Þjóðviljinn - 04.01.1984, Blaðsíða 3
Dorriét
Kavannah
látin
Dorriét Kavannah sópransöng-
kona lést á gamlársdag í Bonn í
V-Þýskalandi, aðeins hálffertug að
aldri. Hún var gift Kristjáni Jó-
hannssyni óperusöngvara.
Dorriét var fædd á Spáni, flutti
síðan til Bandaríkjanna en bjó síð-
ustu æviárin á ftalíu. Eftir leik-
listarnám um langt árabil hóf hún
söngnám og þótti með athyglis-
verðari sópransöngkonum.
Dorriét Kavannah verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju.
Þjóðleikhúsið
velur höfunda:
Nína Björk
og Sigurður
Pálsson ráðin
Þjóðleikhúsið hefur nú ráðið
höfunda fyrir árið 1984 og urðu
Sigurður Pálsson og Nína Björk
Arnadóttir fyrir valinu að þessu
sinni; Sigurður fyrstu sex mán-
uði ársins og Nína Björk síðari
hluta ársins.
Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí
1948 á Skinnastað í Norður Þing-
eyjarsýslu, varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1967, stundaði síðan nám í
leikhúsfræðum og bókmenntum
við Sorbonne háskólanum í París
og lauk þaðan magistersprófi og
DEA-prófi, þ.e. fyrri hluta dokt-
orsgráðu. Ennfremur lauk hann
prófi í kvikmyndaleikstjórn frá
CLCF kvikmyndaskólanum í Par-
ís. Hann var kennari við Leiklistar-
skóla SÁL 1974-75 og við Leik-
listarskóla íslands frá stofnun hans
til ársins 1977. Hann hefur
samið þrjú leikrit fyrir Nem-
endaleikhús Leiklistarskóla ís-
lands og heita þau Undir suðvest-
urhimni (1976), Hlaupvídd sex
(1977) og Miðjarðarför (1983). Þá
hefur hann töluvert fengist við þýð-
ingar og má þar á meðal nefna
Svalirnar, eftir Jean Genet, Hótel
Paradís, eftir Georges Feydeau
(fyrir Þjóðleikhúsið), Þeir settu
handjárn á blómin eftir Arrabal og
Þegar vonin ein er eftir, eftir
Cordelier. Loks hefur Sigurður
fengist við leikstjórn, m.a. í sjón-
varpinu, en þar stýrði hann leikriti
Steinunnar Sigurðardóttur, Lík-
amlegt samband í norðurbænum.
Nína Björk Árnadóttir fæddist
7. júní 1941 að Þóreyjarnúpi í Vest-
ur Húnavatnssýslu. Hún var við
nám í Leiklistarskóla Leikfélags
Reykjavíkur 1961-1964 og við
framhaldsnám í Danmörku 73-75.
Þjóðleikhúsið hefur sýnt tvö leikrit
hennar, Hvað sögðu englarnir?
(1979) og Súkkulaði handa Silju
(1982), en önnur leikrit hennar eru
Hælið, Geimið, Fótatak (L.R.
1972), Steinarnir hans Mána,
Steinninn sem hló og Það sem
gerðist í þögninni, en síðasttalda
verkið var flutt í útvarp 1981.
Miðvikudagur Uianúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
/ '£tbr?lfr* e/n
Ég veit ekki lengur hvað á til hragðs að taka
ÞolinmæSi mín
er á þrotum
Reykjavík, 2. janúar 1984.
Nú get ég ekki lengur orða bund-
ist.
Ég sit með launaseðil janúarmán-
aðar í höndunum, ásamt nokkr-
um föstum mánaðarreikningum.
Afborgun af námsláni og banka-
láni og síðast en ekki síst
rafmagns-og hitareikningur, þ.e.
uppgj ör frá árin u ’83, þar sem
sést glöggt hve sú þjónusta hefur
hækkað mikið á síðastliðnu ári, á
meðan laun okkar hafa staðið í
stað. í lok reikningsins er mér svo
óskað gleðilegra jóla. Bjartsýni
það.
Þegar ég legg þessa reikninga
saman ásamt matarreikning,
vantar mig nokkur þúsund krón-
ur uppá. Eg er allan mánuðinn að
bíða eftir næstu mánaðamótum í
von um að þá komi færri eða lægri
reikningar, og þá verði hægt að
borga einhverjar smáskuldir, t.d.
lán af afmælispeningum barn-
anna, eða lán úr flöskusjóði.
(Börnin hafa komið með tómar
flöskur, sem þau hafa fundið úti,
og stofnaður var flöskusjóður).
Ég er orðin leið á svona mánaða-
mótum, þegar maður by r j ar strax
að telja dagana fram að næstu
mánaðarmótum. Éger kennari,
bý ein með 2 börnum r.-.:_
eru bæði á skólaaldri. Ég veit að
ég hef það betra en margur ann-
ar, en samt ná endar engan veg-
inn saman. Og nú er þolinmæði
mín á þrotum. Ég verð reiðari og
reiðari yfir óréttlæti og skilnings-
leysi forráðamanna þjóðarinnar,
og ég er að missa trúna á réttlæti
og jafnrétti. Ég veit ekki lengur
hvað á til bragðs að taka.
Hvernig er hægt að ætlast til að
fólk lifi af launum sem eru það
lág, að það er alveg sama hvað er
sparað mikið, endar geta ekki
náð saman. Nú er ég vel sett að
mörguleyti. Égþarft.d. ekki
lengur að borga barnapössun.
Yngra barn mitt gengur í notuð-
um fötum af eldra systkini sínu og
öðrum börnum úr fjölskyldunni.
Ég er dugleg að nýta fatnað, geri
við fötin okkar, og sauma þó-
nokkuð sjálf. En aðeins úr
gömlum efnum ogódýrum.Ég
kaupi aldrei efni á fullu verði.
Égáekki bíl, og hefoftekki efniá
að kaupa strætisvagnakort. Ég
hef ekki lengur efni á að fara í
leikhús eða bíó, hvað þá annan
lúxus, sem ætti þó ekki að þurfa
að vera lúxus. Það ættu að vera
sjálfsögð mannréttindi fyrir
hvern og einn, fyrir utan mat og
húsaskjól (sem þykir ekki lengur
sjálfsagður hlutur), að geta fylgst
með því sem er að gerast í menn-
ingarlífi borgarinnar. Hvernig er
með sumarfrí? Er það sjálfsagt og
eðlilegt að geta ekki boðið börn-
um sínum í smá sumarfrí?
Ég hef oft velt þvt fyrir mér upp á
síðkastið, hversvegna ekki
heyrast fleiri óánægjuraddir. Það
er greinilega ekki sama hvaða
ríkisstjórnervið völd. Þegarein-
stæð móðir sem vinnur fullan
vinnudag, og getur engan veginn
látiðendanásaman, verðurm.a.
að neita börnum sínum um lif-
andi jólatré á jólunum ásamt
fleira jólastússi, getur svo sagt,
„Þegar ég legg þessa reikninga saman ásamt matar-
reikning, vantar mig nokkurþúsund krónur uppá. Ég
er allan mánuðinn að bíða eftir nœstu mánaðamótum
í von um að þá komi fœrri eða lœgri reikningar, og þá
verði hægt að borga einhverjar smáskuldir, t.d. lán af
afmœlispeningum barnanna, eða lán úr flöskusjóði.
(Börnin hafa komið með tómar flöskur sem þau hafa
fundið úti, og stofnaður var flöskusjóður)“.
„Einstæðir foreldrar og börn þcirra hafa fullan tilverurétt og, ef ekki
verður bundinn endir á þessa eymd og lítillækkun, þá þori ég ekki að
hugsa um framhaldið, og hvernig árið ’84 verður hjá okkur iáglauna-
fólki“, segir bréfritari. Myndin er táknræn.
,Á meðan ég vinn fullan vinnudag á ég rétt á að geta
veitt mér og börnum mínum nœgan og hollan mat,
hlýtt húsaskjól og hlýjan fatnað, ásamt því að leyfa
þeim að kynnast svolitlu af því sem er að gerast í
menningarlífi borgarinnar“.
að hún vilji gjarnan taka þátt í því
að koma verðbólgunni niður, og
hún vilji gjarna gefa ríkisstjórn-
inni tækifæri til að vinna í friði....
Af hver j u lætur fólk fara svona
með sig? Vita þessir ráðamenn
okkar nokkuð hvað þeir eru að
fara framá við almenning í
landinu? Hvernig væri fyrir þessa
menn að fá sér blað og blýant í
hönd og reikna sjálfir út kostnað
fjölskyldu? Hvar á að spara?
1. Með því að borða minni og ein-
hæfari mat?
Kynnið ykkur fyrst hvað al-
menningur hefur á borðum
dagsdaglega.
2. Nota minna rafmagn með því
að þvo í höndum og hafa ljós í
einu herbergi í stað tveggja eða
þriggja?
3. Nota minnaaf hcitu vatni með
þvi að kynda minna og klæða
sig betur, og fara sjaldnar í
bað?
4. Sleppa fatakaupum, sem cru
þó nær engin, og betla frá
mæðrastyrksnefnd og fleiri
góðgerðarstofnunum?
Nei og aftur nei. Á meðan ég vinn
fullan vinnudag á ég rétt á að geta
veitt mér og börnum mínum næg-
an oghollan mat, hlýtthúsaskjól
og hlýjan fatnað, ásamt þvíað
leyfa þeim að kynnast svolitlu af
því sem er að gerast í menningar-
lífi borgarinnar. Þá á ég við að
geta boðið þeim í bíó eða leikhús
endrum og eins, og síðast en ekki
síst að geta leyft mér að vera
stund og stund með börnum mín-
um, án þess að vera með sam-
viskubit yfir því að vera ekki að
vinna fy rir peningum.
Ég veit að það er hægt að spara
með ýmsu öðru móti en að lækka
laun almennings. Ég hef líka
augu og sé að það eru ýmsir hóp-
ar í þjóðfélaginu sem hafa miklu
meir en nóg fyrir sig. Það hljóta
allir að sjá sem ekki hafa bundið
fyrir augun. Einstæðirforeldrar
og börn þeirra hafa fullan tilveru-
rétt, og ef ekki verður bundinn
endir á þessa eymd og lítillækk-
un, þá þori ég ekki að hugsa um
framhaldið, og hvernig árið ’84
verður hj á okkur láglaunafólki.
Einstæð móðir.
Athugasemd
ritstjóra
Bréfritari vildi ekki láta
nafn síns getið og er mörgum
þannig farið að þeir vilja ekki
bera fátækt sína á torg. En hér
er um mikilsverðan og sannan
vitnisburð að ræða sem þarf
að koma fram og bréfritari lét
fylgja með að svipað væri á-
statt um fjölda annarra ein-
stæðra mæðra sem ræddu
mikið um sín kjör í sinn hóp
þessa dagana. Bréfið var
skrifað aðfaranótt 3. janúar
og var lokið kl. 6 að morgni.