Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN'Föstudagur 20. janúar 1984
Alþýðu-
leikhúsið
leggur
Hótel
Loftleiðir
undir sig
Tveir
einþáttungar
frumsýndir
í kvöld
Viðar Eggertsson og Helgi Björnsson í hlutverkum sínum í „Tilbrigði við önd“. Ljósm. -atli
Sólveig Pálsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Ellert A. Ingimundarson í
hlutverkum sínum í „Kynórum“. Ljósm. -atli.
Andardráttur
í kvöld kl. 20.30 frumsýnir Al-
þýðuleikhúsið tvo einþáttunga
undir samheitinu „Andardráttur“
að Hótel Loftleiðum. Alþýðuleik-
húsið er „á götunni“ eins og sagt er,
en þarna hefur það fengið „ekta
leikhús“ upp í hendurnar, - 100
manna sal með mjúkum sætum,
nýju leiksviði og öllum græjum. Að
auki býður hótelið upp á leikhús-
steik á kr. 194, sem gestir geta gætt
sér á fyrir sýnigar og í hléi og eftir
sýningu verða aðrar veitingar á
boðstólum.
Einþáttungarnir tveir heita
„Kynórar“ og „Tilbrigði við önd“
og eru eftir ungan bandaríkja-
mann, David Mamet. Mamet var
23 ja ára gamall þegar hann skrifaði
„Tilbrigði við önd“ og hafa einþátt-
ungarnir bæði verið sýndir sinn í
hvoru lagi og saman.
Umfjöllunarefni „Andardrátt-
ar“ er náttúran í manninum og
maðurinn í náttúrunni. í „Kynór-
um“ er fjallað um meira og minna
afbakaðar hugmyndir fjögurra
ungmenna um lífið, - kynlífið og
tilveruna og hvernig þeim gengur
að púsla þessum hugmyndum sín-
um saman við líf sitt. Svanhildur
Jóhannesdóttir leikstjóri og leik-
hópurinn önnuðust þýðingu verks-
ins og leikendur eru Ellert A. Ing-
imundarson, Kjartan Bjargmunds-
son, Sólveig Halldórsdóttir og Sól-
veig Pálsdóttir.
„Tilbrigði við önd“ snýst um
manninn í náttúrunni, - hvernig
maðurinn er við náttúruna og um
skoðanir og samband tveggja
manna úti í garði. Þýðingu gerði
Árni Ibsen og leikendur eru Helgi
Björnsson og Viðar Eggertsson.
Leikstjóri er Svanhildur Jóhannes-
dóttir. Lýsingu í „Andardrætti"
annaðist Ingvar Björnsson.
Miðasala er opin sýningardaga
frá kl. 17 og síminn er 22322 í gegn-
um skiptiborð hótelsins. Önnur
sýning er á laugardagskvöld 21.
janúar kl. 20.30. Sýningartími er
við það miðaður að fólk geti not-
fært sér áætlunarferðir á vegum
Kynnisferða kl. 20 frá Hlemmi og
til baka eftir sýningu eða Vífil-
staðastrætó 5 mínútur fyrir heila tí-
mann úr Lækjargötu.
Avarp vegna sjóslyss-
ins við Bjarneyjar
Jóhannes Árnason, sýslumað-
ur, Ellert Kristinsson, oddviti og
Gísli H. Kolbeins, sóknarprestur
í Stykkishólmi, hafa sent frá sér
eftirfarandi ávarp vegna sjó-
slyssins sem varð við Bjarneyjar
31. október 1983:
„Frásagnir af slysförum birtast
jafnótt og slysin verða. Öllum
mun því kunnugt um sjóslysið við
Lón í Bjarneyjum mánudaginn
31. október 1983, þar sem 3 úr
áhöfn Hafarnar SH 122 fórust.
Frásagnir af því yfirgripsmikla
leitarstarfi sem hefir verið innt af
höndum frá þeim degi hafa ekki
verið miklar. Leitað hefir verið
alltafþegarmögulegt var. Árang-
ur leitarinnar er, að einn hinna
látnu fannst og mikil þekking og
reynsla hefir fallið þeim í skaut,
sem lagt hafa fram tæki, búnað og
mannafla til fjöiþúsunda dags-
verka við leit. Enginn hefir hreyft
úrtölum og einbeittur hugur hefir
fylgt áreynslufrekum athöfnum
þar sem óbilandi kjarkur hefir
fengið að reyna sig við misblíðar
náttúrufarsástæður.
Það fjármagn, sem leitin hefir
kostað er ótvírætt mikið og hefir
sjálfsagt komið við sjóði þeirra
björgunarsveita og einstaklinga,
sem lagt hafa til tæki sín og bún-
að, báta sína og önnur flutnings-
tæki.
Við undirritaðir heitum því á
alla velviljaða, sem lesa þetta
ávarp að leggja nokkuð af mörk-
um til þess að styðja við veiga-
mikil störf þeirra leitar- og björg-
unaraðila, sem hér eiga hlut að
máli. Framlögum geta þeir, sem
vilja styðja þá komið á framfæri
með því að leggja inn á spari-
sjóðsávísanareikning nr. 2214-3
við útibú Búnaðarbanka íslands í
Stykkishólmi. Auðvelt er að gera
það í hvaða sparisjóði eða banka
sem er með C-gíró seðli.
Einnig geta þeir sem vilja veita
fjárstuðning þeim aðilum, sem
urðu fyrir verulegri röskun á
högum vegna slyssins á sama hátt
komið framlögum sínum á fram-
færi með því að leggja þau í spari-
sjóðsávísanareikning nr. 2215-1
við sömu stofnun.
Við undirritaðir viljum reyna
að skipta því sem safnast á sem
réttastan hátt milli þeirra sem
hlut eiga að máli við vertíðarlok í
vor. Við væntum að allir velunn-
arar björgunarstarfs og vinir
Stykkishólms leggi góðu málefni
lið og þökkum fyrirfram sér-
hverjum sem leggur lóð sitt á vog-
arskálina til góðs.
Guð blessi glaðan gjafara".