Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 29.11.1983, Page 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1983 Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir áriö 1984 úr Launsjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráöuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóönum hafa íslenskir rithöf- undar og höfundar fræöirita. Heimilt er og aö greiða laun úr sjóðnum fyrir þýöingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi viö byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaöa í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuöi eöa lengur skuldbindur sig til aö gegna ekki fastlaunuðu starfi meöan hann nýtur starfs- launa. Slík kvöö fylgir ekki tveggja mánaöa starfslaunum, enda skulu þau einvöröungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú aö skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber aö skila á sérstökum eyöu- blöðum sem fást í menntamálaráöuneytinu. Mikilvægt er aö spurningum á eyðublaðinu sé svaraö og veröur farið meö svörin sem trúnaö- armál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1983 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 25. nóvember 1983. Stjórn Launasjóðs rithöfunda Breiðfirðinga- heimilið h.f. Hér meö boöar skilanefnd Breiöfiröinga- heimilisins h.f. til hluthafafundar fimmtudag- inn 8. desember n.k. kl. 20.30 aö Hótel Esju, 2. hæö, þar sem skýrsla skilanefndar og frumvarp um úthlutunarskrá verður lagt fram til samþykktar. Skiianefnd Breiðfirðinga- heimilisins h.f. Vilborgarsjóður Þeir Sóknarfélagar sem eiga rétt á styrk úr Vilborgarsjóöi eru beönir aö hafa samband viö skrifstofuna fyrir 12. desember n.k. Starfsmannafélagið Sókn. Rautt þríhyrnt merki á lyfjaumbúðum táknar að notkun lyfsins dregur úr hæfni manna í umferðinni Lestu aðeins stjómadblöðin? Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 Myndabók um rokk Fyrir nokkru sendi Fjölvaútgáf- an frá sér „Myndabók um ROKK“, þar sem gefið er yfirlit yfir hið flókna og fjölskrúðuga skeið rokk- tónlistarinnar eftir að Bítlarnir leystust upp í kringum 1970, en þá má segja að rokkið hafi fyrst farið að blómstra. ROKK-bók Fjölva er mikið rit, 226 blaðsíður í stóru broti og öll morandi í litljósmyndum. Telst svo til, að Ijósmyndirnar muni vera um 570, margar stórar. Allar myndirnar eru teknar af einum og sama manni, Robert El- lis, sem er nú frægasti hljómleika- ljósmyndari Englands. Var hann lengi ljósmyndari tímaritanna New Musical Express og Melody Maker og var þá í forgöngu með nýjum tækniaðferðum við Ijósmyndun með hröðum litfilmum, en einnig hjálpaði til að rokkhljómsveitir tóku þá upp bjartar og litskærar sýningar. Hann er einnig frumhöf- undur bókarinnar, en Þorsteinn Thorarensen hefur sem íslenskur höfundur umsamið textann í sam- starfi við Salamander-útgáfuna í London. Á bókarkápu segir að ROKK- bókin geti þjónað bæði í senn sem minningablöð fyrir ungu kynslóð- ina sem upplifði rokkið af lífi og sal, og sem skilningsbrú yfir kyn- slóðabil fyrir þá eldri sem vilja vera með á nótunum og vita hvað er á seiði í heiminum. Af samspili kynlífs og ríkisvalds Gefið hefur verið út í Reykjavík nýstárlegt bókmenntaverk: „Múl- bandamálið. (Gögn). Trúnaðar- mál“. Verkið byggist á athugunum höf- undar á samspili kynlífs og ríkis- valds. Fléttast þar inn í heimsókn erlends þjóðhöfðingja og örlög miðaldra ríkisstarfsmanns. Við könnun sína á fjölmiðla- máli, stjórnmálaklisjum og stofn- anamállýskum beitir höfundur at- hyglisverðum aðferðum, lítt eða ekkert þekktum í íslenskum bók- menntum. Stjórnarskrá íslendinga er skoðuð í gráglettnu ljósi siðferðis og málvísindalegra niðurstaðna þeirra könnunar. Kemur þar einn- ig við sögu á dularfullan hátt lakks- kór löggæslumanns á höfuðborgar- svæðinu. Höfundur og útgefandi er Ólafur Páll Sigurðsson. Fyrirbæri sem er erfitt að skýra Bókaútgáfan VAKA hefur sent frá sér bókina Furður veraldar. Bókin er unnin úr efni sjónvarps- þátta sem sýndir voru hér á landi fyrir rúmu ári og nefndust Furður veraldar. Efniviðurinn kemur frá hinum þekkta rithöfundi og verk- fræðingi, Arthur C. Clarke. Hann hefur um árabil helgað sig rann- sóknum á illskiljanlegum fyrirbær- um en er ekki síður þekktur fyrir skáldsögur sínar, svo sem „2001, geimferðarævintýrið mikla“, sem hann samdi bæði frumtexta og kvikmyndahandrit að. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: Furður veraldar er viðamesta bók, sem út hefur komið á íslensku um undarleg fyrirbæri og atburði, sem erfitt hefur reynst að skýra. Víða er komið við, enda af mörgu að taka. Fjallað er um fljúg- andi furðuhluti, tröllauknar tákn- myndir, ævaforn mannvirki, sem vakið hafa margar spurningar. Furðulegar skepnur og skrímsli koma við sögu, allt frá apamannin- Fjórar íslenskar barna- bækur Skjaldborg á Akureyri hefur gef- ið út fjórar barnabækur eftir ís- lenska höfunda - bæði gamal- reynda og nýliða á þessu sviði. Ævintýrin okkar er þriðja bók Heiðdísar Norðfjörð, sem þekkt er fyrir barnaþætti sína í Ríkisútvarp- inu. Ævintýrin eru skrifuð með það fyrir augum að þau séu lesin fyrir börnin. Sonur höfundar 11 ára gamall, Jóhann Vaidemar Gunn- arsson, gerði myndir í bókina. Hildur og ævintýrin hennar er fyrsta barnabók Erlings Davíðs- sonar rithöfundar, sem löngu er kunnur fyrir bækur sínar. Þetta er bók, sem vekur börnin til umhugs- unar um fegurð umhverfisins og hið frjálsa líf dýranna úti í nátt- úrunni. Kristinn Jóhannsson teiknaði kápu og myndir í bókina. Laxalíf Fjölvaútgáfan hefur scnt frá sér bók, sem ætlað er að höfða til lax- veiðimanna. Hún heitir Laxalíf og hefur inni að halda litljósmyndir, teknar undir yfirborði vatnsins niðri í hyljunum. Japanskur ljósmyndari Atsushi Sakurai tók myndirnar við mikla fyrirhöfn og erfiðleika í ám á svo- kölluðum Hvarfströndum á eynni Hokkaido. Þetta eru myndir af lífi og umhverfi eins Kyrrahafslax- anna, svokallaðs hundlax, sem er í sumu frábrugðinn Atlantshafslax- inum, en þó líkur honum að stærð og lífsháttum. En myndskreytingunni fylgir einnig langur bókartexti og skiptist Afastrákur í norskri lestrarbók Kom og les heitir lestrarbók sem nýlega er komin út á nýnorsku fyrir 2. bekk grunnskólans í Noregi. Efni bókarinnar er mjög fjöl- breytt, sögur, ljóð, þulur, máls- um í hlíðum Himalayafjalla til Lag- arfljótsormsins á íslandi. Dularfull fyrirbæri eins og sprengingin mikla í Síberíu 1908 eru athuguð gaumgæfilega og birtar eru lýsingar sjónarvotta á eldkúlunum óhugn- anlegu, sem nefndar hafa verið urðarmánar í íslenskri þjóðtrú. Furður veraldar er á þriðja hundrað blaðsíður og í stóru broti, skreytt miklum fjölda litmynda. Þýðandi bókarinnar er Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur, Óli og Geiri eftir Indriða Úlfs- son. Þetta er 16. bók Indriða. Þessi bók er ætluð þeim, sem eru að byrja að læra að lesa. Þóra Sigurð- ardóttir myndskreytti bókina og teiknaði kápu. Það er mynd á hverri síðu. Loksins kom litli bróðir er 13. bók Guðjóns Sveinssonar, sem löngu er landskunnur fyrir bækur sínar. Sigrún Eldjárn teiknaði kápu og myndskreytti bókina. hann í tvennt, annarsvegar nátt- úrulýsing hins japanska Ijósmynd- ara og náttúruskoðanda og hins- vegar ýtarleg greinargerð Þorsteins Thorarensens um ólíkar tegundir laxa. hættir, gátur og ævintýri. Aðalhluti efnisins er úrval úr nýj- um norskum barnabókmenntum og nokkrir erlendir höfundar eiga þar einnig efni. Einn íslenskur barnabókahöf- undur, Ármann Kr. Einarsson, á efni í norsku lestrarbókinni. Þar er birtur kafli úr bókinni Afastrákur, með teikningu eftir Þóru Sigurðar- dóttur. Bókin er mjög fallega útgefin með miklum fjölda mynda, flestar í lit. Hún er 174 blaðsíður í allstóru broti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.