Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Úr Dúfnaveislu þeirra Borgnesinga. Efnt er til helgarfer&a. Dúfnaveisla í nýrri blöndu borgfirskri Leikdeild Umf. Skallagríms Borgarnesi, sýnir skemmtunar- leikinn Dúfnaveisluna eftir Hall- dór Laxness í samkomuhúsinu Borgarnesi, þriðjudaga, fimmtu- dagaoglaugardaga kl. 20.30. Leik- stjóri er Kári Halldór. Þetta er viðamesta verk leikdeildarinnar til þessa. Leikritið hefur verið sýnt 6 sinnum fyrir fullu húsi og hafa við- tökur áhorfenda verið mjög góðar. Nú hefur tekist samstarf með leikdeildinni, Hótelinu og fleiri að- ilum í Borgarnesi um að bjóða upp á helgarferðir frá Reykjavík upp í Borgarnes. Nefnist tilboð þetta „Nýlöguð Borgfirsk blanda". Blandan inniheldur ferðir fram og til baka, mat á Hótelinu, Dúfna- veislu í samkomuhúsinu, dansleik á Hótelinu og gistingu. Þegar á staðinn er komið bjóð- um við einnig upp á ýmsa þjónustu, má þar nefna Heilsuræktina með öllum tækjum, gufubaði og ljósum, íþróttahúsið með sundlaugina, sauna og ljós, Ljósa- og nuddstof- una Bata og Hárgreiðslustofuna Heiðu. Lokaæfing Síðustu sýningar Leikritið verður sýnt í Osló í kvöld, fimmtudag kl. 20.30 verður Lokaæfing, eftir Svövu Jak- obsdóttur, sýnd á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur verið sýnt yfir 40 sinnum og hefur verið uppselt á flestar sýningar. Sýningum fer nú að fækka og eru því síðustu forvöð að sjá það. Óhætt er að fullyrða að Lokaæf- ing hefur vakið mikla athygli og Aukasýning á Forseta- heimsókn- inni Á laugardagskvöldið verður auka-miðnætursýning á gaman- leiknum Forsetaheimsókninni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Mikil að- sókn hefur verið að leikritinu í all- an vetur og er sýningin á laugar- dagskvöldið 40. sýningin. í leikrit- inu tekur Frakklandsforseti upp á því, að gefa almúganum kost á að fá sig í heimsókn. Fjölskylda nokk- ur ákveður að bjóða forsetahjón- unum í mat, án vitundar húsbónd- ans á heimilinu og þar með er mis- skilningurinn hafinn. Gengur að sjálfsögðu mikið á við að undirbúa heimsóknina fyrir nú utan allt upp- istandið sem verður þegar forseta- hjónin loks mæta til leiks. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt leikritið, leikmynd gerði ívar Tö- rök og leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Tólf leikarar koma fram í sýn- ingunni. f stærstu hlutverkum eru Kjartan Ragnarsson, Soffía Jak- obsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Gísli Halldórs- son, Guðmundur Pálsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Soffía Jakobsdóttir, Guðmundur Pálsson og Guðrún Ásmundsdóttir i Forsetaheimsókninni. Aðalhlutverk i Lokaæfingu eru í höndum Sigurðar Karlssonar og Eddu Þórarinsdóttur. umtal og ekki látið áhorfendur ó- snortna, enda er þar fjallað um mál sem sérhver maður hlýtur að íhuga. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd og búninga gerði Birgir Engilberts, en í hlutverkunum eru Sigurður Karlsson, Edda Þórarins- dóttir og Sigrún Edda Björnsdótt- ir. Nú í byrjun júnímánaðar mun Þjóðleikhúsið sýna Lokaæfingu á Nordisk Teaterfestival í Osló og verður það opnunarsýning hátíðar- innar. Skvaldur á fjöl- unum í kvöld: Fjórar sýn- ingar eftir Klukkan 20 í kvöld, fimmtudag, verður Skvaldur sýnt á stóra svið- inu í Þjóðleikhúsinu. Aðeins fjórar sýningar eru eftir á þessum vinsæla gamanleik Michaels Frayn, en 45 sýningar eru að baki og hafa 18 þúsund áhorfendur séð leikinn. Vinsældir verksins hér á landi þurfa ekki að koma á óvart, því þetta leikrit hefur í vetur verið sýnt í fjölmörgum löndum Evrópu og Ameríku og hvarvetna náð mikilli hylli. Nýlega var Skvaldur t.d. frumsýnt á Broadway í New York og þótti gagnrýnendum þar leikrit- ið vera sem ferskur og hressilegur gustur á annars dauflegu leikári í þeirri borg. Árni Ibsen þýddi leikritið, leik- stjóri er Jill Brooke Árnason, leik- mynd og búninga gerði Jón Þóris- son, en Kristinn Daníelsson annað- ist lýsingu. í hlutverkunum eru Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Sigurjóns- son, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Þórhall- ur Sigurðsson. Klarinettukonsert eftir John Speight í kvöld fimmtudag kl. 20.30 verða tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. Á efnisskrá eru: Forleikur (Der vier- jáhrige posten) eftir Franz Schu- bert, Klarinettukonsert í A-dúr, K622 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Don Juan, op. 20 eftir Richard Strauss. Þá verður frum- fluttur klarinettukonsert eftir John Speight og er Einar Jóhannesson einleikari kvöldsins. Konsertinn er einþáttungur og að sögn höfundar saminn að beiðni Einars 1980 og hefur hann til- einkað Einari konsertinn. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er Jean Pi- erre Jacquillat. Einar Jóhanncsson klarínettu- Klarinettukonsertinn er tileinkaður Einari Jóhannessyni, sem er ein- leikari kvöldsins. leikari er fæddur í Reykjavík 1950 og stundaði fyrst nám víð Tón- listarskólann í Reykjavík en hélt snemma utan og lagði stund á nám í klarínettuleik við Royal College of Music í London. Vann hann þar til verðlauna sem kennd eru við Fre- derick Thurston og stundaði síðan framhaldsnám hjá Walter Bock- ens. Síðar vann hann til alþjóð- legra verðlauna sem kennd eru við Yehudi Menuhin og enn síðar hlaut hann svonefnd Sonning- verðlaun ungra tónlistarmanna. Einar starfar nú sem fyrsti klarín- ettuleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands en kemur auk þess iðulega fram sem einleikari bæði hér á landi og erlendis. Hugmynda- samkeppni um aukna hagsýni í opinberum rekstri Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga vilja auka hagsýni í opinberum rekstri. Markmiðið er að bæta þjónustu hins opinbera við borgarana en lækka kostnað við hana. Málið varðar alla landsmenn. Þess vegna hefur verið ákveðið að efnatil hugmynda- samkeppni, þar sem öllum er heimil þátttaka og veita þrenn verðlaun fyrir áhugaverðustu tillögurnar sem nefndinni þerast. Verðlaunin verða að fjárhæð 10.000 kr., 7.500 kr. og 5000 kr. Skilafresturertiltjúní nk. Hagræðingartillögurnarskal senda: Samstarfsnefnd um hagræðingu í opinberum rekstri pósthólf 10015130 Reykjavík eða í Fjármálaráðuneytið, Fjárlaga- og hagsýslustofnun Arnarhvoli 101 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.