Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJQÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1984
Reinhold Richter skrifar:
Fátæktin á Islandi
kemur okkur við
Það hefur oft heyrst af vörum
ráðamanna þjóðarinnar, hve
þakklát við íslendingar getum
verið: Hér þurfi enginn að líða
skort. Þessum háu herrum, sem
sjálfir vita ekki aura sinna tal, og
þiggja blygðunarlaust mörg-
hundruð þúsund króna ölmusu
frá ríkinu, finnst það einungis
skortur á sjálfsbjargarviðleitni ef
launafólk getur ekki lifað
mannsæmandi lífi af launum sín-
um.
Getur það verið, að vandamál
„hins almenna launamanns" liggi
í þeirri einföldu staðreynd, að
þetta fólk hefur enga möguleika á
að stela undan skatti, nema fyrir
þá efnameiri?
Við sem leigjum húsnæði
könnumst flest við leigusala sem
finnst það alveg sjálfsagt að við
aumingjarnir hjálpum þeim að
ræna leigunni undan skatti. Það
borgi sig hvorteð er fyrir okkur
að nota fasta frádráttinn. Algeng
leiga fyrir tveggja til þriggja her-
bergja íbúð er um átta þúsund á
mánuði, eða 96 þúsund krónur á
ári. Níutíu og sex þúsund krónur
er ansi há upphæð af rúmlega
hundrað þúsund króna grunn-
launum.
Flest okkar hafa fengið tilboð
frá viðgerðar- og iðnaðar-
mönnum um lækkun reikninga,
komi þeir hvergi fram, og svona
mætti lengi telja. Hversu mörg
heimili, einkabílar og jafnvel
hesthús eru rekin sem kostnað-
arliður fyrirtækja?
Það er sagt að þriðju hverri
krónu sé stolið undan skatti.
Væri þessum peningum ekki bet-
ur varið til þeirra fjölskyldna sem
eiga við örbirgð að búa? Það er
staðreynd sem enginn getur horft
framhjá að fjöldi fjölskyldna í
landinu er kominn í greiðsluþrot,
reikningarnir hlaðast upp og
lánamöguleikar allir hafa verið
nýttir til hins ýtrasta.
Fjölskyldur
verða gjaldþrota
Það kemur að því að þessar
fjölskyldur verða gjaidþrota hver
af annarri, þrátt fyrir vellingsát-
ið.,
Á sama tíma kemur heildsali
fram í sjónvarpinu og án þess að
roðna, viðurkennir hann fyrir al-
þjóð að stétt hans grafi undan ís-
lenskum efnahag, því það borgi
sig ekki fyrir hana að gera ódýr
innkaup, meðan álagningin er
ekki frjáls.
Eru þetta ekki hrein og klár
landráð?
í mínum augum er það enginn
efi. Landráð er einn alvarlegasti
glæpur sem hægt er að fremja, og
því hreint ótrúlegt að þessir menn
skuli vera látnir ganga lausir.
Ég er sammála Steingrími um
það að vellingur er bara góður,
og hann getum við veitt okkur.
En við höfum svo sannarlega
ekki efni á að renna okkur á
skíðum í Ölpunum, né trilla upp í
Bláfjöll á amrískum lúxusjeppa.
Ráðmenn okkar þurfa ekki að
biðja okkur að sýna aðhaldssemi
og lifa sparlega. Það höfum við
verið neydd til að gera, meðan
þeir sem meira mega sín stunda
sitt gjálífi sem fyrr.
Við greiðum
skuldahalann
Efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar eru þannig upp-
byggðar að við sem höfum aldrei
haft efni á að eyða um efni fram
eigum alfarið að greiða upp
skuldahala liðinna áratuga.
Steingrími varð fátt um svör
þegar hann var spurður í sjón-
varpinu hvort hann treysti sér til
að lifa af okkar launum og það er
kannski vonlegt, ætli 10-15 þús-
und krónur séu ekki algengir
vasapeningar unglinga í hans
hverfi? Hvernig í ósköpunum
ætti hann svo sem að geta sett sig í
okkar spor?
Það er misrétti í þjóðfélaginu
og það mikið, bæði til menntunar
og mannsæmandi lífs. Fjöldi for-
eldra hefur ekki efni á að hafa
unglinga á menntaskólaaldri á
framfæri og sá fjöldi fer vaxandi.
Þessir unglingar fá engin námslán
og hafa yfirleitt rýrar sumartekj-
ur.
Þótt alllangt sé liðið síðan mað-
ur drapst úr hungri hér á landi er
það enginn mælikvarði á hvort
hér fyrirfinnst fátækt eða ekki.
Margir ráðamenn virðast ganga
með þá meinloku að fátækt og
hungur haldist í hendur og meðan
við sveltum ekki heilu hungri höf-
um við það bara gott.
Er það ekki ótrúleg tíma-
skekkja að á íslandi þurfi fólk
með góða heilsu og í fullri vinnu
að fá aðstoð að halda frá
sveitarfélagi, ættingjum eða vin-
um til að eiga fyrir mat.
Halli á
fyrirtækjum
Það er kannski erfitt að trúa
Reinhold Richter: Ég nefni hér
glænýtt dæmi úr raunveruleikan-
um um einstætt foreldri með eitt
barn sem hefur 1700 krónur í
mat,hússjóð, síma, rafmagn, föt
og annað.
þessu en hér er dæmi úr raun-
veruleikanum, ekkert einsdæmi
og alsekki það versta. Þetta er
dæmi um einstætt foreldri með
eitt barn. Heildartekjur með for-
eldralaunum og meðlagi eru
18.300 krónur. Ekki sem verst
laun. Svo er það frádrátturinn:
Lífeyrissjóður, félagsgjöld, fyrir-
framskattur og fæði í vinnu dreg-
ið frá áður en kaupið er afhent:
Samtals 4.300 krónur. Húsa-
leigan er 8.000., dagheimili 1.900
kr., bensín 2.400 kr. (kannski
lúxus, en dálítið snúið að búa í
Breiðholtinu, með dagheimilið á
Háaleitisbrautinni og vinnuna í
miðbænum, 26 kílómetra rúnt-
ur): Þessir liðir gera samtals
16.600. krónur. Þá eru eftir heilar
1.700 krónur og útgjaldaliðir eins
og sími.rafmagn, matur, hússjóð-
ur, föt o.s.frv. Semsagt bullandi
halli á fyrirtækinu. Það gefur
auga leið að rekstrargrundvöllur
þessa heimilis er brostinn. Ef svo
heldur áfram sem horfir fer þessi
fjölskylda einfaídlega á hausinn,
verður gjaldþrota. Hvernig er
farið með slík mál þegar fjöl-
skylda verður gjaldþrota?
Þetta dæmi er glænýtt, beint úr
veruleikanum. Þetta er ekkert
morkið vísitölufyrirbrigði aftan
úr forneskju. Þetta dæmi er langt
frá því að vera einsdæmi og létt
verk að fylla vikuupplag af Mogg-
anum með svipuðum dæmum.
Við skulum heldur ekki gleyma
gamla fólkinu og öryrkjunum og
þeirra örbirgð.
Könnun kjarar-
annsóknarnefndar leiddi í ljós að
gift fólk er að stórum hluta litlu
betur sett. 38% hjóna með þrjú
börn hafa undir 30 þúsund kr.
heimilistekjur, 28% með 2 börn
og 26% með 1 barn. Þessar fjöl-
skyldur safna líka upp ógreiddum
reikningum og svo er verið að
tala um 4% kauphækkun og
15.000 kr. lágmarkslaun. Það er
engin lausn, og það vita allir og
samt geta þeir þvargað á samn-
ingafundum dag eftir dag. Hafa
þessir menn aldrei heyrt talað um
launajöfnuð og réttláta skiptingu
þjóðarauðsins? Mér er spurn.
Baráttuhópur
stofnaður
Fyrir rúmri viku var haldin ráð-
stefna að Hótel Hofi sem bar yfir-
skriftina: Er fátækt á íslandi -
kemur mér það við? Hvað er
hægt að gera strax? - Þetta var
svo sannarlega tímabær ráðstefna
og má ekki daga uppi sem slík.
Fjölmargar tillögur til úrbóta í
þeirri miklu neyð er margir búa
við, bárust frá umræðuhópum
ráðstefnugesta, sem voru um 200
úr öllum stéttum og stjórnmála-
flokkum.
Nú þegar er að myndast kjarni
fólks sem býr við þessa neyð.
Þetta fólk ætlar að sjá svo um að
þessar tillögur dagi ekki uppi á
skrifborði forsætisráðherra, en
þangað hyggst hópurinn koma
þeim.
En það er ekki nóg til þess að
úrbætur okkur til handa skili ár-
angri til langframa. Það þarf að
vera stórkostleg hugarfars-
breyting í þjóðfélaginu. Við
verðum að láta okkur aðra varða.
Ekki einblína á eigin hagsmuni.
Annars sækir fljótlega í sama
horf, þótt svo að allar tillögur
ráðstefnunnar yrðu fram-
kvæmdar. Ég skora á alla sem
láta sig málið varða og þá sem
búa við bág kjör og hafa áhuga á
að gera eitthvað í málunum að
hafa samband við okkur í barátt-
uhópnum t.d. Gauju, í síma
20877, Sigrúnu, í síma 82827 eða
þann semn þetta ritar í síma
75848.
Reinhold Richter
er starfsmaður í Landssmiðjunni.
Félags-
miðstöð
í Vesturbæ
Á þriðjudaginn var var undirrit-
aður í Reykjavík leigu- og sam-
starfssamningur á milli Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur og
Reykjavíkurborgar f.h. Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur.
í samningnum er kveðið á um að
K.R. byggi 867 m2 félagsmiðstöð
við Frostaskjól í Reykjavík og að
Æskulýðsráð Reykjavíkur taki á
leigu 555 m2 af húsnæðinu.
Reykjavíkurborg greiðir K.R.
húsaleiguna fyrirfram á árunum
Frá undirritun samningsins: í fremri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson, Davíð Oddsson og Kolbeinn Pálsson. í
aftari röð: Björn Friðfinnsson frá Reykjavíkurborg, Guðmundur Pétursson frá K.R., Hjörtur Hansson frá
K.R. og Ómar Einarsson frá Æskulýðsráði Reykjavíkur. Til hliðar er útlitsteikning af væntanlegu félags-
heimili K.R. við Frostaskjól í Reykjavík.
1984-1986, alls 9 millj. kr., og er
leigutími ákveðinn um 27 ár.
Samningurinn segir til um að
Æskulýðsráð Reykjavíkur megi
reka þar almenna félagsmiðstöð.
Áhersla verður lögð á að börn og
unglingar fái húsnæðisaðstöðu
fyrir hvers konar félög og samtök.
Samninginn undirrituðu Davíð
Oddsson, borgarstjóri, Sveinn
Jónsson, formaður Knattspyrnufé-
lags Reykjavíkur og Kolbeinn
Pálsson, formaður Æskulýðsráðs
Reykjavíkur.
-J.R.
Náttúru-
verkur
Náttúruverkur nefnist blað
sem Félag verkfræðinema og
Félag náttúrufræðinema við
Háskólann gefa út. Mun það
hafa komið út í ein 10 ár. Okkur
hefur nú borist síðasta tölublað.
Hefur það inni að halda eftir-
greint efni:
Hvalveiðisaga íslands, eftir Evu
G. Þorvaldsdóttur. Árni Einarsson
segir frá fundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í Brighton 1982. Tryggvi
Jakobsson skrifar um „Pólitísk um-
hverfisverndarsamtök". „Hvar
stöndum við eftir Blöndumálið -
hvað höfum við lært?“ nefnist grein
eftir Þórarin Magnússon á Frosta-
stöðum. Þá er grein eftir Svein Að-
alsteinsson: „Að horfa á - af svo-
kallaðri landvörslu“. Sigríður
Fanney Ingimarsdóttir skrifar um
vistkreppuna. Bjarni E. Guðleifs-
son greinir frá „Grundvallarat-
riðum græningja á Akureyri". Ásta
Þorleifsdóttir og Viðar Karlsson
segja frá súra regninu. Þá er
„Meindýrabrandari" þeirra Krist-
jáns Lilliendahls, Skúla Skúla-
sonar, Þorleifs Eiríkssonar og Þór-
ólfs Antonssonar. Þorleifur Ein-
arsson prófessor skrifar um „Um-
hverfisáhrif mannvirkjagerðar“ og
Grímur Björnsson um „Aldur
jarðar og þróunarkenninguna“.
Guðmundur A. Guðmundsson á
þarna umsögn um Fugla - 8. rit
Landverndar. Birna Baldursdóttir
skrifar um „íslenska hestinn sem
landkynningartákn og Auður
Brvnja Sigurðardóttir um verk-
fræði.
Fjölmargar myndir og teikning-
ar eru í ritinu.
-mhg.
Frístundahópur
Kópavogsbúa
50 ára og eldri:
Hana nú
Frá síðastliðnu vori hefur
starfað frístundahópur í Kópa-
vogi, sem ber nafnið „Hananú“.
Tilgangur starfseminnar er að
fá eldri borgara, um 50 ára og
eldri, að koma saman og
skemmta sér. Hópurinn hefur
farið í 13 ferðalög og skoðað
ýmis söfn o.fl. Hver ferð tekur
u.þ.b. 2-3 tíma og kemur hóp-
urinn saman að Digranesvegi 6
og drekkur kaffi og slíkt á eftir.
Allir Kópavogsbúar sem eru 50
ára og eldri eru velkomnir í þennan
frístundahóp. í hann kostar ekk-
ert. Vægt rútugjald er þó stundum.
Hægt er að velja ferðir við hæfi.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með
skulu hafa' samband við Stefán
Guðmundsson tómstundafulltrúa í
síma 41570.
- JR.