Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.03.1984, Blaðsíða 16
djoðviusnjA A&alsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná i afgreiöslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 ^ ■ Helgarsími 81663 Fimmtudagur 15. mars 1984 Vilborg Harðardóttir: það er greinilegt að tillögur okkar hafa mengast veru- lega af viðhorfum Sjálfstæðismanna enda fyrirliggjandi frumvarp að nýjum jafnréttislögum, gagnsiaust piagg. Ljósm.: Atli. Stjórnarfrumvarp að jafnréttislögum: Breytir engu um misréttið segir Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalagsins „Því miður verður það að segjast eins og er að þetta stjórnarfrum- varp til laga, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, hefur ákafiega takmarkað gildi enda til- lögum okkar sem unnum að breytingum á fyrri lögum flestum kastað fyrir róða“, sagði Vilborg Harðardóttir varaformaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Nú í vikunni var lagt fram ríkis- stjórnarfrumvarp á Alþingi um jafna stöðu og jafnan r^tt kvenna og karla í þjóðfélaginu. Skulu hin nýju lög leysa af hólmi jafnréttis- lögin frá 1976. Það var árið 1981 sem þáverandi félagsmálaráð- herra, Svavar Gestsson, skipaði nefnd er skyldi smíða tillögur að nýjum lögum og var Vilborg Harð- ardóttir formaður hennar. Skilaði nefndin skýrslu skömmu fyrir síð- ustu stjórnarskipti. „Alexander Steánsson fél- agsmálaráðherra tók afar vel í okk- ar hugmyndir, m.a. á fundi með Jafnréttisráði og kvaðst mundu leggja fram frumvarp er byggðist á tillögum hópsins. Þegar hann svo leggur fram þetta frumvarp í nafni ríkisstjórnarinnar allrar reynist það í öllum meginatriðum vera gjörólíkt þeim hugmyndum sem nefndin hafði orðið sammála um. í okkar tillögum lögðum við til í 1. grein að tilgangur hinna nýju laga skyldi vera að koma á jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum. Sérstaklega skyldi bæta stöðu kvenna til að ná því markmiði. Þessi síðari setning er hins vegar numin brott úr frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Þá lögðum við til að stærri sveitarfé- lögum væri gert skylt að skipa jafnréttisnefndir. Þessi tillaga var skorin burt. Við vildum tryggja Jafnréttisráði sjálfstæðan máls- höfðunarrétt, ef lögin verða brot- in, en það hefði styrkt stöðu ráðs- ins verulega. Þessi hugmynd fékk ekki náð fyrir augum þeirra sem sömdu þetta frumvarp sem nú liggur fyrir. Þá lögðum við það til að sem tryggast yrði frá því gengið að í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga yrði hlutfall karla og kvenna jafnt. Þessi grein var algjörlega skorin burt en í stað- inn sett inn önnur sem enga þýð- ingu hefur í raun. Svona má lengi telja áfram“, sagði Vilborg einnig. „Það er hægt að nefna örfáa ljósa punkta í þessu frumvarpi, t.d. varðandi nýja skipan Jafnréttisráðs en í meginatriðum hefðu lög á þess- um grunni ákaflega litla þýðingu. Mér virðist ljóst að þegar fél- agsmálaráðhérra ákvað að leggja frumvarpið fram í nafni stjórnar- innar allrar, en ekki eigin nafni eins og oft er gert, hafi hann orðið að taka tillit til hugmynda Sjálfstæðis- flokksins í jafnréttismálum enda ber þetta máttlausa frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi, því ljóst vitni“, sagði Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalags- ins að lokum. - v. Lagt til að lánsfjáráætlun verði vísað til stjórnarinnar aftur Innlend fjáröflun ekki nema helmingur áætlunar Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi hafa í sam- eiginlegu minnihlutaáliti í fjárhags- og viðskiptanefnd ncðri deildar sameinast um að leggja til að frum- varpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1984 verði vísað aftur til ríkisstjórnar- innar til endurvinnslu. Það sé ekki einasta mat stjórnarandstöðunnar heldur ríkisstjórnarinnar sjálfrar að þau lánsfjárlög sem fyrir þing- Aðildin að VSÍ inu liggja til afgrciðslu séu gjör- samlcga óraunhæf. Allar forsendur lánsfjárlaganna séu brostnar og því nauðsynlegt að endurskoða áætl- unina frá grunni. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórninni í yfirliti frá fjármála- ráðuneytinu frá 3. þessa mánaðar er nú gert ráð fyrir að einungis 400- 500 milljónir króna fáist á inn- Engin form leg tilmæli Segir Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga - íslenska járnblendifélagið hef- ur ekki fengið formleg tilmæli um að ganga í VSI, sagði Jón Sigurðs- son forstjóri Járnblcndiverksmiðj- unnar á Grundartanga í viðtali við Þjóðviljann í gær. Jón kvað málið hins vegar hafa verið til umræðu á milli ráðuneytis- ins og verksmiðjunnar. Benti hann á að staða verksmiðjunnar væri öðruvísi en fyrirtækja og stofnana sem heyrðu beint og eingöngu undir iðnaðarráðherra. .Tárn- blendifélagið væri hlutafélag sem væri í meirihlutaeign íslenska ríkis- ins, en stjórn fyrirtækisins þyrfti að taka svona mál til meðferðar. Stjórnarfundur hefði ekki verið haldinn frá því þetta mál kom til. Aðspurður um persónulega af- stöðu sína til málsins, kvað Jón Sig- urðsson ekki rétt að tjá viðhorf sín á þessu stigi málsins. Stjórnarfund- ur yrði haldinn í fyrirtækinu, þar- sem tekin yrði afstaða til þess vænt- anlega í maí næstkomandi. -óg. lendum lánsfjármarkaði í stað þeirra tæplega 800 milljóna sem lánsfjáráætlun og lánsfjárlög stjórnarinnar byggjast á. Þá hefur komið fram á Alþingi að ríkis- stjórnin áformar nú þegar stór- felldar erlendar lántökur umfram lánsfjárlög. Hér er um að ræða lán- töku vegna atvinnuveganna, lausa- skulda landbúnaðarins og lánsfé handa sjávarútveginum. „Það er því bæði rangt og háska- legt að afgreiða lagafrumvarpið óbreytt og eins og ekkert hafi í skorist. Það vekur falskar vonir, þegar allar áætlanir einstakra stofnana og fyrirtækja verða á röngum forsendum og allur eftir- leikur verður þeim mun erfiðari", segir f áliti stjórnarandstöðuflokk- anna. - ekh. Stjórn fyrirtækisins þarf að taka þetta mál til meðferðar, segir Jón Sigurðs- son forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Ljósm.: eik. Dagsbrún: Næsti fundur á föstudag Hafnarverkamenn frá Dags- brún sátu á samningafundi með fulltrúum allra skipafélaganna í nærri 3 klukkustundir í fyrra- dag. Var fjallað um flesta liði í kröfugerð Dagsbrúnar, þar á meðai ýmis tæknileg atriði varðandi hafnarvinnuna. Fyrir hönd Dagsbrúnar sátu fundinn 11 menn sem kosnir voru af starfsmönnum við höfnina auk tveggja forystumanna félagsins. Fundi var frestað til föstudags, en þá ætla atvinnurckendur að skila tillögum sínum um ákveð- in deiluatriði. - ólg. Samninganefnd blaðamanna Óskar verkfalls- heimildar í gær slitnaði upp úr við- ræðum blaðamanna og útgef- enda hjá ríkissáttasemjara eftir stuttar viðræður. Blaðamenn tilkynntu á fundinum að þeir myndu kalla saman félagsfund og óska eftir verkfallsheimild. Félagsfundur hjá blaða- mönnum hefur vcrið boðaður í hádeginu á morgun. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.