Þjóðviljinn - 10.01.1984, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Þriðjudagur 10. janúar 1984
Starf forstjóra
Norræna hússins
í Reykjavík
Hér með er auglýst laust til umsóknar starf
forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, og
verður staðan veitt frá 1. nóvember 1984 til
fjögurra ára.
Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu
daglegri starfsemi Norræna hússins, en hlut-
verk þess er að stuðla að menningartengsl-
um milli íslands og annarra Norðurlanda
með því að efla og glæða áhuga íslendinga á
norrænum málefnum og einnig að beina ís-
lenskum menningarstraumum til norrænu
bræðraþjóðanna.
Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að fjögurra
ára leyfi frá störfum til að taka að sér stöður
við norrænar stofnanir og geta talið sér
starfstímann til jafns við starf unnið í heima-
landinu.
Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara
samkomulagi. Frítt húsnæði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guð-
laugur Þorvaldsson, stjórnarformaður NH,
(s. 25644) og Ann Sandelin, Norræna húsinu
(s. 17030).
Umsóknir stílaðar til stjórnar Norræna húss-
ins, sendist:
Nordis.ka Ministerrádet,
Kultursekretariatet,
Snaregade 10, DK-1205 Kobenhavn K.
Skulu þær hafa borist eigi síðar en 15. febr.
1984.
Norræna húsiö er ein meðal 40 samnorrænna fasta-
stofnana og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni
sameiginlegu norrænu menningarfjárhagsáætlun.
Ráðherranefnd Norðurlanda, þar sem menningar- og
menntamálaráðherrarnir eiga sæti, fer með æðsta
ákvörðunarvald í hinni norrænu samvinnu um menn-
ingarmál.
Framkvæmdir annast Menningarmálaskrifstofa ráð-
herranefndarinnar í Kaupmannahöfn.
Styrkir
til Noregsfarar
Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1984.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda Is-
lendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður-
kenndum félögum, samtökum, og skipulögðum hópum ferðastyrki
til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í
mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða
grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum
mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal
úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk-
hæfir af öðrum aðilum".
( skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita
styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir
beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla
framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður
farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1984.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
Vilborgar Björnsdóttur
Hallgerður Pálsdóttir
Halldór B. Stefánsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir
Ólafur Jónsson,
ritstjóri, Hagamel 27,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11. jan-
úar kl. 3.
Sigrún Steingrímsdóttir,
Jón Ólafsson,
Halldór Ólafsson,
Valgerður Ólafsdóttir,
Sólveig Jónsdóttir.
Eldsneytis-
birgðastöðin
í Helguvík:
Herstöðin á Keflavíkurflugvelli
gegnir ekki bara hlutverki fyrir
Nato, heldur þjónar hún einnig
undir Strategic Air Command, sem
er sá hluti bandaríska flughersins
sem stýrir langdrægum landeld-
flaugum og sprengjuflugvélum sem
bera kjarnorkuvopn.
Olíubirgðastöðin í Helguvík er
að hluta til ætluð til þess að þjóna
langdrægum sprengjuvélum
bandaríska flughersins um leið og
henni er ætlað að auka eldsneytis-
forða bandaríska flughersins úr 6 í
45 daga á stríðstímum.
Bandaríski herinn hefur uppi
áform um að byggja nýja stjórn-
stöð á Keflavíkurflugvelli þar sem
stjórnendur geta hafst við í 7 daga
án annars sambands við umheim-
inn en í gegnum talstöð, komi til
geislavirks úrfellis eða kjarnorku-
árásar.
íslenskir aðalverktakar eru þre-
falt dýrari í framkvæmdum sínum
á Keflavíkurflugvelli en hliðstæðir
verktakar í Bandaríkjunum.
Þetta voru nokkur þeirra atriða
sem fram komu í fréttaskýringa-
þætti sjónvarpsins, Kastljósi, síð-
astliðinn laugardag, þar sem Ög-
mundur Jónasson fréttamaður
vitnaði í bandarísk þingtíðindi og
ræddi við þá Gunnar Gunnarsson
starfsmann öryggismálanefndar og
Sverri Hauk Gunnlaugsson
deildarstjóra Varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins.
MUJTARY C0NSTRUCTI0N APPR0PRUT10NS
FOR 1984
HEARINGS
SUW.'OMiUTTEE OF THÉ
C0MMITTEE 0N APPR0PRIATI0NS
1I0USE 0F REPRESENTATIVES
NINETY-EIGHTH CONGRESS
KIKST SESSION
SUUCOMMITTEE ON MII.ITARY CONSTRUCTION APPROPRIATIONS
W, (. JHII.l.i IIEINKK. Nurlh Curiflina, Ckmirman
TOM HKVII.I.. Alahuina KAI.nl RCGULA. Ohm
(T.AHKNI K II U)N(S. M.r,U«d MICKKY KOWARDS. OAI.hom.
HIU. AUJCANUKK Ark.nM. TOM l/IKKKI.KH. T»»
JOSKKII I’ AUOAHW). Nrw Y.irk HOH UVINCSTON. Uu...n.
Hll.l. CIIAPPKU- J«. Kl.irnl.
NOKMAN I) DICKS Wuhm«lnn
VIC KAZIO. C.liforn.4
Tr..T H P.» onj M... W Mum.t. 4Uaff
PAHT 4
Military (,'onstrurtion: | ftir
Army ProKrum ........................................ |
Nuvy/Marine ('orps l’roKrum ..................[.... 123
Defense AKencies 1'roKram ....................... 239
Keserve Components 1‘roKrum ...................... 291
Air Force ProKram (AM Session) .................... 337
Air Force Proxram (l'M Session)..................... 459
Fumily llousinK:
Overall Issues .................................. 495
Army Projfrum .................................... 553
Navy/Marine Corps Pronrram ....................... 633
Air Force Proeram ............................. 667
Defense AKencies Pr»Krum .......................... 701
Appendix: Staff Study on Family llousinc Constmction
Projram .......................................... 717
Forsíða bandarísku þingtíðind-
anna sem vitnað er til.
sem gerist með slíkar byggingar, sé
sú að stjórnstöð þessi verði búin
sérstökum búnaði sem sé að gæð-
um sambærilegt við það sem er í
stjórnstöð bandaríska flotans í
Kings Bay. Eigi stjórnstöðin að
vera að hluta til neðanjarðar og svo
rammbyggð að hún geti staðið af
sér höggbylgju frá sprengju. Þá eigi
að vera sjálfvirkt loftræstikerfi er
geri það kleift að loka byggingunni
Þjónar
bensíni í Helguvík segir talsmaður
hersins að birgðir þessar eigi að
fullnægja „öllum hernaðaraðgerð-
um samkvæmt framkvæmanlegri
stríðsáætlun er feli í sér fulla
aukningu þess herafla sem stað-
settur sé á íslandi á friðartímúm
samkvæmt áætlun um liðsauka.“
Þá segir talsmaður hersins einnig
að yfirstjórn hins sameiginlega her-
afla á Atlantshafi líti á olíubirgða-
stöðina sem forgangsverkefni
númer eitt hvað varðar uppbygg-
ingu aðstöðu fyrir flotann.
Gunnar Gunnarsson starfsmað-
ur Öryggismálanefndar staðfesti í
viðtali við Ögmund Jónasson að
Strategic Air Command, sem tals-
menn hersins segja að hafa eigi af-
not af Helguvíkurstöðinni, sé
stjórnstöð hins langdræga kjarn-
orkuvopnaforða bandaríska hers-
ins. Sagði hann að þær langdrægu
sprengjuflugvélar sem Bandaríkja-
menn notuðu í þessu skyni væru af
gerðinni B-52 og væri þeim beint
gegn Sovétríkjunum.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson
deildarstjóri varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins sagði í við-
talinu við Ögmund Jónasson að
þær framkvæmdir sem hér um
ræðir hefðu ekki nema að hluta til
verið samþykktar af íslenskum
stjórnvöldum, en slíkt samþykki
þyrfti um allar framkvæmdir á vell-
inum. Sagði hann að 1. áfangi
Helguvíkurframkvæmda, sem fæl-
ist í pípulögnum, væri þegar hafinn
og reiknað væri með að annar
áfangi hefðist 1985 með hafnar-
byggingunni, og að tankarnir yrðu
síðan reistir í þriðja áfanga.
Sverrir sagði það misskilning hjá
talsmanni bandaríkjahers að Stra-
tegic Air Command ætti að hafa
afnot af Helguvíkurstöðinni og
kallaði það „skýringardæmi" sem
ekki ætti við Keflavík. Hins vegar
ætti það við AWAC-radarflugvél-
arnar sem staðsettar eru í Keflavík,
- þær heyrðu ekki undir sameigin-
kjarnorkusprengju-
véliiin Bandaríkjanna
Þingtíðindin sem hér um ræðir
og Þjóðviljinn hefur einnig undir
höndum varða fjárbeiðni banda-
ríska hersins til framkvæmda á
Keflavíkurflugvelli og hafa að
geyma yfirheyrslur fjárveitinga-
nefndar bandaríska þingsins á full-
trúum hersins, þar sem þeir færa
fram rök fyrir fjárbeiðnum til fram-
kvæmda á Keflavíkurflugvelli.
í tíðindum þessum kemur fram
að fjárveitinganefnd þingsins spyr
ítrakað hvers vegna hinar ýmsu
framkvæmdir á vellinum séu ekki
kostaðar af Nato. Kemur þar fram
að Nato greiðir ekki þær fram-
kvæmdir sem þjóna eiga banda-
ríska hernum eingöngu, en ekki
sameiginlegum herafla Nato.
Þannig kemur fram að bandaríski
herinn hefur farið fram á 60 miljón
dollara fjárveitingu (1,8 miljarðar
ísl. króna) til framkvæmda í Helgu-
vík. Kemur fram að Nato sé ekki
skuldbundið til að greiða fyrir
meira en helming kostnaðar og sé
þess vænst að bandalagið muni
leggja fram sitt framlag 1985.
Ástæðan fyrir því að Nato þarf ekki
að greiða nema helming kostnaðar
í Helguvík er að sögn talsmanns
Bandaríkjahers sú að á stríðstím-
um verði olíubirgðirnar í Helguvík
að hálfu leyti notaðar undir farkost
sem ekki heyrir undir Nato, heldur
undir Strategic Air Command, sem
er eins og áður segir stjórnstöð
bandaríska flughersins á langdræg-
um sprengjuflugvélum sem bera
kjarnorkuvopn.
Ný stjórnstöð
í þingtíðindunum kemur einnig
fram að bandaríski herinn hefur
áform um að byggja neðanjárð-
arstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli
sem áætlað er að muni kosta 15,8
miljónir dollara eða ca 474 miljónir
ísl. króna. Kemur fram að skýring-
in á hinu háa verði þessarar stjórn-
stöðvar, sem sé langt umfram það
Samkvæmt
upplýsingum
talsmanna
hersins við
bandaríska
þingnefnd
algjörlega í a.m.k. 7 daga. Segir
fulltrúi hersins jafnframt að þær
kröfur að hægt sé að dvelja 7 daga
einangraður frá umheiminum í
þessari stjórnstöð séu miðaðar við
þarfir bandaríska hersins en ekki
við þarfir Nato, og því lendi kostn-
aðurinn á Bandaríkjunum.
í þingtíðindunum kemur það
fram að bandarísku fjárveitinga-
nefndinni vex það mjög í augum að
byggingakostnaður skuli vera þre-
faldur á Keflavíkurflugvelli miðað
við Bandaríkin. í skýringum tals-
manna hersins kemur fram að auk
veðurfars og náttúrulegra aðstæð-
an þá sé meginástæðan sú að ís-
lenskir aðalverktakar hafi einokun
á framkvæmdum á vegum hersins
og að verkalýðsfélög séu of sterk
hér á landi.
„Samkvæmt
stríðsáætlun“
Varðandi þörfina á geymslurými
fyrir 400.000 tunnur af flugvéla-
legan herafla Nato, heldur lytu þær
eingöngu stjórn bandaríska hers-
ins.
Nauðsynleg
stjórnstöð
Þá sagði Sverrir að bandaríska
þingnefndin hefði hafnað hug-
myndum hersins um byggingu
nýrrar stjórnstöðvar á Keflavíkur-
flugvelli, í fyrsta lagi á þeim for-
sendum að hún væri of dýr og í
öðru lagi vegna þess að hún ætti að
vera kostuð af Nato. Hins vegar
sagði Sverrir að það væri brýn
nauðsyn að byggja nýja stjórnstöð
á Keflavíkurflugvelli þar sem sú
gamla væri löngu orðin úrelt. Ekki
kom fram þarna hvort Sverrir tal-
aði fyrir munn bandaríska hersins
eða íslensku ríkisstjórnarinnar, en
greinilega er íslenski deildarstjór-
inn í utanríkisráðuneytinu á ann-
arri skoðun en Bandaríkjaþing í
þessum efnum.
Þess má að lokum geta að í þing-
tíðindum þeim sem til er vitnað eru
margar útstrikanir þar sem sleppt
er atriðum sem þykja varða öryggi
Bandaríkjanna sérstaklega. í við-
talinu við Ögmund Jónasson vék
Sverrir Gunnlaugsson sér undan
því að svara þeirri spurningu, hvort
íslenska utanríkisráðuneytið hefði
aðgahg að þingskjölum þessum
óstyttum. Er forvitnilegt að vita
hvort öryggismái er tengjast öryggi
íslands sérstaklega séu rædd á lok-
uðum nefndarfundum í bandaríska
þinginu án þess að íslensk
stjórnvöld fái um það nokkra vitn-
eskju.
Upplýsingar þær sem koma fram
í umræddum þingskjölum sýna það
hins vegar svart á hvítu að ísland er
orðið að mikilvægum lið í kjarn-
orkuvopnabúri Bandaríkjanna og
að tæp áttföldun geymslurýmis á
eldsneyti í Helguvík gegnir þar lyk-
ilhlutverki.
ólg.