Þjóðviljinn - 04.01.1984, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1984
Móðir okkar fósturjörðin kallar! Sovétríkin 1941. Hetjudýrkun kemur víða fram í Ryðjið brautina! Kaupið hlutabréf í fjórða frelsisláninu. Bandaríkin 1914-18.
sovéskri myndlist og áróðri, og var sérstaklega lögð áhersla á kvenhetjuna í stríði
og framleiðslu.
Um konur í auglýsingum í 100 ár
Ein af grundvallarreglum
auglýsingatækninnar er sú, aö
til þess að ná til ákveðinna ein-
staklinga með einhvern boð-
skap er áhrifaríkt að birta mynd
sem viðtakandinn getur séð
sjálfan sig í með einhverju móti.
Vandinn við að gera auglýsingu
sem hittir í mark er því í því fólg-
inn meðal annars að ná fram
ímynd þeirrar manngerðar sem
höfða á til. Einmitt vegna þessa
verða auglýsingar og plaköt svo
merkar og lýsandi sögulegar
heimildir og raun ber vitni. Þau
segja okkur oft meira um viðhorf
og sjálfsskilning stórra þjóðfél-
agshópa á ákveðnum tímum en
langar og flóknar félagslegar og
sögulegar rannsóknir. Hafi vel til
tekist þá hitta slíkar myndir enn-
þá í mark, löngu eftir að þær
hafa glatað áróðursgildi sínu:
þær hitta í mark sem ómetan-
legar sögulegar heimildir um
gömul viðhorf, fordóma og hug-
arástand, sem fróðlegt er að
horfa í eins og spegil. Því sagan
er sá spegill sem maðurinn
verður að horfast í augu við til
þess að þekkja sjálfan sig.
Nýlega barst okkur á Þjóðvilj-
anum í hendur bók, sem jafn-
framt er sýningarskrá fyrir sýn-
ingu sem haldin var í Feneyjum
fyrir 5 árum, þar sem sýndar
voru auglýsingar og veggmyndir
síðustu 100 ára þar sem sér-
staklega var höfðað til kvenna í
pólitískum tilgangi. Til fróðleiks
birtum við hér nokkrar myndir úr
bókinni þar sem höfðað er til
kvenna af ýmsu tilefni. Ástæðan
fyrir því að myndir þessar eru
svo lýsandi og áhrifamiklar enn í
dag er kannski sú að í fáum efn-
um hefur þrátt fyrir allt orðið
meiri breyting á síðustu hundrað
árum í okkar þjóðfélagi en ein-
mitt í sjálfskilningi kvenna og
viðhorfi samfélagsins til þeirra.
Jafnréttisbarátta kvenna hefur
skilað árangri. En þau úreltu við-
horf sem fram koma í mörgum
þessara mynda voru eitt sinn
góð og gild hjá stórum hópum
karla og kvenna. Og enn mun
langt í land að vitundin og
skilningurinn á jafnrétti kynjanna
sé orðinn rótgróinn í þjóðfé-
laginu. Sjálfsímynd mannsins
tekur stöðugum breytingum og
efalaust eiga veggmyndir nútím-
ans eftir að þykja skemmtilegir
safngripir þegar frammí sækir.
Myndimar sem hér eru valdar
tengjast konunni sem móður og
hjarta fjölskyldunnar, konunni
og stríðinu og konunni og
jafnréttisbaráttunni. -ólg.
Frelsum suðrið, verjum norðrið og sameinum þjóðina. Berjumst fyrir frelsun lands-
ins og sköpum hinn nýja mann. Víetnam 1970.