Þjóðviljinn - 04.01.1984, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1984
Skyldi Þórður Skúlason vera að skyggnast eftir rækjubátunum þar sem Raufarhöfn, þar sem Fjórðungsþingið var haldið.
hann stendur á hafnargarðinum á Hvammstanga?
Pórður Skúlason á Fjórðungsþingi Norðlendinga
„Brýn nauðsyn
á mótun nýrrar
by ggðastefnu4 4
Á þingi Fjóröungssambands
Norðlendinga, sem haldið
vará Raufarhöfn í haust, var
megin dagskrárliðurinn
„Breytt staða landsbyggðar
og búseturöskun". Þórður
Skúlason, sveitarstjóri á
Hvammstanga og formaður
Fjórðungssambandsins,
haf ði f ramsögu fyrir ályktun
Fjórðungsráðs um þessi
mál. Þykir rétt aö rifja hér upp
nokkra þætti úr ræðu Þórðar.
Er ekki síst ástæða til þess
nú, þegar að kreppir meö at-
vinnu víðsvegar um land og
horfur á aö svo verði í vax-
andi mæli á næstunni.
Búsetuþróun
Þórður benti á, að á yfirstand-
andi öld hafi íbúahlutfall Norður-
lands lækkað úr 26% í 16% nú og
er þar um 40% lægra íbúahlutfall
en um síðustu aldamót-
Síðan sagði Þórður:
Á áratugnum milli 1960-1970 var
byggðaþróun mjög óhagstæð, sér-
staklega á Norðurlandi vestra, en
þar fækkaði fólki verulega á þess-
um árum. íbúum Reykjavíkur og
Reykjaness fjölgaði hins vegar
40% meira en landsmeðaltali nam
á þessu tímabili.
Og ennfremur:
Þegar kemur fram á áratuginn
milli 1970-1980 gerist byggðaþró-
unin mun hagstæðari. Á fyrrihluta
áratugarins dró verulega úr fjölgun
á höfuðborgarsvæðinu og á því
tímabili varð hún ekki nema 20%
meiri en landsmeðaltal og síðari
hluta tímabilsins var íbúafjölgun
þar minni en sem nam landsmeð-
altalinu. Fólksfjölgunin hafði færst
út á landsbyggðina.
Þá bendir Þórður á að með ní-
unda áratugnum hafi orðið um-
skipti og segir:
Strax á árinu 1981 sáust merki
þess að hin tiltölulega hagstæða
byggðaþróun áratugarins á undan
væri að snúast við. í skýrslum
Fjórðungssambandsins kemur
fram að íbúatilfærsla á árunum
1981 og 1982 er svipuð og hún var á
árunum 1965-1970 þegar byggða-
þróun var hvað óhagstæðust fyrir
landsbyggðina. Þetta sýnir glögg-
lega að nú er að rísa ný alda byggð-
aröskunar, engu minni þeirri er
hæst reis fyrir 1970, verði ekki
brugðist hart við og gripið til
gagnráðstafana.
Atvinnumöguleikar
og búsetuþróun
Þórður bendir á að til þess að
ráðstafanir til úrbóta komi að full-
um notum þurfi að átta sig á orsök-
um vandamálsins og segir:
Jákvæð búsetuþróun getur ekki
átt sér stað nema næg atvinna sé
fyrir hendi. Fjölbreytni atvinnu-
tækifæra og þjónusta eru líka af-
gerandi atriði varðandi búsetuþró-
un.
Ástæður til óhagstæðrar búsetu-
þróunar á síðari hluta áttunda ára-
tugarins telur Þórður vera þessar:
Seinni hluta áratugarins 1970-
1980 var búsetuþróun landsbyggð-
inni hagstæð. Áuðvitað var það
engin tilviljun því með ákveðnum
stjórnvaldsaðgerðum í upphafi
áratugarins m.a. með stofnun
Byggðasjóðs var hafin markviss
uppbygging atvinnulífs út um land
til sjávar og sveita. Sérstaklega var
tilkoma skuttogaranna og upp-
bygging fiskvinnslunnar á útgerð-
arstöðunum til þess að atvinna
varð þar jafnari og stöðugri en
áður. í kjölfar útfærslu landhelg-
innar voru aflabrögð yfirleitt góð á
þessu tímabili, framleiðsla sjávara-
furða jókst og bygginga- og þjón-
ustuiðnaður efldist. Þetta leiddi til
minnkandi forskots höfuðborgar-
svæðisins og Reykjaness á íbúaþró-
unina og sýndi að fólk vill ekki
síður búa úti á landi en þar, ef at-
Ólafsfjörður í vetrarklæðum.
vinnuframboð og aðrar aðstæður
eru fyrir hendi.
Þórður bendir á að atvinnuupp-
byggingin hafi ekki reynst lands-
byggðinni nógu hagstæð þar sem
uppbygging þjónustustarfsemi
fylgdi ekki í kjölfarið og segir:
Urvinnslu- og þjónustugreinarn-
ar héldu áfram að þenjast út á höf-
uðborgarsvæðinu og munar þar
auðvitað mest um ríkisstarfsemina
sem þar er staðsett að langsamlega
stærstum hluta.
Hvað veldur
nýrri búseturöskun?
Ástæðurnar eru vafalaust marg-
ar. Það sem fyrst blasir við er sam-
dráttur í fiskiveiðum og slæm
rekstrarskilyrði í sjávarútvegi,
skipulegur samdráttur í landbún-
aðarframleiðslu og sölutregða á
búvörum. Þarna hefur orðið veru-
leg breyting frá síðari hluta 8. ára-
tugarins en þá naut útfærslu lands-
helginnar og góðæris í landbúnaði.
Þórður vakti athygli á, að uppbygg-
ing félagslegrar þjónustu fyrir íbúa
landsbyggðarinnar hafi ekki nægi-
lega fylgt eftir uppbyggingunni í
suðvesturhorninu og segir:
Þjónusta sveitarfélaganna við
íbúa sína hefur líka sitt að segja í
sambandi við búsetuþróun. Þar
hafa stóru þéttbýlisstaðirnir á suð-
vesturhorni landsins algjöra yfir-
burði yfir litlu þéttbýlisstaðina hér
fyrir norðan, að ekki sé nú talað
um sveitirnar. Aðstaða til náms,
heilbrigðisþjónusta, umhverfis-
mál, varanlegar götur og gangstétt-
ir og sómasamlegt umhverfi er allt
með öðrum og betri brag á hinum
stærri stöðum. Síversnandi fjár-
hagsstaða sveitarfélaganna hefur
það í för með sér að hin minni
þeirra verða verr og verr í stakk
búin til að veita þá þjónustu sem
krafist er og unnt er að veita í stærri
sveitarfélögum.
Hár framleiðslukostnaður á
einnig vafalaust sinn þátt í búsetu-
röskuninni. Flutningsgjöld leggjast
á alla vöru, sem að mestu kemur
frá Reykjavík, ofan á verð til
neytenda þar, og þar ofan á kemur
svo söluskatturinn. „Þó er hinn
gífurlegi mismunur á orkukostnaði
trúlega það misrétti, sem mestri
búseturöskun veldur og heitast
brennur á landsbyggðarfólkinu og
brýnast er að leiðrétta“.
Þórður telur það tvímælalaust að
nægt og fjölbreytt atvinnuval valdi
mestu um eðlilega búsetuþróun.
Nú um stundir leitar megin hluti
vinnuaflsins í úrvinnslu- og þjón-
ustugreinar, sem að mestu eru
staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.
Þrír af hverjum fjórum, sem koma
inn á vinnumarkaðinn í Reykjavík,
fara í þjónustugreinar. Munar þar
mest um störf hjá ríkinu því mann-
aflaaukning þess er þreföld á við
meðalvinnuaflsaukningu í landinu.
Um það segir Þórður:
Einn alvarlegasti hluturinn í bú-
seturöskun landsbyggðarinnar er
að hann er mestur í aldurshópnum
20-30 ára. Það er á þeim árum er
fólk stofnar heimili og fjárfestir og
velur sér dvalarstað, oftast til fram-
búðar. í því sambandi má minna á
að atvinnuframboð fyrir langskóla-
gengið fólk er ákaflega takmarkað
úti á landi. Ýmislegt bendir því til
að erfitt geti reynst að snúa þessari
búsetuþróun við, landsbyggðinni í
hag.
Ljóst er að þegar ný kosningalög
koma til framkvæmda breytist
hlutfall milli landshluta á Alþingi
með fjölgun þingmanna á Faxafló-
asvæðinu. Óttast margir að minnst
tillit verði þá tekið til félagslegra og
byggðarlegra markmiða, sem geta
haft úrslitaáhrif á búsetuþróunina.
Um það segir Þórður:
í því sambandi er full ástæða til
að minna á að það er fleira
mannréttindi í þessu landi en
jöfnun atkvæðisréttar og eðlilegt
að annar mannréttinda- og að-
stöðujöfnuður fylgi á eftir til handa
íbúum landsbyggðarinnar.
Næst vék Þórður að því að á tím-
um aðhalds-, sparnaðar- og sam-
dráttarstefnu, m.a. í opinberum
framkvæmdum, sem jafnframt er
brýnust þörf fyrir út um landið, eru
stórframkvæmdir fyrirhugaðar á
Faxaflóasvæðinu, bæði á vegum er-
lendra aðila og ríkisins, s.s.
olíuhöfn í Helguvík, flugstöð í
Keflavík og stækkun álversins. Þar
næst sagði Þórður:
Verði ekki gripið til viðeigandi
gagnráðstafana hér á þessu svæði
er viss hætta á að verulegt vinnuafl
sogist til suðvesturhorns landsins
og auki enn fremur og hraðar á
óhagstæða búsetuþróun. Samhliða
áformunum um stórframkvæmdir
á Faxaflóasvæðinu verður að efla
undirstöðuatvinnuvegina til lands
og sjávar á Norðurlandi og sjá til
þess að öflug þjónustustarfsemi
fylgi í kjölfarið. Sérstaka áherslu
ber að leggja á uppbyggingu iðnað-
ar en í því sambandi eru ýmsir
möguleikar á athugunar- og undir-
búningsstigi hér fyrir norðan sem
þurfa góðan stuðning og velvilja
stjórnvalda. Má t.d. nefna trjá-
kvoðuverksmiðju á Húsavík, og
steinullar- og vatnspökkunar-
verksmiðju á Sauðárkróki. Þá er
rétt að benda á að þó menn kunni
að hafa skiptar skoðanir á stóriðju,
og það af eðlilegum ástæðum og
heldur dapurri reynslu þá hefur
staðarval stóriðju veruleg áhrif á
búsetuþróun. Því þurfa menn að
gera sér glögga grein fyrir. Þess
vegna tel ég einhlítt að nú sé full
ástæða til að kanna hvort ekki sé
unnt að koma upp arðbærri stór-
iðju norðanlands. Auðvitað er
ekki nema hálfur sigur unninn með
byggingu Blönduvirkjunar ef ekki
tekst að nýta raforkuna hér fyrir
norðan og þá fyrst væri illa farið ef
orkan frá Blöndu yrði gefin útlend-
ingum fyrir sunnan.
Nauðsyn alhliða
byggðaþróunar
Því er ekki að leyna að pólitískir
hrossakaupmenn hafa komið hálf-
gerðu óorði á byggðastefnuna. Hitt
má þó ekki gleymast, að stofnun
Byggðasjóðs og byggðastefna 8.
áratugarins var sú framleiðslu-
stefna til lands og sjávar, sem sann-
aði í raun að þjóðin gat búið í landi
sfnu við innlenda atvinnuvegi og
lifað við góð lífskjör. „Því er“,
sagði Þórður, „nauðsynlegt að allir
geri sér glögga grein fyrir því, að
verði ekkert að gert í byggðamál-
um og uppbyggingu atvinnulífs úti
á landi, ásamt þjónustujöfnuði og
jöfnun framfærslukostnaðar, þá
stefnir í mjög alvarlega búsetuþró-
un. Veruleg hætta er á að sá
straumur fólks, sem nú þegar leitar
af landsbyggðinni, breytist í
hreinan fólksflótta til þéttbýlisins
við Faxaflóa. Því þarf nú sem allra
fyrst að hefjast handa við mótun
nýrrar byggðastefnu og veita lands-
byggðinni fjármagn og fyrir-
greiðslu til uppbyggingar nýrra at-
vinnufyrirtækja". - mhg.