Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Qupperneq 12
16 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Muniðspilakvöldiöað Hverfisgötu 105 n.k. þriðjudagskvöld, 21. febrú- ar kl. 20 stundvíslega. Þetta er annað kvöldið f þriggja kvölda keppnj en allir geta verið með þó þeir hafi ekki mætt á fyrsta kvöldið. - í kaffihléi kemur Adda Bára Sigfúsdóttir og segir fréttir úr borgarstjórn- inni. Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Viðtalstímar Framvegis verður Garðar Sigurðsson alþingis- maður með viðtalstíma að Bárugötu 9, síðasta laugardag í mánuði kl. 16-19. Næsti viðtalstími verður laugardaginn 25. febrúar. Kaffi á könnunni. - AB Vestmannaeyjum. Garðar Alþýðubandalagið í Kópavogi Ðæjarmálaráð heldur fund miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Stofnfjáráætlun Kópavogskaupstaðar. 2) Önnur mál. Athugið að fundurinn hefst kl. 20.30. - ABK. Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagið á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili Húsavíkur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnaö kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látið skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluð öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafið samband. - Nefndin. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 25. febrúar í Al- þýðubandalagi Selfoss og nágrennis. Fundurinn verður haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi og hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. - Stjórn- in. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Fundur í starfshópi um húsnæðismál, skipulagsmál og umferðarmál verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41. - ABH. Æsku lýðsfyl king Al þýðubanda lagsins Félagsfundur Fimmtudaginn 23. febrúar höldum við félagsfund í Æskulýðsfylkingunni að Hverfisgötu 105 kl. 21.30. Dagskrá: Kjaramálin. Framsögumaður Óttarr Magni Jó- hannsson. Skýrsla stjórnar og verkefni næstu daga. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. - Stjórn- in. Óttarr Magni. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1985. Evrópuráðið mun á árinu 1985 veita starfs- fólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýj- ungar í starfsgreinum sínum í löndum Evróp- uráðsins og Finnlandi. Styrktímabilið hefst 1. janúar 1985 og lýkur 31. desember 1985. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðarsamkvæmt nánari reglum og dagpeninga, sem nema 178 frönskum frönkum á dag. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu land- læknis og í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýs- ingar um styrkina. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 17. mars n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. febrúar 1984. Skiptimarkaður með barnaföt Dúlla í nýtt húsnæði Skiptimarkaðurinn Dúlla hefur flust af Laugaveginum, þar sem hún aflaði sér mikilla vinsælda, á Snorrabraut 22, (þar sem áður var sængurbúðin Kristín). Þar er opið , frá kl. 13.00 til 18.00 virka daga en frá kl. 11.00 til 13.00 á laugar- dögum. I Dúllu getur fólk keypt og selt eða skipt á vel með förnum barn- Nú er taekifæri að kaupa ódýr barnaföt. afötum, bleyjum, leikföngum og fleiru. Þetta mæitist vel fyrir, enda ekki furða á þessum þrengingar- tímum. —io. Eftirsótt Sæluhús“ Eftirspurn eftir dvöl í „Sæluhús- um“ Samvinnuferða-Landsýnar í Hollandi er nú geysimikil. Er búið, að selja 1000 manns kvöld í húsun-1 um næsta sumar og stöðugt berast fleiri pantanir. | Athygli vekur að ýmsar af ferð-' um félagsins eru 3-13% ódýrari en sömu ferðir í júní í fyrra. Auk þess hækkar nú aðildarfélagsafsláttur úr kr, 1200 í kr. 1600. Stóraukin verð- ur þjónusta við fólk, sem fer utan á eigin vegum, því að bækur með! upplýsingum um gististaði og hag- kvæmar ferðaleiðir verða framveg- is innifaldar í verðinu. -mhgj Málningar vörur til Sovét Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akur- eyri hefur nokkur undanfarin ár selt hvíta lakkmálningu til Sovét- ríkjanna, þetta frá 400 og upp í 2000 tonn á ári. Sl. ár voru seld 500 tonn fyrir rúmar 20 milj. kr. Viðskipti þessi eru samkvæmt viðskiptasamningi milli íslands og Sovétríkjanna og skiptist fram- leiðslan að jöfnu milli Sjafnar og Málningaverksmiðjunnar Hörpu. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum í ár en búist er við að Sovét- menn kaupi svipað magn og í fyrra. Þá hefur Sjöfn selt dálítið af málningarefnum til Færeyja sl. 5-6 ár, fyrir svona 1-lVi milj. kr. á ári. Mest eru þetta gólfefni: Met- viðarlakk, gólftex, E-21 gólfhúð, silikon- og olíukítti og fúavarnar- efni. Sjöfn hefur nú gefið út upplýs- ingarit um hreinlætisvörur sem hún framleiðir, með lýsingu á hverri þeirra fyrir sig. Ritið er sent öllum, sem versla með þessar vörur. Út eru einnig að koma tvö önnur slík rit um málningarvörur, annað um utanhúss-efni, hitt um innanhúss. Gerð er grein fyrir öllum málning- arvörum verksmiðjunnar með vörulýsingum og leiðbeiningum um notkun. Verða ritin send versl- unum, arkitektum, byggingafé- lögum og öðrum, sem þess óska. -mhg ' UMFERÐARMENNING ' ------------------------/■ Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. HUDSON’S Bay London, Uppboð á refaskinnum o.fl. 12. til 17. febr. 1984 Frá London Fur Group: Tegund: fjöldi: selt %:Toppverð: Skýringar: Blárefur 170.755 100 3.753,- Hækkun 30-70% frá des. 1983. í þessum blárefaskinnum voru um 7000 skinn frá íslandi, um 1000 skinn voru seld í London í des. 1983, og eftir er að selja um 2000 skinn héðan, en alls hafa um 65 loðdýrabændur sent um 11.000 refaskinn til London í vetur frá íslandi. Aðal kaupendur blárefaskinnanna voru Austurlönd fjær í stærri og betri skinnunum en Ítalía í stærð 1 og lélegri gæðum. Uppboðsmeðalverð í „1670“, „London Label“, og l.flokk kr. 1360.-. Shadow refur 33.663 100 3.584,- Verð óbreytt frá Helsingfors, jan. 1984 í þessum shadowrefaskinnum voru um 1000 skinn frá íslandi. Aðal kauþendur: Italía: Silfurblár Siffurrefur Platinurefur 3.249 2.305 137 85 7.380,- 88 80 9.909,- 7.590.- Sama verð og í Helsingfors í jan. 1984 Sama verð og í Helsingfors í jan. 1984 í heild voru boðin upp 354.500 refaskinn frá ýmsum löndum og um 500.000 lambskinn auk fjölda annarra loðskinnategunda. Loðskinnamarkaðurinn hefur styrkst mjög mikið frá því í desember og reiknað er með enn frekari hækkun- um í mars. Um 1.000.000 minkaskinna verða boðin upp hjá Hu- dson’s Bay í London dagana 23. til 28. febrúar 1984. Sýningin hefst þann 17. febr. Kjörbær hf.,/Skúli Skúlason Kópavogi Fréttimar semfólk talar um

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.