Þjóðviljinn - 15.03.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. mars 1984 Sjómenn vilja stokka upp launakjörin Hluta skipta kerfi <5 úrelt Sjómenn eru almennt þeirrar skoöunar að ekki sé lengur búandi við það hlutaskiptakerfi sem nú gildir, segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins í viðtali. Ljósm. eik. segir Óskar Vigfússon „Það er mikið rætt í okkar herbúðum um uppstokkun á launamálum sjómanna, en það er Ijóst að slíkt verður ekki hrist fram úr erminni á augnabliki. Þetta er mikið rætt“, sagði Oskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Sjómannasambandið undirbýr nú samningaviðræður við útvegs- menn um launakjör og er búist við að fyrsti fundur viðræðuaðila verði haldinn nú á næstu dögum. Innan sjómannasambandsins eru uppi sterkar raddir um að ekki sé annað fært nú vegna kvótakerfis og sífellt minnkandi afla, en að leggja alveg af hlutaskiptakerfið og taka upp nýtt launakerfi. „Ég held að sjómenn séu al- mennt komnir á þá skoðun að það þýði ekki lengur að búa við þetta hlutaskiptakerfi. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir þá samninga sem við gerum, þá er vart þornað blekið á þeim þegar stjórnvöld sjá ástæðu til að krukka í hlutaskiptakjör sjó- manna. Við Teljum þar af leiðandi að þetta kerfi hafi gengið sér til húðar“, sagði Óskar. Aðspurður sagði hann að á stór- um hluta flotans, einkum bátaflot- ans, hefðu menn vart náð inn fyrir tryggingu síðustu ár. „Menn geta rétt ímyndað sér hvað að baki liggur þegar sjómenn hafa 15 - 16000 kr. á mánuðui fyrir allt að 16 stunda vinnu á sólarhring." Óskar sagði að hjá Sjómannas- ambandinu væri verið að fara í gegnum öll launakerfin á fiskiskip- aflotanum ogskiptaprósentuna. Þá væri að fara í gang vinnutímaathug- un hjá sjómönnum og farmönnum og þegar þeirri vinnu væri lokið yrði reynt að setja upp einhverja hugmynd að öðru launakerfi- „Þetta er allt í skoðun hjá okkur en svo mikil ákvörðun um upps- tokkun á launakerfi verður ekki tekin nema á þingi sambandsins sem haldið verður í haust“, sagði Óskar Vigfússon. -Ig Hitaveitan Tíðar bilanir í Þing- holtunum Síðdegis í gær lauk viðgerð á heitavatnsleiðslu sem sprakk í fyrradag í Skothúsvegi, norðan Tjarnarinnar og varð þess valdandi að heita vatnið fór af húsum við Fjólugötu og'minnkaði verulega í nokkrum götum umhverfis Tjörn- ina. Að sögn talsmanns Hitaveitu Reykjavíkur er það alltítt að gömlu heitavatnsleiðslurnar í eldri hverf- um bæjarins springi. Ekki kvaðst hann vita til þess að neinar fyrirætl- anir væru um að endurnýja leiðslukerfi eldri hverfanna heldur væri jafnóðum gert við á þeim stöð- um sem gæfu sig. Að sögn íbúa í Þingholtunum eru bilanir á leiðslum Hitaveitunn- ar mjög tíðar og vægast sagt hvim- leiðar. Tæknimenn veitunnar hefðu á undan förnum misserum verið að endurnýja hluta vatns- leiðslanna og auka þar þrýsing með þeim afleiðingum að eldri og veikbyggðari hlutar hennar gæfu sig. Sjálfsbjörg sendir ríkisstjórninni harðorð mótmœli vegna samninga hennar við ASÍ og VSÍ Örorkulífeyrisþegar voru skildir útundan „Framkvæmdastjórnin mótmæl- ir harðlega skertum hlut fatlaðra, og skorar á háttvirta ríkisstjórn að leiðrétta án tafar hlut örorkulíf- eyrisþega, þannig að hækkunin nemi sömu fjárhæð og hækkun lág- markslauna í kjarasamningi ASÍ og VSI og taki gildi frá sama tíma.“ Svo segir m. a. í harðorðri sam- þykkt framkvæmdastjórnar Sjálfs- bjargar sem send hefur verið for- sætisráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. í samþykktinni lýsir fram- kvæmdastjórn Sjálfsbjargar undr- un sinni á því að örorkulífeyrisþeg- ar skuli hafa orðið útundan í ný- gerðum kjarasamningum ASÍ og VSÍ. Samkvæmt þeim samningum eru lágmarkslaun ákvörðuð 12.660 kr., en örokulífeyrisþegum er á sama tíma ætlað að draga fram lífið á 7.018 kr. sem er samanlagður ör- orkulífeyrir og tekjutrygging. Þetta sér í flestum tilfellum ómögu- legt og því verði æ fleiri að leita ásjár annarra segir í samþykkt Sjálfsbjargar. Þá er bent á að umtöluð hækkun á vasapeningum til fólks sem dvel- ur á stofnunum um 500 kr., sem um getur í samningum ASÍ og VSÍ, sé villandi. Hér sé ekki um neina beina hækkun að ræða heldur margra mánaða drátt á fram- kvæmd reglugerðar frá 14. apríl á stjórnvöld að vasapeningar þessa lagðri upphæð örorkulífeyris og sl. ári. Er eindregið skorað á fólks verði a. m. k. 1/3 af saman- tekjutryggingar. -Ig. Fólksflutningar á síðasta ári Flestir tíl Danmerkur Á síðasta ári flutu til íslands 2154 menn en frá landinu fluttu 1924eða 230 færri. Á árunum 1982 fluttu heldur fleiri til landsins, en færri tóku sig upp til útianda, eða aðeins 1648. Langflestir þeirra sem staðið hafa í flutningum til og frá landinu eru íslenskir ríkisborgarar, flestir að fara í nám eða koma úr námi erlendis frá. Ef litið er á þá sem fluttu heim til Fróns á síðasta ári komu þeir flestir frá Svíþjóð eða 551 samtals. 519 komu frá Danmörku, 287 frá Nor- egi, 237 frá Bandaríkjunum og 119 frá Bretlandi. Langflestir fluttu hins vegar til Danmerkur á síðasta ári, eða 646 manns. Næst í röðinni að vinsældum var Noregur með 330 manns, Svíþjóð með 285 manns, Bandaríkin með 246 og Bretland með 70 manns. -v. Alþýðuflokkurinn gagnrýnir ríkisstjórnina 1000 fjölskyldur eiga á hættu að fá ekki húsnæði Gera má ráð fyrir að uppundir 1000 fjölskyldur í landinu verði fyrir töfum í afhendingu íbúða eða af- greiðslu lána á árinu, samkvæmt þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að stöðva algerlega nýjar fram- kvæmdir í verkamannabústöðum, segir í ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokksins sem borist hefur Þjóðviljanum. í ályktuninni er krafist að húsnæðislánunum verði komið í viðunandi horf, þannig að vanefndir ríkis- stjórnarinnar komi ekki harðar niður á fólki en þegar er orðið. -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.