Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Fulltrúar þeirra samtaka sem þátt taka í dagskrá Fríðarvikunnar. FRIÐAR- PÁSKAR 1984 „Undirbúningurinn er nú kom- inn á lokastig og hefur hann gengið mjög vel. Allir hafa verið boðnir og búnir að taka þátt í Friðarvikunni og mikill hugur í mönnum. Þessi undirbúningur hefur nú tekið um þrjá mánuði og mér er óhætt að segja að við erum mjög ánægð með þá dag- skrá sem boðið verður upp á“, sagði Helga Bachmann, en hún á sæti í framkvæmdanefnd friðarviku á páskum, sem hefst 14. apríl og lýkur þann 23. „Bláa stúlkan" eftir Messtönu Tóm- asdóttur verður flutt kl. 18.00 föstu- daginn 20. apríl. Boðið verður upp á fræðslu, um- ræður, skemmtun og umhugsun fyrir jafnt unga sem aldna í Nor- ræna húsinu. í sölum kjallarans leggja mynd- listarmenn sín lóð á vogarskálar friðarins með myndverkum sem eru sérstaklega unnin fyrir sýning- una og þar verður einnig starfandi myndsmiðja fyrir börn og full- orðna. í fundarsölum, bókasafni og á göngum hússins verða um- ræðufundir, samfelldar dagskrár unnar af listamönnum, barnadag- skrár og aðstandendur vikunnar munu kynna starf sitt og stefnu. Tilgangur þessara friðarpáska er að vekja fólk til umhugsunar um þá kjarnorkuvá sem yfir okkur vofir, gefa kost á skoðanaskiptum og jafnframt að hvetja hvern og einn til að bregðast við og finna sína eigin leið til að starfa að friðarbar- áttu. Hugmyndin um friðarpáska kom fram í janúar og þá þegar var hafist handa við undirbúning. Hugmynd- um var safnað og myndlistarmenn munduðu pensla sína, tól og tæki til að túlka á sinn hátt þá heimsmynd sem við þeim blasir. Leitað var til listamanna úr öllum greinum, leikrit var þýtt, kaflar úr verkum Halldórs Laxness valdir, blásið í lúðra og fiðlustrengir þandir. Sendiherrar stórveldanna voru ó- náðaðir og þeir beðnir að mæta til leiks til að skýra afstöðu sinna rík- isstjórna og svara spurningum sem til þeirra kann að vera beint. Þáttur fjölmiðlanna í friðarumræðunni þótti þess verður að ræðast, af- vopnun og vígbúnað mun bera á góma í erindum og umræðum. Unga fólkið fékk það hlutverk að undirbúa sérstaka kvölddagskrá og þannig mætti lengi telja. Sú hug- mynd kom upp að safna undir- skriftum að áskorun á íslensk stjórnvöld og stórveldin og kom hópurinn sér saman um eftirfar- andi ávarp: Við undirrituð gestir á friðar- páskum 1984 heitum á íslensk stjórnvöld að taka upp einarða andstöðu gegn kjarnorkuvígbún- aði og vopnakapphlaupi. Við skorum á Bandaríkin og So- vétríkin og önnur kjarnorkuveldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku samkomulagi ætti hvergi að koma fyrir kjarnorku- vopnum eða tækjum tengdum þeim. Slíkt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjar afvopn- unar sem er lokatakmark friðar- baráttu. Það voru ellefu samtök sem hleyptu skriðunni af stað en undir lokin bættust fimm samtök við, þannig að alls standa 16 aðilar að friðarpáskunum. Eins og dagskráin ber með sér verður úr mörgu að velja, hvort sem fólk vill fræðast, láta augu og eyru um að njóta, eða beita hönd- unum til að skapa, allir ættu að finna eitthvað fyrir sig. Samveran og samræðurnar eru okkar framlag til friðarbaráttunnar að þessu sinni. f*að mun væntanlega koma í ljós hvað sameinar okkur og hvað sundrar þegar hóparnir allir mæt- ast á síðasta degi til að bera saman bækur sínar og draga saman reynslu friðarvikunnar. Hvernig framhaldið verður ræðst af árangri páskanna, framtaki og friðarvilja hvers og eins. Samtök sem standa að friðar- páskum 1984: Friðarhreyfing íslenskra kvenna Friðarsamtök listamanna Friðarhreyfing framhaldsskólanema Friðarhópur kirkjunnar Friðarhópur einstæðra foreldra Friðarhópur fóstra Hin óháða friðarhreyfing framhaldsskólanema Samtök um friðaruppeldi Samtök herstöðvaandstæðinga Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá íslenska friðarnefndin Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna Samhygð Varðberg Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins .. .. ............Klippið og geymið - Dagskrá Friðarpáska Laugardagur 14. apríl 14:30 Friðarsinnar safnast saman á Lækjartorgi. Gengið að Norræna húsinu við undirleik Hornaflokks Kópavogs. Á móti göngunni tekur Skólahljómsveit Kópavogs. 15:00 Upphaf FRIÐARVIKU ’84 i Norræna husinu. Opnun málverkasýningar í sýningarsölum. (NIÐRI). Listaverk 17 myndlistarmanna. Blönduð dagskrá. (UPPI). Opnun: Jóhanna Bogadótlir. Ávarp: Sr. Gunnar Kristjánsson. Söngur: Marta Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórs- dóttir og Hildiaunnur Rúnarsdóttir. Erindi: Andri ísaksson. Erindi: Margrét Pála Ólafsdóttir. Umræður um friðaruppeldi: Andri og Margrét Pála sitja fyrir svörum. HLÉ Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen les bréf indí- ánahöfðingjans Seattle til Washington forseta. Söngur: Edda Þórarinsdóttir við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Leiklestur: Úr Almanaki Jóðvinafélagsins eftir Ólaf Hauk Símonarson. Flytjendur: Erlingur Gislason, Guðbjörg Thoroddsen, Kristbjörg Kjeld og Kristján Franklín Magnús. Undirleikur á flautu: Bernard Wilk- inson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Kynnir: Steinunn Sigurðardóttir. 16:00 -19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna undir handleiðslu myndlistarmanna. (NIÐRI). 16:00 -18 00 Setið fyrir svörum. (GANGAR OG BÓKA- SAFN). Fulltrúar hinna ýmsu hreyfinga sitja fyrir svörum og gefa uppiýsingar. 20:30 Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir leika og syngja (UPPI). Leikrit: „Ég læt sem ég sofi'' eftir Raymond Briggs í þýðingu Bergþóru Gisladóttur og Kenevu Kunz. Guö- rún Stephensen og Róbert Arnfinnsson flytja. Leik- stjóri: Jill Brook Árnason. Sunnudagur 15. apríi 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning. (NIÐRI). 16:00 - 19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00- 18:00 Setið fyrir svörum. (GANGAR OG BÓKA- SAFN). 20:30 Svör úr austri og vestri. (UPPI). Fulltrúar Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna greina frá afstöðu sinni til kjarnorkuvígbúnaðar og friðarhreyfinga. Þeir sitja siö- an fyrir svörum fundargesta um þau mál. Mánudagur 16. apríl 15 00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 15:00 BARNATIMI (UPPI). Kórsöngur. Leikrit: Ertu skræfa, Einar Áskell? i flutningi barna af skóladagheimilum. Upplestur: Guðrún Helgadóttir. 17:00 - 19 00 FRÆÐSLUFUNDUR (UPPI). Erindi: Afvopnunarviðræður. Söguleg og efnisleg umfjöllun: Gunnar Gunnarsson. Erindi: Hugmyndir um afvopnun: Þórður Ægir Ósk- arsson. Pallborðsumræður: Eiður Guðnason, Vigfús Geirdal, Guðrún Agnarsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri: Helgi Pétursson. 16:00 -19 00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna. 16:00 -18:00 Setið fyrir svörum. (BÓKASAFN). 20:30 Halldórs Laxness-kvöld. Úr söngbók Garðars Hólm: Hrönn Hafliðadóttir og Halldór Vilhelmsson við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Lesið úr Atómstöðinni: Guðbjörg Thoroddsen, Rúrik Haraldsson, Jóhann Sigurðarson, Þorsteinn Gunn- arsson. Stjórn: Bríet Héðinsdóttir. Lesið úr Heimsljósi: Helgi Skúlason. Ljóðalestur: Bríet Héðinsdóttir. Lesið úr Kristnihaldi undir jökli: Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson. Umsjón og kynnir: Helga Bachmann. Þriðjudagur 17. apríl 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 - 19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00 - 18 00 Setið fyrir svörum. (UPPI). 15:00 -16:00 BARNATÍMI (UPPI). Leikþáttur í umsjá fóstra Kór Mýrarhúsaskóla undir stjórn Hlinar Torfadóttir. 17:00 -19:00 FRÆÐSLUFUNDUR (UPPI). Utanríkisstefna Islendinga: Framlag til friðar og afvopnunarmála: Fulltrúar allra þingflokkanna flytja stutt erindi. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Sólveig Ólafsdóttir. Miðvikudagur 18. apríl 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 -19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00 - 18:00 Setið fyrir svörum (UPPI). 15:00 -16:00 BARNATlMI (UPPI). Flutt úr leikritinu: Amma þó! eftir Olgu Guðrúnu Árna- dóttur. Guðrún Helgadóttir les. Kórsöngur: Söngur og hreyfileikur. 17:00 - 19:00 UMRÆÐUR (UPPI). Erindi: Vígbúnaöur á Norðurslóðum: Árni Hjartarson. Erindi: Varnarviðbúnaður á Islandi: Kjartan Gunnars- son. Erindi: Hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd: Þórður Ingvi Guðmundsson. Björn Bjarnason og Steingrimur Sigfússon ræða framsöguerindin og sitja síðan við pallborð ásamt frummælendum. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Magnús Torfi Ólafsson. 20:30 Fjölmiðlar og skoðanamyndun (UPPI). Erindi: Heimsmynd fréttamiðlanna: Þorbjörn Brodda- son. Fulltrúar frá fjölmiðlum segja frá og sitja fyrir svörum. Fundarstjóri: Árni Gunnarsson. Fimmtudagur 19. apríl 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 -19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00 -18:00 Setið fyrir svörum (UPPI). 15:00 -16:00 BARNATÍMI „Geymdu handa mér heiminn, pabbi" eftir Karl Ágúst Úlfsson, lag eftir Björk Guðmundsdóttur. Hljómsveitin KUKL leikur. Lína Langsokkur syngur ásamt félögum. Karíus og Baktus mæta: Viðar Eggertsson og Edda H. Backmann. Undirleikur: Valgeir Skagfjörð. Umsjón og kynning: Guðrún Ásmundsdóttir. HLÉ 16:15 -17:15 Endurtekinn Barnatimi. 17:30 Skólaferð eftir Ágúst Guðmundsson (UPPI). 20:30 TÓNLISTARKVÖLD (UPPI). (slenska hljómsveitin undir stjórn Guðmundar Emils- sonar. Laufey Sigurðardóttir og Selma Guðmundsdóttir leika. Snorri Snorrason leikur á lútu. Söngur. Föstudagur(-inn langi) 20. apríl 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 - 19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00 -18:00 Setið fyrir svörum (UPPI). 15:00 - 17:00 FRÆÐSLUDAGSKRÁ í umsjá eðlisfræðinga og lækna (UPPI). Erindi: Ógnir og áhrif kjarnorkuvígbúnaðar. 18:00 Bláa stúlkan eftir Messíönu Tómasdóttur (UPPI). Leikbrúðusýning fyrir fullorðna. 20:30 Blönduð dagskrá (UPPI). Frásagniraf friðarmótum: María Jóhanna Lárusdóttir, Sólveig Ástgeirsdóttir, Keneva Kunz. Gunnar Kvaran leikur á selló. Kristinn Sigmundsson syngur. Kór syngur undir stjórn Martins Hunger Friðrikssonar. Síðasta blómið: Kristin Ólafsdóttir og fleiri. Þáttur úr leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur: Undir tepp- inu hennar ömmu í flutningi Vorkvenna Alþýðu- leikhússins. Stjórn: Inga Bjarnason. Undir krossi: Sigrún Edda Björnsdóttir og Hjörtur Pálsson. Kynnir: Viðar Eggertsson. Laugardagur 21. apríl 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 -19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fulloröna (NIÐRI). 16:00 -18:00 Setið fyrir svörum (UPPI). 15:00 -17:00 SKÁLDADAGSKRÁ (UPPI). Lesið úr nýjum Ijóðabókum. Umsjón: Pétur Gunnarsson. 15:00 -16:00 BARNATÍMI (endurtekinn frá skírdegi) (NIÐRI). 20:30 Ungt fólk (UPPI). Ljóðadagskrá. Drengjakvartett: Menntaskólinn i Kópavogi. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Hamlet. Magnús Þór leikur og syngur. Kynnir: Edda Björgvinsdóttir. 17:00- 19:00 FRÆÐSLU- OG UMRÆÐUFUNDUR (UPPI). Framlag kvenna til friðarbaráttu. Umsjón: María Jóhanna Lárusdóttir. Sunnudagur 22. apríl PÁSKADAGUR 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 - 19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 16:00 - 18:00 Setið fyrir svörum (UPPI). 15:00 Páskavaka fyrir börn og fullorðna (UPPI). Flautuleikur: Guðrún Birgisdóttir. Erindi: Efnahagslegt misrétti í heiminum: Jón Ormur Halldórsson. Söngur: Halldór Vilhelmsson, undirleikur Jónas Ingi- mundarson. Ljóðalestur: Fyrir börn og fullorðna, eftir Nínu Björk Árnadóttur: Sigurjóna Sverrisdóttir les. Kór undir stjórn Martins Hunger Friðrikssonar. Ávarp: Siðferðisleg afstaða kristinna manna til stríðs og vopna: Biskup Pétur Sigurgeirsson. 16:00 Agnes Sigurðardóttir sér um páskavöku fyrir börn (NIÐRI). 20:30 Endurtekið efni frá 14. apríl. Arnþór Helgason og Guðrún Hólmgeirsdóttir leika og syngja. Leikrit: Ég læt sem ég sofi. Mánudagur 23. apríl (2. í páskum) 15:00 - 22:00 Myndlistarsýning (NIÐRI). 16:00 - 19:00 Myndsmiðja fyrir börn og fullorðna (NIÐRI). 15:00 LOKAFUNDUR (UPPI). Hvert stefnir nú? Ávörp: Hvað hefur lífið kennt mér: Hulda Á. Stefánsdóttir og sr. Jakob Jónsson. Umræður um friðarstarf: Hvað sameinar, hvað sundrar: Fulltrúar friðarhreyfinga gera grein fyrir stefnumiðum sínum. Almennar umræður og úttekt á friðarvikunni. Fulltrúum ríkisstjórnarinnar afhent gestabók og á- skorun Friðarvikunnar. Fundarstjórar: Pétur Gunnarsson og Kristin Ástgeirs- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.