnaborg hefur verið komið
fyrir tafli, klukku, fánum Sviss og
Sovétríkjanna. Sérsmíðaður ljósa-
hjálmur umlykur sviðið. Klukkan
er rétt að verða fjögur. Það er
sunnudagur. Áhorfendur hafa
þyrpst inn í salinn þar sem komið
hefur verið fyrir aragrúa af litlum
sjónvarpsskermum sem sýna mynd
af taflborði og óhreyfðum
mönnum. Fjórða einvígisskákin í
keppni Kortsnojs, landflótta So-
vétmannsins og Kasparovs er að
hefjast. Það er tölvufyrirtækið Ac-
orn Computer sem tekið hefur að
sér að sjá um einvígi þetta og
reyndar annað sem þeir heyja, Va-
sily Smyslov frá Sovétríkjunum og
Zoltán Ribli frá Ungverjalandi.
Milliliðurinn fyrir einvígjunum
er breski stórmeistarinn Ray Ke-
ene. Sagt er að hann hafi gengið á
milli breskra stórfyrirtækja þegar
sovéska skáksambandið ákvað að
þeir Kasparov og Smyslov skyldu
ekki mæta til þeirra einvígisstaða
sem áður höfðu verið ákveðnir.
Pasadena í Bandaríkjunum og Abu
Dabi í Sameinuðu Furstadæmun-
um. Eftir mikinn málrekstur sem
margoft hefur veríð rakinn tókst að
bjarga einvígjunum. í Englandi er
svo litið á að hér sé um einn merk-
asta skákviðburð að ræða í London
í langt yfir 100 ár.
Á slaginu klukkan 16.00 gengur
dómarinn fram á sviðið og setur
klukkuna í gang. Kasparov er
mættur til leiks nokkuð á undan
andstæðingi sínum. Hinn tvítugi
Sovétmaður er af mörgum talinn
sterkasti skákmaður heims í dag.
Gengi hans hefur verið slíkt að
með ólíkindum er. Frá árinu 1981
hefur hann teflt til sigurs á hverju
einasta skákmóti sem hann hefur
tekið þátt í. Skáksnillingurinn er
feiknalega skarpur, einbeitni hans
við borðið er annáiuð og þekking
hans á hinum flóknustu afbrigðum
með ólíkindum. Hann er dáður
fyrir dirfsku og fágætt hugarflug,
hvassari en Fischer en öruggari en
Tal. Hann kemur frá Bakúborg í
Azerbædsjan. Útlitsins vegna gæti
hann hæglega verið 10 árum eldri.
Hann er dökkur á brún og brá og
vöðvastæltur og minnir meira á
Kortsnoj leikur fyrsta leikinn í 4. skákinni sl. sunnudag. D-peðið fram um tvo reiti. Kasparov fylgist athugull með. Mynd - Helgi Olafsson.
íþróttahetju en skáksnilling. Til
Lundúna hefur hann ferðast með
móður sinni, hinni undrafögru
Klöru Kasparovu, þjálfara sínum
Nikitin og skákmeistara og vini
Vladimirot.
Þá eru hér staddir ýmsir háttsett-
ir úr sovéska skáksambandinu, s.s.
Júrí Averbakh fyrrverandi forseti
þess og sérfræðingur, sterkur stór-
meistari í endatöflum. Alexander
Rosjal blaðamaður við hið víð-
þekkta tímarit „64“ og fleiri til. So-
vétmennirnir halda vel saman, sitja
gjarnan á fremstu bekkjunum fyrir
framan sviðið og hafa hægt um sig.
Þó er greinilegt að móðir unga
mannsins er ókyrr nokkuð sem
vonlegt má teljast. Þetta er íifyrsta
sinn sem hún kemurtil V-Hvrónu.
Rétt í þá mund sem yfirdómar-
inn hefur sett klukkuna í gang, birt-
ist Viktor Kortsnoj á sviðinu.
Skákmennirnir takast þéttingsfast í
hendur og síðan hefja þeir taflið.
Upp kemur í hugann viðureign
þeirra frá ólympíumótinu í Luzern
í fyrra. Fyrir þá skák snerist um-
ræðan um það hvort þeir tækjust í
hendur eða ekki. Svo varð ekki. Sú
stefnubreyting sem hér hefur orðið
kemur mestan part til af því, að
Kortsnoj sem áður hafði verið
dæmdur sigur í einvíginu í Pasa-
dena fékkst þá til að tefla m.a. með
þeim skilyrðum, að Sovétmenn
hættu að sniðganga mót þar sem
hann væri meðal þátttakenda, að
Sovétmenn bæðust afsökunar á
frarnferói sínu frá í sumar þegar
þeir drógu þá Kasparov og Smysl-
ov úr keppni og þriðja skilyrðið og
það sem margir vilja meina að hafi
fyrst og fremst komið Kortsnoj að
taflinu snerist um peninga. Hann
fékk það fram að verð-
launaupphæðin yrði ekki lægri en
sú sem átti að vera í Pasadena. Það
má bæta því við að fundur þeirra
Kortsnojs og Kasparovs fyrr í haust
hefur áreiðanlega gert sitt til að
auka vinskap með þeim.
Nóg um það. Þessi mál eru bless-
unarlega í höfn og fjórða skákin
hafin. Byrjunarleikirnir ganga
hratt fyrir sig. Vafningalaust snarar
Kortsnoj d peðinu um tvo reiti.
Öðru hefur ekki verið leikið í fyrsta
leik hér í London. Kasparov var
líka fljótur að ákveða viðbrögð sín
Helgi Ólafsson skrifar um skákeinvígin
Eins og margir höfðu gert ráð
fyrir, sömdu þeir Kortsnoj og
Kasparov jafntefli í 4. einvígis-
skákinni, en biðskákina átti að
tefla í gær. Friðarsamningar voru
gerðir í gegnum síma.
Helgi Ólafsson gerir grein fyrir
andlegri upplifun sinni á skák-
staðnum hér á síðunni, en fyrir þá
sem vilja renna skákinni á tafl-
borði birtist hún hér:
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Garrí Kasparov
Katalónsk byrjun.
1. d4 d5 3. RO Rf6
2. c4 e6 4. g3
(Upphafsleikurinn í Katalónísku
byrjuninni, en ekki er vitað til að
Kasparov hafi áður mætt henni í
kappskák. Aftur á móti hefur
hann örugglega átt von á að
Kortsnoj notaði hana í einvíg-
inu).
4. - Be7 9. Dc2 Bb7
5. Bg2 0-0 10. Bd2 Be4
6. 0-0 dxc4 11* Dcl Rc6
7. Dc2 a6 12. Be3!
8. Dxc4 b5
(Nýi leikurinn í stöðunni. Áður
hefur sést til leikja á borð við 12.
e3, sem svarað var með 12. - b4!
(Sosonko-Gligoric).
12. - Rb4
(Það tók Kasparov heilar fjörutíu
mínútur að leika þessum leik. í
skák milli Agzamov og Gligoric
kom framhaldið 12. .. Hc8 13.
Rbd2 Bd5 14. Hdl Rg4 með flók-
inni stöðu, sem hvítur vann eftir
47 leiki.)
13. Rbd2 Bb7 18. Rc6 Bxc6
14. Bg5 Hc8 19. Bxf6 Bb7
15. a3 Rbd5 20. Bxe7 Dxe7
16. Rb3 h6 21. Dc5
17. Ra5 Ba8
(Einkennandi fyrir Kortsnoj.
Hann tekur alla spennu úr stöð-
unni og stefnir út í endataflið. 21.
b4 kom sterklega til greina.).
21. - Dxc5 23. a4 b4
22. dxc5 Re7 24. Rd4 Bxg2
(í fyrsta sinn f einvíginu var Kasp-
arov kominn með betri tíma.
Hvítur 1:54. Svartur 1:45).
25. Kxg2 Hfd8
26. Hfdl Hd5
27. Rc2
(Ekki 27. Rb3 Hcd8 og svartur
stendur betur. Hvítur varð að
gæta sín vegna hótunarinnar 27.
.. Hcd8 og 28. e5).
Hb8 34. Hd2 f6
28. Hxd5 Rxd5 35. Ke4 f5+
29. Rd4 Re7 36. Kd3 e5
30. Hdl Kf8 37. e4 Ke6
31. Rb3 Rc6 38. Ke3 exf4
32. f4 Ke7 39. gxf4 g5
33. KÍ3 g6 40. Rd4+
(Mörgum virtist að Kortsnoj væri
með þessum leik að sækjast frem-
ur eftir jafntefli en sigri í skák-
inni.).
40. - Rxd4
41. Hxd4
Rf3 Rbd7
Bd3 dxc4
Bxc4 b5
8. Bd3 a6
9. e4 c5
10. d5 Bb7
11. 0-0 Be7
12. Bf4!
abcdefgh
Skákinni var aldrei haldið
áfram þar sem Kortsnoj bauð
jafntefli nokkrum klukkustund-
um áður en tekið skyldi til við
biðskákina. Það var hin 19 ára
gamla Jane Seymor aðstoðar-
dómari í einvíginu, sem flutti
skilaboðin til Kasparovs. Að-
aldómarinn Gligoric fannst
nefnilega ekki!!! Kasparov tók
jafnteflisboðinu, en biðleikur
hans var 41. - gxf4. Staðan:
Kortsnoj 2.5 Kasparov 1.5.
Þeir voru ekki mikið fleiri en
tíu, áhorfendurnir sem fylgdust í
gær með 4. einvígisskák þeirra
Smyslof og Riblis enda virðist hitt
einvígið eiga hug og hjörtu skák-
áhugamanna.
Hvítt: Zoltán Ribli
Svart: Vasily Smyslov
1. d4 d5 3. Rc3 Rf6
2. c4 c6 4. e3 e6
(Þetta virtist koma Smyslov á
óvart, því hann tók sér 13 mínút-
ur til að ákveða svar sitt, sem
bendir til þess að hann hafi ekki
athugað þessa stöðu fyrir einvíg-
ið. Hótun hvíts er vitaskuld 13.
d6!)
12. - Rh5 17. Hel Bf8
13. Be3 e5 18. g3 g6
14. a4! b4 19. Hcl Rhf6
15. Rbl 0-0. 20. Rb3?
16. Rbd2 He8
(Ribli, sem byggt hefur upp
mikla yfirburðastöðu, gefur
Smyslov kost á að létta á stöðu-
nni. Miklu betra var 20. Rc4).
24,
25,
Hxe8 Rxe8
Rxd3 Dxd5
sleppur nú út úr þrengingum sín-
um).
21. exd5 e4
22. Bxc5 Rxc5
23. Rxc5 exd3
(Smyslov bauð
þennan leik, en
26. De2 Rf6
27. Rf4 Db7
28. Hc4 He8
29. Dd3 a5
jafntefli eftir
Ribli hafnaði).
30. h3 Bg7
31. Hc5 Rc4
32. Hc2!
abcdefgl*
20. - Bxd5!
(Auðvitað! 20.-Hc8 21. Rld2 er
afleit staða á svart. Smyslov
(32. Db5 strandar á 32. - Da8! og
32. Hxa5 strandar hinsvegar á 32.
- Db6 og svartur vinnur.
32. - Rf6
33. He2 Hxe2
34. Rxe2 Dd7
(Leikið á augabragði. Staðan
gerist nú æði jafnteflisleg).
35. Db3
(Svörtum stendur nú til boða
peðið á h3, en ekki virðist það
lystugur biti að kyngja, því bæði á
hvítur 36. Dxf7+ og 36. Re5!).
35. - Re4
36. Dc2 Df5!
37. Red4 Dd5?
(Mun sterkara var 37. - Bxd4 38.
Rxd4 Dd5).
38. Dc8+ Bf8 42. Rxa5 Rxa4
39. Kg2 Kg7 43. b3 Rc3
40. Dc6 Dxc6 44. Re5 f6
41. Rxc6 Rc5 45. Rd3
Og hér mættust keppendur á
jafntefli.
Staðan Smyslov 2 Ribli 2.
- hól/eik -