Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1984
Stokkhólmsráðstefnan
Formsatriðin
Nú þegar Stokk-
hómsráðstefnan um öryggi
og frið í Evrópu er hafin
liggur fyrir að þar verða ekki
tekin til umræðu mál er varða
kjarnorkuvígbúnaðinn íálf-
unni. Vafasamt er einnig talið
að hugmyndir um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd og
kjarnorkuvopnalaust belti í
Mið-Evrópu komist á dag-
skrá, en reglur ráðstefnunn-
ar eru þess eðlis að þar verða
engar ákvarðanir nema um
þær ríki algjör eining. Engu
að síður er Stokkhólmsráð-
stefnan nú eini vettvangur-
inn þar sem fram fara við-
ræður um bætta sambúð og
slökun spennu íálfunni.
Fyrstu verkefni ráðstefnunnar
verða að fjalla nánar um dagskrá
ráðstefnunnar og hvaða málefni
þar verða tekin fyrir. Þá er reiknað
með því að ýmis ákvæði Helsinki-
sáttmálans frá 1977 um öryggi og
slökun spennú verði tekin til með-
ferðar, sérstaklega ákvæði sem
varða upplýsingamiðlun um heræf-
ingar og hernaðarframkvæmdir.
Ekki væri óeðlilegt að hugmynd-
ir um kjarnorkuvopnalaus svæði
kæmu einnig á dagskrá, en frétta-
skýrendur telja ósennilegt að
Bandaríkin ljái máls á slíkri um-
ræðu. Ríkisstjórn Olof Palme, sem
jafnframt er gestgjafi ráðstefnunn-
ar, hefur á alþjóðavettvangi reynt
að vinna fylgi við hugmyndir um
slík kjarnorkuvopnalaus svæði á
Norðurlöndum og í Mið-Evrópu.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar lýst
því yfir að hún muni ekki eiga
frumkvæði að slíkri umræðu á ráð-
stefnunni, og er það gert í samræmi
við þá hefð að gestgjafi ráðstefna af
þessu tagi haldi sig meira í bak-
grunninum.
Shultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna lýsti því yfir við komuna
til Stokkhólms, að ráðstefnan þar
gæti með engu móti komið í stað-
inn fyrir samningaviðræðurnar í
Genf. Hann sagðist hins vegar
vona að ráðstefnan leiddi til að-
gerða er draga myndu úr líkunum á
óvæntri árás eða mistúlkun upplýs-
inga. Sagðist hann vona að ráð-
stefnan leiddi til þess að öll hernað-
arstarfsemi í álfunni yrði opnari og
auðveldara yrði að fylgjast með og
segja fyrir um hernaðarumsvif í álf-
unni.
Það sem mesta athygli hefur vak-
ið fyrstu daga ráðstefnunnar eru
þeir viðræðufundir sem átt hafa sér
stað utan dagskrár, og þá sérstak-
lega þeir fundir sem Olof Palme og
Claude Cheysson utanríkisráð-
á dagskrá
Olof Palme hjálpar George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna úr
frakkanum við komuna tO Stokkhólms.
herra Frakklands áttu með Andrej
Gromyko á sunnudag. Palme sagði
eftir fundinn með Gromyko að
hann hefði gefið loforð um að So-
vétríkin myndu virða hlutleysi Sví-
þjóðar, en Palme hafði í viðræðun-
nm tekið upp hin ítrekuðu land-
helgisbrot óþekktra kafbáta við
sænska skerjagarðinn.
Fram kom að viðræður Gromy-
kos og Cheysson snérust fyrst og
fremst um málefni Mið-
Austurlanda og kom fram að á-
greiningur hefði komið fram á milli
ráðherranna.
Þeir George Shultz og Andrej
Gromyko áttu einnig með sér all-
langan fund þar sem þeir ræddu
vandamál í sambúð stórveldanna.
Hefur þar væntanlega skorist í
odda ef dæma má af ræðu þeirri
sem Gromyko flutti á þriðjudag á
sjálfri ráðstefnunni, en þar fór
hann hörðum orðum um núverandi
stjórn Bandaríkjanna og sagði
hana ekki hugsa um annað en
stríðsrekstur auk þess sem hann
líkti hinni stórauknu hervæðingu í
Bandaríkjunum við „brjálæðislega
ástríðu“.
Sovétríkin hafa ítrekað þá af-
stöðu sína, að þau telji tilgangs-
laust að hefja afvopnunarviðræður
í Genf á meðan uppsetningu nýrra
meðaldrægra eldflauga er haldið
áfram í Evrópu. Hins vegar sé Sov-
étstjórnin reiðubúin til samninga
verði horfið aftur til þess ástands
sem var áður en uppsetning þess-
ara vopna var hafin.
Árásarstefna
Bandaríkjanna
ógnun við Mð
sagði Gromyko í ávarpi sínu
á Stokkhólmsráðstefnunni
Uppsetning nýrra eldflauga
Bandaríkjanna, sem hafln hefur
verið á Vesturlöndum, stuðlar ekki
að alþjóðaöryggi eða öryggi þeirra
landa sem hafa tekið þá áhættu að
setja þær upp hjá sér. Hernaðar-
hyggja, óvinátta og styrjaldarbrjá-
læði er flutt til V-Evrópu með þess-
um eldflaugum. Þeir sem eru að
reyna að róa þjóðir V-Evrópu með
fölskum loforðum um frið í skugga
bandarískra eldflauga taka á sig al-
varlega ábyrgð vegna þessarar
blekkingar...
Þannig komst Andrej Gromyko
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
að orði í ávarpi sínu til StokkL
hólmsráðstefnunnar, þar sem hann
réðst mjög harkalega að því sem
hann kallaði „árásarstefnu Banda-
ríkjanna í utanríkismálum".
Hann sagði jafnframt að ef
Bandaríkin og önnur NATO-ríki
sýndu að þau væru reiðubúin til
þess að snúa aftui til þess ástands,
sem ríkti áður en uppsetning
bandarísku meðaldrægu eld-
flauganna hófst, þá væru Sovétrík-
in einnig reiðubúin til þess.
Gromyko sagði að ekki væri
lengra síðan en í gær að bandarískir
leiðtogar, bæði þeir sem bera axla-
skúfa og þeir sem ekki bera slíka,
hefðu rætt það sín á milli, hvernig
tryggja mætti Bandaríkjunum
sigur í kjarnorkustyrjöld með
hernaðarlegum yfirburðum. Sagði
Gromyko að hernaðaruppbygging
Bandaríkjanna í þessu skyni líktist
„brjálæðislegri ástríðu“. „í stuttu
máli er núverandi ríkisstjórn í
Bandaríkjunum ríkisstjórn sem
hugsar aðeins um styrjaldir og
hegðar sér samkvæmt því“, sagði
Gromyko.
Gromyko sagði að lausn kný-
jandi vandamála samtímans væri
að finna við samningaborðið, en
slíkar viðræður mættu ekki vera
notaðar sem dulbúningur fyrir
hernaðaráætlanir. Sagði Gromyko
að ekki væri hægt að semja um tak-
mörkun eldflauga á sama tíma og
verið væri að setja upp nýjar og
fleiri eldflaugar, slíkar viðræður
gætu aðeins orðið til þess að dylja
eigin stefnu Bandaríkjanna.
Þá gagnrýndi Gromyko fram-
ferði Bandaríkjanna í hinum ýmsu
heimshlutum, og nefndi þar sér-
staklega Líbanon, Grenada og
Mið-Ameríku. Um Mið-Ameríku
sagði hann: „Það er opinbert
leyndarmál hver sendir málaliða og
ofbeldismenn til Nicaragua, hver
er að gera Honduras að herstöð
sinni, hver heldur slátrarastjórn-
inni við völd í E1 Salvador. Það
vantar bara rannsóknarréttinn í því
landi. Hernaðarstefna er að vissu
leyti eins og eiturlyfjaneysla, en þó
enn hættulegri. Þegar farið er að
venjast henni krefst hún afkasta-
meiri aðferða til að drepa fólk,
verði ekki bundinn endir á þetta
með aðgerðum allra friðelskandi
afla.“
„Árásarstefna Bandaríkjanna í
utanríkismálum er sú hætta sem
ógnar friðnum mest núna“, sagði
Gromyko. Benti hann á að Banda-
ríkin hefðu á alþjóðavettvangi ver-
ið í hópi örfárra ríkja sem greitt
hefðu atkvæði gegn frystingu
Sendiherra Sovétríkjanna í Stokk-
hólmi tekur á móti Andrej Grom-
yko við komuna til Stokkhólms.
kjarnorkuvopna, gegn fordæm-
ingu á kjarnorkustyrjöld sem glæp
gegn mannkyninu og gegn tillögu
um ráðstafanir sem þyrfti að gera
til þess að koma í veg fyrir vígbún-
aðarkapphlaup úti í geimnum. Þá
ásakaði hann Bandaríkin og önnur
kjarnorkuveldi á ráðstefnunni fyrir
að hafa ekki viljað gangast undir
skuldbindingu um að beita ekki
kjarnorkuvopnum að fyrra bragði,
eins og Sovétríkin hefðu þegar
gert.“
„Það er ekki hægt að tala um
gagnkvæmt traust á milli ríkja á
sama tíma og verið er að vinna að
hugmyndum um kjarnorkustyrj-
öld“, sagði Gromyko. „Nú er þörf
á aðgerðum en ekki orðaleikjum,
sem svo oft hefur verið gripið til
upp á síðkastið í Washington. Þeir
eru merki um skammsýnar hug-
leiðingar og fólk þekkir nú orðið
vel, hvers virði slík brögð eru. Það
er alveg sama hversu menn
streitast við að ljúga - það er sama
hvort um grófa eða haganlega lýgi
er að ræða, - slíkt mun engu breyta
um hið raunverulega ástand mál-
anna. Það sem þörf er á er stefnu-
breyting - frá hernaðarstefnu og
árásarstefnu til stefnu friðar og al-
þjóðasamvinnu.. Mig langar til að
trúa því að leiðandi aðilar í Banda-
ríkjunum öðlist skilning á gildi
þeirrar stefnu, sem byggist á því að
setja samvinnu í stað haturs, af-
vopnunarviðræður í stað hnefa-
reglunnar“.
Eins og sjá má af þessum tilvitn-
unum í ræðu Gromykos var hann
óvenju berorður og talaði tæpi-
tungulaust. Hins vegar gefur ræða
hans ekki mikið tilefni til bjartsýni
um árangur af ráðstefnunni eins og
málum er nú háttað í álfunni. Til
þess að svo megi verða þarf enn
öflugri þrýsting friðarhreyfinganna
í austri og vestri. ólg.
Friðarhreyfingar þinga í Stokkhólmi:
Getum ekki beðið
eftir raunhæfum aðgerðum
Við skorum á þá Gromyko og
Shultz að samþykkja hver fyrir sig
að stöðva þegar allar tilraunir með
eða uppsetning á nýjum kjarnorku-
vopnum sem fyrsta áfanga í raun-
verulegri afvopnun. Þetta er hægt
að gera nú þegar með því gagn-
kvæma eftirliti sem er fyrir hendi
og án nokkurra undangenginna
samninga...
Þannig segir meðal annars í frétta-
tilkynningu þeirri sem fulltrúar
hinna óháðu friðarhreyfinga í Evr-
ópu og Norður-Ameríku sendu frá
sér á fundi þeim sem haldinn var í
síðustu viku í tilefni Stokkhólms-
ráðstefnunnar.
í fréttatilkynningunni sem jafn-
framt er ályktun fundar friðar-
hreyfinganna segir að uppsetning
nýrra eldflauga í Austur- og
Vestur-Evrópu sé áfall fyrir allt
starf í þágu gagnkvæms trausts og
öryggis í álfunni. Bent er á að þar
sem uppsetning þessara eldflauga
hafi leitt af sér að slitnað hafi upp
úr öllum afvopnunarviðræðum, þá
sé Stokkhólmsráðstefnan eini pól-
itíski vettvangurinn þar sem af-
vopnun sé formlega á dagskrá.
Hins vegar sé svo um hnútana búið
að raunveruleg afvopnun komist
ekki á dagskrá í Stokkhólmi fyrr en
1987.
„Miljónir manna í löndum okkar
þrá að raunveruleg skref verði stig-
in í átt til slökunar og afvopnunar
og geta ekki beðið svo lengi. Þetta
fólk biður um nýja stefnu en ekki
um nýjar tálsýnir. Innantóm orðog
andlitslyftingar munu einungis
auka á þann trúnaðarbrest sem
þegar hefur skapast á milli
stjórnvalda og fólksins."
Þá skora fulltrúarnir á Breta og
Frakka að stöðva uppbyggingu
kjarnorkuvopna í þessum löndum,
þar sem hún valdi vaxandi spennu í
álfunni. Þá skora fulltrúarnir á öll
þátttökuríkin í ráðstefnunni að
nota þetta tækifæri til þess að grípa
til eigin frumkvæðis í þeim tilgangi
að skapa gagnkvæmt traust, til
dæmis með því að stöðva eða hætta
uppsetningu nýrra vopna, hvort
sem um hefðbundin vopn sé að
ræða, efnavopn eða kjarnavopn.
Ættu slíkar reglur að gilda að
minnsta kosti á meðan á ráðstefn-
unni stendur.
Fulltrúarnir segja að friðar-
hreyfingarnar muni halda áfram
andstöðu sinni við nýju eld-
flaugarnar og krefjast þess að þær
verði teknar niður. Þá segjast þeir
einnig munu leggja aukna áherslu á
andstöðu við nýjar hugmyndir um
stríðsrekstur í háloftunum og ný
vopn í þeim tilgangi. Þá segjast
samtökin styðja hugmyndir um
kjarnorkuvopnalaus svæði sem
skref í áttina að kjarnorkuvopna-
lausri Evrópu.
Þá segir í ályktuninni að friðar-
hreyfingarnar muni taka af fullri
alvöru þeim tillögum sem komið
hafa frá ríkjum A-Evrópu, þar sem
farið sé fram á að unnið sé að
„gagnkvæmu trausti“ og „gagnk-
væmu öryggi" og að eðlilegum
„samskiptum" sé viðhaldið.
„Traust á miili austurs og vesturs
verður aldrei áreiðanlegt nema það
sé byggt á slökunarstefnu er nái til
allra hópa þjóðfélagsins, og við
munum halda áfram að vinna að
því markmiði.“
Þá segir að lokum að friðar-
hreyfingarnar muni fylgjast með
Stokkhólmsráðstefnunni af athygli
óg nota tækifærið til að kynna sínar
eigin hugmyndir um það hvernig
byggja megi upp gagnkvæmt traust
austurs og vesturs.
ólg.