Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. apríl 1984 Þjóðviljinn á Borgarfirði eystra Atvinnuástand með lakasta móti Bitnar helst á konunum segir Oddný í Snotrunesi Atvinnuástand hefur verið með allra lakasta móti hér í byggðar- laginu í vetur“ sagði Oddný Vest- mann á Snotrunesi í Borgarfirði e\straviðferðalangblaðsins„Mikið af fólki hefur neyðst til að leita sér að vinnu annars staðar, og maður óttast auðvitað að þetta fólk komi ekki til baka, einkum yngra fólkið. Það er raunar von, þegar fólk getur haft helmingi meiri tekjur og trygga vinnu annars staðar.“ „Hér er yfirleitt atvinnuleysi frá því í miðjum desember frameftir vetri. Og ég er ansi hrædd um að ekki rætist úr atvinnuástandinu fyrr en við fáum almennilega höfn, svo stærri bátar geti lagt hér upp. Á meðan ekki berst nægur afli útaf hafnarskilyrðunum þá verður hér erfitt fyrir konur um vinnu, og það verður að segjast að það eru fyrst og fremst konurnar sem atvinnu- leysið bitnar á,“ sagði Oddný og var skelegg fyrir hönd kynsystra sinna. Þegar við spurðum hvernig henni líkaði að öðru leyti við Borg- arfjörð kvaðst Oddný una hag sín- um dável. „Ég hef nú þvælst víða, en aldrei haft eins mikinn tíma fyrir sjálfa mig og hér, eða orðið vör við jafnlítið stress. Fólk er hér ekki ríg- skorðað við stimpilklukkur og get- ur séð aðeins meira en rétt niður fyrir lappirnar á sér“. Oddný kvaðst vilja geta þess, að sér fyndist Alþýðubandalagið gera of lítið af því að ræða stöðu íslands innan NÁTÓ um þessar mundir. „Það er vitað að Ámríkanar vilja setja hér upp radarstöðvar vítt og breitt, og voðalegt að vita til þess að ekki skuli vera vakin á því meiri athygli. Manni sýnist nú raunar að Sjálfstæðisflokkurinn vilji gera ís- land að hálfgerðri amrískri ný- lendu, og við þessu þarf að sporna af krafti", sagði Oddný og sló bylmingshögg í vesalings borðið. „Hér er annars fullt af góðu fólki sem hefur áhuga á að stofna friðar- hóp eða einhvers konar hóp gegn hernum og nú þarf maður bara að drífa í því.“ -ÖS Oddný í Snotrunesi var óánægö meft kaupfélagsveldið á staðnum og kvað það koma niður á vöruvali á staðnum. Til dæmis kvað hún erfitt að fá nokkurn tímann ferskan mat. Ljósm. Jón Ingí. Gutlað á trillu sumarhúsamegin í tilverunni Afleit hafnar- aðstaða segir hœstráðandi á Boðanum Um borð í Boðanum var hörku- legur gaur að setja niður nýja vél og kvaðst að öðru leyti að vera að ,JIxa þetta til fyrir vertíðina“. El- var Tryggvason er 23 ára og keypti Boðann í fyrra og segist vera „bölv- aður nýgræðingur“. Þeir eru tveir á, veiða á færi og línu sem þeir beita að mestu leyti sjálfir og eru sumar- húsamegin í tilverunni. „Aðalkosturinn við þetta trillu- gutl er að maður ræður sér alveg sjálfur. Er ekki undir neinn settur. Vil þetta miklu heldur en einhverja frystihúsavinnu, þarsem stimpil-' klukkan ræður og maður er ævin- lega inni við. Síst vil ég inniver- una“. Hann segir okkur að nýja vélin hafi kostað morð fjár, tæpar tvö hundruð þúsundir en „það þýðir andskotann ekkert en vera með góðar vélar, svo hægt sé að róa þessa sex mánuði sem við náum hérna í Borgarfirðinum. Báturinn er hvort sem er allur í skuld svo það skiptir víst ekki öllu þó skuldafenið dýpki“, og Elvar hlær bara að þess- ari skuldseigu veröld. „Annars er mál númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur hér í Borgarfirði að fá nýja og betri höfn, eða stórbætt hafnarskilyrði. Hér geta ekki stórir bátar lagt upp, og fyrir bragðið Elvar Tryggvason, trillujaxl á Boðanum á Borgarfirði eystra: „Númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að fá bætta höf n“. Ljósm. Jón Ingi. verður að keyra hingað fiski bara til að reyna að halda einhverri at- vinnu uppi. Ófært helvíti. Aðstað- an í þessu hafnarkríli er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. í norð- austanbrimi getur allt gerst, það hefur komið fyrir að böndin hrein- lega hafi flotið uppaf pollunum, nú eða bara slitnað og bátarnir lent uppí fjöru. Hann Björgvin hérna,“ og Elvar bendir á trilluna við hlið- ana á Boða, „hann flaut hér uppí fjöru í norðaustanbrimi og stór- skemmdist. Þetta er andskotann ekki hægt lengur“, og Elvar trillu- karl skekur haus af vandlætingu yfir sinnuleysi hafnaryfirvalda sem ýmsum á Borgarfirði eystra þykja ekki ýkja snör að sníða vankanta af hafnaraðstöðunni. Ertu fjölskyldumaður? „Nei, heldur betur ekki, ég er algerlega sjálfs mín herra. Það skiptir öllu“. En ertu ekki með nefið í ein- hverjum stelpum? „Nei, nei, nei,“ og Elvar neitar blákaldur öllum slíkum áburði. Þessu lýgurðu segjum við með vandlætingarsvip og skrúfum upp yfirheyrsluna með þeim árangri að Elvar gefst upp á flótta. „Jú bless- aður vertu, ég harðlýg því, hvað heldurðu“. -ÖS Pottþétt böll á Borgarfirði eystra Helga Björg Eiríksdóttir og Gróa Krlstín Bjarnadóttir: „Ekki hægt að fara á ball um hverja helgi. Það er svolítið gróft". Ljósmynd: Jón Ingi. segja tvœr stilltar stúlkur í Eiðaskóla Tvær gæjalausar sautján ára i píur voru á labbi utan við barna- skólann á Borgarfírði eystra þegar Þjóðviljinn sveif í hlað í fylgd Helga 1 Seljan. Þær voru í skreppu frá Eiðaskóla, þar sem þær að öðru jöfnu leggja sig eftir þekkingu og þroska, og svelgja í sig mannvit. Gróa Kristín var raunar frá Egils- stöðum og hafði ekki fyrr drepið fæti sínum á borgfirska jörð, en Helga Björg hins vegar verið þar frá því af henni hófust sögur. Hvernig er að búa á Borgar- : firði?, spurðum við fyrst og bárum okkur mannalega þó kuldinn væri að murka úr okkur tóruna. „Fínt“, svarar Helga Björg, „kannski dálítið rólegt. Það er kannski ekki mikið um að vera á sumrin fyrir krakkana. Við löbbum eitthvað á kvöldin, útá símstöð til að kjafta saman eða förum stund- um í útilegur hér útí sveit um helg- ar. Það er fjör. Svo förum við á böll, bæði á Egilstaði og Reyðar- fjörð. Annars eru bestu böllin hér. Það er pottþétt". En hvernig er að vera á Eiðum? „Frábært“, segja þær báðar. „Það er samt misjafnt. Stundum er leiðinlegt. Einsog í gær, þá fóru all- ir á ball, þá hundleiddist okkur al- veg. Þá hringdi ég bara í pabba og bað hann að sækja okkur“, bætir Helga Björg við, sem augsýnilega vefur föðurtötrinu um fingur sér einsog lakkrísröri. Nú, farið þið ekki á böllin, segj- um við skemmtanasjúkir sunnan- gaurar í mikilli forundran. „Við erum svo stilltar maður. Svo fórum við líka um síðustu helgi. Það er sko ekki hægt að fara á ball um hverja helgi. Það er svo- lítið gróft.“ -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.