Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. janúar 1984 ' ÞJÓÐVILJINN •- SÍÐA 3
„Ýmiss konar fjölmiðlunarþjónustaa
Morgunblaðið, SÍS,
DV og borgiii gera
með sér samning
Fjölmiðlasamsteypan sem Morg-
unblaðið, DV, SÍS og fleiri hafa
stofnað til ásamt borginni hefur
gert með sér samning sem byrjar
svo:
„Almenna bókafélagið hf
Austurstræti 18, Árvakur hf Aðal-
stræti 6, Frjáls fjölmiðlun hf Síðu-
múla 12-14, ísfilm sf Hafnarstræti
19, Reykjavíkurborg Austurstræti
16 og Samband íslenskra sam-
vinnufélaga Sölvhólsgötu 4, allir í
Reykjavík hafa orðið sammála um
að mynda hlutafélag í þeim tilgangi
að annast ýmisskonar fjölmiðlun-
arþjónustu. Gera undirritaðir aðil-
ar í því sambandi með sér svohljóð-
andi Stofnsamning:
1. gr. Nafn félagsins er ísfilm hf.
Heimili þess og vamarþing er í
Reykjavík.
2. gr. Tilgangur félagsins er kvik-
myndagerð, hvers konar mynd-
bandagerð, þar á meðal gerð aug-
lýsingamynda á myndböndum,
sem og ýmis önnur þjónustustarf-
semi á sviði fjölmiðlunar.
3. gr. Hlutafé er ákveðið krónur
12 miljónir. Innborgað hlutafé er
krónur 3 miljónir. Hið ógreidda
hlutafé skal greiða samkvæmt nán-
ari ákvörðun stjórnar félagsins.
Hluthafarnir hafa skráð sig fyrir
hlutafé sem hér segir: Almenna
bókafélagið krónur 2 miljónir, Ár-
vakur hf krónur 2 miljónir, Frjáls
fjölmiðlun krónur 2 miljónir, ís-
fílm sf 2 miljónir, Reykjavíkurborg
2 miljónir, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga krónur 2 miljónir.“ Og
síðan kemur upptalning á formsat-
riðum.
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur
sl. þriðjudag kynnti Davíð Odds-
son þetta mál sem „trúnaðarmál“,
þ.e. að borgarráðsmenn mættu
ekki segja frá því. Hann kvaðst
mundu skrifa undir stofnsamning-
inn með fyrirvara um samþykki
borgarstjórnar. Þannig hyggst
borgarstjóri enn einu sinni stilla
borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins upp við vegg á borgarstjómar-
fundi.
Misbeiting á valdi?
- Ég tel að borgarstjóri hafi ekki
farið rétt með vald sitt til að leggja
fram þetta mál sem „trúnaðarmál“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarfulltrúi Kvennaframboðsins
en hún sat á fundi borgarráðs á
þriðjudag, en tilkynnti borgar-
stjóra í gær að hún myndi ekki
halda trúnaðinn um þetta mál.
Með „trúnaði" em hagsmunir
borgarinnar ekki í húfi, ekki al-
mannaheill, málið varðar ekki ein-
stakar persónu né neitt það sem
réttlætt getur leynd um málið,
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarfulltrúi.
Hvers vegna
Reykjavíkurborg?
- Hér er um að ræða nokkra
mjög stóra og fjársterka aðila,
þannig að það verður ekki með
neinu móti séð að þeir þurfi á fjár-
hagsaðstoð að halda til að setja á
stofn fyrirtæki, sagði Sigurjón Pét-
ursson borgarráðsmaður Alþýðu-
bandalagsins. - Þetta eru engir
bónbjargarmenn sem að þessu
standa og þyrftu þess vegna á að-
Borgarráð_________________________
Aukafundur um fjöl-
miðlasamsteypuna
Sérstakur borgarráðsfundur var boðaður í morgun, að kröfu Sigur-
jóns Péturssonar um fjölmiðlasamsteypuna. Davíð Oddsson hafði ætl-
að að skrifa upp á stofnsamninginn án opinberrar umræðu um málið.
-óg
Akureyri:
Vaxandi atvinnuleysi
og alvarlegar liorfur
segir Sigríður Stefánsdóttir bœjarfulltrúi
„Ástandið í atvinnumálum er allt
annað en gott hér á Akureyri og
horfurnar í þeim málum vægt sagt
alvarlegar. Þess vegna höfum við í
Alþýðubandalaginu iagt fram okk-
ar tillögur tU lausnar þeim vanda
sem við blasir“, sagði Sigríður Stef-
ánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri í
samtali við Þjóðviljann.
Hún sagði að 31. desember sl.
hefðu 250 manns verið á atvinnu-
leysisskrá á Akureyri og síðan hefði
bæst við og er talið að nú séu um
280 manns á skrá. Það voru 178
karlar og 72 konur sem ekki höfðu
atvinnu 31. desember sl. Sigríður
sagði að í þessum hópi væri fólk úr
öllum stéttum, en verkafólk þó í
meirihluta. Þá bætti hún því við, að
þetta segði ekki aUa söguna, því að
hjá stóru fyrirtæki eins og Útgerð-
arfélaginu væri ekki unnið nema 4
daga vikunnar og að sjálfsögðu aUs
engin yfirvinna.
„Við hér á Akureyri urðum
einna fyrst vör við þá kreppu sem
nú rflcir, en svo þegar kreppa fór að
annarsstaðar er það tilgáta að Ak-
ureyringar, sem störfuðu útum
land og misstu vinnuna, hafi komið
heim til að láta ská sig atvinnu-
lausa.
Þá benti Sigríður á að árið 1983
hefði orðið fólksfækkun á Akureyri
um 16 manns og er það í fyrsta sinn
í mörg ár sem ekki fjölgar á Akur-
eyri.
Varðandi horfurnar í atvinnu-
málunum, sagði Sigrfður að horf-
urnar væru dökkar og nefndi hún
að búið væri að segja öUum upp hjá
trésmiðjunni Haga, en verið væri
að reyna að bjarga því fyrirtæki
við. Þá eru líkur á uppsögnum i
Slippstöðinni vegna verkefna-
skorts. Eini ljósi punkturinn væru
Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir: Ekk-
ert réttlætir leynd um málið.
stoð borgarinnar að halda til að
koma á svona fyrirtæki. í öðru lagi
er ekki annað að sjá en að borgin sé
f þessu tillit að efna til samkeppni
við aðila sem sinna þessum verk-
efnum í dag. Og mér er ekki kunn-
ugt um að sé skortur á tækni og
kunnáttu til að gera þessa hluti,
sagði Sigurjón enn fremur.
- Það er alveg greinilegt að
þama em hægri öflin í landinu að
koma sér upp upplýsingamiðli sem
nota á í áróðursskyni, ég held að
það sé enginn vafi, sagði Sigurjón
Pétursson að lokum.
Sjónvarpsstöð I bígerð?
Nokkrir viðmælendur blaðsins í
gær töldu að Reykjavíkurborg væri
með í þessari samsteypu stór-
auðvaldsins til að rýmka fyrir leyf-
isveitingum alls konar og með
„kapal“-lagningar í huga. Enn
fremur nefndu sumir að sam-
steypan fengi aðgang að skólunum
í höfuðborginni í gegnum Reykja-
víkurborg.
Þegar Þjóðviljinn bar þessi tíð-
indi undir Þorbjöm Broddason fé-
lagsfræðing sem sérhæft hefur sig í
fjölmiðlarannsóknum sagði hann:
„Mér þykir líklegt að þetta sé upp-
hafið að öðru og meira.“ - óg.
Sigríður Stefánsdóttir bæjarfull-
trúi á Akureyri.
SÍS-verksmiðjurnar, þar væri
jafnvel von til þess að fjölgað yrði
fólki. Að lokum skal bent á að á bls
7 í Þjóðvifjanum f dag eru tillögur
AB f atvinnumálum birtar.
-S.dór
Hraðfrystihúsið lokað en góð veiði
hjá línubátum frá Ólafsvík
Mikil ásókn í
hrein neyslulán
„Ef árangur á að nást í kjarabar-
áttunni þá verður fólk að standa
saman, það byggist ávallt á því að
fólk standi saman í verkalýðsfélög-
unum“, sagði Bárður Jensson for-
maður Verkalýðsfélagsins Jökuls í
Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann.
„Til marks um hvernig efnahags-
ástandið er orðið hjá fólki má geta
þess að ásókn í lífeyrislán hefur
aldrei verið önnur eins og á síðasta
ári. Þá sóttu milli 30 - 40 Ólafs-
víkingar um lífeyrislán úr lífeyris-
sjóði Vesturlands en aðeins tvær
umsóknir komu héðan árið áður.
Til viðbótar voru nærri 30 umsókn-
ir um lán í lífeyrissjóði sjómanna
héðan á síðasta ári. Þessi lán hafa
þó alls ekki farið í framkvæmdir,
því hér hafa aðeins verið byggð 3
ný íbúðarhús á síðustu árum. Ibú-
um hér hefur fækkað. Þessi lán
hafa verið hrein og bein neyslulán
auk þess sem fólk er að bjarga eldri
lánum með nýjum. Þannig er ást-
andið“, sagði Bárður.
Atvinnuleysi í Ólafsvík er þó
nokkurt um þessar mundir, enda
Hraðfrystihúsið lokað sem er ár-
legur viðburður á þessum tíma.
Eini togarinn sem eftir er í Ólaf-
svík, Már SH-127, seldi erlendis
um jólin og er nú á ísfiskveiðum. 20
skip og bátar eru gerð út frá Ólaf-
svík og eru þau flest byrjuð veiðar.
7 bátar eru á línu og hafa veitt vel
frá áramótum, 5-8 tonn í róðri,
netabátar hafa veitt minna, 3-4
tonn í róðri. Þá eru nokkrir bátar
gerðir í fyrsta sinn út á snurvoð í
Breiðafirði en veiðar hafa gengið
dræmt til þessa.
Bárður sagði að mikið
hagsmunamál væri fyrir sjómenn á
Snæfellsnesi að Breiðafjörðurinn
væri opnaður meira fyrir to-
gveiðum og eins að leyft yrði að
sækja á miðin að sunnanverðu við
Nesið í Faxaflóa.
Veðurfar var með eindæmum
leiðinlegt á Snæfellsnesi um jólin
og langt fram á nýárið. Meiri snjó
hefur kyngt niður en dæmi eru um
á síðustu árum, og allar samgöngur
bæði á landi og í lofti gengið mjög
erfiðlega. Þá er einnig nokkur urg-
ur í Ólafsvíkingum vegna skertrar
símaþjónustu í bænum. Samkvæmt
boði yfirstjórnar Pósts og síma er
ekki lengur hægt að fá langlínu-
samtöl afgreidd í gegnum símstöð-
ina til síns heima, en oft gengur
mjög erfiðlega að ná sambandi út
úr bænum. Þykir Ólafsvíkurbúum
þetta mikil afturför, þar sem öll
símaþjónusta hefur verið þar með
mestum ágætum á liðnum árum.
-*g-
Sigurjón Pétursson: Hægri öflin f
landinu að koma sér upp upplýs-
ingamiðli sem nota á f áróðurs-
skyni.
Þorbjörn Broddason fjölmiðla-
fræðingur: Lfklegt að þetta sé upp-
hafið á öðru og meira.
Yfirlýsing
frá ritstjórn
Tímans
Starfsfólk á ritstjórn Tímans
harmar þá ákvörðun stjórnar Nú-
tímans, sem tekin var á ámdi henn-
! ar í dag, að ganga fram hjá Elíasi S.
Jónssyni ristjóra blaðsins, þegar
| ráðið var í starf ritstjóra hins nýja
hlutafélags. Lýsa starfsmenn yfir
fyllsta trausti á störf Elíasar S.
Jónssonar þau tæpu 3 ár, sem hann
hefur gegnt ritstjórastarfi. Er
starfsmönnum ritstjórnar óskiljan-
legt hvers vegna gengið var fram
: hjá einum reyndasta blaðamanni
íslenskra fjölmiðla, þegar ráðið var
í stöðu þá sem Elías S. Jónsson hef-
ur gegnt með slíkum ágætum
undanfarin ár. Jafnframt lýsa
i starfsmenn yfir furðu sinni á þeim
, vinnubrögðum sem viðhöfð voru
við þessa ákvörðun.
Björn
Bjarnason
er látinn
í gær lést í Reykjavík Björn
Bjarnason fyrrverandi formaður
Iðju félags verksmiðjufólks. Björn
var einn af stofnendum Kommún-
istaflokks íslands og átti sæti í mið-
stjórn hans og einnig í miðstjórn
Sósíalistaflokksins. Hann var
bæjarfulltrúi f Reykjavík frá 1934
til 1950. Björns verður nánar
minnst í Þjóðviljanuin.