Þjóðviljinn - 10.01.1984, Side 15
I
Þriðjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Guðmundur Einarsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Skóladag-
ar“ eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartar-
dóttir les (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.45 „Ljáftu mér eyra“ Málmfríður Sigurðar-
dóttir á Jaðri sér um þáttinn(RÚVAK)
11.15 Vift Pollinn. Gestur E. Jónasson velur.
og kynnir létta tónlist (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 Lög eftir Magnús Eiríksson og Gunn-
ar Þórftarson.
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir
Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar
Stefánsson les (11).
14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Islensk tónlist. Guðrún Tómasdóttir
syngur þrjú log eftir Sigursvein D. Kristins-
son. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó /
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur Svítu nr. 2
og Elin Sigurvinsdóttir syngur tvö lög eftir
Skúla Halldórsson; Páll P. Pálsson stj. og
Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á pianó / Sin-
fóníuhljómsveit Islands leikur „Eld", ballett-
tónlist, og JóhannaG. Möller og Guðmunda
Elíasdóttir syngja lög eftir Jórunni Viðar.
Chrystina Cortes og Magnús Blöndal Jó-
hannsson leika á pianó.
17.10 Siftdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Vift stokkinn. Stjórnandi: Guðlaug M.
Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir.
20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Leyni-
garfturinn1' Gert eftir samnefndri sögu
Frances H. Burnett. (Áður útv. 1961). 2.
þáttur: „Akurgerfti". Þýðandi og leikstjóri:
Hildur Kalman. Leikendur: Helga Gunnars-
dóttir, Rósa Sigurðardóttir, Gestur Pálsson,
Bryndís Pétursdóttir, Áróra Halldórsdóttir,
Lovisa Fjeldsted, Árni Tryggvason, Sigriður
Hagalin og Erlingur Gíslason.
20.40 Kvöldvaka. a) Sauðaþjóður og úti-
legumaður í Þingvallahrauni: fyrri hluti.
Jón Gislason tekur saman og flytur trásögu-
þátt. b) Kirkjukór Kópavogs syngur
Stjórnandi: Guðmundur Gilsson. c) Úr
Ijóðmælum Magnúsar Ásgeirssonar.
Gyða Ragnarsdóttir les. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Guðmundur
Arnlaugsson.
21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hrepp-
stjórans11 eftir Þórunni Elfu Magnúsdótt-
ur. Höfundur les (18).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar: Robért Burns og
skosk tónlist. Kynnir: Ýrr Ðertelsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV 2
10-12 Morgunútvarp að venju.
14-16 Gisli Sveinn Loftsson skemmtir hlust-
endum með tónlist og léttu ívafi.
16- 17 Þjóftlagatónlist undir stjórn Kristjáns
Sigurjónssonar kennara.
17- 18 Frístund. Eðvarð Ingólfsson nemandi í
guðfræði sér um þáttinn.
RUV
19.35 Bogi og Logi.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veftur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Hví heyja menn stríft? Bresk heimilda-
mynd sem rekur feril ófriðar og styrjalda í
sögu mannkynsins. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason.
21.05 Derrick. Fjarvistarsönnun. Þýskur
sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Veturliði
Guðnason.
22.05 Skiptar skoftanir. Umræðuþáttur. Um-
sjón: Guðjón Einarsson, fréttamaður.
22.55 Fréttir í dagskrárlok.
frá I
racflum
Ostjórn
Áramótahugleiðing
Jæja, nú er árið að líða í ald-
anna skaut og það kemur víst
aldrei aftur enda engin eftirsjá í
því, aflatregða og stjórnleysi í
þjóðmálum eða eigum við bara
að segja óstjórn eða ráðaleysi.
Hin nýja stjórn lét verða sitt
fyrsta verk að ráðast á láglauna-
manninn af sínum ofurþunga,
sem er svo einkennandi fyrir
kreppustjórnirenda hallærisnefir
þar í Framsóknarmenn.
Allir sjóðir sagðir galtómir,
botninn farinn úr ríkiskassanum
og allt í voða, enda þó væri hægt
að slá um sig hundrað milljónum í
flugstöð á Keflavíkurflugvelli og
olíugeymum í Helguvík.
Fiskiflotinn var allt í einu orð-
inn of stór og netabátar mega
ekki leggja net sín fyrr en í miðj-
an febrúar og eina ráðið var að
leggja togaraflotanum enda sjálf-
gert vegna olíuskulda og annarra
skulda.
Vextir voru lækkaðir að
minnsta kosti þrisvar sinnum á
haustinu svo sparisjóðseigendum
var gert ókleift að leggja til hliðar
eina einustu krónu. Og hvar á svo
að taka fé til framkvæmda?
Hækka skatta, pína láglauna-
menn eins og kjóinn gerir við rit-
una á sumrin þegar hann nennir
ekki að afla sér fæðu. Nei, það er
síður en svo glæsilegt að líta fram
á veginn á nýbyrjuðu ári.
En það er að bera í bakkafullan
lækinn að vera að bölsótast út í
þessa ríkisstjórn - og þó er ekki
hægt fyrir neinn sómakæran
mann að gleyma misgerðum, sem
eru framin af ásettu ráði. Vegna
sérstöðu hérna verður ekki beint
vá fyrir dyrum í Vestmannaeyj-
um þó margur þurfi að herða sult-
arólina. Fólk ntun hafa það sæmi-
legt, en ekki meira.
Hún mun fljót að étast upp hýr-
an, sem það fékk íhaust, sem fólk
fékk með því að leggja nótt við
dag í síldinni, ef ekki á að byrja
vertíð fyrr en í miðjan febrúar.
Náttúrulega munu trollbátar og
togararnir bjarga miklu og smá-
bátar verða á línu.
Það er af þegar flotinn fór á
iínu strax upp-úr áramótum og
vélaskellir bergmáluðu í klettun-
um um miðnættið, þegar róðrar-
merkið var gefið á Skansinum, en
hann er nú horfinn og annar
Skans kominn í staðinn. Þá var líf
og fjör,- beitingamenn á harða
spani og söngur í beituskúrum
löngu áður en bjart var af degi.\
Nújieyrir þetta fortíðinni til. En
þeir sem tóku þátt í þessu svarr-
andi og salta lífi munu alltaf
sakna þess þó erfitt væri.
Enginn fæst til að beita nema í
akkorði eða ákvæðisvinnu á
góðri íslensku og yfirleitt að
deyja út.Égsegifyrirsjálfanmig
að ef ég hefði heilsu til hefði ég'
viljað beita upp á hlut eða trygg-
ingu. Ég held að upp úr trygging-
unni fáist sæmilegt kaup og svo
var það alltaf vonin um góðan
afla.
Þetta verður að breytast því
besta hráefnið er línufiskurinn og
þessi góði andi og keppnisskap,
sem fylgdi beituskúralífinu verð-
ur að koma aftur. Það má ekki
ske að þessi hressandi andi til-
heyri fortíðinni. En menn mega
ekki vera eigingjarnir, hugsa um
sjálfa sig. Það verður víða
atvinnuleysi upp úr áramótunum
þó við hérna í Vestmannaeyjum
sleppum við atvinnuleysisvof-
una, og úti í heimi deyi á hverjum
degi þúsundir barna, og er það
vægt farið í sakirnar.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi.
Vogur — ýmsir möguleikar eru á að afbaka nafn hinnar nýju sjúkrastöðvar SÁÁ
Ögra orðhagri þjóð
Drykkfelldur menntamaður
hringdi:
- Með nafngiftinni á sjúkra-
stöð SÁÁ, Vogar, fylgdi sú
skýring að ekki væri hægt að af-
baka nafnið. Er ekki verið að
ögra orðhagri þjóð með svoddan
skýringum? Ekki trúi ég menn
hafi gleymt Vogmerum eða
Vogsósum. Menn verða sumsé
vogssósa, neöia þeir hafi haft
voggrís áður en þeir fóru í með-
ferð.
Menn gætu trúlega orðið vogs-
fullir og drekka einsog vogskjaft-
ur. Af öllu þessu og allra handa
meðferð gætu menn orðið vog-
skornir.
Rás 1 kl. 20.00
, ,Leyiiigarðurinn‘4
Árni Tryggvason
í kvöld verður fluttur 2. þáttur
framhaldsleikritsins „Leynigarð-
urinn“ eftir samnefndri sögu
Frances H. Burnett. Útvarpsleik-
gerð og þýðingu gerði Hildur
Kalman. Þessi þáttur nefnist
„Akurgerði“.
í fyrsta þætti sagði frá því er
ung ensk telpa, María Lennox,
fluttist frá Indlandi til frænda síns
á Englandi eftir að hún hafði
misst foreldra sína úr kóleru.
Þegar til Englands kom tók ráðs-
, kona frænda hennar á móti
henni, enda var hann fjarverandi
og virtist ekki hafa mikinn áhuga
á að hitta þessa litlu frænku sína.
Leikendur í 2. þætti eru: Helga
Gunnarsdóttir, Bryndís Péturs-
dóttir, Rósa Sigurðardóttir, Árni
Tryggvason og Gestur Pálsson.
Bryndís Pétursdóttir
Sjónvarp kl. 22.05
Skiptar
skoðanir
Völd og áhrif
stjórnmálaflokkanna í ríkis-
kerfmu og það hvort æskilegt er
að löggjafarvaldið sé með sína
fulltrúa í framkvæmdavaldinu,
er á dagskrá í Skiptum skoðun-
um í kvöld.
Sumir eru á þeirri skoðun að
það tryggi lýðræðislega stjórn-
arhætti að fulltrúar flokkanna
séu í stjórn og ráðum ýntissa
ráða og banka á vegum ríkisins.
Aðrir telja að þetta bjóði upp á
samtryggingu, spillingu og pól-
itíska fyrirgreiðslu.
f kvöld skiptast þingmennirn-
ir Stefán Benediktsson og Tóm-
as Árnason á skoðunum. Tóm-
as er framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdanefndar, Stefán er
þingmaður Bandalags jafnað-
armanna og þeir höfðu nú fyrir
jólin setu í nefndum og ráðum
sem kosið var um á þingi.
bridge
Feögarnir Vilhjálmur Sigurösson og
sonur hans Vilhjálmur náðu mjög góöri
vörn í spilinu i dag sem kom fyrir i hrað-
sveitakeppni B.K. Vann sveit þeirra þar
léttan sigur. Gjafari S, allir utan:
Norður
SG1072
H K843
TAG92
L 5
Vestur Austur
S KD5 S 98643
H D H 9652
TK873 - T D5
LAG964 L103
Suður
S A
H AG107
T 1064
L KD872
S V N A
Herm. Vilhj.S. Ármann Vilhj.V.
1-L dobl pass 1-T
1-H 2-L 4-H pass/hr.
Útspil spaða-K. Sagnhali tór strax i
trompið, gosi út og kóngur átti slaginn.
Þá tromp á tíuna. Lauf kóngur drepinn og
Vilhjáimur eldri skipti nú í tígul, hleypt og
drottning vann.
Spilið er nú létt til vinnings ef austur
heldur áfram með tromp sem virðist
blasa við i stöðunni. T romp er þá einfald-
lega tekið i botn. Tígul tía síðan yfirtekin
með gosa og spaða gosa spilað og lauti
kastað heima. Tígul níu seinna svínað.
Spaði veldur auðvitað engum vand-
kvæðum og lauf þá ekki heldur.
Vilhjálmur spilaði hins vegar áfram
tígli, upp i „gatfalinn11 íborðinu! Sagnhafi
reyndi tíuna en vestur var ekkert á því að
gefa slaginn, hann lagðiá kóng. Ef tígul
tía fær að eiga slaginn er lauf vitaskuld
trompað með áttu, trompi svínað og tígli
svínað.
Nú, inni á tígul ás átti sagnhafi ekki
lengur vinningsvon. Hámarkið er níu
slagir (athugið vel).
Góð samvinna, feðgar, og vægast
sagt vandfundin vörn!
Tikkanen
Adam og Eva voru rekin úr Par-
adís vegna þess að þau bjuggu
saman án þess að vera gift.
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Hluti verksins var
unnið í fyrra.
Rétt væri: ... var unninn ...
(Ath.: Hluti var unninn.).