Þjóðviljinn - 10.01.1984, Síða 5
Þriðjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN. - SÍÐA 5
Nú er að hefjast námskeið í Reykjavík um Færeyjar en síðar í mánuðinum
verður opnuð sérstök sýning um Færeyjar í Norræna húsinu.
Færeyjar
í dag
Námsflokkar Reykjavíkur, Nor-
ræna félagið, Norræna húsið og
Færeyingafélagið munu gangast
fyrir námskeiði um Færeyjar og
byrjar það í janúar og stendur til 4.
maí í vor. Leiðbeinandi verður
Jónfinn Joensen kennari. Nám-
skeiðið verður í Norræna húsinu á
þriðjudagskvöldum kl. 20.30. 15
manns komast að á námskeiðið.
Fjallað verður um sögu og
tungu, staðhætti og náttúru, fær-
eyska atvinnusögu og samband við
ísland, en höfuðáherslan verður
iögð á færeyska menningu og fær-
eyskt þjóðfélag í dag.
Færeyjakynningin verður opnuð
laugardaginn 21. jan. kl. 15 í fund-
arsal Norræna hússins. ER-
LENDUR PATURSSON lög-
þingsmaður heldur fyrirlestur um
samband Færeyja og íslands.
f tengslum við námskeiðið verða
kynningar fyrir almenning á bók-
menntum, kvikmyndum, fær-
eyskum dansi og Heri Joensen
cand. theol. heldur fyrirlestur um
sögu Færeyinga.
Þátttöku skal tilkynna skrifstofu
Norræna hússins, sími 17030. Þátt-
tökugjald verður 900 kr.
Nýtt loðnuverð
Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút-
vegsins hefur ákveðið að lágmarks-
verð á loðnu til bræðslu frá 2. janú-
ar til loka vetrarvertíðar verði kr.
900 á hvert tonn.
Verðið er miðað við 8% fituinni-
hald og 16% fitufrítt þurrefni.
Verðið breytist um kr. 77.00 til
hækkunar eða lækkunar fyrir hvert
1%, sem fituinnihald breytist frá
viðmiðun og hlutfallslega fyrir
hvert 0.1%. Fitufrádráttur
reiknast þó ekki, þegar fituinni-
hald fer niður fyrir 3%. Verðið
breytist urn kr. 82.00 til hækkunar
eða lækknar fyrir hvert 1%, sem
þurrefnismagn breytist frá viðmið-
un og hlutfallslega fyrir hvert
0.1%. Ennfremur greiði kaupend-
ur 2 krónur fyrir hvert tonn til
Loðnunefndar.
Fituinnihald og fitufrítt þurrefn-
ismagn hvers loðnufarms skal ák-
varðað af Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem
tekin skulu sameiginlega af fulltrúa
veiðiskips og fulltrúa verksmiðju í
samráði við Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins.
Verðið er miðað við loðnuna
komna í löndunartæki verksmiðju.
Lágmarksverð á úrgangsloðnu
til bræðslu frá frystihúsum skal
vera kr. 97.00 lægra fyrir hvert
tonn en að ofan greinir og ákvarð-
ast á sama hátt fyrir hvern farm
samkvæmt teknum sýnum úr veiði-
skipi.
Verðið er uppsegjanlegt frá 1.
febrúar 1984.
Tillagan var samþykkt með at-
kvæðum oddamanns ög fulltrúa
seljenda. Fulltrúar kaupenda mót-
mæltu verðákvörðuninni.
í yfirnefndinni áttu sæti: Bolli
Þór Bollason, sem var oddamaður
nefndarinnar, Ágúst Einarsson og
Ingólfur Stefánsson voru fulltrúar
seljenda og fulltrúar kaupenda
voru Guðmundur Kr. Jónsson og
Jón Reynir Magnússon.
Lausaskuld-
ír bænda
Margir bænda eiga í verulegum
fjárhagsþrengingum vegna lausa-
skulda. Unnið er nú að því að
breyta þeitn ■ föst lán. Þessi skulda-
mál voru til umræðu á nýaf-
stöðnum kaupfélagsstjórafundi og
var þar samþykkt cftirfarandi á-
lyktun frá kaupfélagsstjórunum
Olafi Friðrikssyni á Sauðárkróki
og Ólafi Sverrissyni í Borgarnesi:
„Fundurinn... lýsir stuðningi
sínum við þá fyrirætlun landbúnað-
arráðherra og stjórnvalda að
breyta lausaskuldum bænda í föst
lán.
Fundurinn minnir þó á, að enn
eru margar miljónir bundnar í
lausaskuldabréfum í eigu kaupfé-
laganna frá síðustu breytingu.
Þessvegna telur fundurinn að fors-
enda þess að félögin geti tekið við
lausaskuldabréfum bænda sé sú, að
þau geti selt bréfin, t.d. til Seðla-
banka íslands, svipað því og gert
var um lausaskuldabreytingu út-
gerðarinnar fyrr á þessu ári“.
- mhg.
Dregid
fímmtu-
dagirni
Umboðsmenn í
Reykjayik og
nágrenni
Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130
Umboðið Grettisgötu 26, sími 13665
Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 16814
Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632
Verslunin Straumnes,
Vesturbergi 76, sími 72800
Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 25966
SIBS-deildin Reykjalundi, Mosfellssveit
Borgarbúðin, Hófgerði 30,
Kópavogi, sími 40180
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18,
Garðabæ, sími 42720
Vilborg Sigurjónsdóttir, c/o Bókabúð
Olivers Steins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, sími 50045
Lilja Sörladóttir, Túngötu 13,
Bessastaðahreppi, sími 54163
Happdrætti SIBS i