Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Karl Matthíasson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í
laufi“ eftir Kenneth Grahame Björg Árna-
dóttir les þýðingu sína (17j.
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Pingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.30 Gægst i fylgsni Finnlands Hugrún
skáldkona flytur ferðaþátt.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar:
14.0Q „Klstísrnir hjá Brighton" eftir Gra-
ham Greene Haukur Sigurðsson les þýð-
ingu sína (7).
14.30 Á frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Béla Kovács og Ti-
bor Fúlemile leika „Dúó fyrir klarinettu og
tagott" eftir Ludwig van Beethoven/Gunilla
von Bahr og Diego Blanco leika „Serenöðu í
D-dúr“ oþ. 109 fyrir flautu og gítar eftir Ferd-
inando Carulli/Adrian Ruiz leikur Pianósón-
ötu i f-moll op. 8 eftir Norbert Burgmúller.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt
mál. Erlingur Sigurðarson talar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norð-
fjörð (RÚVAK).
20.00 Leikrit: „Stundum koma þeir aftur“
eftir Stephen King Nemendaverkefni
Leiklistarskóla Islands 1983-84. Leikgerð:
Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hallmar Sig-
urðsson. Leikendur: Einar Jón Briem, Þór
Thuliníus, Kolbrún Erna Pétursdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson, Alda Arnardóttir,
Barði Guðmundsson, Jakob Þór Einarsson,
Karl Ágúst Úlfsson, Rósa Þórsdóttir og Jón
Sigurbjðrnsson.
21.15 Gestir i útvarpssal: Verdehr-tríóið
Walter Verdehr, Elsa Ludewig-Verdehr og
Gary Kirkpatrick leika saman á fiðlu, klarin-
ettu og píanó. a. Trió í B-dúr eftir Dieter
Einfeldt. b. Tríósónata eftir Karel Husa.
21.50 „Þinghelgi" Gissur Ó. Erlingsson les
fyrri hluta þýðingar sinnar á smásögu eftir
Frederick Forsyth. Seinni hlutinn verður
fluttur á morgun, föstudaginn 24. febrúar kl.
11.15.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Lestur Passíusálma. (4).
22.40 Spor frá Gautaborg Umsjón: Adolf H.
Emilsson.
23.05 Siðkvöld meö Gylfa Baldurssyni.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Ekkert sjónvarp í dag
RUV
Föstudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir.
20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón
Eddu Andrésdóttur.
21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend
málefni. Úmsjónarmenn: Einar Sigurðsson
og Helgi E. Helgason.
22.25 Sallý og frelsið (Sally och friheten)
Sænsk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Gunnel
Lindblom. Aðalhlutverk: Ewa Fröling, Hans
Wigren, Leif Ahrie og Gunnel Lindblom.
Myndin er um unga konu, sem leggur mikið í
sölumar til að fá hjónaskilnað, en kemst að
raun að það að frelsið sem hún þráði er
engan veginn áhyggjulaust heldur. Þýðandi
Hallveig Thorfacius.
00.10 Fréttir í dagskrárlok
„Getur mettað grilluð ull/garnir Mývetninga?“ spyr Jón Adolf í Ijóði sínu til Þorgríms Starra í Garði, en sá
síðarnefndi hefur lýst því yfir í Þjóðviljanum, að betra sé að brenna ullina en selja hana á óviðunandi verði.
Ull og grautur
í tilefni af því að fyrir nokkru bírtist grein í Þjóðviljanum eftir Porgrím Starra í
Garði, þar sem höfundurinn telur að eigi fáist nægjanlegt verð fyrir ullina frá
bændum, betra sé að brenna hana en selja. M urðu þessar stökur til.
frá lesendum
skop
Til að auðga eigið bú
og arð hjá Þingeyingum
á að brenna alla nú
ull af Mývetningum.
Bœndur kveina og berja sér
■ bágum yfir kjörum.
Verðið lágt á ullu er
en ekki á neysluvörum.
Bregðast vonir, bágt er því
baslið Mývetninga.
Gaula tómar garnir í
Görðum Þingeyinga.
Iðrin vola eigi full,
aumar kenndir þvinga.
Getur mettað, grilluð ull
garnir Mývetninga.
Neyðin fremur víl og vol
er vantar neyslu forðann,
ef að líka þingeyskt þol
þrýtur fyrir norðan.
Spá
Ef ei þagnar þeirra raus
um þrot í matar skrínum,
þá mun Denni Dœmalaus
deila grauti sínum.
Ekki verður ullin brennd
eða neitt þar kringum.
Kemur hjálp af himnum send
handa Þingeyingum.
Jón Adolf.
Útvarp á Rás 2 kl. 14.00:
Jónar og Pétrar
eftir klukkan 2
Eftir tvö heiti vinsæll útvarps-
þáttur, sem er varpað út af Rás 2
eftir klukkan tvö á fimmtudög-
um. Umsjónarmenn hans eru
þeir félagarnir Jón Axel Ólafsson
og Pétur Steinn Guðmundsson,
sem báðir vinna hjá Fálkanum,
Jón Axel í hljómtækjum og Pétur
í skíðadeildinni. Jón er að auki
plötusnúður í Broadway.
„Við höfum verið með allskyns
uppákomur í þáttunum“, sagði
Jón Axel í stuttu spjalli. „Maður
ársins var valinn hjá okkur um
daginn, en þá kusu hlustendur
fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson. Síðan höfum við beð-
ið hlustendur að velja leiðinleg-
asta lag ársins, en þá vildi svo til
að þeir völdu sama lag og hlust-
endur höfðu kjörið skemmtileg-
asta lag ársins í Morgunþættinum
á Rás 2. Lagið heitir „Carma
Camillion" með Boy George“.
Þeir Jón Axel og Pétur munu
byrja á því að spila popp og
blandaða músík í þætti sínum í
dag, en síðan fá þeir í heimsókn
tvo menn, sem gegndu svipuðu
starfi fyrir tæpum tveimur ára-
tugum og þeir Jón Axel og Pétur
gegna nú. Það eru þeir Jón Þór
Hannesson og Pétur Steingríms-
son. Þeir Jón Þór og Pétur voru
með poppþáttinn „Á nótum
æskunnar“ á árunum 1966-67 og
þeir munu mæta í stúdíóið og
rabba við nafna sína og spila lög
frá þessum árum.
Útvarp á Rás 1 kl. 20.00:
Hrollvekj uleikrit
Þriðja árs nemendur Leik-
listarskóla íslands munu flytja
leikritið „Stundum koma þeir aft-
ur“ í kvöld kl. 20.00. Það er byggt
á samnefndri smásögu eftir
bandaríska rithöfundinn Stephen
King sem er einn þekktasti höf-
undur hryllingssagna á Vestur-
iöndum. Útvarpsleikgerðin er
eftir Karl Ágúst Úlfsson en leik-
stjóri er Hallmar Sigurðsson.
Efni leiksins er í stuttu máli
þetta:
Jim Norman hefur nýlokið
námi við kennaraskóla. Þrátt
fyrir taugaáfall sem hann fékk
þegar hann var við æfinga-
kennslu, sækir hann um stöðu við
gagnfræðaskóla þar sem hann fær
erfiðan bekk að glíma við. Á
nóttunni sækja á henn erfiðir
draumar þar sem hann upplifir
aftur og aftur óhungnanlegan at-
burð frá bernskuárum sínum er
hópur afbrotaunglinga drap
bróður hans. Fyrr en varir hefur
martröð næturinnar færst yfir á
daglegt líf hans og hrollvekjandi
atburðir fara að gerast.
Leikendur eru: Einar Jón
Briem, Þór Thuliníus, Kolbrún
Erna Pétursdóttir, Alda Arnar-
dóttir, Barði Guðmundsson, Jak-
ob Þór Einarsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Rósa Þórsdóttir,
Jón Sigurbjörnsson og Karl Ág-
úst Úlfsson.
-Aahhf!
bridge
Hér er annað spil frá leik Ólafs við sveit
Urvals í úrslitum Reykjavíkurmótsins:
ÁK XX KG9xxx XXX xxxxx
XXX Áx
X Áxx
KDxxxxx Áxx
DG108 KDGIOxx D10x
Suður (Ólafur Lár.) brá aðeins á leik í
þessu spili og opnaði í 1. hendi á 2 hjört-
um (sem er Flannery, þýðir 5 hjörtu og 4
spaðar og 12-16 hp.) Vestur (Karl) sá
enga ástæðu til að koma inná þessa
opnun og sagði pass, sama gerði Norður
og Austur (Asmundur) vomaði aðeins
yfir þessu en sagði svo pass...
Einsog sjá má, standa alltaf 6 lauf í
A/V, en á hinu borðinu létu Hrólfur
Hjaltason og Jónas P. Erlingsson sér
nægja 3 grönd, sem að sjálfsögðu unn-
ust. Já, og Ólafur vann sitt spil að sjálf-
sögðu, fékk raunar 9 slagi eftir frekar
báglega vörn (sem stafaði af opnuninni)
því vörnin gerði ráð fyrir fimmlit í hjarta
hjá sagnhafa. Það voru 11 impar til
Ólafs.
Tikkanen
Þegar hún lærði að þekkja
sjálfa sig missti ég þá sem ég
þekkti.
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Helmingur þeirra sem
sótti um átti íbúðir.
Rétt væri: Helmingur þeirra
sem sóttu um átti íbúðir.