Þjóðviljinn - 04.01.1984, Qupperneq 5
Miðvikudagur 4. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Frárennslis-
varmi frá
orkuveri
notaður til
álarœktar
í Svíþjóð
Tveir starfsmenn „Lands-
virkjunar" í Svíþjóð hafa
ákveðið að fjárfesta 105 milj-
ónir íslenskra króna í ála-
rækt, sem njota mun góðs af
frárennslisvarma frá kjarn-
orkuverinu í Ringhals. Þeir
félagar gera ráð fyrir árs-
framleiðslu uppá eitt þús-
und tonn til útflutnings.
Gangi þessar áætlanir eftir
verður þetta langstærsta ála-
ræktunarstöð í Svíþjóð.
Áhugamaður um álarækt sendi
Þjóðviljanum eintak af starfs-
mannablaði sænsku landsvirkjun-
arinnar. - Vi i Vattenfall - , þar
sem rætt er við þessa stórhuga ála-
ræktarmenn. Þjóðviljinn hefur að
undanförnu vakið athygli á mögu-
leikum sem kunna að felast í ála-
rækt hérlendis og í því samhengi
eru þessar áætlanir í Svíþjóð áhug-
averðar, sérstaklega þar sem ætl-
unin er að nota varma frá orkuveri
til ræktunarinnar, en bent hefur
verið á jarðhitann okkar í sam-
bandi við álarækt á íslandi.
Álarækt lítt
reynd í Svíþjóð
Grípum þá niður í viðtalið:
„Þeir sem eru svo vogaðir að
hætta í öruggum stöðum til þess að
elta uppi hugmynd er kviknaði
fyrir nokkrum árum síðan eru þeir
Per Winroth og Per-Olov Moen,
en þeir hafa starfað sem verkfræð-
ingur hjá sænsku landsvirkjuninni í
mörg ár.
Reynslan af álarækt í Svíþjóð er
afar takmörkuð,en þekkingarinnar
um þetta svið fiskiræktar hafa þeir
Winroth og Moen aflað sér með
athugun á öðrum fiskiræktargrein-
um og lestri erlendra fræðirita.
Eftir nokkra ára rannsóknir eru
þeir nú reiðubúnir að leggj a á ráðin
um eigin álarækt sem stóriðnað.
„Við erum mjög ánægðir með
okkar störf og getum ekki hugsað
okkur betri vinnuveitenda. Þetta
hefur því verið mikil ákvörðun
fyrir okkur. En við erum búnir að
vinna svo mikið að þessu. Við trú-
um bjargfast á að þetta takist. Og
það verður að reyna þetta hér.“
95 ný störf
Bráðabirgðasamningur hefur
þegar verið gerður um að sænska
landsvirkjunin útvegi frárennslis-
varma til álaræktarinnar. Hins-
vegar verður ekki hafist handa
strax um að reisa stöðina, því að
verið er að gera nákvæma hag-
Verkfræðingarnir Per Winroth og Per-Olof Moen hampa hér álum steinsnar frá kjarnorkuverinu í Ringhals, þar sem þeir hyggjast hefja
stórfellda ræktun til útflutnings á mið-evrópumarkað á árinu 1985.
Þeir fara úr raforkuimi
í stórfellda álaræktun
Sagt frá ácetlunum tveggja
Svía um að koma upp
1000 tonna álarœktarstöð
við Ringhals á vestur-
strönd Svíþjóðar
kvæmnisútreikninga og leyfi
skortir enn frá lénsstjórninni,
byggingarnefnd, heilbrigðisnefnd
og Náttúruverndarstofnuninni.
Séu aðilar þessir velviljaðir eiga til-
skilin leyfi að vera tií reiðu í mars á
þessu ári. Fyrsti áfangi stöðvarinn-
ar með 300 tonna ársframleiðslu,
gæti verið tilbúinn þegar á næsta
ári. Næsti áfangi með 1000 tonna
ársframleiðslu gæti verið tilbúinn
um 1990.
1000 tonna álaræktarstöð myndi
skapa atvinnu handa 15 manns, en
um leið myndu verða til 80 störf til
hliðar við álaræktina sjálfa, svo
sem í framleiðslu fiskafóðurs, ála-
vinnslu, og framleiðslu ýmisskonar
þátt til álaræktarinnar, svo og í
þjónustu og viðhaldi.
Öruggur markaður
Stofnað hefur verið sjálfstætt
fyrirtæki um álaræktina og ber það
nafnið Scandinavian Fish og mun
eingöngu fást við álarækt til út-
flutnings.
„Það er öruggur markaður fyrir
álana okkar í Hollandi, Frakklandi
og Þýskalandi", segir þeir Winroth
og Moen. „Þetta markaðsöryggi
stjórnar að sjálfsögðu gerðum okk-
ar í ríkum mæli, en hér á vestur-
ströndinni við Ringhals-orkuverið
eru einnig lang ákjósanlegustu að-
stæðurnar í landinu til álaræktar. í
Ringhals er fyrir hendi nægur frá-
rennslisvarmi. Hafið fyrir utan hef-
ur einnig góða móttökumöguleika
fyrir frárennsli frá stöðinni, það er
að segja matarúrgang og annan
lífrænan úrgang. Hægt er einnig að
nota kælivatnsskurði Ringhals-
orkuversins til þess að dreifa úr -
ganginumsem víðastogá hentugan
hátt“.
Eingöngu
innfluttur ungáll
f áætlunum Scandinavian Fish er
eingöngu gert ráð fyrir innfluttum
ungálum. í Svíþjóð er ekki fyrir
hendi nægilegt magn af álungviði
til þess að standa undir framleiðslu
í eins stórri álaræktarstöð og ráð-
gert er. Állinn verður fluttur inn til
Ringhals þar sem hann mun vaxa
upp í stórum kerjum, sem fyllt
verða af vatni sem hitað er upp af
frárennslisvarma frá orkuverinu.
Eftir eitt ár vegur állinn 300-400
grömm.en þá er hann besta mark-
aðsvaran á mið-evrópskum mörku-
ðum. f Svíþjóð er állinn ekki mark-
aðsvara fyrr en hann vegur um það
bil eitt kfló.
Betri orkunýting
Spyrja má hversvegna orkuverið
nýti ekki orku sína betur en gert er.
Skýringin er sú að þegar Ringhals
orkuverið var byggt miðaðist allt
við að fá fram sem mesta og ódýr-
asta raforku. Raforkuframleiðslan
á sér stað í þéttingstúrbínu sem gef-
ur hámarks-raforku, en lætur einn-
ig gífulega mikið af hitaorku, sem
fylgir með kælivatninu út til hafs.
Það er þessi frárennslisvarmi sem
nota á til þess að hita vatnið í ála-
ræktarkerjunum.
Þegar þeir Winroth og Moen eru
að því spurðir hvort ekki stafi hætta
af því að kælivatnið frá Ringhals sé
geislavirkt gera þeir lítið úr því.
Það sé að vísu geislavirkt, en í áka-
Álarækt þeirra Per Winroth og Per-Olov Moen byggir á innfluttum
ungál og frárennslisvarma frá Ringhals-orkuvcrinu, auk nálægðar við
hafið. Markaður fyrir 300-400 gramma ál er talinn öruggur í Hollandi,
Frakklandi og Þýskalandi.
flega litlum mæli, aðeins um einn
þúsundasti af því sem manneskja
verður fyrir af geislavirkni frá
berggrunninum eða steinsteyptu
húsi á ári. Þá verður fylgst gjörla
með vatninu og geislamælingar
gerðar reglulega.
Evert Ericsson forstjóri
Ringhals-orkuversins er mjög já-
kvæður í garð álaræktunarmanna
sinna, og hefur metið það svo að
áætlanir þeirra séu verða nákvæm-
rar skoðunar. Hann segir einnig að
sem opinberu fyrirtæki beri orku-
verinu að nýta þá orku sem nú fer
til spillis með öllum tiltækum
ráðum. Því sé sjálfsagt að styðja
þessar áætlanir, sérstaklega vegna
þess að öllum upplýsingum um þær
hafi verið vel tekið hjá þeim opin-
beru aðilum sem þurfa til að koma
ef slík álaræktarstöð á að fá starfs-
leyfi og fjármagn.
- ekh