Þjóðviljinn - 10.02.1984, Síða 15
Föstudagur ÍÖ. febrúar 1984 WÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV 1
FÖSTUDAGUR
10. febrúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt þáttur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Sveinbjörg Pálsdóttir, Þykkva-
bæ talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur i
laufi“ eftir Kenneth Grahame Björg Árna-
dóttir les þýðingu sína (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Pingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt-
inn (RÚVAK).
11.15 „Ali Schar og Zummerud“, persneskt
ævintýri; seinni hluti Séra Sigurjón Guð-
jónsson les þýðingu sína.
11.45 Tónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
14.00 „lllur fengur“ eftir Anders Bodelsen
Guðmundur Ólafsson les þýðingu sína (14).
14.30 Miðdegistónleikar Gidon Kremer og
félagar I Sintóníuhljómsveit Lundúna leika
Rondó í A-dúr fyrir fiðlu og strengjasveit eftir
Franz Schubert; Emil Tsjakarov stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir
kynnir nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar John Williams og
Enska kammersveitin leika Fantasíu fyrir
gítar og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo;
Charles Groves stj. / Osian Ellis og Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leika Konsert op. 74
fyrir hörpu og hljómsveit eftir Reinhold
Gliere; Richard Bonynge stj.
17.10 Síðdegistónleikar
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfrétfir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norðf-
jörð (RÚVAK).
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Gröndal og Djunki Þor-
steinn frá Hamri tekur saman frásöguþátt og
flytur. b. Kammerkórinn syngur Stjórn-
andi: Ruth L. Magnússon. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.10 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson
kynnir.
21.40 Fósturlandsins Freyja Umsjón: Hösk-
uldur Skagfjörð. Lesari með honum: Birgir
Stefánsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig-
fússon.
23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónas-
sonar
00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvaq) frá
RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl.01.00 til
kl.03.00.
RUV 2
10-12 Morgunþáttur. Stjórnendur Páli
Þorsteinsson, Asgeir Tómasson og Jón
Ólafsson.
14-16 Pósthólfið. Stjómendur Valdís
Gunnarsdóttir og Flróbjartur Jónatans-
son.
16-18 Helgin framundan. Stjórnandi Jó-
hanna Flarðardóttir.
23.15 - 3 e.m. Næturvaktin á Rás 2.
Stjórnandi Ólafur Þórðarson. Rás 1
kemur inn kl. 01 með veðurfregnir.
RUV
Föstudagur
10. febrúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Skonrokk. Umsjónarmaður Edda And-
résdóttir.
21.20 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend
málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson
og Hermann Sveinbjömsson.
21.25 ída lltla. (Liten Ida) Norsk sjónvarps-
mynd gerð eftir skáldsögu Marit Paulsen.
Handrit og leikstjóm: Laila Mikkelsen.
Leikendur: Sunneva Lindekleiv (7 ára), Lise
Fjeldstad, Howard Halvorsen, Ellen West-
erfjell o.fl. Myndin gerist á hernámsárunum i
Noregi. Ida litla flyst til smábæjar eins með
móður sinni sem hefur fengið vinnu hjá
þýska setuliðinu. Ida hyggur gott til vista-
skiptanna en bæði böm og fullorðnir snúa
við henni baki vegna þess að móðir hennar
er í tygjum við þýskan liðsforingja. En Ida
litla er staðráðin í að eignast hlutdeild f sam-
félaginu með tíð og tíma. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
23.40 Fréttlr f dagskrárlok.
fr
Af hverju
ekki
gervigras?
Það er undarleg stefna,
sem hefur verið flutt af Al-
þýðubandalaginu og Kvenna-
framboðinu. Sú stefna er að
áðurgreindir flokkar vilja að
hætt verði við að láta gervi-
gras í Laugardalinn.
Það er varla hægt að segja að
aðstæður í Reykjavík fyrir
knattspyrnumenn séu boðlegar.
En samt vilja áðurgreindir flokk-
ar stoppa þessa framkvæmd. Ég
er hissa á því að Alþýðubanda-
lagið skuli flytja þessa tillögu, en
ekki hissa á því að Kvennafram-
boðið skuli gera það, því sá flokk-
ur hefur að mínu áliti ekki mikinn
■
Queens Park Rangers og Blackburn að spila á gervigrasi á Loftus Road
á takkalausum skóm.
áhuga á að styrkja heilbrigt og
gott íþróttastarf.
Maður hlýtur að spyrja sjálfan
sig hvort maður krossi við G aftur
í
um.
næstu borgarstjómarkosning-
Þakka birtinguna,
6013-7226.
Páll Hildiþórs:
Lognið á undan storminum
Það fer ekkert á milli mála,
að hvar sem maður hittir
mann þá eru það áform ríkis-
stjórnarinnar sem þar eru efst
á baugi. Hvað ætlar stjórnin
að gera í efnahagsmálum?
Um þetta er spurt. Nú þegar
hátíðarnar eru gengnar um garð
og fólk horfir í gáupnir sér og veit
ekki sitt rjúkandi ráð hvernig það
á að láta endana ná saman á kom-
andi ári.
Auðstéttin í þessu landi þarf
ekki að kvarta. Það er sagt að
útkoman hjá kaupmönnum hafi
verið með besta móti. En einn
galli kann að vera á þessu, ef jóla-
bisnesinn hefur farið mest fram á
lánum, kretitkortum og víxlum,
þá kemur að skuldadögunum,
það skyldi fólk muna, og þá gæti
farið svo að fjandinn hitti ömmu
sína.
í þeirri miklu og hættulegu
verðbólgu sem almenningur hef-
ur mátt þola á undanförnum
árum, hefur auðstéttin matað
krókinn, og læst rándýrsklóm sín-
um í efnahagsmál þjóðarinnar og
telur nú öllu óhætt. Á meðan
þegir verkalýðsforustan. En kvað
lengi? Ætlar A.S.Í. að láta sér
lynda að einstök félög skeri sig úr
og reyni að ná mannsæmandi
samningum á eigin spýtur? Er
ekki kominn tími til að foringj-
arnir fari að rumska, og láti
auðstéttina vita hvar Davíð
keypti ölið.
Hér þýða engar hvítflibba að-
gerðir. Fólkið mun rísa upp, sam-
ræmdar aðgerðir er það eina sem
gildir ef á að velta þessum íhalds-
gaurum af stalli sem sí og æ hafa
staðið í vegi fyrir því að láglauna-
fólkið í þessu þjóðfélagi hafi
sómasamleg laun fyrir vinnu sína.
Nú þegar er farið að bera á
miklu atvinnuleysi og er það al-
varlegur hlutur í okkar þjóðfé-
lagi. Það fólk sem nú er yfír fer-
tugt þekkir ekki þennan vágest,
sem er eitthvað það mest niður-
lægjandi er nokkur maður getur
lent í. Þeir sem muna kreppuárin
milli 1930-1940 minnast þess með
hryllingi þegar fóik þurfti að
koma skríðandi til atvinuveitand-
ans til að biðja um vinnu sér og
sínum til lífsviðurværis. Það er
þetta sem íhaldið er að bíða eftir,
það skyldu verkalýðsforingjar
muna, þegar þeir fara að semja.
Vellukkað harðræði eins og segir
í frægri bók. Launastéttirnar eiga
að spara, hætta þessu lífsþæginda
kapphlaupi og eilífa peninga-
kvabbi, atvinnuveitendur geta
ekki endalaust borgað hærra
kaup, það verður að spara. Þetta
sagði Jón vinur minn hjá íhaldinu
um daginn þegar ég rakst á hann
á förnum vegi, og hann veit hvað
hann syngur, þó kjaftaglamrari
sé.
Verkalýðsforustan verður að
grípa til aðgerða segir Óskar Gar-
inbaldason gamall verkalýðsfor-
ingi á Siglufirði í viðtali við Þjóð-
viljann um daginn. Þessum
reynda og harða foringja er farið
að blöskra aðgerðarleysið, og lái
honum hver sem vill.
Það eina sem íhaldið skilur og
óttast er að verkfallsvopninu sé
beitt í órofa samstöðu. Vinnu-
stéttirnar eiga að hætta að láta
pína sig með alls konar brellum
og hundakúnstum, heldur að
knýja atvinnurekendur að samn-
ingsborðinu þar sem gert verði
samkomulag um kaup og kjör á
heiðarlegan og afdráttarlausan
hátt.
Sigþrúður Pálsdóttir myndlistar-
maður. Myndina tók -eik- í fyrstu
einkasýningu hennar í september í
fyrra.
Kristinn Sigmundsson óperusöngv-
ari.
Útvarp
kl. 23.15
Kristinn
og
Sigþrúður
kvöldgestir
Jónasar
Kvöldgestir - þáttur Jónasar
Jónassonar er á dagskrá kl. 23.15
í kvöld. Gestir Jónasar að þessu
sinni eru Kristinn Sigmundsson
óperusöngvari og Sigþrúður Páls-
dóttir myndlistarmaður. Ef að
líkum lætur tekst Jónasi að fá þau
til þess að segja í trúnaði allt af
létta um sitt lífshlaup.
bridge
Eitt skæðasta vopn bridge-
mannsins, er „fórnin". Að segja
einni sögn hærri en andstæð-
ingurinn í þeirri von að sleppa
með minnstum hugsanlegum
mun útúr þeirri viðureign, til að
„fómin" borgi sig. Við skulum
líta á eitt dæmi um hugsanlega
„fórn“:
Gx
KDIOxx G109x XXX ÁKGxx KG10 9 xx ÁKDxx
X XXX
XXX Áxx X D109x ÁDxxx XX
Sagnir gætu gengið eitthvað
á þessa leið:
Suður VesturNorðurAustur
1 tfgull 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu
3 lauf 3 hjörtu4 lauf 4 hjörtu
4 spaðarPass 5 lauf 5 hjörtu
6 tfglar Pass Pass 6 hjörtu
eða
pass
Eftir svona sagnir, ættu A/V
líklega að „taka“ fómina, því 6
tíglar virðast þéttir, eftir sagnir,
sem þeir eru einsog sjá má.
En til að hindra pör í að „ná“
slemmu-úttekt, hefði komið til
greina í þessu spili hjá Vestri að
stökkva beint í 4 eða 5 hjörtu og
leyfa N/S að ráða fram úr vand-
amálinu sem þá biasir við. Fyrir
mestu er (oft) að gefa andstæð-
ingunum ekki tíma til að skýra
hendur sínar. í þeim stöðum
nýtast „fómarsagnir" best.
Tikkanen
ísland má aldrei verða land
tveggja tungumála. Never!
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Hann lúskraði dug-
lega á karlinum.
Rétt væri: Hann lúskraði karl-
inum duglega.
Eða: Hann lumbraði duglega á
karlinum.
Vllduð þér vera svo vænar að
taka ofan hattinnl?