Þjóðviljinn - 04.01.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1984
Egyptalandsheímsókn Arafats
Skref til
friðsamlegrar
lausnar?
Jassir Arafat leiðtogi PLO
er nú kominn til höfuðstöðva
samtaka sinna í Túnis þar
sem fyrir dyrum stendur
leiðtogafundur samtakanna
og væntanlegt uppgjör milli
stríðandi afla um framtíð
þeirra. Arafat mun þar mæta
gagnrýni fyrir fund sinn með
Hosni Mubarak forseta Eg-
yptalands, en jafnframt er
búist við því að meirihluti
stjórnarmanna í PLO muni
veita honum áframhaldandi
stuðning. Þrátt fyrir endur-
tekna hernaðarósigra og
niðurlægingu virðist pólitísk
staða Arafats enn sterk, og
hinn óvænti fundur hans
með Mubarak er talinn kunna
að boða breytinu á stöðu
mála í Mið-Austurlöndum.
Egyptalandsheimsókn Arafats
kom flestum á óvart og hefur vald-
ið fjaðrafoki í flestum herbúðum.
Á meðan á heimsókninni stóð átti
Arafat viðtal við egypska blaðið
Al-Ahram, þarsem hann lagði ríka
áherslu á sáttavilja sinn gagnvart
stjórn Mubaraks. „Ég vil fullvissa
alla“, sagði hann, „að Egyptaland
hefur snúið aftur til hins arabíska
málstaðar. Við munum ekki leyfa
neinu stórveldi að einangra Eg-
yptaland frá hinu arabíska samfé-
lagi á nýjan leik. Arabísk samstaða
verður ekki án Egyptalands." Yf-
irlýsingar af þessu tagi hljóma
óneitanlega ókunnuglega í eyrum
frá leiðtoga PLO, ekki síst þegar á
það er litið að það var fyrst og
fremst vegna kröfu frá PLO sem
Egyptaland var á sínum tíma ein-
angrað frá samfélagi arabaríkjanna
vegna sérfriðarsamningsins við ís-
rael, sem flestir töldu gerðan á
kostnað Palestínumanna.
Sýrlensk yfirvöld hafa þegar lagt
sinn skilning í heimsókn Arafats og
kallað hann nýjan Sadat. Segja þau
Kaíróheimsóknina forboða heim-
sókna til konungshallarinnar í Jór-
daníu og á ísraelska þingið, Kness-
et, eins og kom fram í sýrlensku
dagblaði.
Innri
ágreiningur
Alvarlegri fyrir Arafat verður þó
sú gagnrýni sem hann hefur þegar
hlotið og mun væntanlega fá á
stjórnarfundi samtakanna í Túnis
frá mönnum eins og George Ha-
bash, leiðtoga hinna róttæku sam-
taka PFLP, sem eiga aðild að PLO.
Habash tók ekki afstöðu til her-
ferðar uppreisnarmanna og Sýr-
lendinga gegn Arafat í Tripoli í
nóvember síðastliðnum, en eftir
heimsóknina í Kaíró hefur hann
tekið undir gagnrýniraddir á
Arafat.
Engu að síður er þess vænst að
Arafat muni njóta áframhaldandi
stuðnings sem leiðtogi PLO, en
þess er vænst að til gagngerðrar
breytingar muni koma á samtök-
unum. Sjálfur sagði Arafat við Al-
Ahram í Kaíró að fyrir dyrum stæði
„algjör endurskipulagning allra
stofnana PLO í ljósi afstöðu Palest-
ínumanna til samsærisins í Trip-
oli“.
Það hefur margsinnis komið
fram að meðal Palestínumanna á
Vesturbakka Jórdan nýtur Arafat
nær algjörs stuðnings eftir átökin í
Tripoli, og virðast þau hafa styrkt
pólitíska stöðu hans þar.
Egyptalandsheimsóknin
Fréttaskýrendur velta því nú
mjög fyrir sér hvað kunni að liggja
á bak við hinn óvænta fund Arafats
og Mubaraks, og hverju hann
kunni að breyta. Sumir hafa bent á
að uppreisnin gegn Arafat hafi gef-
ið honum frjálsari hendur til þess
að taka afstöðu án þess að hafa
einróma samþykki samtakanna á
bak við sig. Sú regla að krefjast
einróma samþykkis á bak við allar
meiriháttar ákvarðanir hafi átt að
koma í veg fyrir innri átök innan
samtakanna en þessi regla hafi um
leið takmarkað mjög möguleika
samtakanna til að þoka málum Pal-
estínumanna áleiðis., Því hafi
Arafat nú notað tækifærið til að
spila djarft og opna nýjar leiðir.
Israelskur sérfræðingur í málefn-
um PLO hélt því fram fyrir jólin að
Arafat hyggðist nú leita eftir stuðn-
ingi við tillögur sem Frakkar og Eg-
yptar settu fram á síðastliðnu ári á
meðan Beirut var hersetin af fsra-
el. Tillaga þessi er að því leyti frá-
brugðin Reagan-friðaráætluninni
og Camp David-samkomulaginu
að hún viðurkennir bæði PLO og
Sovétríkin sem nauðsynlega þátt-
takendur í friðsamlegri lausn á Pal-
estínuvandamálinu. Tillaga þessi
er einnig frábrugðin Fez-tillögum
Arababandalagsins að því leyti að
hún gengur út frá fullkominni
tryggingu fyrir tilverurétti fsraels.
Benda sumir fréttaskýrendur á að
með því að draga Egyptaland inn í
hugsanlega lausn Palestínumálsins
geti PLO tryggt betur sjálfstæði sitt
gagnvart Jórdaníu, Bandaríkjun-
um og Sýrlandi.
Hver sem úrslit fundarins í Túnis
verða, hefur Arafat með síðasta út-
spili sínu sýnt að, þrátt fyrir hern-
aðarósigra og niðurlægingu undan-
farna mánaða er hann enn fær um
að taka sjálfstætt pólitískt frum-
kvæði sem hugsanlega gæti opnað
leið til pólitískrar lausnar á deilu-
máli, sem reynslan hefur sýnt að
verður ekki leyst með hernaðar-
legum aðferðum. Því munu margir
telja að frumkvæði hans beri vott
um siðferðilegan styrk og áræði,
sem endanlega muni verða málstað
palestínsku þjóðarinnar mikilvæ-
gari en þær hjáróma hertrumbur
sem Sýrlendingar hafa verið að
berja innan raða PLO undanfarna
mánuði.
-ólg-
Dagurinn eftir
Um félagsleg og þjóðhagsleg vandkvœði
jólahalds í velferðarþjóðfélagi nútímans
Sænska blaðiö Dagens
Nyheter kvartar nýverið
undan því á leiðarasíðunni
að þrátt fyrir ofgnótt
atvinnulausra félagsfræð-
inga vanti gjörsamlega allar
grundvallarrannsóknir á
eðli og dreifingu jólagjafa í
sænska velferðarríkinu.
Vitnar blaðið í norska hag-
fræðinginn Agnar Sandmo,
sem hefur með brautryðj-
endarannsóknum sínum
sett fram fræðilega
gagnrýni á jólagjafasiðinn
út frá þjóðhagslegum for-
sendum.
Prófessor Sandmo komst að
þeirri niðurstöðu að jólagjafirnar
virkuðu sem hemill á hagvöxtinn
og efnahagslega velferð einstak-
linganna í þjóðfélaginu. Tók
hann sem dæmi þann möguleika
að einhver keypti jólagjöf fyrir
300 krónur, sem væri þó vart
meira en 200 króna virði í augum
viðtakandans. Þar með hefðu
gefandi og þiggjandi tapað 100
kr. í sameiningu. Yfirfært á sæn-
ska velferðarsamfélagið gæti slíkt
dæmi litið þannig út að af 8 milj-
ónum Svía hefði meðaltalsrýrn-
unin á velferðarstuðlinum verið
600 krónur á hvern móttakanda/
gefanda og væri þá heildartapið
um 4,8 miljarðar króna. Við
þetta bætist svo það einstaklings-
bundna tap sem verður hjá þeim
mörgu sem eru svo ólánsamir að
gefa fyrir meira en þeir þiggja.
Tillaga norska prófessorsins er
sú, að jólagjafirnar verðí fram-
vegis í formi innpakkaðra ávís-
ana, þar sem þess sé vandlega
gætt að enginn gefi frá sér hærri
upphæð en hann tekur við.
Gloppa í kerfinu
En Dagens Nyheter bendir á
að jólagjafasiðurinn hafi fleiri
vankanta frá sjónarhóli sænska
velferðarríkisins. Eigi þetta sér-
staklega við um dreifinguna og þá
án tillits til hugsanlegs innihalds
jólagjafanna. Bendir blaðið á að
sænska ríkisþingið hafi með
lögum og reglugerðum tryggt
réttláta dreifingu hinna efnislegu
gæða á sem flestum sviðum, en
hinsvegar fari dreifing jólagjaf-
anna fram hömlulaust og án hins
minnsta eftirlits opinberra aðila.
Segir greinarhöfundur að með
eftirlitslausu jólagjafaflóði hafi
skapast gloppa í kerfinu sem
skapi möguleika einstaklinganna
á að grafa undan því dreifingar-
mynstri sem sænska þingið hafi
byggt upp í samræmi við hinar
pólitísku þarfir. Þannig hafi ríkis-
valdið gjörsamlega misst stjórri-
ina á dreifingu hinna efnislegu
gæða íþjóðfélaginu. Bendirblað-
ið á nauðsyn þess að sænska
kjararannsóknanefndin taki jóla-
pakkadæmið inn í útreikninga
sína vilji hún að niðurstöður
hennar séu teknar með alvöru.
Þá bendir blaðið á það sem verð-
ugt verkefni fyrir sænsku félags-
málastjórnina og neytendasam-
tökin að fastsetja ákveðna jóla-
gjafastaðla eftir fjölskyldustærð.
Gæti það orðið fyrsta skrefið í þá
átt að hindra að jólagjafasiðurinn
stjórnist alfarið af einstaklings-
bundnum duttlungum, heldur
verði meira tillit tekið til hinna
félagslegu heildarhagsntuna með
velferð heildarinnar fyrir augum.
Vandamálið sé einungis í því
fólgið að koma á virku eftirliti
með því að hinum lögboðnu jóla-
gjafastöðlum sé fylgt eftir í raun.,
Segir blaðið að þetta mætti til
dæmis leysa með sérstökum jólá-
gjafaskatti, enda séu jólagjafirn-
ar vannýtur skattstofn sem gæti
hæglega staðið undir þeim ríkis-
stofnunum sem koma þyrfti á fót í
umræddum tilgangi. Áuk þess
gæti Dreifingareftirlit jólagjafa
skapað umtalsverða atvinnu og
þar með nýjar skatttekjur fyrir
þjóðfélagið í heild.
Jólasveinar
í kreppu
í framhaldi af þessum tíma-
bæru áhyggjum nágranna okkar
og frænda af eftirköstum jólanna
má bæta því við að breska blaðið
The Guardian flytur nú um ára-
mótin þær fréttir frá Bandaríkj-
unum að alvarlegt ástand hafi
skapast í atvinnumálum jóla-
sveina þar í landi, sem bætist ofan
á þær miklu vetrarhörkur sem
ríkt hafa í Bandaríkjunum yfir
jólin. Hefur blaðið það eftir tals-
manni Sears Roebuck-verslana-
hringsins að Sánkti Kláus - eins
og jólasveinninn heitir upp á am-
erísku - hafi ekki sömu efnahags-
legu þýðingu og áður, og séu jóla-
sveinarnir í raun hættir að hafa
jákvæð áhrif á gróðahlutfallið í
versluninni. Segir talsmaður
þessarar stærstu verslanakeðju
Bandaríkjanna að Sears hafi und-
anfarin ár haft um 400 jólasveina
í sinni þjónustu í desember, en
með sérstökum hagræðingarráð-
stöfunum þetta árið hafi þeim
verið fækkað niður í 35. Kemur
hér berlega í ljós hvernig hagræð-
ingarráðstafanir í kapítalisman-
um bitna ávallt á þeim sem
minnst mega sín. í greininni íThe
Guardian kemur fram að jóla-
sveinunum hafi m.a. verið sagt
upp störfum til þess að skapa
pláss í verslununum fyrir vinsæl-
ustu jólagjafirnar í Bandaríkjun-
um í ár, sem voru „kálhöfuðs-
brúður", heimilistölvur, leður-
brækur og sérstakt sælkera-
hundakex á $10 handa heimilis-
hundinum. Var eftirspurn eftir
jólagjöfum þessum óvenjumikil
þetta árið.
Fátækrahjálpin
Af fréttinni í The Guardian má
ráða að stjórnvöld í Bandaríkjun-
um hafa verið fljótari en sænskir
jafnaðarmenn að átta sig á þeirri
slagsíðu sem hinar hömlulausu
jólagjafir hafa á velferðarkerfið.
Segir blaðið þá sögu að Edwin
nokkur Meese, náinn ráðgjafi
Reagans í Hvíta húsinu, hafi af
gáleysi lýst því yfir skömmu fyrir
jólin að ekki væri til nein fátækt í
Bandaríkjunum, þar sem hún
kæmi hvergi fram í opinberum
skýrslum svo sannanlegt væri.
Þetta varð til þess að starfsfólk í
súpugjafaeldhúsum víðsvegar
um Bandaríkin tók sig saman og
heimsótti Meese þennan í Hvíta
húsið. Var hann leiddur út á
Lafayette-torg, spottakorn frá
Hvíta húsinu, þar sem flækingar
og utangarðsmenn lágu hver um
annan þveran heimilislausir og
matarlausir í vetrarkuldanum.
Eftir heimsóknina á torgið hélt
Meese blaðamannafund þar sem
hann lýsti því yfir að þrátt fyrir
allar opinberar skýrslur væru
engu að síður til fátækir í Banda-
ríkjunum. Og það sem meira var:
Hvíta húsið ákvað að gefa þegar í
stað 44 miljónir dollara í matar-
gjafir handa fátæklingum fyrir
jólin. Á blaðamannafundinum
sagðist herra Meese liafa lagt
nokkra stund á sögulegar og
efnahagslegar jólarannsóknir
undanfarið og komist að þeirri
niðurstöðu að ímynd hins gjaf-
milda fóstra hafi ekki hlotið sama
sess í fjölmiðlum fyrir þessi jól og
oft áður.
íslenskt fordæmi
I lok þessarar samantektar um
eftirhreytur jólanna verður ekki
hjá því komist að minnast hinna
snjöllu lausnar íslenskra
stjórnvalda á jólagjafadæminu,
sem er að vísu dæmigerð sérís-
lensk skammtímalausn, en þó
engu að síður snjöll að því leyti að
hún leysir þau efnahagslegu og
félagslegu vandantál jólahaldsins
sem hér hafa verið rakin svo að
segja með einu pennastriki. Hér
er auðvitað átt við kreditkortin,
og er nú aðeins eftir að vita
hversu lengi blekið endist í penna
fjármálaráðherrans íslenska.
Væri betur að ráðamenn meðal
stærri þjóða tækju sér snjallræði
hans frekar til fyrirmyndar eins
og hann benti reyndar á sjálfur í
nýlegu viðtali við erlent stórblað.
ólg tók saman.