Þjóðviljinn - 15.03.1984, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Qupperneq 15
Fimmtudagur 15. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 Fimmtudagur 15. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð - Guðrún Guðnadóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sæta brauðsdrengurinn" eftir Enid Blyton; seinni' hluti Þýðandi: Sverrir Páll Er- lendsson. Heiðdis Norðfjörð les (RÚVAK). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.Forustugr. dagb. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Ste- fánsson. 11.30 Verndarengill á vegum holdsveikra Séra Árelius Níelsson flytur erindi. 12.00 Dagskrá. tónleikar. Tilkynningar. 12.00 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" ettir Gra- ham Greene Haukur Sigurðsson les þýðingu sina (22). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Siegfried Be- hrend og Siegfried Fink leika Þrjú smálög fyrir gítar og ásláttarhljóðfæri eftir Luis Milan og Hans Newsidler / John Ogdon leikur á píanó Konsertállegro op. 41 og Sónatínu eftir Edward Elgar / Kohon- kvartettinn leikur Strengjakvartett í g-moll op. 19 eftir Daniel Gregory Mason. 17.00 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Ragnheið- ur Gyða Jónsdóttir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíói; fyrri hluti Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Ein- leikari: Einar Jóhannesson. a. forleikur eftir Franz Schubert. b. Klarinettukonsert i A-dúr K. 622 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. - Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.25 í snjóskaflinum. Umsjónarmenn: Gestur E. Jónasson og Örn Ingi (RÚVAK) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíúsálma (22). 22.40 Landsleikur í handknattleik Her- mann Gunnarsson lýsir hluta af viðureign íslendinga og sovésku heimsmeistar- anna í Laugardalshöll. 23.00 í beinu sambandi milli landshluta Helgi Pétursosn og Kári Jónasson stjórna umræðuþætti í beinni útsendingu frá tveim stöðum í landinu. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum Stjórnend- ur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. RUVi Föstudagur 16. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Eitthvað handa öllum. Bresk nátt- úrulífsmynd frá Afriku um skarfa og fiskimenn við Malawivatn sem eru keppi- nautar um veiðina í vatninu. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.30 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Einar Sigurðs- son og Hermann Sveinbjörnsson. 22.20 Eins dauði... (Den enes död...) Sænsk bíómynd frá 1980. Leikstjóri Stell- an Olsson. Aðalhlutverk: Jan Waldecr- anz, Agneta Ekmanner, Christer Boust- edt og Gunnar Öhlund. Ungur maður sem setið hefur í fangelsi fyrir bankarán snýr aftur til heimabæjar sins. Kemur hann til að vitja ránsfengsins eða til að hefna sín á þeim sem brugðust honum? Sumir óttast það og enginn fagnar komu unga mannsins utan ein stúlka. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.00 Fréttir í dagskrárlok. spaugiö bridge Sigtryggur Sigurösson og Guö- mundur Pétursson eru ávallt hættu- legir andstæðingar og í tvímenning Bridgehátiöar léku þeir bræöurna Hermann og Ólaf heldur grátt: Noröur S G876 H G9862 T DG6 L G Vestur Austur S KD10953 S A4 H KD5 H A1073 T 107 T A94 L D5 L 10972 Suður S2 h 4 T K8532 L AK8643 Gjafari V, A/V á hættu. Guö- mundur vakti á 1-spaða og grand (krafa) hjá Sigtryggi. Ölafur kom inná á 2 gröndum, láglitir og 3 spaö- ar í vestur sem Sigtryggur „leiörétti" í 3 grönd. Líklega er best hjá suöri að halda fórninni opinni nú, meö 4 tiglum, en við boröið passaði hann. Norður heföi eölilega ekkert viö lokasögn- ina aö athuga, horfandi á spaöa „góðgætið". Útspil lítill tígull og Sigtryggur drap strax á ás. Honum var Ijóst að salurinn væri aö öllum likindum í spaöa „gamni" og hann ákvað aö leggja allt á eitt spil; Hjarta á kóng og spaða-10 hleypt hringinn. Bi- ræfnin gaf vel þegar legan vitnaö- ist. 660 var 38/42 stiga viröi. Vissulega höfðu sagnir gefið nokkra vísbendingu, en þar sem innákoman lofaði ekki nema niu spilum í láglitunum, fannst N/S „gamaniö" heldur grátt. En stundin var vel valin. Tikkanen Gcetum tungunnar Sagt var: Karlakórinn Fóst- bræöur sungu þetta lag. Rétt væri: Karlakórinn Fóst- bræður söng þetta lag. Sést hefur: Rætt var um gerð nýrra eldflaugna. Rétt væri:... um gerð nýrra eld- flauga. Uppsagnir og meindýraeyðing Nú er blessuð sólin farin að láta sitt blíða auglit skína yfir menn og málleysingja þegar ekki er dimmt yfir. Það sást strax munur í gær þann 23/1. Hún lét sig hafa það að kyssa Klettinn svo undur blíð- lega, en það voru stutt atlot, en samt - sólin er farin að hækka sig á lofti, enda er allt mannlíf að taka við sér, skammdegisdrung- inn að hverfa af mönnum þó snjór sé héróvenju mikill. ífyrra- dag varð sá sorglegi atburður að kona varð fyrir bíl, sem hún var að koma út úr, og lést hún sam- stundis. Það eru mörg ár síðan orðið hefur banaslys í umferðinni hér í Vestmannaeyjum. Vest- mannaeyingar eru aðgætnir, bæði gangandi fólk og bif- reiðastjórar, sem betur fer. Ég votta aðstandendum þessarar konu samúð mína. Já, ég sagði að allt mánnlíf væri að leysast úr dróma skammdegis- ins. Hér er átta stunda vinna hjá karlmönnum, en slakara hjá kon- um, enda er ekki vertíðin komin í gang, en þá verður meira líf í tuskunum. Samt eru sjómenn hyggjuþungir yfir kvótanum svokallaða, telja að hann muni ganga kaupum og sölum og er ekki nema eðlilegt að menn séu hyggjuþungir ef ríkisstjórnin á að fjarstýra flotanum. Það er sem ég sjái svipinn á sjómönnum þegar sjávarútvegsmálaráðherra og Framsóknarflokkurinn að segja: Nú mátt þú róa, þú skalt vera í landi. En það má búast við öllu af þessum jólasveinum. Það má segja að hver dagur beri í skauti sér kjaraskerðingu hjá láglaunaf- ólki. Um mánaðamótin fæ ég pokann minn í höfuðið. Bærinn er búinn að segja mér upp starf- inu, sem ég hafði og var megin hluti tekna minna, sem sagt úr- klippustarfinu, segja að þetta eigi að vera í öðru formi. Ég er nú svo grunnhygginn, að ég skil ekki hvernig form þeir ætla að hafa á þessu. Já, svona er lífið. Ég á víst að draga fram lífið á 12.000 krónum. Það er ekki annað hjá mér en að herða sultarólina og er hún þó full hert. Þeir ætla víst að láta einhvern gæðinginn úr sínum hópi hafa þetta starf. Það var of gott fyrir mig heilsulausan mann- inn. Verði honum að góðu. Hann verður ekki hökufeitur frekar en ég af þessu starfi. Það er rnargt skrýtið í kýrhausnum. Það er ekki svo ýkjalangt síðan þeir sögðu Jóni Kjartanssyni for- manni Verkalýðsfélagsins upp starfi við að eyða rottum og öðr- um meindýrum. Nú ganga rott- urnar ljósum logum um bæinn. Nei, þetta eru ekki annað en pól- itískarofsóknir. Hverfærpokann sinn næst? Magnús Jóhannsson frá Hafnarncsi. Stórskyttan úr Hafnarfirði, Kristján Arason, verður í eldlínunni í Höllinni gegn Sovétmönnum í kvöld. Hemmi hamast á hljóð- nemanum í 20 mínútur Hermann Gunnarsson, sá gamalreyndi íþróttafréttamaður og fyrrum landsliðsstjama í knattspymu og handknatt- leik, ætlar að færa landslýð þráðbeina lýsingu á síðari hluta landsleiks íslendinga og heimsmeistara Sovétmanna í handknattleik sem háður verður í Laugardalshöllinni í kvöld. Það verður við ramman reip að draga fyrir íslensku strákana gegn fimasterkum Rússum sem ekki hafa tapað landsleik í fleiri fleiri mánuði og eiga á að skipa langbesta Iiði heimsins um þessar mundir. Eitt er þó ömggt, hvemig sem leikurinn þróast er óhætt að reikna með bráðfjömgri og h'flegri lýsingu Hemma; honum verður ekki orða vant á hverju sem gengur á fjölum Hallarinnar. Hermann hefur 20 mínútur til umráða, væntanlega síðustu 20 mínútur leiksins. - VS. Allt er orðið betra, líka hæfni okkar til að uppgötva það sem ekki er gott.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.