Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 11
Fimmtudagur 23. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 11
íþróttir
Víðir Sigurðsson
Ruslafötugolf? Eru kylfingar endanlega búnir að gefast upp á veðráttunnl og farnir að laga
sig að innanhúss aðstæðum? Ekki er það svo slæmt, en i þessum dúr verður 18-holu
púttkeppnl á sérstökum brautum i veitingahúsinu Broadway á sunnudaginn kemur. Hún
verður liður i hátíðahöldum i tilefni af 20 ára afmæli Golfklúbbs Ness sem hefst kl. 15 þann
helga dag. Hún er opin ölium kylfingum, svo og öðrum sem áhuga hafa. Glæsileg verðlaun
eru í boði í púttkeppninni, fyrstu verðlaun eru t.d. utaniandsferð á vegum Samvinnuferða.
Nýjar golfmyndir verða sýndar á tveimur til þremur stöðum i húsinu og fyrirtæki munu kynna
golfvörur og annað. Hrókur alls fagnaðar verður án efa fréttamaðurinn og landsliðseinvald-
urlnn góðkunni, -klp-, og svo oft sem hann hefur farið „holu-í-höggi“ utandyra verður honum
varla skotaskuld úr því að fara „fötu-í-höggi“ innandyra í Breiðvangi.
Skagamenn semja
Knattspyrnuráð Akraness og
Arnarflug hafa gert með sér samn-
ing um að Islands- og bikarmeistar-
ar IA beri merki og nafn Arnar-
flugs á búningum sínum tvö næstu
keppnistímabil. Báðir aðilar vænta
sér góðs af samstarfinu sem tekur
«1 ýmiSsa atriða varðandi flug og
auglýsingastarfsemi. Arnarflugs-
menn hyggjast taka þátt í barátt-
unni með Akurnesingum í sumar á
einn eða annan hátt, en aðfcrðirnar
eru hernaðarleyndarmál enn sem
komið er.
í>á hefur Knattspyrnuráð Akra-
ness einnig gert tveggja ára samn-
ing við Adidas-umboðið á íslandi,
heildverslun Björgvins Schram hf,
um notkun á iþróttavörum á þess
vegum. Slíkt samstarf hefur átt sér
stað síðan árið 1977 og hefur
gengið mjög vel, að sögn beggja
aðila.
-VS
Undirbúningur landsliðsins:
Everton mætir Liverpool:
A-liðið mætir
b-liði í kvöld
Siggi Sveins ekki í Evrópuförinni
í kvöld kl. 20 fer fram „úrvalsleikur“ í handknattleik í Laugardalshöll-
inni. Þar mætast A og B-landslið karla og er þetta hluti undirbúnings
landsliðsins fyrir keppnisferðina í byrjun mars þegar leikið verður í Frakk-
landi og Sviss.
Liðin sem mætast í kvöld verða þannig skipuð:
A-liðið: B-liðið:
Einar Þorvarðarson, Val
Jens Einarsson, KR
Atli Hilmarsson, FH
Guðmundur Albertsson, KR
Guðmundur Guðmundsson, Vík.
Jakob Sigurðsson, Val
Kristián Arason, FH
Páll Olafsson, Þrótti
Sigurður Gunnarss. Vík.
Steinar Birgisson, Vík.
Þorbjörn Jensson, Val
Þorgils Ó. Mathiesen, FH
Brynjar Kvaran, Stj.
Ellert Vigfússon, Vík.
Eyjólfur Bragason, Stj.
Gunnar Gíslason, KR
Hans Guðmundsson, FH
Hilmar Sigurgíslason, Vík.
Jóhannes Stefánsson, KR
Júlíus Jónasson, Val
Pálmi Jónsson, FH
Sveinn Bragason, FH
Valdimar Grímsson, Val
Viggó Sigurðsson, Vík.
Withe klúðraði
færinu í lokin
Pálmi Jónsson er meðal leikmanna
b-liðsins sem mætir a-liðinu í Höll-
inni í kvöid.
Nágrannarnir á Merseyside,
Everton og Liverpool, mætast í
fyrsta skipti í úrslitaleik stórmóts í
ensku knattspyrnunni þann 25.
mars. Það verður í Mjólkurbikarn-
um, Everton tryggði sér úrslitasæt-
ið í gærkvöldi með því að tapa að-
eins 1:0 fyrir Aston Villa á Villa
Park í Birmingham. Everton vann
fyrri ieikinn á heimavelli, 2:0 og
mætir því nágrönnunum voldugu,
m.a. frammi fyrir íslenskum
knattspyrnuáhugamönnum í
beinni sjónvarpsútsendingu.
Everton hélt sínum hlut fyllilega
Harðskeytt lið sem mætir A-landsliðinu en þeir 12 sem eru í því síðar-
nefnda eru nokkuð öruggir með að fara í landsleikjaferðina. Síðan bætast
við tveir, markvörður, sem sennilega verður Brynjar Kvaran, og útispil-
ari, sem líkast til verður línumaður, og þá koma aðeins Hilmar Sigurgísla-
son og Jóhannes Stefánsson til greina.
Við þann 14 manna hóp bætast þeir Alfreð Gíslason og Bjarni Guð-
mundsson frá Vestur-Þýskalandi sem verða lausir frá sínum liðum þar, en
hins vegar er Sigurður Sveinsson bundinn hjá Lemgo og getur hvorki
leikið í Frakklandi 3. og 4. mars, né í Sviss 9. og 10. mars. Milli þessara
landsleikj a verður dvalið í æfingabúðum í Strasbourg í Frakklandi og m. a.
leikið við frönsk 1. deildarlið. Síðan koma Sovétmenn hingað til lands og
leika hér þrjá landsleiki 14.-16. mars.
Þess má geta að ágóði af leiknum í kvöld fer í að greiða vinnutap
landsliðsmannanna sem fara til Frakklands og Sviss. _VS
Þróttur orð-
inn meistari
Þróttarar eru orðnir íslands-
meistarar f blaki karla þrátt fyrir
að þeir eigi eftir þrjá leiki f 1.
deildinni. Meistaratitillinn féll í
þeirra hendur eina ferðina enn í
gærkvöldi er þeir unnu sinn skæð-
asta keppinaut, HK, 3:2 í Haga-
skóianum. Þróttur vann fyrstu
Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik:
Valur og Haukar lang-
líklegust í úrslitin
tvær hrinurnar, 15:13 og 15:8 en
HK tvær næstu, 7:15 og 14:16, þá
síðari eftir að Þróttur hafði komist í
14:7. Þróttararnir leikreyndu
höfðu síðan algera yfírburði í loka-
hrinunni, komust í 14:0 og unnu
15:1. Bestir þeirra voru Jason
ívarsson og Guðmundur Pálsson en
Páll Ólafsson og Hreinn Þorkelsson
voru atkvæðamestir hjá HK.
Víkingur náði í dýrmæt fallbar-
áttustig með því að sigra Fram 3:2 í
gærkvöldi. Hrinurnar enduðu
15:10, 15:9, 8:15, 9:15 og 15:10.
Sigurður Guðmundsson og Þröstur
Sigurðsson voru bestir Víkinga en
hjá Fram bar mest á Kristjáni Má
Unnarssyni (KMU) og Finnboga.
- VS
Eftir leik ÍR og Keflvíkur í fyrra-
kvöld er komin skýrari mynd á
keppni úrvalsdeildarinnar í körfu-
knattleik. Njarðvík og KR eru þeg-
ar örugg í úrslitakeppnina, KR
vegna hagstæðrar útkomu úr
leikjunum við ÍR sem getur aðcins
náð þeim að stigum. Staða Vals er
einnig mjög góð, þótt úrslitasætið
sé enn ekki tryggt. Liðið þarf að-
eins að vinna einn leik af þremur,
gegn KR, ÍR eða Keflavík.
En hvert verður fjórða liðið? Þar
standa Haukarnir með pálmann í
höndunum þrátt fyrir fjóra ósigra í
röð og fjóra í R-sigra í röð. í R getur
mest náð.18 stigum og Haukar náð
þeirri tölu með sigri í einum leik af
þremur, gegn Njarðvík, Keflavík
eða KR. Verði ÍR og Haukar jöfn í
4.-5. sæti með 18 stig komast
Haukarnir áfram þar sem þeir
unnu þrjá af fjórum leikjum lið-
anna í deildinni.
Tveir möguleikar eru á þremur
liðum jöfnum með 18 stig í 3.-5.
sæti. Valur, ÍR og Haukar geta
endað þar og þá eru Haukar og
Valsmenn komnir áfram á fleiri
stigum en ÍR í innbyrðis leikjum
þessara þriggja félaga. ÍR situr
einnig eftir á sömu reglu ef liðið
verður jafnt KR og Haukum á 18
stigum. KR er því komið áfram
hvað sem á dynur.
Möguleikar ÍR eru tvíþættir. Sá
fyrri er að Haukar tapi sínum
þremur leikjum og ÍR vinni bæði
Njarðvík og Val. Þá fær ÍR 18 stig
en Haukar 16. Sá seinni er að
Haukar vinni tvo leiki og fari uppí
þriðja sæti en Valur tapi öllum
þremur, og fyrir ÍR með 9 stigum
eða meira, og ÍR vinni Njarðvík að
auki. Nái ÍR 9 stiga sigri á Val,
hefur liðið þar með betri útkomu
úr innbyrðis leikjum og getur þá
skilið val eftir í 5. sæti deildarinnar.
Margt getur að sjálfsögðu gerst
en flest bendir til þess að Keflavík,
sem fellur líklega, á enn veika von
um að ná fjórða sæti. Það gerist ef
liðinu tekst að vinna Hauka með 4
stigum eða meira f Hafnarfirði og
síðan Valsmenn í Keflavík, og
Haukar og ÍR tapa sínum leikjum.
Margt getur að sjálfsögðu gerst
en flest bendir til þess að Njarðvík,
KR, Valur og Haukar leiki í 4-liða
úrslitunum og þá er spurning um
hvaða sæti þau raða sér í; efsta liðið
mætir fjórða liði og lið númer 2 og 3
leika saman í undanúrslitum
deildarinnar. ÍR hafnar líklega í 5.
sæti og auðveldast er að veðja á fall
Keflvíkinga, sem þó hafa bitið illi-
lega frá sér þegar við minnstu hefur
verið búist af þeim.
-VS
þar til Paul Rideout skoraði fyrir
Villa hálftíma fyrir leikslok. Andy
King átti þá misheppnaða sendingu
til markvarðar Everton, Nevilles
Southall, Rideout náði boltanum
og skoraði auðveldlega. Villa sótti
linnulaust eftir það og hefði átt að
ná í framlengingu því Peter Withe
klúðraði dauðafæri á lokasekúnd-
unum. _ yg
Casekœrður
Geoff Nulty, fyrrum leikmað-
ur með Everton í ensku knatt-
spyrnunni, hefur kært Jimmy
Case, sem áður var með Liver-
pool en leikur nú með Brighton.
Case braut gróflega á Nulty í
leik Liverpool og Everton fyrir
fjórum árum, Nulty meiddist
illa á hné og varð að hætta að
leika knattspyrnu. Lögfræðing-
ar Liverpool hafa tekið að sér
vörnina í máli Case. - VS
ÍR sigraði
ÍR vann öruggan sigur á KR í l.deild
kvenna í körfuknattleik í fyrrakvöld,
45:29. Guðrún Gunnarsdóttir skoraði
11 stig fyrir ÍR en Erna Jónsdóttir 12
stig fyrir KR.
Framstúlk-
urnar enn
nær
Framstúlkurnar færðust enn
nær Islandsmeistaratitlinum í
handknattleik kvenna í gærkvöldi
er þær sigruðu ÍA 18-14 frammi
fyrir 150 fjörugum áhorfendum á
Akranesi. Þær þurfa nú 3 stig úr
leikjunum við KR og Fylki til að
tfyggja sér tignina.
Liðin voru yfir til skiptis í fyrri
hálfleik og leikurinn þá spennandi.
Kristín Brandsdóttir gerði Fram-
stúlkunum þá gramt í geði, varði
nokkur vítaköst og stóð sig frábær-
lega í marki ÍA. Fram leiddi 8:7 í
hléi en stakk síðan af í byrjun
seinni hálfleiks, náði sex marka
forystu og úrslitin ekki í vafa eftir
það.
Mörk Fram: Guðríóur 9(3), Sigrún 3,
Arna 2, Oddný 2, Hanna 1 og Margrét 1.
Mörk ÍA: Laufey 5, Hrefna 3, Karitas 2,
Ragnhildur 2, Þórgunnur 1 og Raan-
heiður 1.
- vs