Þjóðviljinn - 15.03.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Side 5
Fimmiudagur 15. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 5 Deilan um Lánasjóðsskýrsluna: • • Ollu var haldið leyndu fyrir stúdentum og stjóm sjóðsins „Þetta eru alveg furöuleg viö- brögö. Bæöi menntamálaráö- herra og skýrsluhöfundurvlrö- ast gera alla gagnrýni náms- manna aö einhverju persónu- legutilfinningalegu máli. Þetta eru alveg óskiljanleg viðbrögð og sýna kannski best að þessir aöilar hafa engin svör við okkar réttmætu gagnrýni“, sagöi G. Pétur Matthíasson annarfull- trúi stúdentaráðs í Lánasjóði ís- lenskra námsmanna í samtali viö Þjóöviljann ígær. Viðbrögð stúdenta og annarra námsmanna gegn þeim tillögum sem lagðar eru á borð í nýopinberri skýrslu, sem menntamálaráðherra lét gera um endurskipuiag Lána- sjóðsins, hafa verið mjög hörð, en fulltrúar Vöku, félags íhaldsmanna í Háskólanum, hafa hins vegar lítt þorað að segja opinberlega. Vaka hefur vitað af gerð umræddrar skýrslu frá því í haust og fylgst gjörla með gerð hennar, sem hald- ið var vandlega leyndri fyrir öðrum fylkingum námsmanna, sem þó tókst að verða sér úti um eintak af Okkar rökum gegn þessum niðurskurðartillögum hefur í engu verið svarað skýrslunm á vinnslustigi fyrir segir G. Pétur Matthíasson fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN: nokkrum vikum. Hlutdrœg skýrsla „Okkar rök og viðbrögð við þessari skýrslu hafa á engan hátt verið hrakin. Þau standa enda höf- um við m.a. vísað til þess að það eru ekki nema 2 ár liðin síðan Al- þingi samþykkti þau lög sem Lán- asjóðurinn starfar nú eftir. Vandi Lánasjóðsins í dag byggist ekki á því hvernig úthlutunarreglurnar eru. Aðalvandinn er sá að við höf- um orðið að taka lán til að sinna skyldum sjóðsins og afborganir og vextir af þessum lánum eru hærri fjárhæð en sú sem við fáum inn í endurgreiðslum. Vandinn felst því alls ekki í lögum sjóðsins eins og skýrsluhöfundur vill halda frani. Þessi skýrsla er öll mjög hlut- dræg. Það er nóg að benda á mál- notkun í henni. Málið er ekki það að hér þurfi einhver kerfisbreyting að eiga sér stað, heldur hitt að lána- sjóðurinn verði byggður upp. Töl- ur í skýrslunni um endurgreiðslur frá námsmönnum eru beinlínis rangar og eins hefur framkvæmda- stjóri sjóðsins sýnt fram á að rekstrarkostnaður sjóðsins hefur verið sá sami undanfarin ár á sama tíma og umfang sjóðsins hefur auk- ist til muna.“ Ekkert samband við námsmenn „Það er alveg ljóst að þessi skýrsla er ekki annað en pólitísk aðför að jafnrétti til náms. A engan hátt var haft samband eða samráð við námsmenn við gerð þessarar skýrslu. Það er algerlega farið á bak við okkur. Það er því síður en svo óeðlilegt að það skyldi vera miðlað til okkur upplýsingum um efni þessarar skýrslu áður en hún var opinberlega birt, ég tala nú ekki um vegna þess að pólitískir stuðningsmenn menntamálaráð- herra hér í skólanum, Vökumenn, höfðu haft þessa skýrslu undir höndum í allan vetur, hvernig svo sem því sambandi var háttað. Það er eðlilegra að menn spyrji hvers vegna aldrei var haft samband við kjörna forsvarsmenn stúdenta og stjórnarmenn í Lánasjóðnum. Þessi ntál eru í brennidepli hér í Háskólanum og það verður kosið um þessi mál hér í stúdentaráðs- kosningunum í dag. Þeir sem kjósa Vöku eru að kjósa þessar niður- skurðartillögur yfir sig. Menn verð að standa saman og berjast gegn þessari endaleysu", sagði G.P. Matthíasson. - lg. Skýrslan um Lánasjóðinn er ekki fræðileg heldur uppfull af pólitískum yfirlýsingum Allt byggt á misskilningi segir Ólafur Ástgeirsson formaður Bandalags íslenskra sérskólanema Ólafur Ástgeirsson: verið að gera nám að forréttindum hinna ríku. Ljósm.: eik. „Þessi skýrsla þýöir það hreint út sagt, aö þeir sem ekki hafa nægilegt fjármagn eða njóta ekki velvilja hjá þeim banka- stofnunum, sem vísa á öllum lánamálum til, geta hreinlega gleymt því aö þeir hafi nokkra möguleika á f rekara námi og þar af leiðandi veröi námiö gert aö forréttindum auðstéttarinnar ílandinu“,sagöiÓlafur Ástgeirsson, formaöur Banda- lags íslenskra sérskólanema, í samtali viö Þjóöviljann, um til- lögur þær sem menntamála- ráöherra óskaði eftir um mál- efni Lánasjóðs námsmanna. Innan BÍSN eru rúmlega 3000 nemendur sem stunda nám við 15 sérgreinaskóla. Formaður banda- lagsins fékk skýrsluna ekki í sínar hendur fyrr en á þriðjudag, en full- trúa BÍSN í Lánasjóðnum var meinaður aðgangur að skýrslunni þegar hún var lögð fram í síðustu viku. Pólitískar ályktanir „Höfundur þessarar skýrslu heldur því fram að hér sé um fræði- lega úttekt á Lánasjóðnum að ræða. Slíkt er hreint rugl. Allt rit- málið er samhræringur af fræði- legum pælingum og síðan pólitísk- um ályktunum höfundar. Til dæm- is hvað snertir okkur hjá BÍSN, þá virðist aðalvandi Lánasjóðsins samkvæmt þessari skýrslu vera sá að sérskólarnir hafa fengið rétt til lántöku til jafns við Háskólann. Það er aðalvandinn að fleiri eigi rétt til lána en áður. Vandamálið virðist vera að sífellt fleiri vilji mennta sig. Auðvitað eru slíkar út- leggingar ekkert annað en hrein pólitík. Er það aðeins ákveðinn hópur velmektugra sem má menntast? Það er einmitt það sem er megininntak í niðurstöðum höf- undar. Því er haldið fram í skýrslunni að lán LÍN uppfylli ekki almenn hag- fræðileg skilyrði um lán. Höfundur álítur lánasjóð LÍN vera eins og hverja aðra bankastofnun sem eigi að hámarka gróða sinn með lán- veitingum. Svo mikið sem ég veit, þá hefur þetta aldrei verið mark- mið né tilgangur þessa lánasjóðs. Hann er hugsaður til að gefa öllum þeim sem áhuga og getu hafa sama rétt til náms burtséð frá fjárhags- stöðu. Það er ótalmargt annað sem má finna að þessari skýrslu og þeim niðurstöðum sem skýrsluhöfundur ber á borð. Hann segist t.d. ekki leggja mat á hvort styrkja eigi nem- endur til náms. Það er hins vegar stunda hefur það gildi að geta borið augljóst af allri skýrslunni að hún kostnaðinn við lánið. Ég er hrædd- stefnir að niðurskurði. Það er sí- ur um að þá legðust niður ýmsar fellt verið að ýja að því að þetta sé . deildir við Háskólann og þó nokkr- allt svo dýrt. Það verði því að skera ir sérskólar ef þetta næði fram að niður.“ ganga.“ Petta eru okkar réttindi „Talað er um nám sem fjárfest- ingu en það virðist enginn munur vera gerður á því að hér er verið að tala um lifandi fólk en ekki steinsteypu. Þá er talað um að hætt sé við að námsmenn líti á lánasjóðskerfið í dag sem réttindi. Auðvitað lítum við á þetta sem okkar réttindi. Það hefur tekið námsmannasamtökin áratugabar- áttu að koma málum í það horf sem þau eru í dag og auðvitað rísurn við upp gegn öllum þeim breytingum sem eru til skerðingar á þessum réttindum. Það er alveg klárt. Vissulega geta menn verið sam- mála um að efla eigi Háskólann en ég tel vafasamt að hrúga eigi öllu sérgreinanámi þar inn. Það er ann- ar grundvöllur undir flestum þeim sérgreinaskólum sem við lýði eru en Háskólanum. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því. Þá segir í skýrslunni að eftir- spurn eftir lánum eigi að byggjast á mati viðkomandi einstaklinga á því hvort það nám sem hann hyggst Verðum að mennta þjóðina „Ég hef ekki enn minnst á að lagt er til að hætt verði að taka tillit til félagslegra aðstæðna við lán- veitingar. Hvað er þetta annað en pólitísk yfirlýsing? Þetta er atlaga að jöfnum rétti allra til náms eins og þessi skýrsla er öll út í gegn. Ég held að sé á heildina litið þá sé þessi skýrsla byggð á hreinum misskiln- ingi. Ég tel allan þennan niður- skurð út í hött. Það sem stefnt er að í okkar þjóðfélagi er að rnennta þjóðina, það eru almenn skilyrði fyrir velmegun að þjóðin sé vel menntuð. Það er alveg ljóst að við verðum að mennta landsmenn, ekki bara í dag heldur líka í allri framtíðinni. Það er alveg ljóst að þessi skýrsla er samin til þess að fá fram ákveðnar niðurstöður sem eru í pólitískri þágu íhalds- og afturhaldsafla hér í landi sem vilja einoka menntunina. Gegn því verður að berjast", sagði Ólafur Ástgeirsson. - Ig. Skrúfudagur á laugardag Hinn árlegi Skrúfudagur Vél- skóla Islands verður haldinn n.k. laugardag þann 17. mars í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Þennan dag mun almenningi gefast kostur á að kynnast hinum ýmsu kennslutækjum skólans og því scm tengist námi í skólanum. Einnig verður ný Handbók vélstjóra kynnt en hér er um að ræða uppsláttarrit fyrir vélstjóra. Auk þess verða nokkur fyrirtæki með kynningu á vörum, sem tengjast störfum vél- stjóra, á staðnum. Hin árlega kaffisala kvenfélags- ins Keðjunnar verður með kaffi og kökur á boðstólum í veitingasal skólans. Skólinn væntir þess að unglingar sem áhuga hafa á að kynna sér vél- skólanámið noti þetta tækifæri og kynni sér aðstæður. Einnig eru for- eldrar þeirra velkomnir og aðrir aðstandendur. Kynningin hefst kl. 13.00. Jónasar- dagskrá Leikfélagi Selfoss hefur verið boðið með sýningu sína á „Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason á alþjóðlcga leiklistarhá- tíð sem haldin verður í Dundalk á írlandi í maí n.k. í tilefni af 25 ára afmæli félagsins hcfur verið ákveð- ið að þekkjast þetta boð og eru leikfélagsmenn á Sclfossi byrjaðir að æfa leikritið á ensku, en það er skilyrði fyrir þátttöku á hátíðinni að verk séu flutt á því tungumáli. Leikfélagið hyggur á margskonar fjáröflun vegna írlandsfarar og hafa félagar m.a. æft söngva, leikatriði og upplestur úr verkum Jónasar Árnasonar og var sú dag- skrá frumflutt sl. sunnudagskvöld í Tryggvaskála. Jónas Árnason lét gamminn geisa í Tryggvaskála og verður höfundurinn einnig með í för Leikfélags Selfoss um ná- grannabyggðir með dagskrána næstu tvær vikur. Næst verður Jón- asar-dagskráin flutt á Selfossi 18. mars. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.