Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 12

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablot Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) mánudaginn 16. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1) Málefni næsta bæjarstjórnarfundar. 2) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar. 3) Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Vinnuhópar bæjarmálaráðs 1. fundur vinnuhóps um verkalýðs- og atvinnumál verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Mætið stundvíslega. - Stjórn bæjarmálaráðs. Verkamannafélagið Dagsbrún Stjórnarkjör Tillaga uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1984 liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins frá og með miðvikudeginum 11. janú- ar. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 13. janú- ar 1984. Kjörstjórn Dagsbrúnar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ verður haldinn 26. janúar 1984 kl. 20.30 að Grettisgötu 89 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. UTBOÐ Tilboð óskast í 6 dreifistöðvarskýli úr stáli og timbri fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu, Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. febrú- ar 1984 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Q TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR Lækkun orkureikninga heimila víða á landsbyggðinni væri mikilvæg kjarabót. Alþýðubandalagsmenn leggja fram mikilvœga stefnu í húshitunarmálum Húshitunarkostnaður verði minni og jafnari Alþýðubandalagsmenn, undir forystu Hjörleifs Guttormssonar, hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um lækkun og jöfnun húshit- unarkostnaðar og átak í orkusp- arnaði. Hér er um nýja og mikil- væga stefnu að ræða sem byggir á eftirfarandi meginatriðum: 1. Lagt er til að orkukostnaður einstaklinga hafi laun sem viðmið- un. Þannig ætti húshitunark- ostnaður ekki að fara langt fram úr greiðslugetu fólks. 2. Stefnt skuli að því að við árs- lok 1984 verði hvergi meira en hlemingsmunur á húshitunark- ostnaði. 3. Stórátak verði gert í orkusp- arnaði. Með útvegun fjármagns verði hægt að veita lán og styrki til þessara aðgerða. 4. Ráðgjafaþjónustu verði kom- ið á, sem hafi það verkefni að veita ráðgjöf og samhæfa aðgerðir til lækkunar húshitunarkostnaði. Um það bil þriðjungur lands- manna býr við mjög háan hitunark- ostnað þrátt fyrir niðurgreiðslur á raforku og olíu til húshitunar. Mið- að við gjaldskrá og vel einangrað húsnæði þarf þessi hluti þjóðarinn- ar að greiða um og yfir þrefalt meira en aðrir fyrir hitun híbýla sinna. f svari við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar til viðskiptaráð- herra í haust, um olíustyrki og inn- lenda orku til húshitunar, kom fram að 6% þjóðarinnar býr enn við olíuhitun. Vitað er að olíust- yrkir hafa ekki fylgt verðlagsþróun og að stór hluti launa hefur farið í kyndingarkostnað. Á meðfylgj- andi línuriti, sem unnið var á veg- um Húshitunarnefndar Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi, kemur þessi þróun skýrt fram. 456 \ byggingarvísit . OLIUSTYRKUR 900 eoo.m 700 “ 600 500 -400 -300 20J Samanburður olíuverðs - olíustyrks við byggingarvísitölu. Skipting hitaðs húsrýmis landsmanna eftir orkugjöfum 1973-1982 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Súluritið sýnir að jarðvarminn er að yfirtaka aðra orkugjafa til húshitun- Skúli Alexandersson meðflutn- ingsmaður tillögunnar um lækkun og jöfnun húshitunar hefur einnig unnið í Húshitunarnefnd SSVK. I skýrslu nefndarinnar, sem heitir Húshitun á Vesturlandi og var lögð fram til aðalfundar SSVK í vetur, er gerð grein fyrir aðgerðum til oskusparnaðar. Þar kemur fram að ráðgjöf er mikilvæg og að mikið er hægt að spara í húshitun með aukinni einangrun húsa. Leiða, til að veita húseigendum styrki og lán til að endurbæta og ganga vel frá einangrun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, verður því að leita. Einnig er mikilvægt að jafna húshitunarkostnað til að mismunur á kjörum fólks hérlendis verði ekki eins ójafn og raun ber vitni. -jp Norður-Þingeyj arsýsla Léleg sjónvarpsskilyrði í Norður-Þingeyjarsýslu hefur oft verið erfitt að fá góða mynd á sjónvarpsskerminn. Þó hefur það sjaldan verið jafn slæmt og nú í vetur, síðan í júlí. Gerðust íbúar í Öxarfirði því róttækir í vetur og neituðu að borga afnotargjöld sín. Steingrímur J. Sigfússon spurði menntamálaráðherra að því, á þingi í haust, hvort ekki stæði til að bæta úr þessu ástandi. Nú hefur því veriðlofað, að á sumri komanda verði unnið að endurbótum. Þjóðviljinn hafði samband við Guðbjörgu Vignisdóttur, hrepp- stjóra, og spurði hana frétta af þessu máli. Hún sagði að fólk hefði greitt sín afnotagjöld fyrir ára- mótin vegna þess að loforð væru komin um úrbætur. Guðbjörg býr á Kópaskeri og sagði hún að sjónvarpsmyndin hefði verið þokkaleg þar í tvo daga fyrir jól. Síðan hefði verið mikill snjór á skjánum og myndtruflanir að auki. Jóla- og áramótadagskrá sjónvarpsins fór því fyrir ofan garö og neðan þarna norður frá. Aftur á íbúar Kópaskers verða bara að snúa sér að bókunum þangað til móttöku- skilyrði sjónvarps verða lagfærð. móti eru dæmi um að sendingar er- góðar, en horfðu menn t.d. á Dal- lendra stöðva náist, reyndar ekki las með þýsku tali í eitt skiptið.-jp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.