Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN
Fimmtudagur 23. febrúar 1984
Aðalsími Þjúðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefursíma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
BENSINN FUNDINN!
Fœrður úr
hlöðu á Bessa-
stöðum að
Borgarskála
Eimskips
Nú geta allir fengið að líta á nýja Bensinn hans Tómasar Árnasonar þar sem hann stendur ónotaður og númerslaus fyrir utan skála Eimskips í
Sigtúni. Ljósm. Ölg.
Mikið pukur og leynimakk hefur
verið yfir dvalarstað hinnar nýju
og ónotuðu Bens-bifreiðar Tómas-
ar Árnasonar fyrrverandi ráð-
herra. Tilraunir aiþingismannsins
og félaga hans Þorvalds Ragnars-
sonar, sem var bOstjóri Tómasar í
ráðherratíð hans, til að fela bílinn
hefur engan árangur borið þrátt
fyrir tilfærslur með bflinn fram og
aftur um Stór-Reykjavíkursvæðið.
Þjóðviljinn hefur einatt haft
hendur í hári bílsins enda menn
ósparir á að gefa okkur upplýsingar
í von um að hljóta verðlaun þau er
lofað var. Þó hafa erfiðleikar verið
varðandi myndatökur því bíllinn
hefur verið í læstum geymslum. Nú
hefur ágæt húsmóðir í Vesturbæn-
um hlotið Matsboxbílinn sem var
vinningurinn í getraunasamkeppni
Þjóðviljans. Bensinn er nefnilega
fundinn fyrir utan Borgarskála
Eimskips við Sigtún og var mynd-
aður þar.
í síðustu viku kom sá kvittur upp
að Bensinn væri geymdur í hlöð-
unni á Bessastöðum. Þjóðviljinn
hafði þá samband við Tómas Árna-
son forstjóra Framkvæmdastofn-
unar og spurðist fyrir um hvort rétt
væri. Hann sagði þá: „Ég hef bara
beðið ákveðinn mann um að sjá um
bílinn fyrir mig og ég er meira að
segja ekki alveg viss um hvar hann
er.“ Þjóðviljinn fékk þó upplýsing-
arnar staðfestar og það jafnframt
að bílinn var í mesta skyndi fluttur
úr hlöðunni vegna þess að ekki
hafði fengist leyfi réttra aðila til að
geyma hann þar.
Að lokum hafðist upp á „hinum
ákveðna manni“ sem Tómas fól
bílinn í hendur og reyndist það vera
Þorvaldur Ragnarsson bflstjóri.
Þorvaldur var bflstjóri Tómasar í
ráðherratíð hans og hefur í vetur
annast feluleikinn með Bensinn.
„Ég hef annast geymslu bflsins og
tók hann upphaflega þegar Ræsir
afgreiddi hann. Bfllinn hefur síðan
verið í minni vörslu og verður það
þangað til hann kemur á götuna.
Þess verður trúlega ekki langt að
bíða, en það er Tómasar að gefa
grænt ljós með það,“ sagði hinn
„ákveðni maður“.
Þorvaldur Ragnarsson féilst á að
sýna Þjóðviljamönnum bflinn,
enda stendur hann.nú utan dyra í
Borgarskálanum við Sigtún. Bíl-
linn er fagurblár að lit, Mercedes
Bens 280 SL árgerð 1984. Reyndar
eru ekki komnir hjólkoppar á bí-
linn og ekki númer, en hann er
undurfagur á að líta, enda kostar
hann meira en 8 árslaun verkafólks
þrátt fyrir hina nýju kjarasamn-
inga.
-jP
I
Grœnlandstil-
lagan samþykkt
Mistök
ríkis-
stjórnar-
innar
„í trausti þess að ríkis-
stjórnin geri ekki fleiri mistök
í meðferð þessa máls en henni
hafa þegar orðið á, segi ég já“.
Svo mælti Ólafur Ragnar
Grímsson er hann gerði grein
fyrir atkvæði sínu í atkvæða-
greiðslu um þingsályktunar-
tillögu um sameiginleg
hagsmunamál íslendinga og
Grænlendinga í sameinuðu
þingi í gær.
Olafur Ragnar taldi að
ríkisstjórnin og þó einkum
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra hefðu ekki notað
þann tíma sem gáfst til við-
ræðna við Grænlendinga áður
en þeir undirrituðu samning-
inn við Efnahagsbandalagið.
Hefðu þeir þó einhvern tfma
lagt land undir fót af minna
tilefni. En nú hefði verið sofið
áverðinum. Forsætisráðherra
og utanríkisráðherra báru af
sér allar sakir. Geir sagði
svona umræðu vera brot á
þingsköpum og til þess fallnar
að rjúfa einingu þingmanna.
Þingsáiyktunartillagan var
samþykkt samhijóða með at-
kvæðum allra viðstaddra
þingmanna.
mhg
Lágtekjumaður fær sömu hækkun og sá sem
hefur 33.000 kr. í tekjur
Ekki sammngar
láglaunafólksins
segir Jóhanna
Sigurðardóttir
alþingismaður
„Þeir sem standa að þessum nýja
kjarasamningi guma af því að hann
sé sigur fyrir láglaunafólkið. Mér
finnst það því kaldhæðin niður-
staða að þegar upp er staðið fær
láglaunamaðurinn í beinum launa-
greiðslum sömu upphæð og sá sem
hefur 33.000 krónur í tekjur á mán-
uði“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður og einn félaga í
framkvæmdanefnd um launamál
kvenna.
„Þeir sem hafa yfir 33.000 krón-
ur í tekjur fá auðvitað þaðan af
meira því 5% launahækkunin er
upp allan stigann. Mín skoðun er
því sú að krónutölureglan hefði
verið rétt í þeirri stöðu sem við
erum nú,“ sagði Jóhanna ennfrem-
ur. „Annað varðandi láglaunahóp-
ana er að nú á að taka um 330 milj-
ónir úr ríkissjóði með einhverjum
tekjutilfærslum innan fjárlagaram-
mans, til að greiða m.a. barnabóta-
auka, mæðralaun og annað þess
háttar. Hins vegar veit enginn
hvort þær kjarabætur verða ekki
sóttar að einhverju leyti aftur í vasa
launþega, t.d. með því að minnka
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur
sem þýðir hækkað vöruverð í
landinu".
„Annar láglaunahópur hefur
gleymst við þessa samningagerð og
það eru ellilífeyrisþegarnir. Þeirra
tekjur hafa að undanförnu hrapað
um 27-28%. Grunnlífeyrir al-
mannatrygginga er það lágur að
EUilífeyrisþegar hafa „gleymst“
segir Jóhanna Sigurðardóttir.
5% hækkun á honum nemur aðeins
um 170 krónum á mánuði. Aðilar
þessa samnings hafa að vísu talað
um 10% hækkun á tekjutryggingu
en það þýðir aðeins um 350-400
krónur á mánuði í vasa þeirra sem
hana hafa“, sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir ennfremur.
„Ég vil að lokum segja það að í
þessum samningum kemur ekki
fram nein viðleitni til að stíga skref
í þá átt að koma á launajafnrétti
kynjanna í þessu landi. Það stað-
festir auðvitað að konur hafa mikið
verk að vinna í þeim efnum á næst-
unni.“ -v.
Beðið eftir Albert
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra var væntanlegur til lands-
ins frá London í gærkvöldi og hafa
allir samningafundir BSRB og
ríkisins frestast vegna fjarveru
hans undanfarna daga. 10 manna
samninganefnd BSRB kemur sam-
an til fundar kl. 10 í dag með samn-
inganefnd ríkisins. í kvöld munu
svo viðræður halda áfram og þá
með þátttöku 60 manna nefndar
bandalagsins.
Hjá ríkissáttasemjara komu full-
trúar Félags bókagerðarmanna og
viðsemjenda þeirra til fundar í gær.
Hefur annar fundur í þeirri deilu
verið boðaður kl. 13.30 á mánu-
dag. -v.
Rabbu
blessaði
verk-
smiðj-
urnar
Á dögunum kom hingað til
lands rabbíi frá Bandaríkjun-
um á vegum Sölustofnunar
lagmetisins til að leggja bless-
un sína yfir nokkrar af lag-
metisverksmiðjum hérlendis.
Rabbíinn kom við í 4 verk-
smiðjum og blcssaði tvær
þeirra.
Heimir Hannesson forstjóri
Sölustofnunar lagmetisins
staðfesti þetta ferðalag rabb-
ísins hingað, en forsaga þess
væri sú að Sölustofnunin
hyggst nú ná fótfestu fyrir lag-
metisvörur héðan í gyðinga-
verslunum í Bandaríkjunum.
Til að svo megi verða, en hér
er um geysistóran markað að
ræða, þarf að merkja vöruna
með sérstökum táknum auk
þess sem forráðamenn einnar
verslunarsamsteypunnar
óskuðu eftir því að hingað til
lands kæmi rabbíi á þeirra
vegum til að leggja blessun
sína á framleiðslufyrirtækin
áður en varan væri tekin til
sölu héðan, og mun sá háttur
vera á víða hjá gyðingakaup-
mönnum.
-Jg-