Þjóðviljinn - 10.02.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1984, Síða 7
Föstudagur 10. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Settar verði reglur um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða Fjölgar hjá stórveldum Nema hjá Kínverjum sem hefur stórfœkkað þessu tímabili (1982), en eitt nýtt bæst í hópinn, þ.e. Finnland þann 1. mars 1983. Tillaga sú til þingsályktunar um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða hérlendis sem Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram á AI- þingi styðst við heimildir í Vínar- samningnum, sem ísland gerðist aðili að með lagasetningu á Alþingi 1971. Tillagan snýst um það að Al- þingi feli rfkisstjórninni að setja reglur um takmarkanir á umsvif- um erlendra sendiráða hérlendis, m.a. varðandi fjölgun sendiráðs- manna, byggingu og kaup fasteigna og rekstur skrifstofa með tilliti til smæðar islensks samfélags og hlið- sjón af umfangi starfsemi íslensku utanríkisþjónustunnar í löndum sem ísland hefur stjórnmálasam- band við. ísland hefur nú stjórnmálasam- band við 75 ríki, þar af eru sendi- herrar tilnefndir gagnkvæmt í 53 löndum. Hér á landi eru starfandi sendiráð Bandaríkjanna, Bret- lands, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Kína, Noregs, Sovét- ríkjanna, Svíþjóðar, Tékkóslóvak- íu, Sambandslýðveldisins Þýska- lands og Þýska alþýðulýðveldisins. í greinargerð með þingsályktun- artillögunni er birt yfirlit um fjölda erlendra starfsmanna við sendiráð- in og fjölskyldur þeirra frá janúar 1979 og janúar 1984. Taflan frá 1984 er birt með fréttinni: „Af j þessu yfirlit sést að Sovétríkin hafa hér mestan fjölda erlendra starfs- manna, eða 37 talsins, og hefur þeim fjölgað um 2 frá því fyrir 5 árum. Næst koma Bandaríkin með 22 erlenda starfsmenn, einum fleiri en 1979. Frakkland er hið þriðja í röðinni með 10 starfsmenn, en önnur ríki þaðan af færri. Hefur í engu tilviki nema hjá Sovétríkjun- um og Bandaríkjunum verið um að ræða fjölgun erlendra starfs- manna, og 6 sendiráð af alls 12 hafa fækkað erlendu starfsfólki á þessu tímabili. Sérstaka athygli vekur hin mikla fækkun starfsmanna hjá kín- verska sendiráðinu, eða úr 20 í 6 starfsmenn. Eitt sendiráð, hið pólska, hefur hætt starfsemi á 1 Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna á íslandi: Hann stjómar að sjálfum sér meðtöldum 41 starfsmanni, 22 Bandaríkja- mönnum og 19 íslendingum. 33 tefjast og I fjölskylduliði banda- ríska sendiráðsins, þannig að heildarfjöldinn er 74. 19 íslendingar hjá Bandaríkjamönnum Fjöldi erlendra starfsmanna segir þó engan veginn alla sögu um starfsmannahald sendiráðanna, því að hjá sumum þeirra starfa ís- lendingar. Þannig störfuðu 19 ís- lendingar í sendiráði Bandaríkj- anna í ársbyrjun 1984, en enginn íslendingur í sendiráði Sovétríkj- anna. Að þeim meðtöldum var svipaður heildarfjöldi starfsmanna hjá sendiráðum þessara stórvelda. Starfsmenn bandaríska sendiráðs- ins töldust þá skv. upplýsingum utanríkisráðuneytisins 22 - 19 - 41 talsins, en hjá sovéska sendiráðinu 37. Þegar fjölskyldulið er meðtalið er fjöldi á vegum bandaríska send- iráðsins 74 og á vegum sovéska sendiráðsins 80 manns. Ennfremur kemur fram að nokkur aukning mun hafa orðið á fasteignum sumra sendiráða á sl. 5 árum, og tvö sendiráð eiga lóðir isem ekki hefur enn verið byggt á. Bandaríska sendiráðið hefur feng- ið úthlutað stórri lóð í nýja mið- bænum í Reykjavík. Skýr ákvæði í Vínarsamningi í greinargerðinni er vitnað m.a. sérstaklega til 11. og 12. greinar Vínarsamningsins um stjórnmála- samband, en hann er birtur sem heild meðal fylgiskjala. Þar segir í 11. grein: „1. Þegar ekki er gerður sérstak- ur samningur um stærð sendiráðs, getur móttökuríkið krafist þess, að stærð sendiráðsins verði sett tak- mörk, er það telur hæfileg og eðli- leg með hliðsjón af aðstæðum og ástandi í móttökuríkinu og þörfum hlutaðeigandi sendiráðs. 2. Einnig getur móttökuríkið, innan sömu takmarka og þannig að eigi sé um mismunun að ræða, neit- að að taka við starfsmönnum í til- teknum starfsflokki.“ Og í 12. grein segir: „Sendiríkinu er ekki heimilt, nema að fengnu ótvíræðu sam- þykki móttökuríkisins, að setja á stofn skrifstofur, sem eru hluti af sendiráðinu, annars staðar en þar sem sendiráðið er sjálft.“ _ekh Fjöldi erlendra starfsmanna og fjölskyldna þeirra við sendiráðin í Reykjavík. Bandaríkin.................... Bretland...................... Danmörk....................... Finnland...................... Frakkland..................... Kína.......................... Noregur....................... Pólland....................... Sovétríkin.................... Svíþjóð....................... Tékkóslóvakía................. Sambandslýðveldið Þýskaland..................... Þýskaalþýðulýðveldið....... Janúar1984 Starfsmenn Fjölskylda Alls 22 33 55 5 12 17 5 4 9 4 1 5 10 10 20 6 6 3 1 4 37 43 80 3 2 5 3 4 7 7 5 12 3 2 5 Mikhall Streltsov sendiherra Sovétrikjanna á íslandi: Hann stjórnar að sjálfum sér meðtöldum 37 starfsmönnum, öllum sovéskum. í fjölsky Iduliði Sovétríkjanna eru taldir 43 þannig að heildarfjöldinn er 80. /i r\ MIKLABRAUT 1AN DSBANKINN OPNAR IDAG AFGREIÐSUJ AÐ, HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVIK Öll bankaþjónusta verður veitt, innlend sem erlend. Það er von bankans, að þessi afgreiðsla geti verið til mikils hagræðis fyrir fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga á Ártúnshöfða og nágrenni. Verið velkomin í viðskipti LANDSBANKINN Banki allra landsmatma Höfðabakka 9,110 Reykjavík Sími 687822.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.