Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 1
DJúÐvnnm íslensku keppend- urnir á Reykjavík- urskákmótinu stóðu sig með afbrigðum vel í gærkvöldi. Sjá bls. 7 febrúar þriðjudagur 49. árgangur 43. tbl. Kjaradeilan í Straumsvík: STEFNIR I LOKUN Ekkert hefur gerst í heila viku í samningamálum álversins í Straumsvík eða frá því að hafin var lækkun straums á kerjum verksmiðjunnar. Sú ákvörðun stjórnenda verksmiðjunnar að lækka strauminn hefur af starfsmönnum verið túlkuð sem yfirlýs- ing frá þeim um að ekki verði hvikað frá 3% tilboðinu. Starfsmenn í kerskála og skautsmiðju sögðu blaðamanni Þjóðviljans í gær að þaðtjón sem straumlækkunin hefði þegar valdið gerði fyrra sam- komulag um bónusgreiðslur ómerkt, þar sem ekki yrði hægt að ná eðlilegum afköstum í verksmiðjunni á nýjan leik fyrr en einhvern- tímann í sumar eða haust. Straumlœkkun veldur fram- leiðslutjóni Forsendur fyrir bónussam- komulagi eyðilagðar „Hér eru geysileg verðmæti í húfi, en það er greinilegt að stjórnendur verksmiðjanna ætla að kosta þeim til“, sagði Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur starfsmanna í gær. „Hér stefnir allt í að menn fari heim aðfaranótt föstudagsins og að verksmiðjunni verði lokað“, sagði Örn. „Það er búið að ganga svo á kjör okkar hér að við höfum ekki hagsmuna að gæta lengur- þeir mega slökkva á þessu okk- ar vegna“, sögðu starfsmenn ál- versins við Þjöðvijann í gær. „Stóriðja á íslandi verður ekki rekin í þeim tilgangi að halda niðri kjörum íslensks verka- lýðs“. Sjá nánari frásögn á bls. 3, þar sem einnig er greint frá því hvernig starfsmenn álvers- ins tóku Ellert B. Schram í karphúsið í gær fyrir skrif hans í DV um kjör þeirra og vinnuað- stæður. ólg Stóriðja á íslandi verður ekki rekin í þeim tilgangi að halda niðri kjörum íslensks verkalýðs og við munum ekki láta nota okkur til þess, sögðu starfsmenn álversins í gær. Ljósm. ólg. Sjá bls. 3 Stefnan ræðst á formannafundi ASÍ í dag Miðstjórnarfundur ASÍ í gœrkvöldi Eftir aðformannafundi hjá ASÍ varfrestaðásunnudaginn ræddust forystumenn Alþýðu- sambandsins og Vinnuveit- endasambandsins við í gær, og í gærkvöldi var haldinn mið- stjórnarfundur hjá ASÍ til þess að ræðastöðu mála. Fundinum var ekki lokið er Þjóðvijinn fór í prentun, en gert var ráð fyrir nýjum viðræðum við atvinnu- rekendur fyrir hádegi í dag. Al- mennt var búist við því að drög að hugsanlegri niðurstöðu kjarasamninga yrðu kynnt í upphafi formannafundar ASÍ sem fram verður haidið síðdeg- isídag. Á formannafundinum sl. sunnu- dag var kynnt að VSÍ gæti fallist á 4-4.5% launahækkun strax, og einhverjar áfangahækkanir á ár- inu. Forsenda sú sem ASÍ hefur gengið út frá í óformlegum við- ræðum við VSÍ er sú að kjararánið verði stöðvað og kaupmáttur verði ekki lægri en á síðasta ársfjórðungi 1983. Rætt hefur verið um samning til 1. febrúar 1985, en Verka- mannafélagið Dagsbrún hefur lýst því yfir að það muni ekki skrifa undir samning nema í honum verði uppsagnarheimild 1. júní, ef verð- lag og gengi þróast með öðrum hætti en nú er gert ráð fyrir. At- vinnurekendur munu hafa boðið rúmlega 12 þúsund kr. lágmarks- tekjutryggingu,sem þó nái ekki til verkafólks undir 18 ára aldri, né þeirra sem unnið hafa skemur en eitt ár hjá sama atvinnurekanda. VSÍ hefur og látið að því liggja að miðað við þessar forsendur muni ríkisstjórnin leggja í púkkið með 300 milljónum króna í mæðralaun og barnabætur miðað við ákveðið tekjumark, og hugsanlega einnig í neikvæðan tekjuskatt. Auk þess hafa atvinnurekendur farið framá að hluti orlofs verði tekinn að vetri til og að sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur færist að helg- um. Á formannafundinum í dag kemur í ljós hvort atvinnurekendur hafa gefið frekar eftir, en kröfur ASÍ ganga í mörgum atriðum lengra en hér hefur verið lýst. - v. Dagsbrún með sérstöðu U ppsagnar ák væði 1. júní j , Guðmundur J. Guðmundsson heildarkjarasamninga ASI og bæjarbíói, þar sem ákvarðanir formaður Dagsbrúnar sagði á VSÍ, nema inni ísainningum yrðu verða tcknar í Ijósi þessa um af- formannafundi Vcrkamanna- ákvæði um uppsagnarrétt frá 1. stöðu félagsins til þeirra samn- sambands íslands á sunnudags- júní í sumar. ingsdraga ASÍ bg VSÍ sem þá morguuinn að hann teldi ekki Á fimintudag hefur Dagsbrún kunna að liggja fyrir. stætt á að félagið skrifaði undir boðað til félagsfundar í Austur- - óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.