Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Styrkur borgarinnar til Alþýðuleikhússins:
Attum ekkí von
á þessari lækkun
segir Tinna
Gunnlaugsdóttir
Alþýðuleikhúsið varð illa úti í
styrkveitingu borgarinnar. „Við
vonuðumst eftir meiri fyrir-
greiðslu, en verðum að sætta okkur
við þetta vegna lítillar starfsemi
síðast liðið ár“, sagði Tinna
Gunnlaugsdóttir leikari í samtali
sem Þjóðviljinn átti við hana í gær.
Eftir að hafa sent inn bréf og farið á
fund borgarstjóra átti Alþýðu-
leikhúsfólk von á að styrkveiting til
þess stæði í stað. Svo varð þó ekki,
því í fyrra fékk Alþýðuleikhúsið
140 þúsund en aðeins 80 þúsund í
ár.
Tinna sagði ennfremur að öflug
starfsemi væri framundan þrátt
fyrir litla fyrirgreiðslu borgarinnar.
Stefnt er að því að geta sýnt fram á,
að Alþýðuleikhúsið eigi betra
skilið næsta ár.
Alþýðuleikhúsið hefur verið í
miklum húsnæðisvandræðum síð-
an Hafnarbíó var rifið. „Engin að-
staða er í húsnæði í eigu borgarinn-
ar fyrir leiksýningar okkar. En
leikfélög úti á landsbyggðinni geta
oft fengið ódýrt húsnæði í eigu síns
bæjarfélags á léigu,“ sagði Tinna
og benti jafnframt á að þau voru á
ýmsum stöðum í bænum með sínar
sýningar.
Starfsemi Alþýðuleikhússins er í
mikilli uppsiglingu nú sem stendur:
„Kaffitár og frelsi" eftir Fassbind-
er, er sýnt á Kjarvalsstöðum um
þessar mundir og var uppselt á síð-
ustu sýningu þar. Ný leikgerð Þór-
unnar Sigurðardóttur „Eldurinn"
var frumsýnd á Kirkjubæjar-
klaustri um áramótin. Leikrit Ein-
ars Pálssonar „Brunnir Kolskógar“
er fyrirmynd þessa verks, sem fjall-
ar um Skaftárelda. Farið verður
með þetta verk í skólana og víðar.
Tveir einþáttungar verða frum-
sýndir þann 19. janúar. Þeir eru
eftir David Mamet og hafa fengið
heitið „Andardráttur". Sýningar
verða í Ráðstefnusal Hótels Loft-
leiða.
„Viss ótti er við að fara út fyrir
miðbæjarkjarnann með sýningar,
því reynslan hefur sýnt að slíkt þýði
minni aðsókn. En við ætlum að
“reyna þetta því salurinn er virki-
ega skemmtilegur“, sagði Tinna.
Að lokum sagði hún að framtíðar-
vonir Alþýðuleikhússins væru
bundnar við Iðnó. Þegar Leikfélag
Reykjavíkur kemst í Borgar-
leikhúsið losnar það húsnæði, sem
reyndar er ekki í eigu borgarinnar,
en á sér hefð í sögu leiklistarinnar.
-jP
Dagana 21. og 22. janúar nk.
Ráðstefna um
sjávarútvegsmál
Tinna Gunnlaugsdóttir: „Látum ekki deigan síga“.
á vegum AB
Dagana 21. og 22. janúar nk.
mun Alþýðubandalagið gangast
fyrir ráðstefnu um sjávarút-
vegsmál að Hverfisgötu 105. Að
sögn Baldurs Óskarssonar fram-
kvæmdastjóra flokksins er ráð-
stefnan haldin samkvæmt ákvörð-
un Landsfundar með hliðsjón af
mikilvægi sjávarútvegsins í íslensk-
um þjóðarbúskap og einnig með til-
liti til þeirra aðstæðna sem hafa
verið að skapast í atvinnugreininni
að undanförnu.
Ráðstefnan hefst laugardaginn
21. janúar með ávarpi Svavars
Gestssonar formanns Alþýðu-
bandalagsins en síðan hefjast er-
indi um eftirtalda málaflokka.
Jóhann Antonsson útgerðar-
maður á Dalvík mun ræða um
eignarhald og skipulag í sjávarút-
vegi. Kristján Ásgeirsson og Helgi
Kristjánsson á Húsavík munu ræða
um rekstrargrundvöll sjávarút-
vegsins og framtíðarhorfur. Engil-
bert Guðmundsson Akranesi fjall-
ar um stjórnun fiskveiða. Margrét
Frímannsdóttir og Þorbjörg Samú-
elsdóttir ræða um kjör verkafólks í
sjávarútvegi og Björn Arnórsson
mun spjalla urn fjárfestingar og
arðsemi í greininni. Þá mun Lúðvík
Jósepsson Neskaupstað halda er-
indi um stöðu sjávarútvegsins í
þjóðarbúinu og horfur á árinu
1984.
Jóhann J.E. Kúld mun flytja
sérstakt ávarp á þessari ráðstefnu
AB um sjávarútvegsmál en hann er
löngu þjóðkunnur fyrir m.a. skrif
sín í Þjóðviljanum um þennan
mikilvæga atvinnuveg, sagði Bald-
ur ennfremur.
Ráðstefnustjórar verða þeir
Brynjólfur Oddsson skipstjóri á
Dalvík og Skúli Alexandersson al-
þingismaður Hellissandi. Við von-
umst til að sem allra flestir sæki
þessa þýðingarmiklu ráðstefnu og
tilkynni þátttöku sína sem allra
fyrst til skrifstofu flokksins í
Reykjavík, sagði Baldur Óskars-
son að lokum. I undirbúningsnefnd
fyrir ráðstefnuna voru þau Margrét
Frímannsdóttir, Engilbert Guð-
mundsdóttir og Steingrímur J. Sig-
fússon.
—v.
Rautt þríhyrnt merki
á lyfjaumbúðum
táknar að notkun lyfsins dregur
úr hæfni manna í umferðinni
AUKIN ÞJONUSEÁ
Alþýðubankinn opnar í dag gjaldeyrisafgreiðslu, sem annast al-
menna þjónustu á sviði erlendra viðskipta. Við bjóðum velkomna
ferðamenn, námsmenn og aðra þá sem vilja kaupa eða selja
erlendan gjaldeyri, eða stofna innlendan gjaldeyrisreikning.
VISA greiðslukort
til notkunar innanlands
og erlendis
Við gerum vel við okkar fólk
Alþýðubankinn hf.
Laugavegi31 sími 28700 Útibú Suðurlandsbraut 30 sími 82911
IBM gefur KHI
IBM-fyrirtækið á íslandi hefur
fært Kennaraháskóla íslands að
gjöf 5 tölvur af gerðinni IBM
Personal Computer, ásamt ýmsum
tilheyrandi vél- og hugbúnaði.
Verðmæti gjafarinnar er 1.300 þús-
und krónur.
Forstjóri fyrirtækisins, Gunnar
M. Hansson, kom í heimsókn í
Kennaraháskólann nú um ára-
mótin og afhenti rektor skólans
formlega bréf þar sem frá þessu er
greint. í gjafabréfinu segir m.a.:
„Tölvurnar verði notaðar til þeirra
kennslu- og þróunarverkefna sem
Kennaraháskólinn telur réttast og
hagkvæmast á hverjum tíma“. I
bréfinu er ennfremur tekið fram að
gjöfin sé afhent skilyrðis- og
kvaðalaust af hálfu IBM.
Rektor þakkaði að lokum fyrir
hönd Kennaraskólans gefendum
hina rausnarlegu gjöf, sem hann
kvað koma á heppilegum tíma.