Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 7
Föstudagur 20. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Tillögur Alþýðubandalagsins
á Akureyri um atvinnumál:
Sókn til
uppbyggingar
í iðnaði
Stutt verði við bakið á
þeim fyrirtœkjum sem fyrir
eru en berjast í bökkum
Alþýðubandalagið á Akureyri
hefur lagt eftirfarandi tillögur til
uppbyggingar og stuðnings at-
vinnulífinu í bænum, fram í bæjar-
ráði og munu þær koma tii umfjöll-
unar í bæjarstjórn nk. þriðjudag.
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir
áhyggjum sínum af horfum í at-
vinnumálum við Eyjafjörð og þeim
búferlaflutningum, sem átt hafa sér
stað úr byggðum Eyjafjarðar til
höfuðborgarsvæðisins á síðustu
misserum. Varað er við afleiðing-
um þess að ráðist verði í fjölmargar
stórframkvæmdir á suðvestur
homi landsins á sama tíma og eng-
ar meiriháttar framkvæmdir af
hálfu stjórnvalda eru í sjónmáli á
Eyjafjarðarsvæðinu. Bæjarstjórn-
in beinir til ríkisstjórnarinnar að
hún geri allt sem í hennar valdi
stendur til að koma í veg fyrir á-
framhaldandi búseturöskun við
Eyjafjörð. Bæjarstjórnin telur að
fjármagn til atvinnuuppbyggingar
nýtist best með því að styðja við
þau fyrirtæki, sem þegar eru fyrir á
svæðinu en berjast nú í bökkum,
auk þess sem undirbúin verði sókn
til alhliða uppbyggingar í iðnaði á
næstu ámm. Varðandi nærtæk og
mikilvæg verkendi, sem snúa að
stjórnvöldum í þessu sambandi,
bendir Bæjarstjórnin á eftirfar-
andi:
1. Tryggð verði eðlileg endumýjun
íslenska fiskiskipaflotans með
skipasmíðum innanlands þannig
að ekki þurfi að koma til stór-
fellds innflutnings á fiskiskipum
að nokkrum árum liðnum.
Bæjarstjórnin skorar á ríkis-
stjórnina, sem handhafa meiri-
hluta hlutafjár í Slippstöðinni
h.f., að hún beiti sér fyrir fjár-
hagslegri fýrirgreiðslu til Slipps-
töðvarinnar þannig að hún geti
nú þegar gengið til samninga við
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
um smíði nýs togara fyrir fé-
lagið.
2. Ríkisstjórnin tryggi að Útgerð-
arfélagi Akureyringa verði út-
hlutað aflakvóta miðað við 5
skip í rekstri félagsins, sem er sá
fjöldi skipa, sem Útgerðarfélag-
ið hefur ávallt gert út á undan-
förnum árum og raunar sá fjöldi
skipa, sem enn eru í eigu félags-
ins. Bæjarstjórnin telur fráleitt
að tímabundin rekstrarstöðvun
eins togara hafi áhrif á væntan-
. lega útreikninga á aflakvóta
vegna útgerðar á vegum félags-
ins.
3. Auknu fjármagni verði veitt til
opinberra framkvæmda á Akur-
eyri og m.a. verði tryggt að unnt
verði að ljúka byggingu Verk-
Gegn framvísun
þessa miða færð
þú 12 %
kynningar-
afslátt
á plötum
í nýrri og
endurreistri
STUÐ-búð.
menntaskólans á næstu 5 árum.
Ákvöðun verði tekin um að
kennsla á háskólastigi hefjist á
Akureyri haustið 1985 og tryggt
verði fjármagn þannig að
kennsla í iðnhönnun við Mynd-
listaskólann á Akureyri geti haf-
ist þegar næsta haust.
Uppbyggingu opinberrar þjón-
ustu á næstu árum verði í mun
meira mæli en hingað til beint til
staða utan höfuðborgarsvæðis-
ins með hliðsjón af aðstæðum í
einstökum tilvikum. Athugun
verði gerð á hagkvæmni þess að
flytja ákveðnar opinberar þjón-
ustustofnanir til Akureyrar,
einkum stofnanir, sem í raun
þjóna landsbyggðinni eða
atvinnulífi á landsbyggðinni í
ríkara mæli en höfuðborgar-
svæðinu s.s. Vegagerð ríkisins
og Sölustofnun lagmetis.
{ Laugavegi 20 Sími27670
5. Skapaðar verði.forsendur fyrir
stórsókn í almennri iðnaðarupp-
byggingu hér á landi á næstu
árum ma. með því að tryggja
lánasjóðum iðnaðarins aukið
fjármagn þannig að þeir geti
staðið undir eðlilegum lán-
veitingum til nýfjárfestinga og
með því að veita auknu opin-
beru fjármagni til að styrkja
rannsóknir, vöruþróun og sölu-
aðgerðir á erlendum mörkuð-
um.
Varðandi þróun atvinnulífsins til
lengri tíma og umræður um orku-
frekan iðnað við Eyjafjörð leggur
bæjarstjórnin áherslu á að fullt
samráð verði haft við heimamenn
um athuganir og ákvarðanir hér að
lútandi. Að mati bæjarstjómar er
forsenda þess að orkufrekur iðnað-
ur rísi við Eyjafjörð sú, að lífríki
fjarðarins verði ekki stefnt í hættu,
að tryggt verði forræði íslendinga
yfir hugsanlegu iðjuveri og að
gengið verði frá orkuverði og
öðmm þáttum þannig að rekstur-
inn skili þjóðinni viðunandi efna-
hagslegri arðsemi. Leggur bæjar-
stjórnin áherslu á að-öllum athug-
unum í þessu sambandi verði
hraðað svo sem frekast er kostur.
Minning
i '
Magnús Jónsson
bankastjóri
Að kveðjustund er komið. Treg-
asár minning um mætan dreng og
sannan geymist í muna. Fyrir
eyrum mér ómar: Orð skulu
standa. Það voru hans orð, það
voru einkunnarorð allra hans
verka.
Aðrir munu rekja ævitíð hans,
ótal störf í þjóðar þágu. Litríkan og
farsælan feril fjölbreyttra athafna á
hinum ýmsu sviðum.
Menn minnast hins harðgreinda
og harðduglega manns, sem hasl-
aði sér ungur völl í orrahríð
stjórnmálanna, en kom úr hverri
hríð ósár og hvergi kalinn.
Menn muna ráðherratíð hans,
framgöngu sem enn er minnzt að
makleikum jafnt af samherjum
sem andstæðingum. Bankastjórinn
er mönnum ferskur í minni. Á-
reiðanlegur, atorkufullur og um-
fram allt: Orð skyldu standa. En
fyrst og síðast minnast menn ann-
ars vegar hetjusögu hans síðustu
árin og þess afreks að stunda erfitt
og vandasamt starf af samvizku-
semi þess, sem aldrei unni sér
hvfldar, og hins vegar ljúflingsins
glettna og gamansama á góðri
stund, sem leikið gat á als oddi,
þrátt fyrir alla erfiðleika.
Margra samverustunda er mér
ljúft að minnast með þökk þess
trega, sem yfirskyggir allt í dag.
Magnús setti sannarlega svip á sína
samtíð, heilsteyptur hæfileikamað-
ur, prúðmennið og reglumaðurinn,
sem lagði alúð við hvert sinna
smæstu verkefna. Hvergi var kast-
að til höndum. Harðfylgni og lip-
urð fóru saman. Grómlaus glettni
og glöggskyggn rökfesta fylgdust
að.
Samstarf síðustu ára þakka ég
hrærðum huga og heilladís hans,
afrekskonunni Ingibjörgu eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Og ofar öllu í minningastefi hug-
ans um Magnús Jónsson vakir þessi
vængjaða setning: Orð skulu
standa.
Blessuð sé
skaparmanns.
minning dreng-
Helgi Seljan.
Alþýðubandalagið
ræðir stefnuna í
sjávarútvegi.
Svavar Gestsson
Jóhann Antonsson
Kristján Asgeirsson
Engilbert Guömundsson
Ráðstefna um
sjávarútvegsmál
Haldin dagana 21. og 22. janúar að Hverf isgötu 105 í Reykjavík
Alþýðubandalagið gengst fyrir ráðstefnu nú um
helgina, 21. og 22. janúar um sjávarútvegsmál. Ráð-
stefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 Reykjavík
og hefst kl. 13 á laugardag og kl. 10 árdegis á sunnu-
Laugardagur 21. Janúar
Kl. 13.00 Setning: Svavar Gestsson, form. Alþýðubandalagsins.
Kl. 13.15 Erindi:
1. Eignarhald og skipulag í sjávarútvegi:
Jóhann Antonsson, Dalvík.
2. Rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins og framtíðarhorfur:
Kristján Ásgeirsson, Húsavík.
3. Stjórnun fiskveiða:
Engilbert Guðmundsson, Akranesi.
4. Kjör verkafólks í sjávarútvegi:
Þorbjörg Samúelsdóttir, Hafnarfirði, og
Hreggviður Davíðsson, Selfossi.
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Fjárfesting og arðsemi í sjávarútvegi:
Björn Arnórsson, hagfræðingur.
Staða sjávarútvegsins í þjóðarbúinu og horfur á árinu 1984:
Lúðvík Jósepsson
dag. Hún er haldin í samræmi við ákvörðun Lands-
fundar Alþýðubandalagsins með hliðsjón af mikil-
vægi sjávarútvegsins og þeim erfiðu aðstæðum sem
hafa skapast í atvinnugreininni að undanförnu.
Kl. 16.45 Ávarp:
Jóhann J. E. Kúld
Kl. 17.15 Umræður og fyrispurnir
Kl. 19.00 Ráðstefnu frestað.
Sunnudagur 22. janúar
Kl. 10.00 Hópumræður
Kl. 12.00 Hádegisverðarhlé
Kl. 14.00 Almennar umræður og niðurstöður
Kl. 18.00 Ráðstefnuslit.
RÁÐSTEFNUSTJÓRAR:
Brynjólfur Oddson, Dalvík ?
Skúli Alexandersson, Hellissandi
Þátttakendur ráðstefnunnar skrái sig í dag á skrifstofu
Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105-sími 17500.
I
&
I
<5
öj‘
Þorbjörg Samúelsdóttir Björn Arnórsson
Lúövik Jósepsson
Jóhann J.E. Kúld
Brynjólfur Oddsson
Skúli Alexandersson