Þjóðviljinn - 21.02.1984, Síða 11

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Síða 11
Þriðjudagur 21. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Skúlagötumálið Greinargerð íbúasamtaka Á þriðjudag boðuðu íbúa- samtök Skuggahverfis, íbúa- samtök Vesturbæjar, íbúa- samtök Þingholtanna og Torfu- samtökin til fréttamannafundar til að lýsa samskiptum sínum við Davíð Oddsson borgar- stjóra, Pórð Þorbjarnarson borgarverkfræðing og aðrafull- trúa meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í sambandi við nýj- ar skipulagsforsendur á svo- kölluðu Skúlagötusvæði. Þar hafa tillögur og mótmæli íbúa verið hundsuð í einu og öllu. Samkvæmt breytingum á skipulagsákvæðum þessa svæðis á nú að leyfa þarna aukningu íbúabyggðar en áður hafði verið gert ráð fyrir að iðn- aður og stofnanir leystu af hólmi gamla og gróna íbúa- byggð. Hitt er það sem hefur aðallega verið gagnrýnt að leyfa á mikla aukningu húsrým- is miðað við flatareiningu lands eða allt að tvöföldun miðað við það sem áður hafði verið leyft. Hér á eftir fer frásögn ofan- greindra samtaka. Hallgrímur Guðmundsson frá Torfusamtökunum og Gerður Pálmadóttir, Geirharður Þorsteinsson, Guð- mundur Gunnarsson og Freyja Kristjánsdóttir frá íbúasamtökum Skuggahverfis fyrir framan þá skipu- lagstillögu sem Borgarskipulagið gerði á sínum tíma. I henni er gert ráð fyrir mun eðlilegri byggð á þessu svæði en í þeim tillögum sem borgarstjóri ætlar nú að þrýsta í gegn og hundsa með því vilja íbúa svæðisins. Ljósm.: -eik. s Alit þeirra hundsað að fullu Borgarverkfræðingur hefur nú svarað athugasemdum íbúa og komist að þeirri niðurstöðu að þær séu að engu hafandi. Því leggur hann nú til, með samþykki skipu- lagsnefndar, frá 6. febr. s.l., að borgarráð og borgarstjórn hundsi að fullu þá Reykvíkinga sem sett hafa fram álit sitt í þessu sambandi. Athygli er vakin á því að hér er einn af höfundum skipulagsbreyt- ingarinnar að svara þolendum þessarar breytingar. Að svo komnu máli hefur stjórn íbúasamtaka Skuggahverfis ritað borgarstjórn áskorun um að fresta afgreiðslu þessara skipulags- breytinga, efna til borgarafundar og leyfa um málið almenna um- ræðu áður en hrapað verður að því óráði, sem við teljum hér vera stefnt í. Hvaðan kemur réttur yfírvalda? Að lokum vill stjóm íbúasam- taka Skuggahverfis varpa fram eftirfarandi: Hvaðan kemur réttur yfirvalda til að lýsa þá menn samþykka yfir- vofandi skipulagsbreytingum, sem ekki auglýsa sig andvíga henni með sérstökum ritsmiðum? Hvenær hefðast réttur til um- hverfisatriða s.s. sólar, útsýnis og næðis? Er það ekki tilfærsla á verð- mætum úr hendi eins í hendur ann- ars, að taka hlunnindi eins og t.d. útsýni af einum til þess að bæta því við í söluvöru hjá öðrum þcgar vit- að er að einmitt útsýni hefur áhrif á Syndaregistur Davíðs og Þórðar í byrjun september á síðasta ári boðuðu borgarstjóri Davíð Odds- son og formaður skipulagsnefndar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vænt- anlegar skipulagsbreytingar með kynningu tveggja tillagna sem borgaryfirvöld höfðu falið tvenn- um völdum arkitektum að setja fram, því til sönnunar, að sú aukning yfirbyggingar, sem nú vai unnið að, væri verjandi. Tilmælum ekki svarað íbúar í Skuggahverfi brugðust skjótt við og settu á fót undirbún- ingsnefnd til stofnunar íbúasam- taka. Undirbúningsnefnd vann það fyrsta verk að rita borgaryfirvöld- um bréf þar sem óskað var eftir því að íbúum yrðu kynntar skipulags- breytingar, og þeim gefinn kostur á að segja álit sitt áður en til sam- þykkta kæmi. Leitað var stuðnings íbúanna í Skuggahverfi við þessi tilmæli, og rituðu um 150 manns undir þau nöfn sín. Þessum tilmæl- um hefur ekki verið svarað ennþá. Borgarverk- fræðingur - ekki borgarskipulag Hinn 15. sept. 1983 samþykktu borgaryfirvöld breytingar skipu- lagsákvæða á þá lund sem áður hafði verið kynnt, og sendu síðan skipulagsstjórn til þess að afla þar leyfis til auglýsingar á breyting- unni. Meðan þessu fór fram voru íbúa- samtök Skuggahverfis lögformlega stofnuð, nánara sagt í Þjóðleikhús- kjallaranum 1. október að við- stöddum 70 fundarmönnum. Fyrsta verk stjórnar þessara sam- taka var að tilkynna borgaryfir- völdum um tilvist félagsins, og bjóða þá hverskonar samvinnu sem hugsanleg væri í málefnum hverfisins. Næsta verk stjórnar var að rita skipulagsstjórn ríkisins bréf, þar sem hún hafði erindi borgaryfirvalda undir höndum ásamt greinargerðum þeirra, og kynna fyrir æðstu stjórn skipulags- mála í landinu þær áhyggjur er íbú- ar í Skuggahverfi hafa af hótunum borgaryfirvalda um að nú eigi að leyfa byggingu á næstum samfelldu stórhúsi við Skúlagötu allt frá út- varpshúsinu að lögreglustöðinni og mundi það, ef nýtingarhlutfall yrði nýtt til fullnustu, hvergi vera lægra en útvarpshúsið sjálft, en víða hærra. Skipulagsstjórn tók ekki af- stöðu til skipulagsbreytingarinnar, en leyfði auglýsingu. Borgarverk- fræðingi var falin umsjá auglýsing- ar og var frestur íbúanna til að skila athugasemdum ákveðinn til 18. janúar 1984. Var tekið fram í aug- lýsingu að þeir sem ekki gerðu at- hugasemd fyrir þennan tíma teld- ust breytingunum samþykkir. Nokkurri furðu sætti að borgar- verkfræðingi væri falin umsjá formsatriða, sem til þessa hafa ver- ið í verkahring stpfnunar er heitir Borgarskipulag. Á þessu kann þó að vera skýring, þar sem skipu- lagsstofnun borgarinnar, áskipuð vandvirkum arkitektum, hafði unnið um nokkra hríð að skipulagi í Skuggahverfi og gert tillögu um að íbúðabyggð yrði innleidd aftur, en byggingamagn ekki aukið svo neinu næmi. Fyrir þessa tillögu hef- ur forstöðumaður borgarskipulags og starfsfólk hans mátt þola ýmsa lítilsvirðingu af hálfu borgaryfir- valda. Mótmæli frá 350 einstaklingum Um miðjan nóvember berst samtökunum bréf frá borgarstjóra þar sem hann vekur athygli á að gerð fjárhagsáætlunar standi yfir og að íbúasamtökum gefist kostur á að gera tiilögur og ábendingar um forgangsmál og úrbætur í hverfinu. Þetta bréf hefur stundum verið kallað fæðingarvottorð samtak- anna, og kunnum við borgarstjóra bestu þakkir fyrir. Um líkt leyti og þessu fór fram komst hreyfing á umræður um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar. í því sam- bandi, voru íbúasamtök hvött til að gera tillögu um það með hvaða móti samvinna mætti fara fram í milli þeirra og borgaryfirvalda. Starfsnefnd á vegum þeirra íbúa- samtaka, er til náðist, gerði álykt- un til bráðabirgða, og óskaði eftir viðræðum við stjórnsýslunefnd. í lok nóvember boðuðu íbúa- samtök Skuggahverfis til fundar í Vörðuskóla í samstarfi við for- mann Skipulagsnefndar, en þar kynnti hann röksemdir borgaryfir- valda fyrir umræddri skipulags- breytingu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Gestur fundarins var ennfremur Salvör Jónsdóttir, er sagði frá athugunum sínum á sögu Skuggahverfisins í lok síðustu aldar. Á þessum fundi kom m.a. fram að íbúar óskuðu margir hverj- ir eftir einhverskonar aðstoð stjórnar samtakanna við þá er vildu gera skriflegar athugasemdir við skipulagsbreytinguna. I byrjun janúar ’84 ákvað stjórn samtakanna að bregðast við auglýsingu borgarverkfræðings með tvennum hætti: annarsvegar með ritun bréfs í nafni stjórnar, og leita stuðnings við það með undir- skriftum, og hinsvegar með minn- isblaði fyrir þá, er óskuðu eftir að- stoð stjórnar við bréfritun sína. Bréf stjórnar til borgarverkfræð- ings var stuttorð athugasemd, með stuttorðum rökstuðningi, þar sem mótmælt er hækkun nýtingar, en lýst yfir stuðningi við íbúðabyggð. Bréf þetta var kynnt íbúum og starfandi fólki í hverfinu og boðið til áritunar. Undirtektir við bréf stjórnar voru almennar og góðar og rituðu 347 manns nöfn sín undir það því til staðfestingar. Alls bárust borgarverkfræðingi 38 bréf frá einstaklingum og sam- tökum, margir þeir er rituðu sér- stakt bréf höfðu einnig -undirritað bréf stjórnar. Efleggjaámatágildi þeirra mótmæla, sem nú hafa kom- ið fram með undirskriftum, vill stjórn samtakanna benda á að lög- fróður maður tjáði henni að undir- skriftir hafa sama gildi fyrir lögum eins og sjálfstæð bréf, þótt ekki beri að neita því að málflutnings- legur þungi sjálfstæðra bréfa sé annar. Með þetta í huga vill stjórn- in líta svo á að mótmæli við skipu- lagsbreytingunni komi frá a.m.k. 350 einstaklingum, þótt þau berist með 38 bréfum. verðlagningu vörunnar, í þessu til- felli smáíbúðir við Skúlagötu? Eiga borgarbúar að trúa því, að samstarfsvilji borgaryfirvalda við íbúa sé yfirleitt fyrir hendi þegar samskipti eru eins og hér hefur ver- ið lýst? íbúasamtökin hafa trúað á sam- starf við borgaryfirvöld til þessa, en hafa nú látið sér skiljast að meira þarf til en auðmýktina eina saman. Við snúum okkur nú til fjölmiðla beint, til umræðu um þetta mál. Næsta verkefni íbúasamtaka hljýtur að verða að kanna lögmæti vinnubragða er borgaryfirvöld hafa nú sveigt inná, að kanna rétt þeirra er telja sig órétti beitta og að kynna málavexti öllum almenningi og leita stuðnings þar við málstað samtakanna. 0/ðmu/m Fréttímar sem fólk talar um Hugmyndasamkeppni um miðbæ í Mosfellssveit Mosfellshreppur og Skipulagsstjórn ríkisins auglýsa hér meö hugmyndasamkeppni um uppbyggingu miðbæjar í Mosfellshreppi. Keppnin fer fram eftir samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Þátttökurétthafaallir íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborg- arar búsettir hér á landi. Tilgangur með hugmyndasamkeppninni er að fá fram hugmyndir um uppbyggingu mið- bæjar, sem yrði sameiginlegur þjónustu- kjarni fyriröll byggðasvæði í Mosfellssveit og gæti um leið boðið upp á aðlaðandi umhverfi. Skilafrestur er til 16. apríl 1984. Trúnaðarmaður dómnefndar er Þórhallur Þórhallsson, starfsmaður A.Í., Freyjugötu 41, 101 Rvk., sími 11465 og afhendir hann keppnisgögn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.