Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 7

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 7
__________________________________________________________Þrigjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Engelhart Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar Ingólfs: Höfuðborgarsvæðið Ula búið undir óveður björgunarsveitum Slysavarnafé- lags íslands. Félagar í Ingólfi eru oft kallaðir út þegar óveður geisar í höfuðborginni, og þeir stóðu t.d. í ströngu sl. miðvikudag. í Ingólfi eru um 120 manns, þar af 10 konur. Engelhart segir fé- lagana æfa nokkuð reglulega og konurnar standi sig ekkert síður en strákarnir. Ingólfur hefur yfir að ráða þremur beltabílum og þremur trukkum með drifi á öllum fyrir utan einkabíla, sem félagarnir leggjá til ef á þarf að halda. Félagar .hafa staðið vaktir hjá slökkviliðinu í sambandi við sjúkraflutninga, en slökkviliðið hefur ekki yfir þeim bflakosti að ráða sem Ingólfur hef- ur. Þá er björgunarsveitin einnig með sjóflokk, og Engelhart segir stóran hluta starfseminnar lúta að aðstoð á sjó. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu. sinna. Það er t.d. búið að ryðja mestallan snjó af götum þegar fólk fer til vinnu að morgni og það sér því lítið af því sem gengur á. Við stóðum mjög í ströngu í janúar og febrúar í fyrra, en þá virtist mér fólk eins og læra á þetta. Fyrsta lotan var erfiðust en síðan léttist þetta, fyrst og frertist vegna þess að fólk fór að vara sig betur.“ Engelhart segir, að mestu vand- amálin stafi af fólki í bifreiðum, en þær festast fyrr en t.d. strætisvagn- ar og loka leiðum fyrir bæði strætis- vögnum og snjóruðningstækjum. Þá kvað hann stundum vilja brenna við, að menn ætluðu leiðar sinnar, hvað sem það kostaði, en slíkt skapaði öllum sem ynnu að því að opna leiðir mikil vandamál. „Það kemur jafnvel fyrir að maður hefur staðið í því að toga bíla úr sköflum ,JÉg undra mig oft á því, hvað fólk á höfuðborgarsvæðinu er lítið gefið fyrir að taka lífínu með ró. Það æða allir af stað um leið og óveður gengur niður, jafnvel þótt það viti mætavel, eða ætti að vita, að vegir eru engan veginn færir. Utbúnaður og klæðnaður cru jafnvel stundum miðuð við allt aðra breiddargráðu en við búum á.“ Engelhart Björnsson er formað- ur björgunarsveitarinnar Ingólfur, en hún er ein af níutíu og fjórum aðeins til að sjá bílstjórana ana af stað og festa sig strax aftur.“ Síðastliðinn miðvikudag fóru fé- lagar úr Ingólfi af stað fljótlega eftir að óveðrið skall á og héldu fyrst á Suðurgötuna, þar sem bílar- öð stóð föst, og komu fólkinu í flugstöðvarbygginguna. Sumt af því var illa klætt og smábörn voru í hópnum. Síðan lá leiðin á Breiðholtsbrautina og fólki í bílum þar var komið í Bíóhöllina og í Landsbankann. Þótt engin slys hafi orðið í þetta sinnið segir Engilhárt, að ef óveðrið hefði staðið lengur, hefði áreiðanlega eitthvað farið úr- skeiðis. „Málin hafa leystst hér ein- faldlega vegna þess að óveður hef- ur aldrei staðið mjög lengi í einu.“ Engelhart Björnsson segir að lokum að mikilvægast af öllu í óveðrum sé að hlýða fyrirmælum lögreglu um að halda sig heima meðan óveður geisar og fyrst á eftir. Fólk ætti alls ekki að vera á ferðinni þegar útlit væri vafasamt, og ef það þyrfti endilega að fara út, ætti það að athuga klæðnað sinn vel, þannig að það geti verið a.m.k. einhverja stund úti við ef á þyrfti að halda. Þá sagði hann mikið um það, að fólk væri á mjög vanbúnum bílum og sér virtist vera meira um það núna heldur en í fyrravetur. „Kannski á peningaleysið hér hlut að máli, en allavega ætti fólk þá að vera minna á ferli á bílum sínum ef það getur ekki búið þá betur.“ Og að lokum? „Við vonum bara að það verði snjólétt í vetur." ast Jafnskjótt og Eimskip er bundið við bryggjupolla í einhverri af 122 viðkomuhöfnum sínum er það orðinn hluti af stórri og flókinni heild. Fullkomin flutningstæki hafa verið búin undir komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboðs- manna og aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavík. Sérhæfð tæki í landi tryggja skjóta og örugga losun. Áður en síðasti flutningsbíllinn hverfur af hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin og í næstu höfn er undirbúningur fyrir móttöku skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips. Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna, þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum. Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sírni 27100 * „Það verður mikið um að vera í Reykjavík í óveðrum," segir Eng- elhart, „og sumt fólk vill endilega vera að komast á milli þótt það sé þýðingarlaust með öllu - jafnvel þótt erindin séu ekki brýn. Mér sýnist höfuðborgarsvæðið mjög illa undirbúið fyrir svona veður. Þetta er svo stór og dreifð byggð. Vetrar- veður eru einnig miklu skárri hér en t.d. fyrir norðan og fólk verður mjög lítið vart við veturinn. Það er óvant því að komast ekki ferða flutningaþjónustu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.