Þjóðviljinn - 20.01.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Qupperneq 1
uomium Alþýðuleikhúsið hefur fengið inni áHótelLoft- leiðum og frum- sýnir þar tvo ameriskaein- þáttunga í kvöld. Sjá 8. janúar 1984 föstudagur 49. árgangur 16. tölublað Forstjóri Framkvœmdastofnunar fœr 600.000 kr. að gjöf úr ríkissjóði Tómas faldi bílinn óskráðan í 3 mánuði! „Þig varðar ekkert um þetta mál6É, sagði Tómas Árnason við blaðamann Þjóðviljans „Þig varðar ekki nokkurn skapaðn hlut um þetta mál, þetta er mitt mál. Ég hef farið í öllu að lögum og reglum og fer ekkert að segja meira um þetta“, sagði Tómas Árnason, forstjóri hjá Framkvæmdastofnun og fyrr- verandi ráðherra Framsóknar- flokksins, þegar blaðamaður Þjóðviljans spurði um bílakaup hans á ráðherrakjörum í haust. Tómas Árnason fékk niður- felld gjöld af Mercedes Benz 280 SE árgerð 1984, þann 20. októ- ber sl. samkv. upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneytinu. Bifreiðin er ekki á skrá hjá Bif- reiðaeftirlitinu. Gjöldin sem Tómas fékk felld niður nema rúmlega 600.000.- krónum. Heildarverð bflsins er 1.100.000,- krónur fyrir hinn al- menna borgara. Tómas þurfti hins vegar ekki að leggja út nema innan við helming heildar- verðs, sem eru 500.000.-. „Bfllinn er ekki í notkun og ég fer ekkert að ger þér grein fyrir því hvar hann er og þú myndar hvorki mig né bílinn“, sagði Tómas þegar blaðamaður óskaði eftir að fá að mynda Benzinn. Hann neitaði ítrekað að gefa upplýsingar um hvar bí- linn væri að finna. Fyrrverandi ráðherrar hafa heimild til að fá niðurfelld að- flutningsgjöld af bifreiðum í 1 ár eftir að ráðherradómi lýkur. Þessa heimild notfærði Tómas Árnason sér þrátt fyrir að hann flutti tillögu um breytingu á þessari heimild þegar hann var ráðherra. Hann sagði blaða- manni Þjóðviljans að það mál hefði á sínum tíma dagað uppi. -JP Sjá 24 Framhald ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstœðisflokks árið 1984 Sjónvarpsstöð kapítalsins? ® Stórauðvaldið sameinast í fjölmiðlasamsteypu % SÍS, DV, Morgunblaðið og Reykjavíkurborg leggja saman í sjóðinn # „í þeim tilgangi að annast fjölmiðlun(< Stærstu fjölmiðlunarfyrirtæki landsins auk Reykjavíkurborgar hafa stofnað hlutafélag „í þeim til- gangi að annast ýmiss konar fjöl- miðlaþjónustu“. Davíð Oddsson borgarstjóri lagði málið fyrir borg- arráð sem „trúnaðarmál“ sl. þriðjudag, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins sagði upp „trúnaðin- um“ I gærmorgun og var þá leyndinni formlega aflétt. Bandarísku eld- flaugarnar hafa flutthernaðar- hyggju, óvináttu og styrjaldar- brjálæði til Vestur-Evrópu, sagði Andrej Gromyko á ráð- stefnunnil Stokkhólmi. Meðal stórfyrirtækjanna sem standa að þessu fjölmiðlunarfyrir- tæki sem margir óttast að hyggist stofnsetja sjónvarpsstöð og ráða enn frekar á upplýsingamarkaðin- um en raunin er nú eru fyrirtækin Árvakur hf sem gefur út Morgun- blaðið, Frjáls fjölmiðlun sem gefur 'út DV, Vikuna og fleira, Samband íslenskra samvinnufélaga sem á mikil ítök í Tímanum, ísfilm sf. sem Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur á mikið í, Almenna bókafélagið og Reykjavíkurborg einsog áður sagði. „Ég fæ ekki séð að neitt réttlæti leynd um málið“, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Það er alveg greinilegt að þarna eru hægri öflin í landinu að koma sér upp upplýsingamiðli sem nota á í áróðursskyni", sagði Sigurjón Pétursson í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Mér þykir líklegt að þetta sé upphafið að öðru og meira“, sagði Þorbjörn Broddason fjölmiðla- fræðingur þegar Þjóðviljinn bar þessi tíðindi undir hann. Stofnsamningurinn er mjög al- mennt orðaður og talað um „ýmsa aðra fjölmiðlunarstarfsemi", en ekki rekstur sjónvarpsstöðvar en ríkisstjórnin, sem þessi stórfyrir- tæki standa að, hefur lýst því yfir að hún hyggist leggja fram frumvarp um svokallaðan „frjálsan útvarps- rekstur". Hlutafé samsteypunnar er 15 miljónir. -og Sjá bls. 3 llÍflpl Stjórn Nútímans tekin til starfa Elías og Gísli tjúka EUasi Snæland Jónssyni ritstjóra eWri heldur fá endurráðningu. Agnes Bragadóttir blaðamaður Tímans mun ekki vera boðin Tilkynnt hefur verið að Magnús við blaðið mun hafa ráðið sig til endurráðning hjá nýja hlutafé- Ólafsson hagfræðingur verði ráð- starfa á Morgunblaðið en mikil óá- laginu sem tekið hefur við rekstri >nn ritstjóri í stað Elíasar en um nægja er meðal starfsfólks Tímans blaðsins. Þá mun framkvæmda- endurráðingar blaðamanna hefur með óöryggið og starfshætti hins stjóri blaðsins, GIsli Sigurðsson, enn ekkert verið tiikynnt. nýja hlutafélags.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.