Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 19

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 19
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurösson Helgar- sportið Knattspyrna Kl. 10 í fyrramálið hefst íslands- mótið í innanhússknattspyrnu 1984 í Laugardalshöllinni. Eins og áður hefur komið fram, verður það tvískipt í þetta skiptið. Nú um helg- ina verður leikið í 2. og 4. deild og að auki í einum riðli af þremur í kvennaflokki. Síðari hlutinn fer fram í endaðan febrúar. í fyrramálið hefst keppni kl. 10 með tveimur kvennaleikjum, Víðir- Víkingurog síðan Breiðablik-Fram. Morgundagurinn verður síðan nánast eingöngu helgaður 4. deildinni og verður hún kláruð eins og hún leggur sig. Síðasti leikurinn þar, milli Arvakurs og Tálknafjarð- ar, verður flautaður á stundvíslega kl. 19.36 annað kvöld. Á sunnudagsmorgun verður ein- nig byrjað kl. 10 en nú er það 2. deildin sem situr í fyrirrúmi þó kvennaleikjum sé skotið inná milli. Fyrsti leikurinn er milli Léttis og Fteynis Sandgerði, þá taka við Víðir og Austri, og síðan koll af kolli. Keppni 2. deildar verður lokið á sunnudagskvöldið og þar er einnig stefnt að því að síðasti leikur hefjist kl. 19.36. Þar eigast við Eyjafjarð- arliðin Árroðinn og Þór Akureyri. Sextán lið leika í 2. deild, sem og í hinum deildunum þremur og alls staðar er leikið í fjórum riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli leikur í næstu deild fyrir ofan árið 1985 en það neðsta fellur. Við greindum frá því í síðustu viku hvernig riðlarnir í hinum einstöku deildum eru skip- aðir. Handbolti Alls staðar frí nema í 2. flokki karla. Þar hefst keppni í kvöld á þremur stöðum, kl. 19 í Seljaskóla í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og kl. 20 í Vestmannaeyjum. Leikið verður áfram á morgun og sunnu- dag. Körfubolti Frí verður í úrvalsdeildinni en í 1. deild kvenna leika Snæfell- Njarðvík í Borgarnesi kl. 20.30 í kvöld, Snæfell-IR á sama stað kl. 14 á morgun, KR-Haukar í Haga- skóla kl. 21.30 á sunnudag og IS- Njarðvík í Kennaraháskólanum kl. 20 á mánudagskvöld. Skallagrím- ur mætir ÍS í 1. deild karla í Borg- arnesi kl. 19 í kvöld og Fram leikur við Grindavík í Hagaskólanum kl. 20 á sunnudagskvöldið. f yngri flokkum verður um helgina leikið í Borgarnesi, Sandgerði, Haga- skóla, Hafnarfirði og Njarðvík. Blak Víkingsstúlkurnar leika 2 leiki í 1. deild kvenna norðan heiða. Gegn Völsungi að Ýdölum kl. 20 í kvöld og gegn KA í Glerárskóla á Akur- eyri kl. 15 á morgun. Á morgun verða svo þrír leikir í Digranesi í Kópavogi, HK-Þróttur í 1. deild karla kl. 14, HK.2-Breiðablik í 2. deild karla kl. 15.20 og Breiðablik- ÍS í 1. deild kvenna kl. 16.40. Badminton Meistaramót ÍA í unglingaflokki verður haldið í íþróttahúsinu á Akr- anesi á morgun og á sunnudag. Á sunnudag fer fram í TBR-húsinu í Reykjavík meistaramót TBR í öðlinga- og æðstaflokki. Júdó Einstaklingskeppni drengja verður haldin í íþróttahúsi Kennaraháskólans á morgun, laugardag, og hefst kl. 15. Sund Unglingameistaramót Reykja- víkur verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudaginn. Þrjár umferðir eftir af forkeppni 1. deildarinnar: Hörkukeppni fjögurra liða um tvö sæti er framundan Nú er einungis þremur umferð- um ólokið af forkeppni 1. deildar karla í handknattleik. Þessari keppni er hægt að finna flest til for- áttu, en það breytir engu um að í vændum er gífurleg keppni fjögu- rra liða um tvö sæti í úrslitakeppn- inni um meistaratitilinn. Þessi félög eru Víkingur, Þróttur, KR og Stjarn- an. Víkingar eru með 12 stig, Þrótt- ur 11, KR 10 og Stjarnan 9. FH með 22 stig og Valur með 17 eru þegar komin í úrslitin en Haukar með 3 stig og KA með 2 stefna beint niður í 2. deild á ný. Lítum á hvaða leiki þessi fjögur eldlínulið eiga eftir: Sigurjón Guðmundsson úr Stjömunni skorar gegn KR. Lið hans virðist eiga betri möguleika en KR þrátt fyrir að vera stigi neðar. Víkingur: KA (úti), KR og Val. Þróttur: Val, Hauka (úti) og Stjörnuna (heima). KR: FH (úti), Víking og KA (úti). Stjarnan: Hauka (heima), KA (heima), og Þrótt (úti). Þegar þetta er skoðað nánar kemur í ljós að Stjarnan á mjög góða möguleika, gæti verið komin með 13 stig fyrir síðasta leikinn gegn Þrótti. Víkingur ætti að fara í 14 stig með sigri á KA, Þróttur í 13 með sigri á Haukum og KR í 12 með sigri á KA. Þá er komið að innbyrðis leikjunum sem ráða væntanlega úrslitum. KR á erfið- ustu leikina framundan, verður a.m.k. að fá tvö stig útúr leikjunum eins í 12. sæti, en hann er reyndar að ná sér á strik eftir veikindi sem hindruðu hann í að keppa á síðasta ári. við FH og Víking til að eiga mögu- leika. Valsmenn koma til með að verða miklir örlagavaldar, þeir I eiga eftir að mæta bæði Þrótti og | Víkingi. En leikirnir sem mest kémur til með að byggjast á eru j KR-Víkingur í 13. umferðinni : þann 12. febrúar og Þróttur- Stjarnan í lokaumferðinni 19. fe- brúar. Á það skal síðan minnt, að verði lið jöfn, t.d. í 4.-5. sæti deildarinn- ar, ræður markatalan ekki úrslit- um, heldur innbyrðis leikir við- komandi liða. f því efni er nú þegar ljóst að KR hefur vinninginn fram yfir Þrótt (20-14 og 17-17), Stjarn- an yrði ofan við KR (15-15 og 22- 18), Þróttur yrði ofar Víkingi (19- 20 og 28-25) og Víkingur yrði ofar Stjömunni (21-22 og 30-21). Þrótt- ur vann Stjörnuna 22-18 í fyrri leik liðanna og Víkingar sigruðu KR 21-19 í fyrri umferðinni. Það verð- ur því hart bitist um mörk og stig í þessum leikjum sem eftir eru. Margir af fremstu frjálsíþrótta- mönnum Breta dvelja um þessar mundir í Ástralíu vegna hentugra aðstæðna þar á þessum árstíma. Auk þessara tveggja heldur Steve Cram, 1500 m hlauparinn frægi, þar til og verður þar framá vorið. Hlaupagikkirnir eru að sjálfsögðu allir að stefna á sem bestan árangur á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Pupko og félagar í Maccabi El- Zion glíma við Spánverjana í Barcelona í undarúrslitunum. Maccabi mœtir Barcelona Maccabi El-Zion, ísraelska liðið sem sló KR útúr Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik síðustu helgi, mœtir Barcelona frá Spáni í undanúrslitum keppninnar. Liðfrá Ungverjalandi og Júgóslavíu mœt- ast í hinum undanúrslitaleiknum. Tatabanya, FH-banarnir í IHF-keppninni, leikur við Gross- wallstadt frá V. Þýskalandi í unda- núrslitum, og hin viðureignin þarer Gladsaxe/HG frá Danmörku gegn Trnava frá Tékkóslóvakíu. Þróttarar á toppinn Þrótturfrá Neskaupstað tókfory- stuna í suð-austurriðli 2. deildar karla í blaki um síðustu helgi. Þá kom Samhygð í heimsókn og lék tvo leiki, Þróttur vann þann fyrri 3-0 og þann síðari 3-1. Hængsmót á Akureyri íþróttafélag fatlaðra vill koma því áframfœri til sinna félagsmanna að þeir sem œtla að taka þátt í Hœngsmótinu á Akureyri 10. mars skuli láta skrá sig fyrir 31. janúar hjá þjálfurum. Keppnisgreinar eru bogfimi, borðtennis, lyftingar og boccia. Spánn tap- aði heima Ungverjar unnu óvœntan en góð- an sigur á Spánverjum í landsleik í knattspyrnu í fyrrakvöld. Leikið var í Cadiz á Spáni og Ungverjar unnu 1-0 með marki Garaba um miðjan síðari hálfleik. Spánverjar byrja því ekki glœsilega undirbún- inginn fyrir úrslit Evrópukeppni landsliða nœsta sumar. Áhugamaður um ensku knatt- spyrnuna sem gaukaði að okkur nokkrum „molum“ fyrir skömmu, hefur sent annan skammt sem vafalítið endist fyrst um sinn. Hér kemur sýnishorn: Negrar hafa sett mikinn svip á ensku knattspyrnuna undanfarin ár og rutt sér inní enska landslið- ið. En hvernig skyldi úrvalslið negra þar í landi líta út? Hér er ein hugmynd: 1. Alex Williams, Man. City 2. Vlv Anderson, Nottm.For. 3. Danny Thomas, Tottenham 4. Bob Hazell, Leicester 5. Chris Whyte, Arsenal 6. Paul Davis, Arsenal 7. John Chiedozie, Notts Co 8. Mark Chamberlain, Stoke 9. John Barnes, Watford 10. Danny Wallace, South.ton 11. Cyrille Regis, WBA Þann 18. september 1948 enduðu 9 af 11 leikjum 1. deildar- innar ensku með jafntefli. Slíkt hafði ekki gerst fyrr, og reyndar ekki síðar, og því vænlegra fyrir getraunaspámenn að spara x-in. FIFA, alþjóða knattspyrnu- sambandið, var formlega stofnað í París 21. maf 1904. Stofnþjóð- irnar voru aðeins 7, þ.e. Dan- mörk, Svíþjóð, Spánn, Holland, Belgía, Frakkland og Sviss. Árið 1982 voru hinsvegar komnar 152 þjóðir í sambandið. Derek Dooley hét markama- skína ein á 6. áratugnum. Hann Enskir punktar Bobby Charlton skoraði mark í sínum fyrsta leik - gegn Charlton! lék með Sheff.Wed. í 2. deild og náði þeim merka áfanga að skora 62 mrök í 61 leik. Þar af gerði hann 40 mörk í fyrstu 30 leikjun- um. Meiðsli bundu enda á atvinnumennsku hans eftir 62 leiki. Keppnistímabilið 1966-67 vann Celtic öll þau mót sem liðið tók þátt í. Evrópukeppni meistaraliða, skosku 1. deildina, skoska bikarinn, skoska deilda- bikarinn og Glasgow-bikarinn. Aston Villa á markametið í en- sku 1. deildinni, skoraði 128 mörk keppnistímabilið 1930-31. Bobby Charlton skoraði sitt fyrsta deildamark í sínum fyrsta leik með Manchester United árið 1956. Að sjálfsögðu var markið gert gegn Charlton! Keppnistímabilið 1957-58 varð Manch. City í 5. sæti í 1. deild. Liðið skoraði 104 mörk en fékk á sig 100. Það var aðeins í einum leik sem City náði ekki að skora og tókst aðeins að „halda hreinu“ í fjórum leikjum. Þeir hljóta að hafa spilað sóknarfótbolta... Dave Watson, fyrrum leik- maður Rotherham, Sunderland, Manch.City, Werder Bremen, Southampton, Stoke og enska landsliðsins, leikur nú með Der- by County. Hann er orðinn rúm- lega 37 ára og er enn í framför að sögn kunnugra, enda er áhuginn svo mikill hjá kappanum að fram- kvæmdastjóri Derby, Peter Tayl- or, hefur lýst því yfir að eina leiðin til að fá Watson til að hætta að leika knattspyrnu væri að skjóta hann... -VS Bretarnir undirbúa s sig í Astralíu Alan Wells, sá snjalli sprett- hlaupari, vann tvö örugga sigra, í 100 og 200 m hlaupi, á frjálsíþrótta- móti í Melbourne í Ástralíu fyrr í þessari viku. Landi hans, heimsmethafinn í 5000 m hlaupi, David Moorcroft, olli hins vegar vonbrigðum í sinni grein, varð að- -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.