Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 1
DIOOVIUINN
Bfllinn sem Tómas
Árnason hefur ver-
ið að fela síðan í
haust fannst í gær
og hafði komið víða
við síðustu dagana
Sjábls. 16
febrúar
fimmtudagur
49. árgangur
45. tbl.
Svavar
Gestsson
um
g^mniriga
Ekki ennþá reynt
samtakamáttinn
■a
Ekki hróflað við kjaraskerðingunni
Parf að knýja fram ný samningsúrslit
• Það hefur ekki reynt á vilja launa-
fólks við þessa samningagerð forystu-
manna, segir Svavar Gestsson formað-
ur Alþýðubandalagsins í viðtali við
Þjóðviljann í gær. Verkalýðshreyfingin
sem heild hefur ekki verið spurð um
afstöðu til þessa. „Fyrir þessa samninga
hefur ekkert reynt á áhuga verkafólks
til þess að beita afli samtakanna til að
ná fram skárri kostum; því segir
samkomulagið ekkert til eða frá um
mátt eða máttleysi verkalýðshreyfmg-
arinnar í heild.“
• Svavar segir að samningurinn sé til alltof
langs tíma, þarsem ekki er gert ráð fyrir því
að hrófla við kjaraskerðingunni frá síðari
hluta ársins 1983. í raun feli samningurinn í
sér skerðingu á yfirvinnuálagi úr 40% í
17%.
• Þá bendir formaður Alþýðubandalags-
ins sérstaklega á hvemig þrengt er að ungu
fólki í þessum samningum, með því að hafa
sérstök lágmarkslaun fyrir neðan almenn
lágmarkslaun fyrir ungt fólk á aldrinum 16
til 18 ára. Ennfremur séu námsmenn settir á
bekk með atvinnurekendum þarsem þeir
eigi ekki að fá bamabótaaukann einsog
annað fólk.
• Þá bendir Svavar á að hin takmarkaða
kauphækkun sé ekki tryggð í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar þarsem ekki sé orð um að
kauphækkunin megi ekki fara út í almennt
verðlag í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
• Hér er teflt á ystu brún með kjör launa-
fólks og einingu verkalýðssamtakanna. Það
er athyglisvert að fjöldi fulltrúa á formann-
aráðstefnu ASÍ treysti sér ekki til að standa
að samkomulaginu. Það þarf að hefja nú
þegar undirbúning þess að nýir og skárri
kostir náist, sem tryggja betur einingu
launafólks.
• Svavar bendir einnig á sérstöðu Dagsb-
rúnar. „Ég er sannfærður um það að Dagsb-
rún á víðar stuðning þessa dagana en marg-
an grunar - sá stuðningur getur fyrr en varir
breyst í afl sem knýr fram ný samningaúrs-
lit“, segir Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins í viðtali inni í blaðinu.
-óg
Sjá bls. 5
Samningar kvenna í frystihúsum:
Viku að vinna
sig í bónus
Hinir nýju samningar ASÍ og
VSI koma þannig út gagnvart
verkakonum í fiskvinnu sem vinna
samkvæmt bónuskerfi, að þær
þurfa að vinna að meðaltali 40
stundir til þess að komast upp í lág-
markslaun þannig að bónusinn fari
að mæla þeim tekjuauka umfram
lágmarkslaunin, sem eru 12.660.-
krónur á mánuði.
Eftir 5% hækkunina fá konur
sem unnið hafa í 3 ár í fiskvinnu í
10. launaflokki 11.313.- krónur
samkvæmt taxta, en það er 1.347,-
krónum undir lágmarkstekjum.
Vinni þær samkvæmt bónuskerfinu
tekur það að meðaltali um 40
klukkustunda bónusvinnu að vinna
Albert
hættur?
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra ítrekaði í gær þá skoðun
sína að ef nýgerðir kjarasamningar
sprengdu launaramma fjárlaga
bæri honum og ríkisstjórninni í
heild að segja af sér. Hann hefði
hins vegar ekki kynnt sér samning-
ana nógu vel til að kveða upp dóm
strax.
„Ég get fullvissað Ólaf Ragnar
Grímsson um það, að þrátt fyrir
það að ráðherrastólar kunni að
vera heitir og mjúkir einsog hann
orðar það, mun ég standa við mín
orð,“ sagði Albert Guðmundsson.
„Og bið ég virðulegan þingmann
að bíða þangað til að á reynir en
vera ekki með fullyrðingar sem eru
hreinar ágiskanir frá hans hálfu um
vilja minn og getu til að standa hér
eftir sem hingað til við allt það sem
ég ætla mér að standa við og hef
lofað. Ég endurtek það og bið hann
um að rifja upp hvenær hann hefur
reynt mig að því að bregðast því
sem ég hef lofað. Þessu hef ég lofað
sjálfum mér“. -óg.
upp þennan mismun, og þá fyrst
fara umframafköstin að gefa um-
framtekjur. Samkvæmt hinum
nýju samningum koma því um-
framafköst bónuskerfisins ein-
göngu vinnuveitandanum til góða
fjórðu hverja viku. Ragna Berg-
mann formaður Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar sagði í viðtali
við Þjóðviljann í gær að til greina
kæmi að konur í fiskvinnu hættu að
vinna samkvæmt bónuskerfi, en
bónusinn hefur hingað til gefið um
þriðjung heildarlauna kvenna í
fiskvinnu. ólg
Sjá bls. 3
Verkakonur í Bæjarútgerðinni: Umframafköstin renna óskipt til atvinnurekandans 4. hverja viku samkvæmt
nýju samningunum. - Ljósm. ólg.
Starfsmenn álverksmiðju ÍSAL gáfu 2ja daga frest:_
2-3% ber ennþá í milli
deiluaðila í Straumsvík
>9
Vona að frestur okkar verði vel nýttur“ segir Örn Friðriksson
Starfsmenn í álverksmiðjunni í
Straumsvík ákváðu í gær að veita
stjórnendum verksmiðjunnar
tveggja daga viðbótarfrest til að
semja við þá um kaup og kjör.
Verksmiðjunni átti að loka á
miðnætti í kvöld. Gefa starfs-
mennirnir frest til miðnættis á
laugardag. Samkvæmt upplýs-
ingum Þjóðviljans ber um 2'h-
3% á milli samningsaðila en full-
trúar ÍSAL hafa þegar boðið
sömu hækkanir og Vinnuveitend-
asambandið bauð ASÍ.
Örn Friðriksson aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna í Straumsvík
sagði að beiðni ÍSAL um frestun
á lokun verksmiðjunnar hefði
verið samþykkt af starfsmönnum
í gær en allmargir starfsmanna
hafa verið andvígir frestun og
viljað láta sverfa til stáls strax.
„Við höfum gefið eigendum
verksmiðjunnar undanþágur sl. 4
vikur til að koma í veg fyrir tjón á
framleiðslunni og framleiðslu-
tækjunum. Við treystum því á að
þessi tveggja daga frestur til við-
bótar verði notaður til að semja
við okkar starfsmenn", sagði Örn
í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Fulitrúar ISAL hafa boðið
það sama og VSf bauð Alþýðu-
sambandinu og samningur verka-
lýðsfélaganna kveður á um. Auk
þess segjast þeir hafa samið við
okkur um framleiðnibónus en við
viljum undirstrika að hann er
ekki hluti af samningunum nú
heldur aðeins hlutur sem átti að
vera fyrir löngu búið að ganga
frá. Auk þess hafa stjórnendur
verksmiðjunnar ónýtt þann
kaupauka starfsmanna verulega
með því að draga niður straum
síðustu vikur“.
„Samstaða starfsmanna um að
standa fast við okkar kröfur hefur
verið órofa og hún mun verða
það áfram. Ef einhver skynsemi
fær að ráða hjá fulltrúum verk-
smiðjueigenda ættu þeiráð semja
strax um þær fáu prósentur sem
ber í milli sent ekki eru háar upp-
hæðir miðað við þau gífurlegu
verðmæti í framleiðslutækjunum
sem annars eru í veði“, sagði Örn
Friðriksson fulltrúi starfsmanna
að lokum.
Ríkissáttasemjari sagði í sam-
tali síðdegis í gær að þar sem tals-
vert bæri í milli deiluaðila hefði
hann ekki séð ástæðu til að halda
áfram viðræðum að sinni og því
slitið þeim í fyrrinótt. Hins vegar
yrðu menn kallaðir saman til
fundar um leið og hann eða annar
hvor aðila óskuðu eftir. -v./lg..