Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Þriðjudagur 21. febrúar 1984 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsionarmaour Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglysingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Krjstín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjori: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Sníkjusamningar í síðustu viku gerði launamálaráð ríkisstarfsmanna innan BHM samning við fjármálaráðherra. Þessi samn- ingur var talinn mikill viðburður í aðalmálgagni ríkis- stjórnarinnar. í frásögn Morgunblaðsins var þó lítið gert úr kjarna málsins. BHM gerði þá kröfu að félags- menn fengju til viðbótar við 4.5% þær áfangahækkanir sem ASÍ og BSRB tækist að semja um. Fjármálaráð- herra féllst á þessa kröfu. Á þennan hátt komu hinir háskólamenntuðu launa- menn kjarabaráttu sinni yfir á herðar samtaka lág- launafólks. Formaður launamálaráðs BHM fékk svo mynd af sér á baksíðu Morgunblaðsins. Nokkur önnur samtök hinna betur launuðu ætla greinilega að feta í þessi sníkjufótspor BHM. Ef launafólki á að takast að hrinda kjaraskerðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar er sú stefna, sem BHM hefur valið, algert brot á þeim siðgæðisþrótti sem samstaðan verður að hafa að leiðarljósi. BHM hleypur burtu frá því verkefni að skapa þrýsting á stjórnvöld, en tryggir sér strax 4.5% hækkun og síðan sjálfkrafa allt það sem hinum lægstlaunuðu tekst að ná fram eftir harða bar- áttu. Þegar nauðsynlegt er að samtök launafólks sýni bar- áttukraft og skjóti sér ekki á bak við aðra, þá hljóta samningar BHM að virka á þúsundirnar í röðum lág- launafólks sem ærið kaldar kveðjur. Forysta BHM hef- ur í raun sagt við konurnar í Sókn og Iðju, verkamenn- ina í Dagsbrún og aðra félaga í samtökum verkafólks: Þið eigið að berjast. Við erum farnir í frí og bíðum bara eftir því að hirða ávextina af ykkar erfiði. Á undanförnum árum hafa háskólamenntaðir launa- menn lagt á það ríka áherslu að þeir væru venjulegir launamenn eins og félagar í BSRB og ASÍ. Nauðsyn- legt væri að eyða þeirri tortryggni sem verkafólk hefur sýnt kjarabaráttu BHM. Þeir sníkjusamningar sem BHM undirritaði í síðustu viku staðfesta verstu grun- semdir sem ríkt hafa í röðum verkafólks gagnvart há- skólamenntuðum launamönnum. Brotthlaup BHM úr baráttunni með tryggingarákvæði um að fá á silfurdiski ávextina sem e.t.v. verkföll verkafólks kunna að færa þeim sem enn berjast innan ASÍ og BSRB eru alvarleg mistök. Þau munu um langa framtíð gera BHM erfitt fyrir í samstarfi við önnur samtök launafólks. Er sovéskur útsendari á Morgunblaðinu? Það er gamalreynd aðferð stórvelda sem vilja draga tennurnar úr andstöðu og gagnrýni að koma sér upp útsendurum sem hvetja til svo öfgakenndra árása á stórveldið að flestum frjálslyndum og heilbrigðum skoðanahópum fara að ofbjóða svo árásirnar að þeir fá frekar samúð með málstað stórveldisins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum beittu þessari aðferð á tímum Vietnamstríðsins þegar CIA kom sér upp mönnum í andófshreyfingunum sem ætíð hvöttu til hinna hrikalegustu aðgerða sem vitað var að myndu fæla almenning frá því að styðja gagnrýni á stríðið. Sovétríkin hafa notað KGB í sama skyni. Útsendurum er komið fyrir á borgaralegum hægri blöðum og í ráðu- neytum og öðrum áróðursstofnunum NATO. Þar hvetja þeir til hins ofstækisfyllsta áróðurs gegn Sovét- ríkjunum sem smátt og smátt hættir að verða trúverð- ugur. Þannig skemmir KGB markvisst fyrir málefna- legri og rökstuddri gagnrýni á Sovétríkin. Margt bendir til að slíkur útsendari hafi nú náð sterkum ítökum á Morgunblaðinu. klippt Voltaires þegar sá síðarnefndi leggur staðreyndirnar á borðið, studdar kenningu sinni og skiln- ingi á afleiðingu og orsök: „Það hefur verið sýnt framá,“ sagði hann, „að hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem allt er miðað við einn endi, hlýtur allt um leið að vera miðað við þann allra besta endi. Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lonníetturnar; enda höfum við líka lonníettur. Það er bersýnilegt að fætur manna eru til þess gerðir að vera skóaðir, enda höfum við öll eitthvað á fótunum..." o.s.frv. Verði Ijós Birtingi Voltaires hafði verið kennt í uppeldinu að dæma aldrei uni neitt frá eigin brjósti. Skóla- spekingum hefur jafnan verið hlýtt til slíkrar aðferðar í uppeldi, því hún kemur þeim vel sem ráða og veita fé í skólastarf. Skólinn á að innræta ungum börnum rétt hugarfar til þeirra staðreynda sem útvaldar hafa verið til nota í skólum. Gylfi Þ. Gíslason stakk upp á því 1966 að hefja ætti í skólum skilningsnám í stað stað- reyndalærdóms. Skólamenn mátu Gylfa sem menntamálaráðherra og gerðu það fyrir hann að kanna málið. En nú bregður svo við að þegar loksins á að kveikja skilningsljós í skólunum vakna brunaverðir ís- lenskrar sögu og manndáða upp af löngum svefni og vilja slökkva öll ljós með staðreyndapusi. Frjáls hugsun „Staðreyndir eru forsenda frjálsrar hugsunar", segir menntamálaráðherrann okkar, og brosir sínu fegursta í sjónvarp- inu. Þetta sagði Galileó Galilei líka frammi fyrir rann- sóknarréttinum í Róm þar sem hann var neyddur til þess að viðurkenna það sem kirkjuhöfð- ingjar höfðu fyrir satt, að jörðin væri hinn fasti miðpunktur al- heimsins, sem sólin og himin- tunglin snérust um. „Hún snýst nú samt“ er sá gamli sagður hafa tautað í skegg sér og hafði hann lítið nema ama af því um sína daga að vera að vefengja stað- reyndir samtímans og koma fó- tum undir hugmyndir Copernic- usar 'um hreyfingu himinkropp- anna. Staðreynd er sannreynd í orðabók Menningarsjóðs segir um staðreynd, að það sé sannreynd, og þá væntanlega það sem menn hafa reynt að satt væri. Guðmundur Magnússon blaða- maður reynir í Morgunblaðinu á laugardaginn að rökstyðja þá kenningu menntamálaráðherra að staðreyndir séu forsendur frjálsrar hugsunar. Hann telur sannreynt að það sé rangt að staðreyndir séu breytingum undirorpnar, hið rétta sé að þekking manna á staðreyndum geti breyst. Samkvæmt þessu breytist ekki sú sögulega stað- reynd að íslendingar hafi tekið kristni árið 1000 við það að aukin þekking leiðir í ljós að hún hafi verið lögtekin t.d. 999, heldur eykst þekking manna á því að kristnitakan hafi orðið árið 1000. Guðmundur Altúnga Guðmundur Magnússon bend- ir einnig á að skilningur sé ekki til í tómarúmi: „Hann hlýtur ætíð að hafa eitthvert viðfang. Þess vegna er óhugsandi að kenna skilning í skólum án þess að kenna um leið staðreyndir og kenningar.“ Heimiliskennarinn Altúnga í kastala greifans til Tundertent- ronk í Vestfalíu var einmitt sömu skoðunar og Guðmundur. Hann aðhylltist „háspekiguðfræðisal- heimsviskukenninguna“, og sannaði með ágætum að ekki væri til afleiðing án orsakar, og ekki væri til í þessum besta heimi allra heima fegurri kastali né betri maddama. Allt út frá óhrekjandi staðreyndum sem menn höfðu sannreynt. Guðmundur Magnús- son er í raun í hlutverki Altúngu, þegar hann vill láta kenna að ekki sé til í þessum besta heimi fegurra land né betri menntamálaráð- herra en ísland og Ragnhildur Helgadóttir. Til hvers er nefið? Og hann gæti því vel tekið undir með Altúngu í Birtingi Dæmi um skilninginn Nú var það svo að Birtingur fékk spark í sitjandann burt úr sæluríkinu þegar Kúnígúnd fór að gera verklegar tilraunir með staðreyndakenningar Altúngu. Og hann fékk líka að kynnast því að staðreyndir eru forsenda frels- isins, þegar hann „í krafti þeirrar guðsgjafar sem frelsi heitir“ valdi á milli þess að ganga svipu- gaungin þrjátíu og sex sinnum eða að fá í einu tólf blýkúlur í hausinn. í rauninni er saga Birtings dæmi um skilningsnám sem lýkur með því að menn sætta sig við staðreyndalærdóm lífsins. Þann- ig segir Marteinn, fræðaþulurinn aldni, undir lokin: „Vinnum án þess að brjóta heilann, það eitt gerir lífið bærilegt“. Hann gæti allt eins hafa sagt útaf umræðunni um íslandssögukennsluna: „Lær- um án þess að brjóta hcilann, það eitt gerir lífið bærilegt.“ Og Birt- ingur sem alinn var upp við að dæma aldrei neitt frá eigin brjósti hefði loksins farið að brjóta heil- ann og komist að þeirri niður- stöðu að maður yrði að hirða um garðinn sinn. -ekh ocj skoriö Ekki sama Salóme eða Jóel Hvað er nú orðið um allt okkar strit, spyr Elín Pálmadóttir í Gár- um Morgunblaðsins sl. sunnu- dag, og rekur dæmi um afstöðu til kvenna sem er hreint ótrúleg á árinu 1984, en samt dagsönn. Þetta mátti sjálfur alþingismað- urinn Salóme Þorkelsdóttir þola að sögn Elínar: „Gleðileg tilkynning hefur dottið inn um bréfalúgu ófárra borgara, þess efnis að nú sé ríkis- sjóður tilbúinn að skila skyldu- láni sem hann skammtaði sér af launum þeirra á árinu 1978. Það sé til reiðu uppreiknað í bankan- um. Einfalt mál! Ýmsir hugðust nú nýta þennan lengi geymda eyri. Meðal þeirra Salome Þor- kelsdóttir, alþingismaður, en af hennar launum og launum manns hennar hafði ríkið hirt skyldu- sparnað á sínum tíma. Salome framvísaði tilkynning- unni á réttum stað í bankanum. Ekki lá fé þeirra hjóna á lausu. Eiginmaðurinn yrði að gefa konu sinni skriflegt umboð til að snerta féð. Hún varð að halda upp í Mosfellssveit við svo búið. Nú, Jóel Jóelsson veitti eiginkonu sinni, Salome Þorkelsdóttur, skriflegt umboð að hún mætti taka út skyldusparnað beggja. Því framvísaði hún í bankanum. Ekki dugði það. Á umboðið vant- aði uppáskrift tveggja vitundar- votta um að hann hefði raunveru- lega og líklega allsgáður skrifað undir plaggið. Skilríki um að hún væri téð eiginkona komu fyrir ekki. Deildarstjóri var kallaður á vettvang. Lýsti því yfir að öllum væri orðið ljóst hver hún væri, en lögin krefðust viðveru tveggja vitundarvotta - sem ekki höfðu verið tiltækir við morgunverðar- borðið í Mosfellssveitinni. Ekki fékkst féð fyrr en nöfn vitundar- votta lá fyrir. Ef Jóel hefði komið sjálfur, þurfti hvorki leyfi eigin- konunnar né vottorð tveggja val- inkunnra manna til að hann gæti tekið út upptekið skyldusparnað- arfé þeirra beggja.“ -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.