Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. aprfl 1984 Húseignirnar sem hvergi er aðfinna í bókhaldi æðstu pening ÞETTA ERU HALLI Austurstræti 11. Seðlabankinn á 50% í húseigninni. Fasteigna- mat eignarinnar er skráð tæpar 10 miljónir króna og verðmæti eignarinnar aðrar 10 miljónir króna. Brunabótamat hússins er tæp- ar 60 miljónir króna. Hafnarstrætl 14. Seðlabankinn er talinn eiga 50% eignarlóðarinn- ar sem húsið stendur á. í mati er lóðin talin 2.9 miljóna króna virði en söluverðmæti margföld sú upphæð. Dugguvogur 9-11. Seðlabankinn á 31.9% eignarinnar. Fast- eignamat hússins er 1.4 miljónir en brunabótamatið 3.1 miljón króna. Leigulóð. Þessi glæsilegu hús, sem standa á dýrustu lóðum höfuð- borgarsvæðisins, á Seðlabanki íslands. Eru fasteignirnar metn- ar á rúmlega hundrað miljónir króna í brunabótamati en raun- verulegt verðmæti þeirra skiptir mörg hundruð miljónum króna. Á liðnum árum hefur bankinn ekki þurft að greiða eina einustu krónu í eignaskatta til ríkisins og í frumvarpi að nýjum lögum um bankann og nú liggur fyrir í handriti eru engin ákvæði um að bankanum skuli skylt að greiða þá skatta. Öllum öðrum bönkum, fyrir- tækjum í hvers konar rekstri svo og einstaklingum að sjálfsögðu, er gert að greiða eignaskatta. í frumvarpinu, sem bankamálanefnd hefur nýlega skilað frá sér eru hins vegar ákvæði um að bankinn skuli telja fasteignir sínar fram á efnahagsreikningi. Segir svo í 43. grein frumvarpsins um reikningsskil: „Um gerð ársreiknings fer eftir iögum og góðri reikningsskilavenju, bæði að því er varðar uppsetningu reiknings, mat á hinum einstöku liðum og önnur atriði“. Allir þeir sérfræðingar sem Þjóðvilj- inn hefur rætt við og ekki tengjast hags- munum Seðlabankans, eru sammála Brunabótamat eignanna á 2. hundrað miljónir króna! Elsti íbúl Eyrarsveitar, Gu&mundur Guðmundsson frá Nýjubúð, tekur fyrstu skóflustunguna að dvalarheimili aldraðra í Grundarfir&i. Hjá honum stendur Ólafur Guðmundsson og sr. Jón Þorsteinsson sem flutti ávarp af þessu tilefni. Ljósm. Rósant. Sjálfseignarfélag um dvalarheimili í Grundarfirði stendur til að byggja dvalarheimili fyrir aldr- aða. ÖIl félagasamtök í Eyrar- sveit standa ásamt hreppnum að sjálfseignarfélagi sem mun byggja dvalarheimilið. A sumardaginn fyrsta var fyrsta skóflustungan tekin við hátíð- lega athöfn. Skiptar skoðanir hafa verið í , Eyrarsveit um húsnæði fyrir dval- arheimili aldraða. Um tíma voru umræður um það að nýta hús í bæn- um fyrir heimilið en síðar var tekin ákvörðun um að byggja nýtt hús fyrir aldraða. Teikningar liggja nú fyrir og líkan af húsinu. Elsti íbúi Eyrarsveitar, Guð- mundur Guðmundsson frá Nýju- búð, tók fyrstu skóflustungu dval- arheimilisins á sumardaginn fyrsta og sr. Jón Porsteinsson flutti ávarp við athöfnina. Vegleg hátíðahöld voru í Grundarfirði þennan dag sem hóf- ust með því að farið var í skrúð- göngu til æskulýðsmessu í kirkj- unni. Síðan var tekin fyrsta skóflu- stungan að dvalarheimili aldraðra og eftir það var kaffiboð kvenfé- lagskvenna í samkomuhúsinu. Þar gafst íbúum Eyarsveitar ásamt þingmönnum Vesturlands kostur á að skoða teikningar og líkan af dvalarheimilinu. RG./jp Markaðsfulltrúi í Færeyjum Útflutningsmiðstöðin fœrir út kvíarnar . Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur ráðið Björn Guðmundsson markaðsfulltrúa sinn í Færeyjum frá 1. maí nk.. Sl. tvö ár hefur orðið talsverð aukning hvað varðar út- flutning íslenskra iðnaðarvara og hefur verið lögð megináhersla á að kynna þær í Færeyjum. Þróunina á þeim markaði má rekja aftur til ársins 1969 þegar fyrst var farið að kynna íslenskar iðnaðarvörur þar, en frá þeim tíma hafa bæði Kassa- gerðin og Hampiðjan verið með föst og aukin viðskipti þangað. Aðalútflutningsvörur okkar til Færeyja í dag eru sjávarútvegs- vörur, svo og landbúnaðarvörur. Björn Guðmundsson er fyrsti markaðsfulltrúinn sem Útflutn- ingsmiðstöðin ræður til starfa á er- lendri grund. Úlfur Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri greindi frá því að vandi útflutningsiðnaðarins hefði fram til þessa verið sá að flutt hafi verið út hráefni í stað fullunninnar vöru. í samvinnu við Iðnþróunar- sjóð væri verið að vinna að breytingum á þeim málum og afla markaðar fyrir íslensk vörumerki, aðallega í Evrópu, megináherslan væri á markaðs- og sölumálum, en ekki á framleiðslumálum. -s.s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.