Þjóðviljinn - 29.11.1983, Síða 8

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1983 Á rústum mannlegs félags P.C. Jersild. Árni Bergmann skrifar um bókmenntir P.C. Jersild: Eftir flóðið. Skáldsaga. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Mál og mening 1983. Engin skáldsaga er nær umræðu og áhyggju tímans en þessi - og um leið er hún þess eðlis, að hugsan- legar lægðir í baráttunni um kjarn- orkuvígbúnað hafa ekki áhrif á gildi hennar. Sænski rithöfundurinn og lækn- irinn P.C. Jersild lýsir mannlífi - ef mannlíf skyldi kalla - á eyju í Eystrasalti röskum þrjátíu árum eftir að kjarnorkueldurinn hefur drepið mikinn meirihluta mannkynsins og séð til þess að þeim sem eftir lifa verði ekki lífvænlegt. Hann „fylgist með þeim fáu sem eftir lifa“ eins og hann segir sjálfur í eftirmála. Og sú mynd sem hann dregur upp er svo sannarlega ekki til huggunar, eða til þess að létta undir með þeim sem reikna út einhverskonar „sig- urlíkur“ í kjarnorkustyrjöld. Mannkynið er sjúkt og ófrjótt - eins víst að hvert það fóstur sem til verður sé vanskapað. Lífkeðjan er slitin á mörgum stöðum og jafnvel þegar einstakir hlekkir hennar sýn- ast í þann veginn að finna hver ann- an er eins víst að allt snúist á versta veg. „Siðmenningin" er hrunin - boðorðið er að verða fyrstur til að drepa þann sem nálgast, annars drepur hann þig. Sæmilega vin- samleg samskipti manna eru óhugsandi nema þröngir eiginhags- munir bjóði. Hver heldur lífí? Aðalpersónan er yngsti meðlim- ur hinnar fámennu byggðar á eynni og hefur alið aldur sinn mestallan með sjóræningjum og-lifað af sem kynferðislegt leikfang skipstjór- ans. En það er einmitt sýnt á mjög sannfærandi hátt, að í þessum heimi „Eftir flóðið" lifir enginn af nema hann komi að beinum notum - sem kynferðisvera eða þá vegna sérþekkingar sem aðrir eiga ekki. Það er þess vegna sem önnur að- alpersónan Petsamo, er ekki í hættu: hann er sá eini sem kann til lækninga. En sögumaður Auðunn, er settur í land í upphafi sögunnar, vegna þess að skipstjór- inn er orðinn leiður á honum. Hann er fyrst einskonar þræll hjá einbúa á eynni, en er síðan tekinn inn á lægsta þrep lítillar nýlendu Rolands nokkurs, sem hefur kom- ist yfir mestallar vopna- og hrís- grjónabirgðir eyjarinnar. Auðunn virðist um tíma eiga von í að yfir- taka lækniskunnáttu Petsamos, en ástin - grimm og ljót kannski, en ástin samt - setur strik í reikninga: Auðunn strýkur með finnskri konu og gerir henni barn... Sannfæringar- kraftur Sögugáfa Jersilds er ótvíræð og sannfæringarkraftur hans mikill. Honum tekst að tvinna saman með mjög áhrifasterkum hætti bæði rökvísa framtíðarsýn og þekkingu á ótíðindum sem hafa þegar gerst eða eru að gerast. Það sem er kann- ski óhugsandi verður sýnilegt og áþreifanlegt. Til dæmis það, hvern- ig sú tækni hefur dáið sem áður skapaði ofgnótt flestra hluta, hvernig skorturinn herðir tök sín á mönnum sem geta ekki nýtt alls- konar flóknar tækniafurðir, af því samfélagið er ekki lengur til og svo margir tæknilegir tengiliðir slitnir. Það er líka mikið meistarabragð í lýsingu Auðuns, sem söguna segir, að sýna lesendum hvernig eðlis- greindur piltur er í raun „þroska- heftur“ vegna þess að mannfélagið er í rústum. Sem fyrr segir tvinnar Jersild saman það sem menn hafa aldrei reynt og það sem menn hafa þegar lifað. Hin ömurlega framtíðarsýn á sér meðal annars rætur í því sem menn vita um mannlega hegðun á miðöldum, þegar Svarti dauði eða aðrar pestir riðu yfir með miklu mannfalli og neyð. Þær minningar gera kaflana um endurreisn magn- aðrar hjátrúar „eftir flóðið“ einkar sannfærandi. Reynslan úr útrým- ingarbúðum okkar aldar rennir svo rökum undir lýsingu Jersilds á því, hvernig menn geta lifað af, í hel- víti, annaðhvort sem kynferðis- þrælar eða sem „sérfræðingar“ - og verða þá að gæta þess að hleypa engum nálægt sér sem keppi- nautum. Því rétt eins og í útrýming- arbúðum nasista vita eyjarskeggar Jersilds, að það líf sem þeir eru að verja í dag af eitraðri grimmd, það er aðeins gálgafrestur. Og það þarf reyndar ekki gömul og ný ótíðindi á borð við Svarta- dauða og Ásvitsj til að finna vissar hliðstæður á milli þess sem var og þess sem kynni að gerast. „Eftir flóðið“ eru menn metnir eftir þeim „afnotum“ sem hægt er að hafa af þeim. Og í tiltölulega mildu og blönduðu velferðarsamfélagi okk- ar tíma eru menn í ótrúlega ríkum mæli metnir á sama veg - ef menn hafa hörku í sér til að skyggnast undir þokkalegan umbúnað mann- legra samskipta. Það er mikill fengur að þessari stórmerku skáldsögu. Og Njörður P. Njarðvík hefur þýtt hana með miklum ágætum, lesandinn verður ekki var við annarlegan þýðingar- keim, og það er ekki farið í felur með grimmd þessa texta. ÁB. Dauðinn í okkar Ufl Horfst í augu við dauðann. Tólf íslendingar segja frá afdrifaríkum viðburðum. Guðmundur Árni Stefánsson og Önundur Björnsson skrásettu. Setberg 1983. í árvissum flaumi frásöguþátta og viðtala, sem setur lit á hvert bókaflóð, vekur þessi bók fyrirframathygli þemans vegna: maðurinn andspænis dauðanum. Um þá hluti eru á síðari árum skrif- aðar fleiri bækur en fyrr og af öllum gæðaflokkum vitanlega: feimnin við dauðann er á undanhaldi og er það bæði til góðs og ills rétt eins og þegar óttinn við kynlífið var að hrynja. Vegna þess, að annarsveg- ar eiga menn kost á meira frelsi til að fjalla um hluti sem eru öllum mikilvægir, hinsvegar er hægur vandi að banalísera alla hluti og Bókaforiag Odds Björnssonar sendir nú frá sér einstæða bók, sem verið hefur ófáanleg lengi. Þetta er 2. útgáfa „Grasnytja“ eftir sr. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. ©MMUjííilf ©njn fnt, ftm fwrr DuanM ntnbr (jttr ttnft nf frlm ófánum uillt, juttum, frnt Born í lant-rlgn ftnnitá DflUDn fáfróbum búrnbum 03 grib- nuiinum ú 3|Iflnbi flrifat 2(rið 1731. 0pr-4o, 24. íluanb ftirnii bléma 09 fraurb, rnn untframm • tWt'* grotnarm jartar ^róba. 9>rentat i Æaupmannafjofn, 1783* «f augufl 8rib<ri4 0tiln. fordjarfa þeim í markaðskapph- laupinu. Lífsháski Þessum þáttum má skipta í tvennt: annarsvegar eru þættir af þeim sem lenda sjálfir í lífsháska eða sjá á bak sínum nánustu, hins- vegar segja prestur, læknir og björgunarmaður frá sinni reynslu. Nokkra sérstöðu hefur samtal við Steindór Steindórsson fyrrum skólameistara: þar er gamall mað- ur tekinn tali án þess að hann sé í rauninni í meiri háska en aðrir menn jafngamlir. Nokkuð sérstæð- ur þáttur reyndar - Steindór minnir þar mjög á karlhross önugt í smá- sögu Halldórs Laxness, sem ekki vildi með neinu móti mjúklætast andspænis dauðanum. Og segir þessa setningu hér, sem er í raun einkar gagnorð mannlýsing: „Það Fyrri útgáfan kom út á vegum Danakonungs árið 1783, þannig að þetta víðfræga merkisrit er 200 ára um þessar mundir. Sr. Björn mun þekktastur fyrir að vera frum- kvöðull kartöfluræktunar á ís- landi, en hann var mikill áhuga- maður um „gagn það, sem hver bú- andi matur getur haft af þeim ósán- um villijurtum, sem vaxa í landar- eign hans“, svo vitnað sé í undirtit- ilinn á titilsíðu „Grasnytja“. Grasnytjar var fyrsta prentaða bókin um villijurtir á íslandi, og hún er grundvallarrit allra þeirra sem áhuga hafa á grasalækningum, jurtalitun og annarri notkun ís- lenskra jurta. Slíkur fróðleikur er nú ekki lengur talinn „kerlinga- bækur“ í niðrandi merkingu, eins og tíðkaðist um skeið. Ritlingar síðari tíma á íslensku um þessi efni eru meira og minna soðnir upp úr Grasnytjum. Ritið er 350 blað- síður. er aumt ef ekki er einu sinni hægt að tala illa um mann“. Annar þáttur mjög sérstæður er af feiknarlegum alkóhólista, og margfölduðum sjálfsmorðskandí- dat: hann skýtur sig og byssan klikkar, hann ekur eins og óður maður á mesta umferðarsvæði heims og sleppur lifandi, hann étur 250 pillur af mogadon og fer í vinnu daginn eftir, hann kaupir sér vo- dkakassa og festir upp snöru til að hengja sig í en man þá eftir um- vöndunarorðum Guðmundar J. sem hafði sagt „þín verður fyrst og fremst minnst sem róna“. Ekki nema von að Hilmar Helgason sé mikill forlagahyggjumaðurl Tvíbent Um þessa þætti báða og reyndar fleiri gildir það, að lesandinn tekur vitnisburðinum sem nokkuð sjálf- sögðum hlut, sem vel frambæri- legri blaðamennsku. Höfundar segja reyndar á þessa leið í formála bókarinnar: „Það þarf kjark og á- ræði til að opna sínar leyndustu hirslur og lýsa sínum dýrmætustu og um leið viðkvæmustu tilfinning- um eins og margir gera í frásögnum sínum“. Þetta er satt svo langt sem það nær. En þessi lesandi hér getur samt ekki varist vissri ónotakennd einmitt þegar talið berst að hinum „viðkvæmustu tilfinningum", og hefðu skrásetjarar mátt gæta sín betur á vissum spurningum. Opin- skáar játningar eru því miður ekki nærri alltaf ávinningur þótt mann- leg forvitni kunni að halda að svo sé. Læknir og prestur Sá þáttur bókarinnar sem er fróðlegastur, þegar allt kemur til alls, er viðtalið við Bjarna Hannes- son skurðlækni. Hann ber fram með skynsömum og algáðum hætti viðhorf trausts læknis til ábyrgðar sinnar, til samskipta við sjúklinga, til líknardauða hér og í Ameríku og til stjömudýrkunar á læknum, sem hann telur að sé í rénum sem betur fer: við erum að vinna okkar verk eftir bestu getu, „það er ekkert ótrúlegt eða spennandi, sem gerist á skurðstofum", segir hann. Sam- talið við Bjarna Hannesson er giska drjúgt til þess að slá á mis- skilning og fordóma um lækna og þeirra starf. Móðirin sem hafði fengið frétt um skyndilegan dauða sonar síns rak presti sínum löðrung og sagði: „Þú lýgur séra Björn!“. Þetta er eftirminnilegasta atvik í frásögn séra Björns Jónssonar af göngu prests í sorgarhús. Það er margt viðfelldið um þennan kafla, en Birni fer sem mörgum klerkum öðrum - þeir draga helst fram huggun og sigur trúarinnar, að „þeir sem þiggja vilja fá alltaf þann styrk sem nægir“ eins og hann segir á einum stað. Hefði sá málflutning- ur orðið sterkari ef sr. Björn hefði; látið meira uppi um þau atvik, þeg- ar hörmuleg fregn kemur mönnum til að efast um trú og gæsku guðs og vekja upp erfiðar spurningar um réttlæti og refsingu. Séra Björn minnist aðeins á þessa hluti og segir sem svo, að við slíkum spurningum séu engin svör til, engin „mannleg! svör“. En einmitt leit að þessum „mannlegu svörum“, sem verða að sjálfsögðu alltaf ófullkomin mjög,' hefur orðið kveikjan að mjög eftir- tektarverðri bók amrísks rabbía nýverið. „Why bad things happen to good people" - hvers vegna ber ógæfan að dyrum hjá góðu fólki? N ÁB. Kvæðabók Jakobínu Sigurðar- dóttur Út er komin í annarri útgáfu ljóðabók Jakobínu Sigurðardótt- ur, KVÆÐI. Hún kom áður út árið 1960 en hefur lengi verið ófáanleg. Jakobína er þekktari sem skáld- sagnahöfundur en ljóðskáld, en mörg kvæða hennar hafa orðið vel kunn, einkum baráttukvæðin. Þessi nýja útgáfa er aukin ljóðum sem Jakobína hefur ort síðan KVÆÐI komu út, sum hafa birst á prenti, önnur ekki. Meðal þeirra eru bæði baráttukvæði og mörg persónuleg ljóð. Bókin er 154 blaðsíður að stærð. Jón Reykdal hannaði útlit og gerði kápu. Gömul bók um nytjagrös

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.