Þjóðviljinn - 04.01.1984, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1984
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árshátíð og þorrablot
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn
28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til
að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu.
Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn
21. janúar nk.
Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá
ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í
síma 21264. Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalagið Grundarfirði
Opinn fundur
um sjávarútvegsmálin
Alþýðubandalagið í Grundarfirði boðar til fundar
um viðhorfin í sjávarútvegsmálum og kvótakerfið í
samkomuhúsinu í Grundarfirði
fimmtudagskvöldið 5. janúar næstkomandi kl.
20.30.
Framsögumaður Skúli Alexandersson alþingis-
maður. Fyrirspurnum svarað að aflokinni fram-
sögu.
Stjórn AB í Grundarfirði.
Æskulýðsfylking Alþyðubandalagsins
Ungt fólk í Kópavogi!
Jæja, nú kýlum við á að stofna eitt stykki Æskulýðsfylkingu AB. í
Kópavogskaupstað. Undirbúningsstofnsetningarmannfagnaðurinn
verður háður í Þinghól félagsmiðstöð AB. í Kópavogi mánudaginn 9.
janúar 1984. Félagsmiðstöðin er ítölusettu húsi nr. 11 við Hamraborg.
Fundurinn hefst kl. 20.30 að staðartíma. - Hópnefndarráð.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stundatöflur nemenda í dagskóla veröa af-
hentar hjá umsjónarkennurum mánudaginn 9.
janúar kl. 8.30 gegn greiðslu 700 króna
innritunargjalds. Kennsla hefst sama dag kl.
12.10.
Kennsla í Öldungadeild hefst 9. janúar skv.
stundaskrá. Innritun í deildina veröur 5. og 6.
janúar kl. 15-18.
Kennarafundur veröur 5. janúar kl. 13.
Bóksala nemenda veröur opin kl. 9-12 mánu-
daginn 9. janúar.
Rektor
Skúli
jfc Auglýsing
Jfff til skattgreiðenda
Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru
gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju
þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúar og júlí.
Dráttarvexti skal greiða af gjaldfallinni skuld sé skattur
ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga. Gilda
sömu reglur um greiðslu annarra þinggjalda.
Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki verið
unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjald-
enda um hver mánaðamót. Hefur því í framkvæmd
verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr.
auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Drátt-
arvextir hafa því í reynd verið reiknaðir 10 dögum
seinna en lög kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta
þennan frest eins og kostur er. Geta gjaldendur því
framvegis búist við að dráttarvextir verði reiknaðir
þegar eftir að mánuður er liðinn frá gjalddaga.
Þá er sérstök athygli vakin á því að launagreiðendum
ber að skila því fé sem haldið er eftir af kaupi launþega
innan sex daga frá útborgunardegi launa.
Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983.
blaðið
sem vitnað er i
___— -
Síminn er
Er ekki tilvalid
að gerast áskrifandi?
81333
Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þóra
Friðriksdóttir og Bessi Bjarnason í Skvaldri sem nú verður á miðnætursýningum í Þjóðleikhúsinu.
„Skvaldur64 sýnt fyrir nátt-
hrafna á miðnætur-
sýningum í Þjóðleikhúsinu
Sýningar á „Skvaldri“ í Þjóðleik-
húsinu eru nú að hefjast eftir ára-
mótin og verður efnt til nokkurra
miðnætursýninga á þessum vinsæla
gamanleik. Þetta er að sögn for-
svarsmanna Þjóðleikhússins gert
til þess að koma til móts við hina
fjölmörgu nátthrafna, sem
reynslan sýnir að vilja gjarnan fara
í leikhúsið og skemmta sér, þegar
þeir ættu með réttu að vera farnir
að sofa. Fyrsta miðnætursýningin á
„Skvaldri" verðurn.k. laugardags-
kvöld, 7. janúar, klukkan hálf tólf.
„Noises Off“ eða Skvaldur eftir
Michael Frayn var árið 1982 valinn
besti gamanleikur í Bretlandi og
hefur síðan farið sigurför um lönd
og álfur. í Þjóðleikhúsinu hefur
„Skvaldur" verið sýnt við miklar
vinsældir í allt haust og lítið lát á
aðsókn. Leikstjóri er Jill Brook
Árnason, en leikendur: Gunnar
Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir,
Sigriður Þorvaldsdóttir, Bessi
Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Sig-
urður Sigurjónsson, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sig-
urðsson. -ekh
Nám í Frakklandi
Umsóknir fyrir 26. janúar
Franska sendiráðið bendir þeim
nemendum sem óska eftir að
innrita sig í franskan háskóla (í
hvaða grein sem er) haustið 1984
að þeir verða að koma til að fá
forinnritunareyðublöð fyrir mánu-
daginn 16. janúar, í síðasta lagi.
Eyðublöðin á aftur að koma með
útfyllt og fullfrágengin eins og vera
ber, fyrir 26. janúar, í síðasta lagi.
Krafist er hæfnisprófs í tungu-
málinu af öllum erlendum-
nemendum sem vilja innrita sig í
franskan háskóla og mun það
verða haldið í Reykjavík, þriðju-
daginn 14. febrúar 1984. Það ersíð-
an í maímánuði sem háskólarnir,
sem valdir eru, kunngera nemend-
um svör sín.
Þetta á þó ekki við um þá sem
vilja fara til að læra frönsku eða
fullkomna sig í þeirri tungu í
deildum fyrir útlendinga í einhverj-
um þeirra 30 háskóla, sem bjóða
upp á þessa sérstöku kennslu.
Menningardeild franska sendi-
ráðsins (Túngötu 22, sími: 17621
eða 17622 / opnunartími 9-12 og
13.30-16.30) er reiðubúin að veita
þeim nemendum sem vilja halda
námi sínu áfram í Frakklandi upp-
lýsingar og ráðleggingar í þeim efn-
um.
I þjálfun til
Frakklands
Skíðadeild KR hefur sent ungan
skíðaþjálfara, Kára Elíasson, á 4
vikna námskeið í boði Sambands-
ins, franska viðskiptaráðuneytisins
og fyrirtækisins Trappeur. Nám-
skeiðið hefst 9. þessa mánaðar í
Chamonix, og verður kennt í
frönsku Ölpunum m.a. á frægum
skíðastöðum svo sem Les Arcs, La
Plagne og Les 3 Valles. Auk skíða-
iðkunar er þátttakendum boðið að
skoða verksmiðjur margra virtra
skíðavöruframleiðenda, og hlýða á
fvrirlestra um skíðaíþróttina.
Ástæðan fyrir þessu boði er stór-
aukin sala á Trappeur skíðaskóm
til íslands,
Philippe Moreau verslunarfulltrúi franska sendiráðsins afhendir Kára
Elíassyni farseðilinn til Frakklands. Með á myndinni er Guðjón Sigurðs-
son deildarstjóri Búsáhaldadeildar Sambandsins.
Námskeið fyrir dönskukennara
Námskeið fyrir dönskukennara cand.mag., sem kunn er fyrir gerð Fjallað verður um notkun
verðurhaldið Norræna húsinu kennslubóka í dönsku fyrir útlend- hljómbanda, myndbanda, mynd-
föstudaginn 6. og laugardaginn 7. inga; enn fremur verður Hanne máls og söngtexta í tungumála-
janúar nk. og stendur frá kl. 9 - 17 Marie Winkel, kennari frá Kaup- kennslu. Námskeiðið er opið öllum
báða daga. Fyrirlesari og stjórn- mannahöfn, leiðbeinandi á nám- dönskukennurum á grunnskóla- og
andi verður Merete Biprn, skeiðinu. framhaldsskólastigi.