Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Helgar- sportið Handbolti Lokaumferð úrslitakeppninnar í 1. deild karla, efri og neðri hluta og í efri hluta 2. deildar fer fram um helgina. f efri hlutanum verður leikið í Hafnarfirði. í kvöld mætast FH-Stjarnan kl. 20.15 og Valur-Víkingur kl. 21.30. Á morgun FH-Valur kl. 14 og Víkingur-Stjarnan kl. 15.15. Á sunnudagskvöld leika loks Valur-Stjarnan kl. 20 og Víkingur-FH kl. 21.15. [ neðri hluta 1. deildar verður leikið í Laugardalshöll. Leikir hefjast kl. 20 í kvöld, 14álaugardagog sunnudag. Í2. deild verður leikið í Seljaskóla á sömu tímum. Undanúrslit í bikarkeppni kvenna fara fram í kvöld. Fram og FH leika í Hafnarfirði kl. 19 og (R-Valur í Selja- skóla á sama tíma. Þá verður úrslita- leikur Fylkis og KR um hvort liðið bjarg- ar sér frá falli í 2. deild I Seljaskóla kl. 13 á morgun. Blak Úrslitakeppni 2. deildar fer fram á Akur- eyri í kvöld og á morgun. KA, Samhygð, Reynivík og Þróttur Neskaupstað leika um eitt sæti í 1. deild. Keppni hefst kl. 19.30 í kvöld, 10.30 í fyrramálið og 16.30 síðdegis á morgun. Hlaup Loksins fer hið margfrestaða Víða- vangshlaup Islands fram, á Miklatúni í Reykjavík á morgun. Hlaupið hefst með keppni í karlaflokki kl. 15 en síðan geysist hver flokkurinn af stað á fætur öðrum, sveinar og drengir síðastir kl. 17 en verðlaunaafhending fer fram kl. 17.30. Knattspyrna Valur og Ármann mætast í Reykja- víkurmóti karla á Melavellinum kl. 14 á morgun, laugardag. Skíði Öldungamót í alpagreinum og nor- rænum greinum verður haldið á Akur- eyri um helgina. I Reykjavík verður trimmganga á vegum Skíðaráðs Reykjavíkur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmeistaramótið innan- húss ferfram á laugardag og sunnudag í Baldurshaga og Laugardalshöll. KR vann Reykjavíkurmótið í fótbolta hélt áfram í nepjunni á Melavellinum i gær. Þróttarar öttu kappi við KR-inga og töpuðu með einu marki gegn engu. Sæ- björn Valdimarsson skoraði fyrir KR- inga úr aukaspyrnu þegar um tíu mínút- ur voru eftir af leiktímanum. Þetta var fyrsti leikur Þróttar í vor en KR-ingar hafa þegar gert sex marka jafntefli við Val. Guðmundur „Dadú“ Magnússon, fyrirliði FH, tekur við Islandsbikarnum á sunnudagskvöldið. Islanosbikarinn afhentur FH á sunnudagskvöld íslandsbikarinn í handknattleik verður afhentur FH-ingum að loknum leik þeirra við Víking í Hafnarfirði á sunnudags- kvöldið. Það verður síðasti leikur síðustu úrslitaumferðarinn- ar í 1. deild karla sem fram fer í Hafnarfirði og hefst í kvöld (sjá helgarsportið). Viðureign FH og Víkings hefst kl. 21.15. Auk afhendingar bikarsins verður úthlutað verðlaunum til þriggja leikmanna sem hafa staðið sig best í efri hluta úrslita- keppninnar. Það verða besti markvörðurinn, besti varnar- maðurinn og besti sóknarmaðurinn. Þá verður ferðavinningur til Amsterdam í boði þessa helgina og er hann gefinn af Arnarflugi. Dregið verður úr seldum helgarmiðum. - VS Krístinn Kristinsson, Haukum, prúðasti leikmaður úrvals- deildarinnar. K.imn § wit Halldór með Austra 1 3. deildarlið Austra, Eskifirði, í knattspyrnu hefur ráðið Halldór Árnason sem þjálfara fyrir sumarið. Halldór er Eskfírðingur og hefur talsvert leikið með Austra en einnig verið hjá Fram. Hann þjálfaði Sindra, Hornafírði, fyrir tveimur árum. - VS Verðlaun til körfu- boltamanna Á uppskeruhátíð körfuknattleiksmanna um síðustu helgi voru afhent verðlaun þeim einstaklingum sem sköruðu framúr á einhverju sviði á nýloknu keppnistímabiii. Verðlaunaveitingin miðaðist eingöngu við úrvalsdeild karla og 1. deild kvenna. Eftir taldir skipuðu efstu sætin: Stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar: Pálmar Sigurðsson, Haukum. Stigahæsti leikmaður 1 deildar kvenna: Sóley Indriðadóttir, Haukum. Besta vítaskytta úrvalsdeildar: Guðni Guðna- son, KR. Besta vítaskytta 1. deildar kvenna: Svanhildur Guðlaugsdóttir, Haukum. Nýliði ársins: Guðni Guðnason, KR. Prúðasti leik- maður úrvalsdeildar: Kristinn Kristinsson, Haukum. Besti dómarinn: Gunnar Bragi Guð- mundsson. Besti varnarmaður úrvalsdeildar: Torfi Magnússon, Val. Besti leikmaður úrvals- deildar: Valur Ingimundarson, Njarðvík. Besti leikmaður 1. deildar kvenna: Sóley Indriða- dóttir, Haukum. Keppt í Falun íslenska unglinga- landsliðið í badminton fór til Svíþjóðar í gær og tekur þátt í Norður- landamúti í Falun á morgun og sunnudag. Liðið er skipað cftír- töldum ungmennum: Hanna Lóa Friðjóns- dóttir, Dóra Óskars- dóttír, Hlín Bjarna- dóttir, Bryndís Ólafs- dóttir, Guðjón Gísia- son, Guðjón Guð- mundsson og Arnór Diego. Þjálfarar eru Waldemar Czismow- sky og Bao Naijang. England sigraði Englendingar unnu öruggan sigur á Dönum, 3:2, i úrslltaleik Evröpukeppni lands- liða i badminton sem lauk í Preston á þriöju- dagskvöldið. Baseball á OL? Juan Antonio Sama- ranch, hinn spænski forseti Alþjóða Ólymp- iunefndarinnar, hefur lýst því yfir að hann sé fylgjandi þvi að horna- bolti (baseballú verði tekinn upp sem keppn- isgreln á Ólympíuleik- unum 1988. Hornabolt- inn er óhemju vinsæll í Bandaríkjunum og verður leikinn sem sýn- ingargrein á leikunum í Los Angeles í sumar. Körfuboltadrengir Blakleikir til Stokkhólms við Færeyjar Grótta, Seltjarnarnesi, eignaðist á dög-1 unum sína fyrstu íslandsmeistara er 3. flokkur félagsins í handknattleikbarsig- urorð af jafnöldrum sínum í úrslita- keppninni. Baráttan milli Gróttu, Víkings og KR var geysihörð og hlutu Grótta og Víkingur 10 stig hvort en KR 9. Grótta varð meistari þar sem liðið vann Víking í innbyrðis leik liðanna, 11:8. Þjálfari er Gauti Pétursson en hann hefur stýrt þessum piltum si. fjögur ár. Drengjalandslið íslands í körfu- knattleik tekur þátt í alþjóðlegu móti í Stokkhólmi um miðjan júní í sumar. Miklar vonir eru bundnar við drengina, sem allir eru fæddir 1968 og 1969 nema einn 1970 og hafa nú æft saman í tvö ár, með Evrópukeppni næsta vetur að markmiði. Tilkynntur hefur verið hópur 28 leikmanna og skipa hann eftirtald- ir: Einvarður Jóhannsson, IBK Falur Harðarson, IBK Gestur Gylfason, ÍBK Magnús Guðfinnsson, IBK Ólafur Gottskálksson, ÍBK Bjarni Össurarson, ÍR Herbert S. Arnarson, ÍR Ómar Þorgeirsson, ÍR Sigurvin Bjarnason, ÍR Árni Blöndal, KR Lárus Valgarðsson, KR Skúli Thorarensen, KR Stefán Valsson, KR Héðinn Gilsson, Haukum Leifur Garðarsson, Haukum Skarphéðinn Eiríkss., Haukum Árni S. Gunnarsson, Skaliagr. Bjarki Þorsteinsson, Skallagr. Einar Kristófersson, Skallagr. Anton Jónmundsson, Fram Rögnvaldur Sæmundsson, Fram Eyjólfur Sverrisson, Tindastól Haraldur Leifsson, Tindastól Hannibal Guðmundsson, Grindavík Steinþór Helgason, Grindavík Kristján Jónsson, Snæfelli Þorkeli Þorkelsson, UMFL Friðrik Rúnarsson, UMFN Þjálfarar drengjanna eru Jón Sigurðsson og Torfi Magnússon, landsliðsmennirnir kunnu. -VS Unglingalandslið Færeyinga í karla- og kvennafíokki í blaki eru væntanleg til landsins um helgina og leika hér á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Á mánudagskvöldið verður leikið í Ilaga- skóla. Fyrst leika bikarmeistarar ÍS í karla- flokki við færeyskt úrvalslið kl. 18.30, en síðan mætast unglingalandslið pilta og loks stúlkna- liðin. Á þriðjudag verður leikið í Digranesi í Kópavogi og viðhöfð sama röð, nema hvað karlaiið HK mætir færeyska úrvalsdeildarlið- inu fyrst, kl. 18.30. Loks er Hagaskólinn vett- vangurinn á ný á miðvikudagsk völdið og enn er sami háttur, tímasetning og röð og fyrri kvöld- in, nema nú byrja Þróttarar, íslandsmeistar- arnir í karlaflokki, á að mæta úrvalsliðinu fær- eyska. - VS Félaga- skipti Eftirtalin félagaskipti í knatt- spyrnu hafa verið blessuð af stjórn KSÍ undanfarnar vikur: Alda Rögnvaldsdóttir, Víkingur-UBK Annel Þorkelsson, Reynir S.-Hafnir Arnar Sveinsson, Magni-UBK | Árni Ólason, UMFB-Tindastóll Birgir Skúlason, Völsungur-IA Colin Thacker, Leeds (Eng)-KS Darren Scothern, Leeds (Eng)-KS Edvard Edvardsson, Valur-KR Eiríkur Leifsson, Víkingur-Þróttur R. Elías Snorrason, Fram-Ármann Erna Flygenring, FH-Munkebo (Dan) Eyjóifur Þórðarson, Þór Þ.-Stokkseyri Fjölnir Guðmundsson, Magni-KA Gauti Laxdal, Fram-UBK Gísli Jóhannesson, ÍR-Vikingur Guðbrandur Hansson, HSS-IK Guðjón Guðjónsson, Fylkir-Ármann Guðni Gunnarsson, Fram-UBK Guðlaugur Jónsson, Grindav.-Reynir S. Guðmundur Ármannss, Grindav.-Reynir S. Guðmundur Guðmundss, ÍA-UBK Gunnar Guðmundss. Aftureld.-Fram Gunnar Gunnarsson, Vikingur-Esbjerg (Dan) Gunnar Valdimarsson, ÍR-UBK Hafsteinn Benediktsson, Valur-KS Hallur Magnússon, Víkingur-Leiknir R. Haraldur Stefánsson, UBK-FH Helga Bragadóttir, Víkingur-UBK Henning Henningsson, Haukar-FH Hilmar Hilmarsson, Fram Sk.-Leiknir R. Hörður Harðarson, ÍA-HV lan Ross, Heretord (Eng)-Valur Ingólfur Ingólfss. Skene(Sví)-Völsungur Jóhann Jóhannsson, ÍBK-KR Jóhann Örlygsson, KA-Leiftur Jón Einarsson, Augnablik-UBK Jón Magnússon, UMFN-Röyn (Fær) Jónas Skúlason, Grindavik-Stjarnan Kristján Hilmarsson, FH-ÍBK Magnús Brandsson, Austri-ÍA Magnús Gunnarsson, Fram-Fylkir Magnús Guöjónsson, HSS-ÍK Magnús Jónsson, KR-Víkingur Marteinn Geirsson, Fram-Víöir Ómar Björnsson, Víkingur-Reynir S. Ragnar Rögnvaldsson, UBK-ÍBI Ragnhildur Sigurðardóttir, Fylkir-Valur Rögnvaidur Hallgrímsson, ÍK-UBK Samúel Grytvik, Valur-Fylkir Sigrun Sævarsdóttir, KA-UBK Sigurður Eyþórsson, ÍK-UBK Valdimar Frlðfinnur Valdimarsson Finnbogason íAugnablik íHildibrand Sigurður Ottesen, Fram-Ármann Sigurjón Rannversson, Þór A.-Augnabl. Skarphéðinn Ómarsson, Völs.-Tjörnes Skúli Jónsson, ÍBK-Reynir S. Stefán Hreiðarss. Attureld.-Þróttur R. Stefán Lúðvíksson, Fylkir-Fram Sævar Magnússon, Leiknir F.-Hverag. Tómas Viðarsson, Reynir Á.-Svarfdælir Valdimar Valdimarss. UBK-Augnablik Vanda Slgurgeirsdóttir, KA-ÍA ' Þórir Aðalsteinsson, Völs.-Tjörnes Þorsteinn Magnússon, Víkingur Ó.-FH Örlygur Friðriksson, Þór V.-enskt fél. Örn Bjarnason, Haukar-UMFN Örnólfur Oddsson, ÍBÍ-Vikingur Þetta er þó ekki allt. Nýja 4. deildarliðið í Vestmannaeyjum, Hildibrandar, hefur fengið hvorki meira né minna en 23 leikmenn til liðs við sig. Allir nema einn koma úr Eyjafélögunum Þór og Tý. Það verður greinilega erfitt að velja lið úr þessum hópi: Ásbjörn Garðarsson, Þór-Hildibr. Benedikt Guðbjörnsson, FH-Hildibr. Bergur Kristinsson, Þór-Hildibr. Birgir Rögnvaldsson, Þór-Hildibr. Böðvar Bergþórsson, Þór-Hildibr. Einar Högnason, Þór-Hiídibr. Elías Bjarnhéðinsson, Þór-Hildibr. Friðfinnur Finnbogason, Þór-Hildibr. Georg Arnarson, Þór-Hildibr. Guðjón Guðjónsson, Þór-Hildibr. Guðmundur Guðmundsson, Þór-Hildibr. Grétar Sævaldsson, Þór-Hildibr. Herbert Þorleifsson, Þór-Hildibr. Jósúa S. Óskarsson, Týr-Hildibr. Páll Scheving Ingvarss. Þór-Hildibr. Ragnar Sigurjónsson, Þór-Hildibr. Sigurður Friðriksson, Þór-Hildlbr. Sigurður Sveinsson, Þór-Hildibr. Stefán Guðmundsson, Týr-Hildibr. Stefán Örn Jónsson, Týr-Hildibr. Viðar Hjálmarsson, Þór-Hildibr. Viktor Ingvarsson, Þór-Hildibr. Vilhjálmur Garðarsson, Þór-Hildibr. -vs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.